Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
GRÉTAR, Tryggvi og Guðbjörn á dekkinu á Drangavík áður en
lagt var af stað eftir þriggja mánaða stopp.
Drangavík á veiðar eftir
þriggja mánaða stopp
Vinnslustöðin keypti skipið af íslandsbanka
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið .
Drangavík VE hélt á veiðar á föstu-
dagskvöld eftir að skipið hafði legið
við bryggju í þrjá mánuði. Skipið,
sem var í eigu Sigurðar Inga Ing-
ólfssonar, var slegið íslandsbanka
á uppboði og síðan hafa staðið yfir
viðræður milli bankans og hugsan-
legra kaupenda sem leiddu til þess
að á fimmtudag var gengið frá
samningi við Vinnslustöðina um
kaup á bátnum.
Drangavík fylgir 546 þorskígilda
kvóti og var kaupverðið 277 milljón-
ir. Stór hluti kvóta skipsins er hum-
ar og er ráðgert að skipið fari á
humarveiðar í vor og taki kúfínn
af humarkvóta Vinnslustöðvarinnar
en einnig eru bundnar vonir við að
Drangavík geti náð talsverðu að ýsu
þar sem skipið er aflmikið og má
veiða að þriggja mílna línunni og
hentar því vel til að sækja á ýsuslóð.
Léttir að komast af
stað að nýju
Magnús Ríkharðsson, skipstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að það væri mikill léttir að komast
af stað að nýju. Hann sagði að það
legðist vel í sig að byija hjá nýjum
eigendum, verst væri að það spáði
brælu en hann sagði að þeir myndu
Iíklega halda eitthvað vestureftir
vegna veðurspárinnar. Hann sagði
að þeir myndu reyna við allt annað
en þorsk þó eflaust yrði eitthvað
af honum með.
Það var létt hljóð í áhöfn Dranga-
víkur enda kærkomið að komast
af stað eftir langt stopp og óvissu
um framtíðina og plássið því um
tíma leit allt eins leit út fyrir að
báturinn yrði seldur úr landi. Sama
áhöfn verður á Drangavík og var
áður en skipið stoppaði.
q. crans montana - crans montana • crans monf^
Skíðaferð til Sviss
| 10 daga páskaferð til Crans Montana
7. til 16. apríl.
co
c
cc
o
03
%
Flogiö veröur til Zurich og ekiö þaðan á eitt
besta skíöasvæöi Alpanna, Crans Montana
Verö á Hótel Regina Verö á Grand Hotel du Parc
meö morgunveröi meö morgunveröi og kvöldver
frá 78.390 kr. 106.590 kr.
Innifalið í veröi er flug, akstur milli flugvallar og
Crans Montana, gisting í tveggja manna herbergjum,
íslensk fararstjórn og flugvallarskatti
Leitiö nánari upplýsinga
Ferðaskrífstofa
GUDMUNDAR JÓNASSONAk hf.
Borgartúni 34, sími 683222
GJ
0)
o
£0
3
W
3
o
u
r+
w
3
DJ
O
3
co
3
o
3
r+
CD
3
03
O
3
3
co
3
o
3
r+
D)
3
0)
O
—!
W
3
a>
/uoui subjo • euejuoiu subjo • eue^uouj subjo
Kanada
Veiðibann á
Georgsbanka
framlengt
Boston. Morgunblaðið.
BANDARISK stjórnvöld hafa
ákveðið að banna veiðar á stórum
svæðum á Georgsbanka og undan
Nýja Englandi, þar sem eitt sinn
voru gjöfulustu fískimiðin undan
austurströnd Bandaríkjanna, í þrjá
mánuði til viðbótar.
Viðskiptaráðuneytið gaf út neyð-
artilskipún um að loka umræddum
svæðum, sem ná yfír 6.600 fermílur,
á síðasta ári og rennur það veiðibann
út 12. mars. Að sögn fréttastofunnar
AP lýsti Douglas K. Hall, aðstoðar-
viðskiptaráðherra, yfír því að bannið
yrði framlengt á fímmtudag.
Mega sigla um svæðið
Fiskveiðistjórnunarráð Nýja Eng-
lands, eins og ríkin fímm í norðaust-
urhomi Bandaríkjanna eru kölluð,
mæltist til þess á miðvikudag að
bannið héldist. Á því verða þó gerð-
ar smávægilegar breytingar. Eftir
12. mars má sigla veiðiskipum um
svæðin að því tilskildu að veiðar-
færi séu ekki úti. Bannið nær til
ýsu, þorsks og lúðu, en kvóti þeirra,
sem veiða aðrar tegundir á þessum
svæðum, verður aukinn.
Hægt er að loka umræddum mið-
um í þrjá mánuði til viðbótar með
neyðartilskipun og má vænta þess
að það verði gert. Hins vegar er
óljóst hvað þá tekur við. Hins vegar
er víst að meira þarf til ef takst á
að koma í veg fyrir að þær tegund-
ir, sem bannað er að veiða, eiga að
ná sér á nýjan leik.
FRÉTTIR: EVRÓPA
Efnahags- og fjármálaráðherrar ESB
Evrópskt mynt-
bandalag ólík-
legt fyrir 1999
Brussel. Reuter.
EFNAHAGS- og fjármálaráðherrar
Evrópusambandsins funduðu í gær
með meðlimum hinnar nýju fram-
kvæmdastjórnar ESB og sam-
þykktu meðal annars að halda
áfram tæknilegum undirbúningi
fyrir myntbandalag. Hins vegar
kváðu sumir ráðherranna skýrar á
um það en áður að ólíklegt væri
að myntbandalag yrði að veruleika
árið 1997, eins og framkvæmda-
stjómin stefnir að, í samræmi við
Maastricht-sáttmálann. Mynt-
bandalag er líklegra til að líta dags-
ins ljós árið 1999, að mati sumra
ráðherranna.
Kenneth Clarke, fjármálaráð-
herra Bretlands, hefur verið harð-
lega gagnrýndur af ESB-andstæð-
ingum í eigin flokki fyrir að útmála
kosti myntbandalags fyrir Bretland.
Fyrir fundinn í Brussel sagði Clarke
að það væri „vinnuforsenda“ ráð-
herranna að ekkert aðildarríkjanna
yrði reiðubúið að ganga í mynt-
bandalag fyrir árið 1999.
Forsætis- og fjármálaráðherra
Lúxemborgar, Jean-Claude Junc-
ker, tók undir með Clarke og bætti
við að hinn brezki starfsbróðir hans
væri á mjög Evrópusinnaðri braut
og verðskuldaði allan þann stuðn-
ing, sem hann gæti fengið.
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýzkalands, sagði í viðtali við Bay-
eríscher Rundfunk að myntbanda-
lag gæti í fyrsta lagi orðið að veru-
leika árið 1999, áður yrðu aðildar-
ríki ESB að einbeita sér að því að
ná markmiðum Maastricht-sáttmál-
ans um efnahagslegan stöðugleika.
Hertar aðgerðir gegn
fjársvikum
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, kynnti á
fundinum væntanlega „græna
bók“, þar sem skilgreindar verða
nauðsynlegar aðgerðir til að koma
myntbandalaginu á. Hann bjóst við
að græna bókin yrði lögð fyrir leið-
togafund ESB í Cannes síðar á ár-
inu.
Fjármálaráðherrarnir fögnuðu
yfirlýsingum Santers um hértar
aðgerðir gegn fjársvikum úr sjóðum
Evrópusambandsins. Anita Gradin,
sænski framkvæmdastjórnarmað-
urinn, sem hafa mun veg og vanda
af að hrinda þeim í framkvæmd,
lýsti áformum framkvæmdastjórn-
arinnar fyrir ráðherrunum.
Reuter
ANITA Gradin, framkvæmdasljórnarmaðurinn sem bera mun
ábyrgð á herferð ESB gegn fjársvikum úr sjóðum sambands-
ins, ræðir við Svante Öberg, ráðuneytisstjóra í sænska fjármála-
ráðuneytinu, á fundi efnahags- og fjármálaráðherra i gær.
>
►
\
f
r
Gagnsókn brezkra ‘
Evrópusinna
London. Reuter.
EVROPUSINNAR úr öllum flokk-
um í Bretlandi gáfu í gær úr bækl-
ing, þar sem þeir vara við því að
Bretar hindri að kjarni ríkja í Evr-
ópusambandinu haldi áfram hraðari
samrúnaþróun og taki til dæmis um
sameiginlega mynt.
í bæklingnum, sem gefinn er út
á vegum rannsóknastofnunarinnar
Federal Trust, er ríkisstjórn Johns
Major hvött til að láta áróður ESB-
andstæðinga ekki á sig fá, og leika
þess í stað uppbyggilegt hlutverk á
ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins,
sem á að hefjast á næsta ári.
Á ráðstefnunni verður Maastric-
ht-sáttmálinn endurskoðaður með
það fyrir augum að hægt verði að
taka ný ríki inn í Evrópusambandið
í kringum aldamótin án þess að
ákvarðanataka verði alltof þung í
vöfum og stjórkerfí sambandsins
of óskilvirkt. „Sambandið verður
að hafa miðlægan kjama ríkja, sem
stefna ákveðið að samruna í Evr-
ópu,“ segir í bæklingi Federal
Trast. „Ef Bretland eða eitthvert
annað ríki freistast til að beita neit-
unarvaldi gegn því að styrkja Evr-
ópusambandið, ætti ríkjaráðstefnan
1996 að endurskoða [Maastricht-]
sáttmálann með það fyrir augum
að slíkur kjarni geti þróazt.“
Roy Jenkins, formaður Federal i
Trust og fyrrverandi forseti fram- k
kvæmdastjórnar ESB, sagði að •
staða Bretlands yrði æ erfiðari, I
stæðu brezk stjórnvöld áfram í vegi
framþróunar innan ESB.
Hötuð í Evrópu
„Við munum ekki aðeins svipta
sjálf okkur áhrifum í Evrópu, held-
ur munum við verða hötuð í Evr-
ópu. Það er hættuleg staða, sem
Bretland á aldrei að setja sig í,“ I
sagði Jenkins í útvarpsviðtali.
Hann sagðist vonast til að hópur- .
inn, sem hann fer fyrir, gæti nú
gert gagnsókn gegn ESB-andstæð-
ingum, sem farið hafa mikinn að
undanförnu. „Málstaður Evrópu-
sinna hefur að undanförnu fengið
að liggja í láginni.
Annars vegar er því um að kenna
að ríkisstjórnin er í varnarstöðu og
gefyr ekki svarað skýrt fyrir sig.
Hins vegar virðast Evrópusinnar,
sem standa utan stjórnarinnar, hafa j
misst kjarkinn. Fyrir það ásaka ég ,
sjálfan mig jafnt og aðra,“ sagði
Jenkins.