Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 1
72 SÍÐUR B
43. TBL. 83. ÁRG.
-----w ..—....
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
NATO íhugar
víðtækt sam-
starf við Rússa
Brussel. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hafa farið fram á, að bandamenn
þeirra í Atlantshafsbandalaginu,
NATO, styðji hugmyndir um miklu
nánara samstarf við Rússa en verið
hefur. Er tilgangurinn með því að
sefa ótta þeirra við stækkun banda-
lagsins í austur.
Sendiherrar aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins hafa fengið að sjá
bréf, sem Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, sendi Borís Jeltsín,
forseta Rússlands, en þar lýsir hann
hugmyndum sínum um aukið sam-
starf.
Jafngilda hugmyndirnar veru-
legri stefnubreyt,ingu hjá bandalag-
inu og eru, að sögn heimildarmanna
í Brussel, sigur fyrir rússneska ut-
anríkisstefnu, sem virðist ekki hafa
beðið neinn hnekki vegna
Tsjetsjníjumálsins.
Nýr samningur
Haft er eftir heimildum, að hug-
myndir Clintons gætu leitt af sér
nýjan samning, sem tæki til allra
samskipta Rússa við Vesturlönd í
framtíðinni. Bandaríkjastjórn - er
mjög áfram um að stækka NATO
sem fyrst í austur og litið er svo
á, að tilboðið sé tilraun til að kaupa
Rússa góða. Jeltsín hefur varað við
stækkun NATO og segir, að hún
muni leiða til þess, að „kaldur frið-
ur“ taki við af köldu stríði.
Fyrir einu ári útilokaði NATO
víðtækara samstarf við Rússland
en sem fælist í Samstarfi í þágu
friðar en sagt er, að áhuginn á
stækkun NATO stafi af ótta við,
að tómarúm í öiyggismálum í Mið-
og Austur-Evrópu geti gert sigur-
inn í kalda stríðinu að engu.
, Reuter
RUSSNESKIR hermenn á bryndreka við Sunja-fljót í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju. Eins og sjá má
eru stórir hlutar borgarinnar í rúst eftir harðar sprengjuárásir og bardaga.
Afdrifa-
ríkur
hjóna-
hvellur
TILRAUNIR mannkynsins til
að skilja Hvellinn mikla -
frumsprenginguna við sköpun
alheimsins - hafa stöðvast
vegna rifrildis hjóna.
Meira en 7.000 vísindamenn
og verkfræðingar starfa í
Cem, vísindamiðstöð nálægt
Genf, og starfsemi þeirra kost-
ar skattgreiðendur í 18 ríkjum
jafnvirði 48 milljarða króna á
ári. Frakki af rúmenskum ætt-
um gekk berserksgang í
stjórnstöð miðstöðvarinnar
eftir rifrildi við eiginkonu sína,
reif 1.300 rafleiðslur úr ör-
eindahraðli og faldi þær í loft-
inu, undir gólfinu og í veggjum
byggingarinnar.
Vísindamaðurinn hvarf síð-
an en hringdi í yfirmann mið-
stöðvarinnar og krafðist jafn-
virði 30 milljóna króna fyrir
leiðslurnar. Viðgerðirnar gætu
tekið marga mánuði.
Sjálfstæðissinnum
í Færeyjum fjölgar
Þórshöfn.Morirunblaðið.
SAMKVÆMT skoðanakönnun,
sem gerð var fyrir færeyska sjón-
varpið, eru 57% Færeyinga nú
hlynnt algjöru sjálfstæði Færeyja
eða aukinni sjálfstjórn.
Þetta er níu prósentustigum
meira en í samskonar könnun fyrir
tveim mánuðum og 30 prósentu-
stigum meira en í könnun sem gerð
Stefna dönsku stjórnarinnar í
málefnum Færeyja síðustu misseri
er talin ráða mestu um niðurstöð-
una, einkum afstaða hennar til
beiðni færeyska lögþingsins um
dómsrannsókn vegna „bankamáls-
ins“ svokallaða. Búist er við mikiHi
umræðu um sjálfstæðismálið í Fær-
eyjum á næstunni.
Dýravinir
mótmæla
UM 200 dýravinir, þeirra á meðal
Brigitte Bardot, kvikmynda-
stjarnan fyrrverandi, komu sam-
an við höfuðstöðvar Evrópusam-
bandsins í Brussel í gær til að
mótmæla „grimmilegri meðferð“
á dýrum sem flutt eru til slátrun-
ar. Fólkið krafðist þess að dýrin
fengju hvíld, fóður og vatn með
a.m.k. átta klukkustunda millibili
þegar þau eru flutt. Á myndinni
eru nokkrir mótmælendanna með
var í desember árið 1993.
sauðfjárgrímur yfir höfðinu.
Hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníju
Sagðir drepa
fanga og sak-
lausa borgara
Moskvu. The Daily Telegraph.
RÚSSNESKIR hermenn voru í gær
sakaðir um að hafa drepið allt að
1.000 Tsjetsjena utan vigvallar -
annaðhvort fanga sem hefðu verið
myrtir eftir handtöku eða óbreytta
borgara sem reyndu að hindra að
hermennirnir stælu eigum þeirra.
Sergej Kovaljov, mannréttinda-
fulltrúi Rússlands, nefndi þessa tölu
á fundi með þingnefnd sem rann-
sakar hernaðaraðgerðir Rússa í
Tsjetsjníju.
Kovaljov er harður andstæðingur
hernaðaraðgerðanna og sagði að
rússneskir hermenn hefðu tekið
tsjetsjenska fanga af lífi án dóms
og laga og mörg dæmi væru um
að fangar sættu barsmíðum við
yfirheyrslur.
Þegar mannréttindafulltrúinn
var spurður hversu margir hefðu
beðið bana í bardögunum sagði
hann að mannfallið væri komið í
„fimm stafa tölu“ en neitaði að
gefa nákvæmara svar.
„Hræsni og lygar“
Rússnesku hersveitirnar hafa
ítrekað.verið sakaðar um að drepa
fanga i vörubílum og brynvörðum
bifreiðum á leið af vígvelli. Sjónar-
vottar hafa ennfremur sakað her-
sveitirnar um gripdeildir og segjast
hafa séð herbíla fulla af sjónvörpum
og ísskápum sem teknir hafi verið
á átakasvæðunum.
Kovaljov sakaði rússnesku
stjórnina um „vanhæfni og
harðýðgi" í Tsjetsjníju-stríðinu, sem
fámenn klíka í öryggisráði Borísar
Jeltsíns forseta hefði átt upptökin
að. „Hræsnin og lygarnar eru
komnar á svo hátt stig að þær eiga
sér engin fordæmi,“ sagði hann.
-----» ♦ ♦---
Sóttað
Balladur
París. Rcuter.
EDOUARD Balladur, forsætisráð-
herra Frakklands, varð i gær að
veijast ásökunum um að hafa heim-
ilað ólöglegar símhleranir.
Stuðningsmenn Balladurs í Lýð-
veldisflokknum (RPR) reyndu að
snúa vörn í sókn með því að birta
upplýsingar um að Francois Mitt-
errand forseti hefði látið hlera síma
náinna samverkamanna Charles
Pasqua, núverandi innanríkisráð-
herra, fyrir þingkosningar 1986.
Balladur reyndi um helgina að
réttlæta hleranirnar hjá Jean-Pierre
Marechal, stjórnmálamanni í París
og stuðningsmanni Jacques Chiracs
borgarstjóra. Hann hefði verið
grunaður um fjárkúgun og hleran-
irnar hefðu verið heimilaðar á
grundvelli laga um neyðarástand.
Stuðningsmenn Chiracs, sem
sækist ásamt Balladur flokksbróður
sínum eftir embætti forseta, voru á
öðru máli og sökuðu forsætisráð-
herrann um einræðistilburði.