Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 47
I DAG
Arnað heilla
fyr\ÁRA afmæli. Á
( \/morgun, 19. febrúar,
verður sjötugur Magnús
Sigurðsson, Fannafold
89, Reykjavik. Eiginkona
hans er Ágústa Oskars-
dóttir. Þau taka á móti
gestum í „Mánabergi", 3.
hæð, Lágmúla 4 milli kl.
15 og 18 á afmælisdaginn.
/?/\ÁRA afmæli. Á
0\/morgun, 19. febrúar,
verður sextug Þuríður Ól-
afsdóttir, Hæðarbyggð
28, Garðabæ. Eiginmaður
hennar er Jón Svan Sig-
urðsson, forstjóri. Þau
taka á móti frændum og
vinum á heimili sínu eftir
kl. 15 á afmælisdaginn.
K/\ÁRA afmæli. í dag,
01/18. febrúar, er fimm-
tugur Þjóðbjörn Hannes-
son, kennari, Akranesi.
Kona hans er Kristrún
Líndal Gisladóttir, skrif-
stofumaður. Þau hjónin
taka á móti gestum á heim-
ili sínu frá kl. 15 á afmælis-
daginn.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
í frétt í Morgunblaðinu í gær
var sagt frá danskeppni í
Blackpool. Þar var farið
rangt með nafn eins kepp-
andans en hann heitir Gunn-
ar Hrafn Gunnarsson. Beðist
er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt nafn
I frétt á flmmtudag um ára-
mótafélagsvist Varðar var
rangt farið með nafn Rögnu
Bjömsson í myndatexta.
Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Rangt föðurnafn
í frétt Morgunblaðsins um
tónlistarkvöld í Kaffíleikhús-
inu Hlaðvarpanum var
Markús Þór Andrésson skrif-
aður Einarsson í mynda-
texta. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
rr /\ÁRA afmæli. Mánu-
| l/daginn 20. febrúar
nk. verður sjötugur Þórður
Þorkelsson, Hörgshlíð 6,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Svanhildur Guðnadótt-
ir. í tilefni dagsins taka þau
hjón á móti gestum í
íþróttamiðstöð íþróttasam-
bands íslands í Laugardal,
á morgun sunnudaginn 19.
febrúar kl. 17.
/»/\ÁRA afmæli. Mið-
Ol/vikudaginn 15. febr-
úar sl., varð sextug Vigdís
Danielsdóttir, Ásbraut
19, Kópavogi. Böm henn-
ar ætla að halda henni hóf
í Stjörnuheimilinu, Garða-
bæ í dag, laugardag eftir
kl. 20.
HOGNIHREKKVISI
COSPER
VIÐ hittum þig þá á Lækjartorgi og verðum með rauða
nclliku í hnappagatinu til að þú þekkir okkur.
Farsi
'/
ácj lagbi, {,'iL oc& hann fxri efíit
c/rtxumum sínum.*
STJÖRNUSPA
eftir Franecs Drakc
*
VATNSBERI
Afmælisbam dagsins:
Heimili ogfjölskylda eru
þér mikils virði ogþú átt
velgengni að fagna.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Einhver átök hafa komið upp
í vinnunni vegna óhóflegrar
afskiptasemi vinnufélaga.
Með iagni tekst þér að leysa
vandann.
Naut
(20. apríl - 20. mai)
Þú átt góðar samverustundir
með vinum og ættingjum í
dag, og hugmyndir þínar fá
góðar undirtektir. Helgin
verður ánægjuleg.
Tvíburar
(21. maí - 20. júni)
Þú ert eitthvað miður þín í
dag, en þínir nánustu veita
þér góðan stuðning. í kvöld
ættir þú að reyna að slappa
af.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí)
Þú kynnist einhveijum í dag
sem á eftir að reynast þér
vel sem vinur. Þér berast
óvænt gleðitíðindi varðandi
fjármálin.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú nýtur vaxandi vinsælda
og dagurinn hefur upp á
margt að bjóða þér til afþrey-
ingar. Ástin er á næsta leiti.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) H
Þú ert samvinnufús i dag og
tekur virkan þátt i störfum
fjölskyldunnar. í kvöld fara
ástvinir út að skemmta sér.
Vog
(23. sept. - 22. október)
í dag gefst þér tækifæri til
hvíldar og til að sinna einka-
málunum. Fjölskyldan er
samhent og skemmtir sér vel
í kvöld.
Sþorddreki
(23.okt. - 21. nóvember)
Hlustaðu vel á góð ráð sem
þér eru gefin í dag og geta
fært þér velgengni i framtíð-
inni. Þú átt góðar stundir í
vinahópi í kvöld.
Bogmaöur
(22. nóv. -21. desember)
Láttu ekki freistast af gylli-
boði sem þér berst í dag.
fhugaðu málið vandlega áður
en þú tekur endanlega
ákvörðun.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Óvænt þróun mála getur
fært þér tækifæri til aukins
frama í starfí, og þú þarft
að afla þér þekkingar til að
uppfylla kröfurnar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) í
Þú getur orðið fyrir vonbri:
um ef þú gerir of miklar kr
ur til þinna nánustu í d
Hlustaðu á hollráð gam
vinar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Það getur verið hagstætt að
fara troðnar slóðir á leið að
settu marki í stað nýrra, því
ekki eru allar breytingar til
batnaðar.
Stjömuspúna ú aó lesa sem
dœgradvól. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
Grand Cherokee Laredo '93
til sölu, upphækkaður, blásanseraður, ný dekk, dráttarkúla.
Bíll í toppstandi. Skipti möguleg á ódýrari.
Góð greiðslukjör í boði. Staðgreiðsluverð 3,2 millj.
Upplýsingar í símum 91-20160 og 91-39373, Karl, í dag
og næstu daga.
Reiki-
og
sjálfstyrkingarnámskeið
og
einkatímar
• Hefur þú áhuga á andlegum málefnum?
• Þarftu á sjálfstyrkingu að halda?
• Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan?
• Ertu tilbúin að gera eitthvað í málinu?
Námskeið í Reykjavík
25.-26. febrúar 1. stig helgarnámskeið.
3.-4. mars 2. stig.
7., 8. og 10. mars 1. stig kvöldnámskeið.
Upplýsingar og skráning i síma 871334.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Orðsending til forráðamanna
um 10.000 hlutafélaga
Á nýársdag öðluðust gildi breytingar á gildandi lögum um
hlutafélög, sem síðan hafa verið endurútgefin sem lög nr. 2/1995
um hlutafélög, og ný lög um einkahlutafélög, nr. 138/1994.
Flestar breytingamar leiðir af aðild íslands að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið.
Af þessum sökum þurfa forstöðumenn um 10.000
hlutafélaga, sem skráð hafa verið fyrir áramót, á árinu 1995 og
helst sem fyrst að, taka ákvörðun um það, hvort skrá skuli félögin
sem hlutafélög samkvæmt nýjum reglum eða einkahlutafélög.
Þurfa þeir einnig að huga að breytingum á samþykktum félaga á
næsta aðalfundi eða sérstökum hluthafafundi og jafnvel hækka
hlutafé ef félag verður skráð hlutafélag í framtíðinni (lágmark
fjórar milljónir króna). Verði skráð hlutafélag hins vegar umskráð
sem einkahlutafélag, þarf ekki að hækka hlutaféð frá því sem er.
Skráning eða umskráning eldri hlutafélaga á þessu ári samkvæmt
nýjum lagaákvæðum, verður án endurgjalds.
Gert er ráð fyrir að í framtíðinni henti hlutafélög, einkum
þar sem hluthafar eru margir, hlutafé hátt og sóst er eftir hlutafé
frá almenningi, t.d. með útboðum eða skráningu hlutabréfa á
verðbréfaþingi. Einkahlutafélög eru hins vegar talin henta betur
fáum hluthöfum, þar sem ekki er leitað til almennings eftir fé,
enda sé hlutafé lágt, minnst 500 þúsund krónur í nýjum
einkahlutafélögum (jafnvel lægra í eldri hlutafélögum sem
umskráð verða sem einkahlutafélög). Búast má við að langflest
eldri hlutafélög verði umskráð sem einkahlutafélög.
Nánari upplýsingar um helstu breytingar á hlutafélagalög-
gjöfinni og mun á hlutáfélögum og einkahlutafélögum er að finna
í sérprentunum laga um hlutafélög og laga um einkahlutafélög,
sem eru til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal og eru sendar þaðan í
póstkröfu um land allt. Þar er einnig að finna sýnishorn sam-
þykkta viðkomandi félaga o.fl. með upplýsingum um nauðsyn-
legar breytingar, en sýnishornin má einnig fá á tölvudisklingi.
Búast má við að almennt þurfi menn á sérprentun laga um
hlutafélög að halda þar til viðkomandi eldri hlutafélög verða
umskráð sem einkahlutafélög síðar á þessu ári.