Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 2í LISTIR Flautufj ölskyldan TONLIST Kjarvalsstöðum TVÍLEIKUR Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Miðvikudaginn 15. febrúar. ARNE Melnás, sænskt tón- skáld, er ekki mjög þekktur hér- Iendis, þó hefur hann skrifað óperu út frá íslensku leikriti, nútí- malegu, en sem því miður hefur ekki ennþá litið dagsins ljós, hér á landi a.m.k. Eftir þennan Melnás fluttu þau hjón Guðrún og Martial Frag- ments for Family Flute, fyrir ýms- ar gerðir af flautum, sumar af þessum flautum höfðu þau hjú reyndar leikið inná tónband áður, svo hér var vissulega um flautfjöl- skyldu að ræða. Alnás leikur hér með hljóma- myndir á skemmtilegan hátt, svo úr varð dálítill töfraheimur, sem þau Guðrún og Martial áttu ekki lítinn þátt í að skapa, en samleik- ur þeirra var ævintýri líkastur á köflum, fyrir sakir hárnákvæms leiks. En yfir verki Alnés var birta og léttleiki, sem andstæða við okk- ar, nokkuð þunglamalegu og oftar húmorlitlu íslensku verk. Karólína Eiríksdóttir átti Spil, fyrir tvær flautur, var kannski spil milli stíl- tegunda og leyfði Karolína sér oft hreinan „diatoniskan" leik flaut- anna tveggja, í gömlum kanonísk- um og hljómrænum stíl og virkaði þó aldrei gamaldags. Hér var um Iíflegt og skemmtilegt verk að ræða og sannaði Karolína, með þessu verki, að meðferðin á efninu sjálfu getur skipt meira máli en efnið sjálft. Handanheimar er nokkurra ára gamalt verk fyrir tvær flautur og segulband eftir Atla Heimi Sveins- son. Mjög reynir á hljóðfæraleikar- ana í þessu verki, en Kópavogsbú- arnir tveir, Guðrún og Martial, leystu þá þraut sérlega vel og sam- spil þeirra á köflum nær því ótrú- lega hámákvæmt. Ekki þarf um það að fjölyrða að Atli hefur orðið það mikið vald á pennanum að hann getur leyft sér þann leik sem honum dettur í hug og á hvaða hljóðfæri sem honum sýnist að beygja undir vilja sinn, hann getur, eins og hann segir sjálfur í efnisskrá, leyft sér að skrifa músík sem er hvorki ný né gömul, falleg eða ljót. En hvað er hann að fara? Því verður maður sjálfur oft að velta fyrir sér. „Ástir samlyndra hjóna“ var vinnuheiti verksins, segir hann sjálfur. Það byijaði sem hörku rifr- ildi milli tveggja, kannski sam- lyndra, hjóna og því lauk með því að þau gengu sitt í hvora áttina. Átti þetta kannski að lýsa franskri samræðulist, þar sem toppurinn á samræðulistinni er að vera ekki sammála. Var þetta húmor, eða var þetta kannski drama? Vonandi kemur svarið aldrei. Atli getur leyft sér að vera lang- dreginn, en eitt er það þó sem hann aldrei leyfír sér, það er að vera leiðinlegur. Ragnar Björnsson. Listspegill samtímans MYNPLIST Listasafn íslands MÁLVERK/HÖGGMYNDIR SAMSÝNING Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 til 19. mars. Aðgangur ókeypis FYRIR réttu ári hélt Listasafn Islands fyrri sýningu sína undir yfirskriftinni „Ný aðföng 1988-93“. Nú er komið að síðari hlutanum, og að þessu sinni hefur einnig bæst eitt ár við. Saman ættu þessar tvær sýningar að gefa nokkra mynd af því sem innkaupanefnd safnstjórnar hefur á þessum árum talið best samræmast því meginhlutverki safnsins að „afla svo fullkomins safns íslenskrar myndlistar sem unnt er“ og „... að afla verka sem endurspegla sem best nýja strauma og stefnu í íslenskri myndlist á hverjum tíma ...“, svo að vitnað sé orðrétt í þá grein laganna um Lista- safnið, sem innkaupastefnan skal byggjast á. Það er varla auðvelt að sinna þessu starfi með takmörkuð fjárráð, en undanfarið hefur safnið árlega haft um tólf milljónir til listaverka- kaupa, eða sem nemur andvirði þriggja sæmilegra bankastjóra- jeppa. Finnst mönnum myndlistin tæpast hátt metin með slíkum fram- lögum, en hér ræður pólitískt sinnu- leysi ráðamanna jafnt sem almenn- ings eflaust mestu. Þessi aðföng eiga engu að síður að endurspegla myndlist samtímans, og því er forvitnilegt að sjá á hvem hátt listasaga undangenginna ára verður varðveitt hjá Listasafni ís- lands. Er vert að gæta vel að, hvort sú mynd sem hér kemur fram sé í samræmi við okkar eigin reynslu af myndlistinni, og þá um leið hver séu helstu einkenni hennar. Sýning af þessu tagi verður aldr- ei tæmandi, þ.e. það er illmögulegt að sýna allt sem keypt hefur verið, en sem úiyal þjónar sýningin sínum tilgangi. í efri sölum Listasafnsins hefur verið komið fyrir verkum tutt- ugu og átta listamanna, þar sem aldursforsetinn á áttræðisaldri (Kristján Davíðsson, f. 1917) er enn í fullu fjöri á við hina yngstu í hópn- um, sem standa á þrítugu (Brynju Baldursdóttir og Einar Garibaldi Eiríksson). Tónleikar Kósý endurteknir VEGNA mikillar aðsóknar og góðra undirtekta verða tónleikar hljóm- sveitarinnar Kósý endurteknir. Hljómsveitin hélt tónleika í Kaffi- leikhúsinu á sunnudaginn og hefur verið ákveðið að endurtaka þá mið- vikudaginn 22. febrúar kl. 21. Flest þeirra verka sem Listasafn- ið hefur keypt hafa verið á sýning- um listafólksins undanfarin ár, og því ekki ástæða til að fjalla sérstak- lega um þau hér, en veita fremur athygli því sem tengir þau saman. í kynningu efnisins segir m.a.: „Verkin eru eins ólík og lista- mennirnir eru margir, en þó rennur rauður þráður hlutveruleikans gegnum flest þeirra ... Þessi þráður er gjarna fléttaður úr ýmis konar upplifunum og ummyndunum nátt- úrunnar ... Nokkur verk á sýning- unni spretta þó upp úr því sem nefna mætti menningarlandslag, því umhverfi sem maðurinn hefur búið sér.“ - Þessi þráður kemur vel fram í sýningunni í heild. Líkt og fyrir ári er öll framsetn- ing verkanna á lágum tónum, í al- gjörri andstöðu við glymjanda sam- tímans. í umsögn um þá sýningu taldi undirritaður að í verkunum þar mætti „ef til vill greina ósjálf- ráð viðbrögð samtímalistarinnar við áreitum hins daglega lífsgæðakapp- hlaups; í stað hins flennistóra kem- ur hið smágerða; í stað skrautgirn- innar kemur hógværð í litavali; í stað hneykslunar kemur mildi; í stað hávaða kemur hvísl.“ Slíkar alhæfingar eru enn hættu- legar, en geta þó þjónað tilgangi sínum sem almennar vísbendingar; sýningin að þessu sinni verður fremur til að styrkja þær en ve- fengja. Hvort hún er um leið speg- ill fyrir „nýja strauma og stefnur í íslenskri myndlist" samtímans er hins vegar erfiðara að meta, og verður aðeins gert í ljósi tímans. Listunnendur geta hins vegar dreg- ið sínar eigin ályktanir nú þegar. Eiríkur Þorláksson Milwaukee ^ hleðslu- borvélar og ^ önnur verkfæri Skeljungsbúðin Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 Austurlönd fjær Á hverju ári annast skrifstofa Eimskips í Hamborg flutning á þúsundum gámaein- inga af inn- og útflutningsvöru íslendinga á leið sinni til og frá Austurlöndum fjær. Samstarfsaðilar Eimskips í þessum flutningum eru öflug alþjóðleg flutningafyrirtæki eins og Hapaq-Loyd, Mærsk, Evergreen, K-line og Mitsui. Með því sarhstarfi tryggir Eimskip viðskiptavinum sínum fyrsta flokks flutningaþjónustu við Austurlönd fjær. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu vegna flutninga til og frá Austurlöndum fjær skaltu hafa samband við Eimskip." (Jj?JLQJ^L/ Hjörtur Hjartar, forstöðumaður í Hamborg Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhusaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 71 00 • Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eirnskip.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.