Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoöanakönnun D V um fylgi flokkanna: Búðarræningi hótaði að skera afgreiðslustúlku VERSLUNIN Áskjör við Ásgarð í Bústaðahverfi var rænd um klukkan 10 á sunnudagskvöld. Maður með andlitið hulið, annað hvort með hettu eða treflum, kom inn í verslunina í þann mund sem ísabella María Markan, 19 ára afgreiðslustúlka, var að gera upp peningakassa. Hann skipaði henni að láta af hendi peninga og hljóp síðan á brott með ránsfenginn, u.þ.b. 14 þúsund krónur. ísabella segist hafa verið búin að gera allt klárt fyrir lokun í búðinni, m.a. slökkva ljós - allt nema læsa - því hún hafði hleypt þremur þrettán, fjórtán ára göml- um strákum, sem hún þekkti, inn eftir að hún var í raun búin að loka. Hótaði að skera hana Morgunblaðið/Júlíus ÍSABELLA Marla Markan, 19 ára, var að gera upp kassann í Áskjöri þegar búðin var rænd. HNÍFURINN sem ræninginn henti frá sér á hlaupunum. „Ég er að ' fara að afgreiða strákana og er með uppgjörið í höndunum þegar strákurinn kem- ur hlaupandi inn. Hann kemur beint að kassanum og heimtar peningana. Ég hef það fyrir reglu að taka alltaf úr kassanum til að hafa ekki mikið í honum. Vegna þess hvað þetta var lítið þá heimt- ar hann að ég opni kassann. Ég segi við hann að það sé ekki neitt í honum og þá er það sem hann otar hnífnum að mér og segir að hann muni skera mig ef ég opni ekki. Þá opna ég kassann til að fullvissa hann um að það sé ekk- ert þar og þá hleypur hann út aftur með uppgjörið sem ég hafði haft í höndunum. Ég hringdi heim til mín strax og lét vita en ég á heima hérna beint fyrir neðan búðina. Ég var í það miklu stresskasti að ég mundi ekki einu sinni símanúmer- ið hjá lögreglunni. Foreldrar mínir hringdu þangað og komu strax. Lögreglan var svo komin stuttu seinna," segir ísabella. Hélt fyrst að þetta væri grín Hún segir að strákarnir, sem voru inni í búðinni hafí orðið mjög hræddir. „Um leið og þeir sáu að það var einhver alvara í þessu þá urðu þeir hræddir. Ég hélt nefni- lega að þetta væri bara grín í fyrstu. Hann var það lítill að ég hélt jafnvel að hann væri með litlu strákunum. En um leið og þeir áttuðu sig á því hvað var að ger- ast þá hlupu þeir út og hann stuttu á eftir. Hann elti þann sem var síðastur í röðinni einhvem spöl en hljóp svo í aðra átt. Þeir hlupu strax heim til mín. Þeir þekkja mig það vel að þeir ætluðu að láta vita heima.“ ísabella segist ekki_ hafa séð hnífinn almennilega. „Ég hélt nú alltaf að þetta væri raspur eða eitthvað svoleiðis, þetta var svo rosalega langt. Ég sá þetta aldrei nógu vel, hann beindi þessu upp að mér og hélt því svo niður með síð- unni.“ Verður ekki ein á vakt aftur Aðspurð hvort hún hefði verið skelkuð sagðist ísabella hafa verið lengi að átta sig á þessu og hefði aðallega ver- ið skelfd eftir á. Hún segist ekki ætla að hætta að vinna í búðinni en það sé búið að ákveða að hún verði ekki ein á vakt aftur. Vegfarandi sá manninn henda einhveiju frá sér eftir að hann kom út úr versluninni og lét lög- reglu vita um það. Þar fannst hnífur sá sem sést á meðfylgjandi mynd. Ef einhver saknar svona hnífs er hann beðinn um að gefa sig fram við Rannsóknarlögreglu ríkisins. Breytingar á bifreiðasköttum Ríkið á ekki að stýra bílaeign þjóðarinnar FRIÐRIK Sophus- son fjármálaráð- herra segir að leggja eigi aukna áherslu á að skattleggja notkun bifreiða fremur en bif- reiðakaupin sjálf. Hann segir að ríkið eigi ekki stýra því hvernig bílum fólk vill vera á. Hann tel- ur brýnt að verði þunga- skattkerfíð aflagt og olíugjald tekið upp verði gerðar breytingar til að jafna stöðu díselbifreiða og bensínbifreiða. Friðrik segir að bílamarkaðurinn hérlendis sé enn að jafna sig eftir tollabreytingar sem gerðar voru árið 1986. Hallgrímur Gunnars- son formaður Bílgreina- sambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að það háði bílgreininni að stjómvöld breyttu leikreglunum sem fyrir- tækin eiga að starfa eftir of oft. Hann sagði að mishá gjöld væru á bílum eftir vélarstærð sem leiddi oft til þess að fólk keypti minni bíla en það hefði þörf fyrir. Fjármálaráðherra segir að bif- reiðin gegni mikilvægu hlutverki hérlendis og það sýnis sig best í því að fáar þjóðir í heiminum eigi jafn marga bíla á hvem íbúa og íslendingar. „Samdrátt í bílainn- flutningi síðustu ár má fyrst og fermst rekja til bágs efnahags- ástands en ekki þess að bifreiðin sé orðin að munaðarvöru. Fleiri fjölskyldur hafa látið einn bíl nægja á heimili og keypt minni og sparneytnari bíla en áður. Auk þess má benda á að eftir tolla- lækkanir á bifreiðum árið 1986 jókst bílasala verulega og auðvit- að var markaðurinn mettur um nokkurt skeið eftir það. Hins veg- ar er ljóst að þegar þessar bifreið- ar fara úr umferð sem er á næstu ámm, verður aftur aukning í bif- reiðasölu," segir Friðrik. I'jármálaráðherra segir að rík- ið eigi ekki stýra því hvernig bíl- um fólk vill vera á. „Það á ekki að refsa stórum fjöl- ---------- skyldum með því að skattleggja stórar bif- reiðir sérstaklega. Það á að leggja aukna áherslu á að skatt- leggja notkun bifreiða fremur en bifreiðakaupin sjálf. Það er meg- ininntakið í þeirri vinnu sem fram hefur farið á mínum vegum til að skoða hvernig æskilegast sé að skattleggja bifreiðar og bif- reiðanotkun. Ég tel rétt að nú þegar betur horfir í efnahagslíf- inu og stöðugleiki ríkir eigi að Friðrik Sophusson ►Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra er fæddur 18. októ- ber 1943 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1963 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1972. Friðrik starfaði sem kennari og siðan sem framkvæmdastjóri Stjórnunar- félagsins 1972-1978, en þá var hann kjörinn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hann var framkvæmdasljóri Hraðfrysti- hússins í Hnífsdal í sumar- afleysinpim 1978-1986. Frið- rik var iðnaðarráðherra 1987- 1988 og hefur verið fjármála- ráðherra frá 1991. Kona Frið- riks er Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, lektor í mann- fræði. Með henni á hann eina dóttur og stjúpson, auk þess sem hann á fimm önnur börn. Bíllinn er ekki munaðar- vara taka þessi mál til endurskoðunar og draga úr neyslustýringu. Va- rast ber þó að fara í breytingar að óyfírveguðu máli því við höfum ekkert við fleiri kollsteypur að gera í bílamálum eins og með tollalækkununum árið 1986 sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu til.“ Friðrik segir það rétt sem fram -------- kom hjá Hallgrími Gunnarssyni að veru- legar sveiflur hafi átt sér stað í skattlagningu á bifreiðum. Markaður- inn sé enn að jafna sig tollabreytingarnar árið „Það hefur auðvitað ýtt óstöðugleikann hjá bíl- eftir 1986. undir greininni og skapað óvissu. Um mitt ár 1993 voru gerðar breyt- ingar til einföldunar á vörugjald- skerfí bifreiða en þá var flokkun- um fækkað úr sjö í fjóra sem var án efa til góða,“ segir Friðrik. Borgin styrkir fram- leiðslu á pappakössum BORGARRAÐ hefur samþykkt til- lögu atvinnumálanefndar um að veita fyrirtækinu Samhentir sf., mánaðarlegan styrk í sex mánuði til greiðslu á húsaleigu í Faxaskála. Fyrirtækið hyggst framleiða pappa- kassa í yfírstærðum til nota í sjávar- útvegi. í tillögu atvinnumálanefndar kemur fram að húsaleigan er áætluð 100 þús. krónur á mánuði eða 600 þús. fyrir tímabilið í heild. í erindi forsvarsmanna fyrirtækisins til Afl- vaka Reykjavíkur hf., segir að rekst- ur sé enn ekki hafinn en verið sé að kanna framleiðsluaðferðir og verð vörunnar. Stuðst sé við sýnishorn frá Kanada og kemur fram að fram- leiðendur hráefnis í Kanada hafi trú á efnisvalinu. Þá hafi yfirmenn byrgðamála hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og íslenskum sjávarafurðum verið hlynntir framtakinu svo fremi sem um rétta vöru yrði að ræða, rétt gæði og samkeppnishæft verð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.