Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.02.1995, Qupperneq 39
I I 1 1 I : 4 4 4 4 4 -I MORGUNBLAÐIÐ ~ MINNIIMGAR LEO ARNASON FRÁ VÍKUM + Leó Árnason fæddist 27. júní 1912 í Víkum á Skaga í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. febr- úar sl. Leó var jarðsunginn frá Selfosskirkju 18. febrúar sl. ÞAÐ VAR sumarið ’79 í Mosfellsdal að sást til manns sem gekk um hnar- reistur í skikkju. Þetta var Leó Áma- son frá Víkum á Skaga, líkastur ljóni í útliti og kallaði sig Ljón norðurs- ins. Hann dvaldi hjá mér sumarlangt og vann ýmis heimilisstörf. Þetta sumar var mér ógleymanlegt. Leó var einkennilegt sambland af bami og stórhuga framkvæmda- manni en nú sestur í helgan stein. Og þó. „Við byggjum kirkju hér á staðnum,” sagði hann. „Það verður engin venjuleg kirkja heldur agn- arsmá og bara fyrir börn. Og hún verður klædd með kopar." Leó lét ekki sitja við orðin tóm. Daginn eftir hélt hann til Reykjavíkur og kom til baka með fangið fullt af glóandi kopar. Kirkjubyggingin dróst samt á langinn - við þurftum að spjalla um margt og músísera. Sumamótt: Leó dregur fram sög og þessi mikli byggingameistari og smiður sagar ekki kirkjuvið heldur spilar á sögina og syngur eigið ljóð: Með tregafullum táram ég teyga þig þú tæra lind því þar er engin mamma með Iítinn sokk né kind sem kroppar fyrstu grænu stráin með vonaraugu á vasanum hennar mömmu minnar og brauðmylsnu vill fá. Og lækurinn sem liðaðist um framvísið á bænum er horfinn inn í tímann sem aldrei kemur hieir. En það er einhver að hvisla og segja gamla sögu ó, þú gamli tími við söknum báðir tveir. Við Leó ýtum hugmyndum um kirkjubyggingu til hliðar og leggjum á ráðin um skipasmíðar. Skipið á að heita Knörr sannleikans. Við hyggj- umst stífla árnar í dalnum þar til skipið kemst á flot og síðan siglum við til hafs undir fullum seglum. Við veiðum í soðið okkur til matar en það er óvíst hvar við komum að landi. Leó málar vatnslitamynd af skipinu, það er með háum möstrum og langri tijónu. Og hann syngur um leið og hann málar: Enginn nú reynir að snúa til baka nóttin oss býður öllum að vaka. Okkur til hressingar drekkum við grasaseyði sem Leó hefur búið til úr mjaðaijurt og þessi sumarnótt tók aldrei enda. Það var sumarið ’79. Knörr sann- leikans varð hin fullkomna hugar- smíð. Hvað annað? Síðan siglum við til hafs undir fullum seglum. Ó, þú gamli tími við söknum báðir tveir. Bjarki Bjarnason. EYJOLFUR STEFÁNSSON + Eyjólfur Jens Stefánsson fædd- ist í Bjarneyjum á Breiðafirði 15. októ- ber 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum _ 11. febrúar 1995. Útför hans fór fram frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar. Foreldrar Eyjólfs voru Stefán Stefánsson bóndi, Gerðum í Bjarneyj- um, og kona hans Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Hann var yngstur þriggja systkina. Eldri voru Valdimar og Ingveld- ur. Þau eru bæði látin. Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er Jódís Þóra Sigurðardóttir, f. 4. júní 1914 í Viðey. Fóstursonur þeirra er Skúli Magnússon, kvæntur Önnu Einarsdóttur og eiga þau þijú börn. Þau eru: 1) Eyjólfur. 2) Eyrún Heiða, eigin- maður hennar er Unnsteinn Guðjónsson, þau eiga eina dótt- ur, Sögu. 3) Jódís, hennar sonur er Alex Skúli Einarsson. Útför Eyjólfs fór fram frá Áskirkju í gær, 20. febrúar. GENGINN er góður drengur. Þessi setning er greypt i huga minn, þegar ég minnist vinar míns og félaga Eyjólfs Stefánssonar. Það var árið 1950 sem ég sá hann fyrst. Hann kom að Bjarmalandi í Laugarnesi um nótt af dansleik ásamt mömmu, pabba og Jódísi móðursystur minni. Mér er það í fersku minni að hann settist á rúmstokkinn hjá mér og spjallaði við mig lengi nætur. Ég var þá sjö ára gamall. Seinna þegar Eyjólfur var orðinn eiginmaður Jódísar og ég var að vaxa úr grasi fann ég svo vel að þar fór maður hlédrægur og ákaflega traust- ur. Þegar 'liann lagði eitthvað til málanna, tók maður það bókstaflega og rökræddi það ekki frekar. Eyjólfur ólst upp í Bjamey á Breiðafirði og var mótaður af æskunnar umhverfi til æviloka. Hann var veiðimaður með afbrigðum góður hvort sem var á sel, fugl eða annað sjávarfang. Hann byijaði sinn sjómannsferil í fjörunni heima, fyrst á árabát- um, síðan á vertíðarbát- um og svo togurum. Eyjólfur var einn af þeim þöglu sjómönnum sem sigldu milli íslands og Englands í heims- styrjöldinni síðari. Ég kynntist Eyjólfi fyrst fyrir alvöru þegar við frændsystkinin keyptum Hvalseyjar á Mýrum árið 1970. Þá var hann okkar ráðgjafí í nýtingu hlunninda og umgengni við náttúr- una. Þar fór Eyjólfur á kostum og þá fann ég svo vel að í þessum hægl- áta, hlédræga manni bærðust djúpar tilfinningar, viska og virðing fyrir því lífi sem býr í úteyjum á Islandi. Eng- inn var betri lundaveiðimaður en hann og enginn bar meiri virðingu fyrir lundanum en hann. Ég geymi í huga mínum, elsku Eyjólfur minn, mynd af þér í Hvals- eyjum, þar sem þú fitlaðir við six- pensarann og varst svo ótrúlega samofinn lífríkinu. Þegar við hittumst næst hellir þú upp á könnuna eins og svo oft áður og við sláum á létta strengi yfir æðarhreiðri í' heimkynnum þínum. Elsku Jódís, Skúli og Anna, Guð styrki ykkur og fiölskylduna í sorg- inni. Minning um góðan dreng mun lifa. Guðmundur Helgason. Það er ekki auðvelt verk að rita minningarorð um jafn fljúgandi fjöl- breyttan persónuleika og Leó Árna- son, en ég skal reyna. Árið 1973 um vorið komu tveir skrautlegir menn gangandi í fiörunni á Stokks- eyri, einn með staf í nýjum jakkaföt- um með vesti, sveipaður skikkju, hinn í innfluttum frönskum tweed- jakkafötum með slaufu og rauða topphúfu. Sá með stafinn var Leó, hinn var Steingrímur Sigurðsson Roðgúlsbóndi, málari og spekúlant. Þóttu mér þetta sniðugir fuglar og bauð þeim inn í kaffi í sumarbústað okkar. Til staðar var fyrir tilviljun í bústaðnum norðlenskur frændi Leós og tókum við allir tal um heim- spekileg málefni. Umræða þessi stóð í margar klukkustundir og endaði með að Leó fór að lesa upp ljóð sín og Roðgúlsmálarinn málaði portrett af gestunum með þremur litkrítum, sem til staðar voru. Upp úr þessari heimsókn tókst ágæt vinátta með okkur Leó eða Ljóni norðursins eins og hann kaus að kalla sig til áréttingar á norræn- um uppruna sínum og sérstöðu. Leó var ágætt skáld og liggja eftir hann hundruð ljóða og örugglega ein millj- ón teikninga. Leó vildi hafa það þannig að þegar hann tók að sér verkefni var ekkert verið að tvínóna við hlutina. Eitt sinn var verið að skipuleggja málverkasýningu og ég spurði hann hvort eitthvað væri til af myndum og sagðist hann þá bara mála það sem vantaði. Degi síðar hringdi Leó og var þá búinn að mála sextíu myndir á einum sólar- hring. Ekki voru allar eins og mynd- ir Rembrandts en þó, þær höfðu all- ar sinn skemmtilega blæ. Leó varð- veitti alltaf bamssálina og var afar tilfmninganæmur og minnugur. Hann minntist oft móður sinnar sem hann elskaði svo heitt og fór meira að segja einu sinni norður til hennar á Skaga og byggði þar hús handa henni að eigin sögn á átján dögum. Svona var Leó, allt átti að gerast í hvelli og helst með glæsibrag. Einu sinni var rætt um verðlagningu á málverkum vegna sýningar hans. Þá hafði ég á orði hvort hann sæi ekki eftir myndum sem seldust og hann sæi ef til vill aldrei aftur. Við skulum bara setja þannig verðlag á myndimar að enginn hafi efni á að kaupa þær, var svarið. Leó klæddist gjarnan mjög skrautlega og yfirleitt voru fötin af beztu tegund. Eg minn- ist þess að Leó sat fyrir nokkrum sinnum í auglýsingum fataverzlunn- ar einnar sem var í Bankastræti og mátti halda að þar væri alþjóðlegur heldri maður á ferð, annaðhvort greifi eða lord, enda fatnaður í þeim anda. Leó bar sig ávallt vel þótt oft væri lífið erfitt, sérstaklega þegar veikindi sóttu að. Hann fór þá á milli stofnana og stundum var hann ákaflega sár og leiður, en gleðin og trúin á Guð og hið góða hélt honum ávallt á floti. Leó minntist oft á skip sannleikans, knörr sannleikans sem myndi sigla þöndum seglum um him- ingeiminn í fylgd hvítra svana. Leó þorði að vera örðuvísi, hann þorði að hugsa eins og hann langaði til. Þess vegna varð Leó aldrei ríkur að veraldlegum auð, en ég veit að öll börn í ætt hans og barnabörn dáðu þennan skemmtilega afa sinn og langafa og hvað er hægt að biðja um meira? Knörr sannleikans ber nú Leó hátt í langri .siglingu í fylgd hvítra svana og horfinna fornra vina. Blessuð sé minning hans. Friðrik Á. Brekkan. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU KRISTJÖNU BJARNADÓTTUR, Flyðrugranda 20. Margrét Hansen, Arnar Guðmundsson, Jón Bjarni Guðlaugsson, Margrét Ríkarðsdóttir og barnabörn. ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 39 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSEF MAGNÚSSON frá Hvoli, andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 18. febrúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t THEÓDÓRA JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Ljósvallagötu 22, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 15. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Jón S. Guðmundsson, Svanhvít Kristjánsdóttir, Una Sveinsdóttir, Ólafur Sveinsson og aðstandendur. t Kveðjuathöfn um STEFÁN VALDIMARSSON vélstjóra frá Vallanesi, til heimilis í Löngufit 13, Garðabæ, ferfram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 22. febrúar kl. 15.00. Jarðsett verður að Víðimýri í Skagafirði laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Herfríður Valdimarsdóttir, Óskar Magnússon, Jóhanna Valdimarsdóttir, Kjartan Kristjánsson og systkinabörn hins látna. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR fyrrverandi verkstjóra, Hjallavegi 30. Asdis Magnúsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Gísli Magnússon, og systkinabörn. Óskar B. Pétursson, Gústaf Lárusson, Karl Sigurðsson, Jóna G. Sigurðardóttir, Gylfi Magnússon, Helga H. Guðmundsdóttir t Okkur innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐMUNDU KRISTÍNAR JÚLI'USDÓTTUR húsfreyju frá Skjaldartröð, Hellnum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunardeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Guð blessi ykkur öll. Kristín Erla Valdimarsdóttir, Ögmundur Pétursson, Valgerður Valdimarsdóttir, Karólína Rut Valdimarsdóttir, Hjörtur Valdimarsson, Anna Torfadóttir, Kristófer T.S. Valdimarsson, Ólina Guðmundsdóttir, Sæbjörn Valdimarsson, Rannveig Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað Lögmannsstofan, Skeifunni 11a, verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar JÓNASAR G. RAFNAR. Ingibjörg Þ. Rafnar, hrl., Ásdís J. Rafnar, hdl. og Kristín Briem, hdl. í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.