Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ T FRETTIR Tafir á undirbúningi erlendrar fjármögnunar Hvalfjarðargangá Búist við tilboði á næstu vikum Morgunblaðið/Júlíus Björgunarsveitarmaður við þann stað í flóðinu þar sem Norðmaðurinn fannst. Fyrsta mannskæða snjóflóðið í Bláfjöllum SNJÓFLÓÐIÐ sem varð Norð- manninum Snorre Sanner að bana í Draumadalsgili í Bláíjöll- um á sunnudag féll um það bil 1 kílómetra utan hins eiginlega skíðasvæðis. Ekki er vitað til að maður hafi áður farist í snjóflóði í Bláíjöllum, að sögn Þorsteins Hjaltasonar fólkvangsvarðar. Þorsteinn Hjaltason sagði að á skíðasvæðinu væri aðeins um einn stað að ræða þar sem vitað væri um að snjóflóð féllu. Það væri ofan við svonefnda Sól- skinsbrekku senr slíkt gerðist við ákveðin veðurskilyrði. Menn væru mjög vel á varðbergi gagn- vart slíku og þau flóð féllu nær eingöngu þegar veður væri með þeim hætti að fólk væri ekki á ferli. Þorsteinn fór á vettvang eftir flóðið og sagðist hafa metið að- stæður svo að um algjört slys hefði verið að ræða og enginn annar en sérfræðingur í snjóflóð- um hefði getað áttað sig á að þarna kynni að vera hætta. Sanner og félagi hans voru að leita sér að leið niður á slétt- una. í gilinu komu þeir niður á harðbarinn foksnjó sem var mjög þéttur í sér og gat Þorsteinn sér þess til að flóðið hefði ef til vill hlaupið undan skíði annars mannanna en slíkt geti gerst þegar skíði sé þiykkt niður I krappri beygju. ■ Lést í snjóflóði/33 UNDIRBÚNINGUR að erlendri fjármögnun Hvalfjarðarganga hef- ur dregist töluvert og hafa viðræð- ur við verktaka, sem gerðu tilboð í gangagerðina, legið niðri vegna þess. Nú er búist við formlegu til- boði I fjármögnunina frá banda- ríska tryggingafélaginu Prudential á næstu vikum. Ríkisstjórnin lagði í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að samgönguráðherra og fjármála- ráðherra verði heimilt að skrifa undir nýjan samning við Spöl hf. um Hvalfjarðargöngin, en talið er nauðsynlegt að breyta gildandi samningi nokkuð til að fullnægja kröfum væntanlegra lánveitenda. Breytingamar miðast fyrst og fremst að því að tryggja betur rétt væntanlegra lántakenda í eignum Spalar. Spölur er hlutafélag sem stofnað var til að annast gerð gang- anna undir Hvalfjörð. Sífelldar frestanir í greinargerð með ályktunartil- lögunni kemur fram, að undirbún- ingur að erlendri fjármögnun verksins hefur gengið hægar en áætlað var. í nóvember 1993 gerði Spölur hf. samning við Union Bank of Switzerland um að bankinn yrði leiðandi varðandi erlenda fjár- mögnun og var áætlað að rammi íj'ármögnunarinnar lægi fyrir í mars 1994. Sífelldar frestanir ‘ voru á að Spölur fengi formlegt tilboð frá svissneska bankanum og var þá athugað með aðra aðila. Banda- ríska tryggingafélagið Prudential sýndi verkefninu mikinn áhuga og í júlí á síðasta ári komu fulltrúar fyrirtækisins til landsins til við- ræðna. í september lagði fyrirtæk- ið fram fyrstu drög að erlendri fjár- mögnun og helstu skilmálum, en þar er gert ráð fyrir láni í 23 ár og að Prudential standi eitt að fjár- mögnuninni. í kjölfarið var ákveðið að láta svissneska bankann hætta frekari vinnu við verkefnið en snúa sér að Prudential. Aflað var ijölmargra upplýsinga fyrir fyrirtækið en þar sem upplýsingar erlendra umferð- arráðgjafa vegna hliðstæðra fram- kvæmda í Noregi reyndust ófull- nægjandi ákvað bandaríska fyrir- tækið að óska eftir viðhorfskönnun vegfarenda um Hvalfjörð. Þar sem sá verkferill allur, frá undirbúningi til lokaskýrslu, tók mun lengri tíma en áætlað var, fór vinna Prudential við þetta verkefni talsvert út af sporinu vegna ann- arra verkefna. Hún er nú komin á fullt skrið aftur og niðurstöður eiga að liggja fyrir á næstu vikum. Beðið eftir fjármögnun Tilboð í gerð ganganna voru opnuð í lok ágúst 1994 og var ákveðið í október að ganga til við- ræðna við fyrirtækin Skánskaj Phil & Sön og ístak. Ráðgjafar og fulltrúar Spalar hf. áttu fUndi með verktakahópnum og viðskipta- banka þeirra í nóvember en frekari fundahöld bíða þar til Spölur hefur fengið formlegt tilboð í erlenda fjánnögnun. í greinargerð með þingsályktun-j artillögunni kemur fram að innan mánaðar frá því að formlegt viðun- andi tilboð í erlenda fjármögnun verkefnisins berst, ætti megin- rammi væntanlegra samninga að liggja fyrir. Þó megi gera ráð fyrir a.m.k. 5-6 vikum til viðbótar til að ná öllum endum saman svd hægt verði að undirrita formlegá samninga allra aðila. Morgunblaðið/Frlmann Ólafsson Skólakrakkar í loðnufrystingu SKÓLAKRAKKARNIR í Grindavík silja ekki aðgerða- lausir í verkfalli kennara því nú er byijað að frysta loðnu af fullum krafti. Þeir leysa fasta- fólkið af þegar dagvinnu lýkur og vinna fram á nótt. Bragi Viðarsson er hér að vinna í Fiskanesi og á að sjá um að rétt sé vigtað í pakkana. Loðnukvóti verð- ur ekki aukinn VEGNA óvissu um nákvæmni mæl- inga Hafrannsóknastofnunarinnar á loðnugöngum austanlands í janúar og febrúar, þykir ekki ástæða til endurskoða upphaflega ákvörðun um 950 þúsund tonna heildarveiði á loðnuvertíðinni 1994-95 að svo stöddu. Mælingarnar voru gerðar á rann- sóknarskipunum Arna Friðrikssyni og Bjama Sæmundssyni, annars veg- ar 2. til 25. janúar og hins vegar frá 11. til 16. febrúar. Aðstæður voru erfíðar í báðum tilvikum, einkum vegna veðurs en einnig var loðnan sums staðar svo dreifð í janúar að erfitt gat verið að ákvarða ytri mörk útbreiðslusvæðisins. Alls mældust um 876 þúsund tonn af hrygningarloðnu austan- og suð- austanlands miðað við miðjan febr- úar 1995. Það svarar til 475 þúsund tonna afla frá því mælingu lauk, miðað við að 400 þúsund tonn verði eftir og hrygni í vor. Þegar hafði verið landað um 40 þúsund tonum á vetrarvertíðinni og yrði þá aflamark á vetrarvertíðinni allri 515 þúsund tonn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir, veiddust um 320 þúsund tonn á sumar- og haustver- tíðinni 1994 og er þá afli Færeyinga og Grænlendinga meðtalinn. í upp- hafí vertíðar var aflamark sett við 950 þúsund tonn en gert var ráð fyrir að endurskoða það eftir mæl- ingar á stærð veiðistofnsins sl. haust eða nú í vetur. Enn vantar því rúm 100 þúsund tonn til þess að mæld stofnstærð svari til þess aflamarks. sem sett var í upphafí vertíðar. Fékk spark í andlitið TÆPLEGA tvítug stúlka hefur viðurkennt að hafa sparkað í and- lit 29 ára manns á Ingólfstorgi aðfaranótt sunnudags. Lögreglu var tilkynnt um slas- aðan mann á torginu um kl. hálffjögur. Maðurinn hafði mikla áverka í andliti og var hann flutt- ur á slysadeild. Hann fékk að fara heim eftir að gert hafði ver- ið að sárum hans. Að sögn lögreglu hafði komið til átaka á milli mannsins og ann- arra ungmenna og hafði stúlkan sparkað nokkrum sinnum í andlit hans þar sem hann lá í götunni. Samkeppnisráð vill fjárhagslegan aðskilnað milli einkaréttarþjónustu P&S og annarrar þjónustu Ráðherra telur afnám einkaréttar athugandi SAMKEPPNISRÁÐ mælir fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli þeirr- ar póstþjónustu Póst- og símamála- stofnunar, sem háð er einkarétti samkvæmt póstlögum, og annarrar póstþjónustu, sem stofnunin innir af hendi. Skal þess gætt að póst- þjónusta sem er háð einkarétti greiði ekki niður kostnað við aðra póstþjónustu. Fjárhagslegur að- skilnaður skal fara fram eigi síðar en 1. janúar 1996. Blaðburðargjöld endurmetin Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir úrskurð Samkeppnis- ráðs koma sér mjög á óvart en óhjákvæmilegt sé að draga ályktan- ir af niðurstöðunni. „Póstþjónustunni er m.a. gert með þessum úrskurði að skilja á milli rekstrar sem lýtur að því að bera út lokuð bréf og annars rekstr- ar. Samkvæmt því þarf að halda því aðskildu ef bréfberi fer annars vegar með póstkort og hins vegar með lokað bréf, sem er auðvitað ekki framkvæmanlegt og í raun fáránlegt. Þar hlýtur því að koma til alvarlegrar athugunar að fella einkaréttinn niður og jafnframt að skilgreina nákvæmlega í lögum, hvaða skilyrði dreifíngarfyrirtæki þarf að uppfylla sem auglýsir að það taki að sér póstþjónustu. Það er ekki aðeins vegna sendandans, móttakandinn á líka mikið undir því að sendingar komist hratt og öiygglega til skila,“ segir Halldór. „Ég hef falið P&S að gera athugun á póstreglum í öðrum löndum, og við vjljum vitaskuld vinna í sama anda og þar tíðkast." Ráðherra minnir á að P&S sé skylt að taka við bréfi eða böggli frá hveijum sem er og jafnmikíð kosti að senda bréf upp á Hóisljöll og niður á Alþingi. Þetta jafnaðar- gjald tíðkist einnig í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Burðargjöldum á prentmáli hafí verið haldið lágum til að prentfrelsið takmarkaðist ekki af háum sendingargjöldum. Á hinn bóginn sé eðlilegt að aðskilja bögglapóstinn rekstrarlega og einn- ig að taka til endurmats, hvort það samrýmist nútímaviðskiptaháttum að greiða niður blaðburðargjöld. Það hafí verið gert til þess að koma til móts við líknar- og íþróttafélög og halda kostnaði við dreifíngu dagblaða í dreifbýli niður. Úrskurður Samkeppnisráðs er til kominn vegna erindis dreifingarfyr- irtækisins Póstdreifíngar hf., er hvggst starfa að dreifíngu sem ekki brýtur í bága við einkarétt P&S. í ákvörðun Samkeppnisráðs kemur fram að ráðið telji fjárhags- legan aðskilnað þess hluta póstþjón- ustu sem nýtur einkaréttar og þess sem nýtur hans ekki, forsendu þess að koma megi á virkri samkeppni í póstþjónustu. Að mati ráðsins er þörf á nánari skilgreiningu á einka- rétti P&S samkvæmt póstlögum frá 1986 til þess að unnt sé að koma við fjárhagslegum aðskilnaði. Skilgreining á einkarétti óskýr í áliti ráðsins er ráðherra sam- göngumála bent á það markmið í póstmálum á sameiginlegum mark- aði ESB að sérhver þáttur póstþjón- ustunnar beri þau gjöld sem honum tengist. Til að svo megi verða þurfí að skilgreina einstaka þjónustu- þætti póstsins með tilliti til kostnað- ar. Skilgreining í gildandi póstlög- um á einkarétti P&S til póstþjón- ustu sé óskýr með hliðsjón af mark- miðum samkeppnislaga, m.a. að þvi leyti að réttarstaða einkafyrirtækja sem hyggja á póstþjónustu sé óljós og geti takmarkað aðgang keppi- nauta að markaðinum, umfram það sem einkaréttarákvæðinu sé ætlað að gera. Ráðið vekur einnig’athygli ráð- herra á þróun mála í Evrópu sem felist í að verið sé að draga úr einka- rétti póstyfirvalda til póstdreifing- ar, eða afnema hann með öllu. Bókhaldi verði skipt í niðurstöðum ráðsins kemur fram að ríkisskattstjóri hafí mælU, svo fyrir að greiddur skuli virðis- aukaskattur af allri póstþjónustu annarri en þeirri sem háð er einka- rétti. Gildi það bæði um póstþjón- ustu P&S og annarra sem annars póstþjónustu. Til að unnt sé að fara að fyrirmælum ríkisskattstjóra þurfí P&S að aðgreina bókhald þessara þátta. Verði einkafyrir- tækjum gert að greiða virðisauka- skatt vegna þjónustu sinnar en P&S undanþegin skattskyldu af sams- konar þjónustu, yrði um samkeppn- islega mismunun að ræða sem stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. I gögnum málsins komi fram að ekki fari á milli mála að burðar- gjald fyrir innrituð bréf og tímarit sé niðurgreitt af annarri þjónustu/. Slík víxlniðurgreiðsla á milli þjón-j ustuþátta póstdreifíngar gangi* gegn meginstefnu í póstmálum' Evrópu, þar sem stefnt sé að því; að þjónustan sé innt af hendi á þvíj verði sem hún kostar. Niðurgreiðsl-* an eigi að koma fram með beinum hætti með fjárveitingu ríkisvalds.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.