Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 56

Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 56
MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKULASONHF MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI/ÐCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SH selur karfa fyrir Færeyinga Um Island til Jap- ans frá Færejrjum SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna og Föroya Fiskasöla hafa gert með sér samkomulag þess efnis að SH annist sölu úthafskarfa í Japan fyrir Fiskasöluna. Föroya Fiskasöla er sölusamband færeyskra frysti- húsa innan Föroya Fiskavirkning, en innan þeirra eru nær öll starf- andi frystihús í Færeyjum. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segist ánægður með þetta sam- komulag. Það styrki sölukerfí SH, en félagið hafí í fyrra náð betri tökum á markaðnum með vaxandi magni af úthafskarfa. SH og Föroya Fiskasöla hafa lengi starfað saman, einkum í Bandaríkjunum, en FF rekur físk- réttaverksmiðju í Bretlandi og er með söluskrifstofur í Danmörku og Frakklandi. Því nær samkomulagið aðeins til sölu á úthafskarfa á Jap- ansmarkaði, að minnsta kosti fyrst um sinn. Tvö færeysk skip eru þeg- ar tilbúin til veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, en veiðarnar hefj- ast strax í marzmánuði. Verið er að búa fleiri skip til þeirra veiða. Samkomulagið við Færeyingana er með svipuðum hætti og samning- ar SH við aðra erlenda frystitog- ara, en Sölumiðstöðin hefur verið að auka slík viðskipti undanfarin misseri. Morgunblaðið/Kristinn Skólakrakkar á skautum ÞÓTT nemendur grunn- og fram- gerðalaus I góða veðrinu. Margir haldsskóla hafi ekki getað stund- krakkar voru á skautasvellinu í að skólann í gær vegna kennara- Laugardal á skólatíma í gær og verkfalls sátu fæst þeirra að- skemmtu sér vel. „Datt ekki í hug að mað- urinn væri lifandi“ UNGUR maður virðist, að sögn lög- reglu, hafa sloppið ótrúlega vel frá því að aka bíl á ljósastaur á Sæ- braut við Laugamesveg á tólfta tím- anum í gærkvöldi. „Mér datt ekki í hug að maðurinn væri lifandi inni í flakinu," sagði Sigurður Pálsson, reyndasti rannsóknarlögreglumaður borgarinnar í rannsóknum umferð- arslysa, um aðkomuna á slysstað í gærkvöldi. Maðurinn, sem er 27 ára og grun- aður um ölvun við aksturinn, ók norður Sæbraut en missti bílinn upp á miðeyju og á ljósastaur. Ljósa- staurinn brotnaði og flatti bílinn saman. Þegar maðurinn hafði verið klipptur úr flakinu reyndist hann með meðvitund og málhress en blóð- ugur og greinilega talsvert slasaður. Hann var fluttur á Borgarspítalann. Morgunblaðið/Júlíus Snj óflóðafrumvarp endurskoðað Skýrari kaup- og flutnings- heimildir ÁLIT starfshóps sex ráðuneyta um nauðsynlegar breytingar á stjómar- frumvarpi um snjóflóðavamir var lagt fyrir ríkisstjóm í gær. Hópurinn hefur endurskoðað frumvarpið með tilliti til snjóflóðanna í Súðavík. Meðal niður- staðna hans er að draga þurfí skýrar fram heimildir í frumvarpinu til að kaupa hús á hættusvæðum og greiða fyrir flutning húsa úr Ofanflóðasjóði. Fmmvarpið, sem Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra hef- ur mælt fyrir á Alþingi, var samið áður en snjóflóðin féllu á Súðavík. Ráðherra lýsti því hins vegar yfír er hún lágði frumvarpið fram á þingi að endurskoða þyrfti það í ljósi þess- arar nýlegu reynslu. Að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneyt- isins, eru breytingartillögur starfs- hópsins ekki stórvægilegar og voru menn sammála um að frumvarpið gengi í þá átt, sem rætt hefur verið um eftir snjóflóðin, að efla skipulegar snjóaathuganir, forvamir og rann- sóknir og auka þann hluta, sem Ofan- flóðasjóður greiddi í þvi starfí. Greitt fyrir flutning húsa Berglind sagði að þær breytingar væru lagðar til að starfsmenn fengju þjálfun hjá Veðurstofunni, skilyrði fyrir greiðslum úr Ofanflóðasjóði yrðu einfölduð og loks yrði sá mögu- leiki núverandi laga að kaupa fast- eignir dreginn betur fram. Jafnframt væri lagt til að unnt yrði að greiða fyrír flutning húsa, þar sem því yrði við komið, en slíkt ákvæði hefur ekki verið í lögum. Tillögur fulltrúa ráðuneytanna verða sendar félagsmálanefnd Al- þingis. Berglind sagðist vonast til að tækist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok. Sj 6 vá-Almennar Afsláttur og endur- greiðslur SJÓVÁ-Almennar hafa ákveðið að lækka tryggingaiðgjöld ein- staklinga og fjölskyldna næsta mánudag. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri, segir lækk- unina nema 100 millj. Sú nýjung hefur jafnframt verið tekin upp hjá Sjóvá- Almennum að þeir viðskiptavin- ir sem eru með a.m.k. ijórar vátryggingar frá félaginu fá afslátt af viðskiptum sínum og allt að 10% endurgreiðslu af iðgjöldum fyrra árs hafí þeir verið tjónlausir og staðið í skil- um með iðgjöld. Einar Sveinsson segir að með þessum nýjungum sé verið að veita viðskiptavinum hlutdeild í batnandi afkomu félagsins. Að sögn Einars má búast við að hagnaður síðasta árs hafí verið um 200 millj. kr. ■ Tjónlausir/16 Búist víð miklum fundahöldum ASÍ, VSÍ og VMS og í keimaradeilunni um helgina Akveðið að hefja viðræð- ur um launamálin í dag Dagsbrún og Yerkalýðs- og sjómannafé- lag Keflavíkur boða verkfall 28. febrúar TALSVERÐUR gangur var í sér kjaraviðræðum landssambanda og félaga innan ASÍ og vinnuveitenda í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyr- ir en samningsaðilar stefna nú ákveðið að því að viðræður um launaliði kjarasamninga geti hafíst eftir hádegi í dag og lögð er áhersla á að niðurstaða fáist um helgina svo hægt verði að heíja viðræður við ríkisvaldið um kröfur landssamband- anna ASÍ og Flóabandalagsfélag- anna þriggja á hendur stjórnvöldum. Stjómir og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur samþykktu í gær boðun verkfalls sem hefst á miðnætti aðfaranótt 28. febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. í verkfallsboðun VSFK eru Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflug- völlur undanskilin verkfalli. Stjórn og trúnaðarráð Hlífar koma einnig til fundar í gær til að ákveða hvort boðað verður til verkfalls en Sigurð- ur T. Sigurðsson, formaður félags- ins, sagði að niðurstaðan yrði ekki gerð opinber fyrr en á mánudag. Lítil hreyf ing á samningamálum kennara Samninganefndir kennarafélag- anna og ríkisins komu saman eftir hádegi í gær og fóru yfir mál hvor i sínu lagi fram eftir degi. Um kl. 17 komu samninganefndirnar sam- an til fundar. Fundi var slitið eftir rúmlega klukkutímalangan fund. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ seg- ir að meðan menn ræðist við sé ekki útilokað að samningar takist í kenn- aradeilunni um helginni, en varar jafnframt við of mikilli bjartsýni. Á fundi sem hefst í dag er ætlunin að ræða um vinnutímamál, en um það atriði hafa samningsaðilar lítið nálg- ast hvor annan. Fyrir hádegi í dag funda vinnu- veitendur með hafnarverkamönnum í Dagsbrún og verslunarmönnum. Kl. 13 ætla vinnuveitendur og for- menn landssambanda og stóru verkalýðsfélaganna að fara yfír stöð- una. „Það er ákveðið að menn renni í stóru málin eftir hádegið á morgun og láti hringla í baukunum," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, í gærkvöldi og Magnús Gunn- arsson, formaður VSÍ, sagðist von- ast til að menn sæju fyrir endann á stórum hluta sérkjaraviðræðnanna svo unnt yrði að heija viðræður um launaramma. Guðmundur J Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði að menn væru að komast í tímaþröng vegna krafna sem félögin gera á hendur stjórnvöldum. Hann lagði áherslu á að sérmál félaganna yrðu leidd til lykta í nótt eða fyrir hádegi í dag og að aðilar gætu komið með sam- ræmdar tillögur til ríkisstjórnar ■ KennaraverkfalI/4 ■ Verkfall hefði/2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.