Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TEL BLAÐSINS
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
i'm sorry I
U)0KE YOU UP
IAST NI6HT,
CHARLIE BROWN
WHEN I WEARPTHOSE
COYOTE5 H0L)LIN6,THEV
50UNPEP 50 LONELY, I..
7/
LINUS,THERE
AREN'T ANY
COYOTE5
LUHERE WE
LIVE..
V
l':
I HEARP 7MAYBEIT
Mér þykir leitt að
ég skyldi vekja þig
í nótt sem leið,
Kalli Bjarna.
Þegar ég heyrði
þessa sléttuúlfa góla,
virtust þeir vera svo
einmana, ég ...
C0Y0TE5
HOWLING,
CHARLIE BROWN
WA5 YOUR
5I5TER
PIP ^
50ME80PY
5AY
"5I5TER"?
Lárus, það eru
engir sléttu-
úlfar þar sem
við búum ...
Eg heyrði sléttuúlfa góla,
Kalli Bjarna ... Kannski var
það systir þín að hrjóta. Sagði
eiijhver „systir“?
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Ruglið í Omari
Ragnarssyni
Frá Gíslínu Vilhjálmsdóttur:
í ÞÆTTI Hemma Gunn. 8. febrúar
sl. kom Ómar fram og þóttist rifja
upp gamlar minningar. Þar talar
Ómar um Vilhjálm sem vann á
sorphaugunum ásamt föður Óm-
ars, en hann reyndist Vilhjálmi
mjög vel þann stutta tíma sem
þeir unnu saman. Minningar Óm-
ars eru aðeins hugarórar lítils
drengs og þvílíkt rugl að ekki má
kyrrt liggja. Ómar var aðeins smá
strákur á þessum tíma og nánari
kynni þeirra á milli voru engin þar
sem Vilhjálmur hætti störfum
1947.
í þættinum býr Ómar til einstak-
ling sem ekkert er líkur Vilhjálmi,
en notar sér fötlun hans til að
upphefja sjálfan sig. Rúmlega tví-
tugur varð Vilhjálmur fyrir slysi
sem varð þess valdandi að hann
missti heyrnina. Vilhjálmur þótti
hafa afburðagreind eins og margir
af hans ætt. Hann las mikið og
fylgdist vel með stjórnmálum og
verkalýðsmálum. Sonur hans sem
var blaðamaður sá til þess að hann
fengi öll þau blöð sem út komu.
Bókum og blöðum um gróður og
dýralíf hafði hann gaman af enda
alinn upp í sveitum Ámessýslu.
Vilhjálmur bjó ekki í gömlu húsi
en keypti nýja þriggja herbergja
íbúð í fýrstu verkamannabústöðum
sem byggðir voru. Kona Vilhjálms
var ekki stór og mikil né dóttirin,
heldur voru þær báðar frekar lág-
vaxnar og grannar. Vilhjálmur tal-
aði aldrei við sjálfan sig, en við
vorum á sama heimili þar til sein-
ustu átta ár ævi hans. Honum
þótti gaman að syngja og átti til
að raula við vinnu sína eins og
margir gera.
Allt sem Ómar spinnur upp í
sambandi við persónu þessa látna
manns er rugl og virðist hann slá
saman mörgum persónum og ekki
gera sér grein fyrir því. Þetta er
Ömari til háborinnar skammar og
ætti hann að vera maður til að
koma með skýringar og biðjast
afsökunar á framkomu sinni. Það
er engum til framdráttar að gera
grín að fötlun annarra.
Sjónvarpið er sterkur fjölmiðill
sem ber að hafa strangar siðferðis-
reglur og stöðva snarlega viðtöl
þar sem þessar reglur eru brotnar.
GÍSLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Hringbraut 90, Reykjavík.
Upplýsingar um
Intemettengingu
við Morgunblaðið
VEGNA fjölda fyrirspurna
varðandi Internet-tengingu við
Morgunblaðið, skal eftirfar-
andi áréttað:
Tenglng við helmasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heima-
síðu Morgunblaðsins, sláið inn
slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar
upplýsingar um blaðið, s.s net-
föng starfsmanna, upplýsingar
um hvernig skila á greinum til
blaðsins og helstu símanúmer.
Morgunblaðlð á Internetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á Internetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengj-
ast heimasíðu Strengs hf. beint
með því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða
með því að tengjast heimasíðu
blaðsins og ve\ja Morgunblaðið
þaðan.
Strengur hf. annast áskrift-
arsölu Morgunblaðsins á Inter-
netinu og kostar hún 1.000
krónur.
Sending efnls
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Internetið
noti netfangið
mbl@ centrum.is
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem
má finna á heimasíðu blaðsins.
Það tryggir öruggar sendingar
og einnig að efnið rati rétta
leið í blaðið. Senda má grein-
ar, fréttir, auglýsingar og
myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mlsmunandl tengingar vlA
Internet
Þeir sem hafa Netscape/
Mosaic-tengingu eiga hægt um
vik að tengjast blaðinu. Ein-
ungis þarf að slá inn þá slóð
sem gefin er upp hér að fram-
an.
Þeir sem ekki hafa
Netscape/Mosaic-tengingu
geta nálgast þessar upplýs-
ingar með Gopher-forritinu.
Slóðin er einfaldlega slegin inn
eftir að forritið hefur verið
ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota
a.m.k. 14.400 baud-mótald fyr-
ir Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forritinu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.