Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 40

Morgunblaðið - 21.02.1995, Side 40
+ Jónas Gunnar ' Rafnar fæddist á Akureyri 26. ág- úst 1920. Hann lést í Reykjavík 12. febrúar sl. Foreldr- ar hans voru Jónas Jónasson Rafnar yfirlæknir á Krist- neshæli og Ingi- björg Bjarnadóttir Rafnar húsfreyja. 10. ágúst 1946 kvæntist Jónas eft- irlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Bjarnadóttur Rafn- ar, f. í Reylqavík 25.5. 1923, hjúkrunarkonu og húsmóður. Þau eignuðust fjórar dætur: Halldóra, f. 31. maí 1947. Maki hennar er Baldvin Tryggvason. Synir Halldóru og fyrri eigin- manns hennar, Jóns Magnús- sonar, eru Jónas Friðrik og Magnús. Jónas Friðrik er kvæntur Lilju Dóru Halldórs- dóttur og eiga þau dótturina FUNDUM okkar Jónasar G. Rafnar bar fyrst saman á menntaskóla- árum mínum á Akureyri. Eg hafði tekið nokkurn þátt í kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksins í heima- byggð minni, Ólafsfírði, bæði í Al- þingis- og sveitarstjómarkosning- um og var félagsmaður í FUS Verði á Akureyri. Þetta fór ekki framhjá Jónasi G. Rafnar, sem fylgdist vel með öllu sem gerðist í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins í Eyjafirði, einkum eftir að hann opnaði lög- fræðistofu sína í Hafnarstræti á Akureyri og gerðist jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrir Sjálfstæðis- H flokkinn á Norður- og Austurlandi. Ég kom nokkrum sinnum á skrif- stofu hans um veturinn 1946-47 eins og fleiri skólapiltar, og þar ræddi Jónas oft við mig um stjórn- mál en ekki síður um ýmiskonar önnur mál, einkum sem snertu afla- brögð og atvinnumál í heimabyggð minni. Mér þótti Jónas strax ákaflega traustur maður og einstaklega alúð- legur og þægilegur í viðmóti. Hann talaði líka við okkur skólapiltana eins og jafningja. Hann gerði ekki lítið úr skoðunum okkar, sem án efa voru oft á tíðum byggðar á ungæðislegum hugsunarhætti og lítilli reynslu. Hann tók okkur eins og góður kennari myndi gera, leið- beindi okkur með frásögnum af sinni reynslu og þekkingu en reyndi aldrei að troða upp á okkur eigin skoðunum. Mér líkuðu þessi kynni mín af Jónasi ákaflega vel og tók því fagn- andi, þegar hann bauð mér um mánaðar vinnu hjá sér á skrifstof- unni til að undirbúa 9. þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sem haldið var á Akureyri 20.-22. júní 1947. Þetta hentaði mér líka vel því að ég var ráðinn á sfldarbát í byijun júlí. Þannig hófust kynni okkar Jón- asar, sem áttu eftir að verða lengri og mun nánari en okkur gat órað fyrir þessa vordaga 1947. > Næsta vor réðst ég aftur í vinnu hjá Jónasi. Nú þurfti að undirbúa Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti 25. til 27. júní 1948 á Akureyri. Að sjálfsögðu mæddi mesta vinnan á Jónasi og hún var geysiströng. Það reyndi mjög á skipulagshæfileika hans, að koma þessum stóra fundi fyrir, útvega gistirými og aðra aðstöðu fyrir allan þann fjölda fólks sem þá sótti Akur- eyri heim. En allt tókst þetta með ágætum. Það er ekki vafamál í mínum huga að þessi fundahöld Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri, þing SUS 1947 og Landsfundurinn ári síðar, efldu allt flokksstarf sjálfstæðis- manna á Akureyri og í Eyjafirði til stórra muna. Jafnframt styrkti það pólitíska stöðu Jónasar á Akureyri mjög mikið, því að sjálfstæðisfólk fékk þar örugga staðfestingu á Steinunni Dóru; Ingi- björg, f. 12.9. 1948, d. 5.5. 1949; Ingi- björg Þórunn, f. 6.6. 1950. Hún er gift Þorsteini Pálssyni. Þeirra börn eru Aðal- heiður Inga, Páll Rafnar og Þórunn; Ásdís, f. 24.4. 1953. Maður hennar er Pét- ur Guðmundarson. Dætur þeirra eru Sigríður Rafnar og Ingibjörg Rafnar. Bróðir Jónasar er Bjarni Rafnar, fyrr- verandi yfirlæknir á Akureyri, f. 26.1. 1922, og systir hans var Þórunn Rafnar, f. 9.12. 1924, d. 2.2. 1974. Jónas lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla ís- lands vorið 1946. Hann rak eigin lögfræðistofu á Akureyri 1946 til 1962. Frá 1958 til 1962 var hann bæjarfulltrúi á Akureyri og sat í bæjarráði. Árið 1949 var Jónas kjörinn á þing fyrir Sjálf- dugnaði Jónasar og ekki síður fann fólk að Jónas naut óskoraðs trausts og álits, ekki aðeins forystu flokks- ins, heldur fjölda annarra áhrifa- manna innan flokksins. Sumarið 1949 vann ég ýmis störf á Akureyri, en síðari hluta sumars réðst ég enn til starfa á flokksskrif- stofunni hjá Jónasi. Sjálfstæðis- menn á Akureyri höfðu ákveðið að Jónas G. Rafnar yrði frambjóðandi flokksins við Alþingiskosningarnar 23. og 24. október 1949. Hann var þá aðeins 29 ára að aldri og þótti ýmsum mikilli ábyrgð varpað á herðar ekki eldri og reyndari manni. Sigurður Hlíðar hafði þá gegnt þingmennsku fyrir Akureyri í um 12 ár, frá 1937. Höfuðandstæðing- ur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafði ávallt verið Framsóknarflokk- urinn. Og Sigurður hafði borið sig- urorð af frambjóðanda þeirra í þremur undangengnum kosningum. Litlu hafði þó munað í kosningunum 1942 í baráttunni við Yilhjálm Þór og sömuleiðis 1946, en þá var Þor- steinn M. Jónsson frambjóðandi Framsóknar. Sigurður óskaði að draga sig í hlé fyrir kosningarnar 1949 og veitti Jónasi allan Jiann stuðning sem hann mátti. Ymsir úr röðum sjálfstæðismanna á Akur- eyri töldu sig þó fullfæra til fram- boðs, en niðurstaðan varð sú að menn fylktu sér af miklum samhug um Jónas G. Rafnar. Réð þar úrslitum að Akureyring- ar þekktu Jónas mæta vel, dugnað hans og atorku, enda naut hann vinsælda og álits umfram aðra hugsanlega frambjóðendur. Hann þótti alþýðlegur í framkomu, en traustur og fylginn sér í þeim mál- um sem hann tók sér fyrir hendur. Það var kannske ekki hans sterk- asta hlið að standa í ströngum orða- sennum á fjölsóttum fundum, en hann var rökfastur og gerhugull og naut sín best í rökræðum á fá- mennari samkomum. Þá skipti það miklu máli að Rafnars-fjölskyldan naut almennrar virðingar og trausts, einkum á Akureyri og í Eyjafirði. Ríkasta þáttinn í því áttu þeir bræður Jónas Rafnar yfirlækn- ir á Kristneshæli, faðir Jónasar, og sr. Friðrik Rafnar vígslubiskup. Báðir voru þeir bræður mikilsmetn- ir af störfum sínum og litið á þá sem einstök góðmenni og höfðingja. Jónas G. Rafnar naut að sjálfsögðu þess góða orðspors sem af ætt- mennum hans fór, enda í góðu sam- ræmi við mannkosti hans sjálfs. Sjálf kosningabaráttan var býsna hörð og talið að mjótt myndi verða á mununum. Jónas var á eilífum þönum út um allan bæ á smærri fundum og í viðræðum við fólk. Þar á ofan stjórnaði hann frá skrifstofu sinni kosningabaráttunni um allt Norður- og Austurland með full- tingi frambjóðenda flokksins í öllum þeim kjördæmum sem hér um ræð- stæðisflokkinn og sat á þingi til 1956 og síðan frá 1959 til ársins 1971, fyrst sem þingmað- ur Akureyringa, en síðar Norðurlandskjördæmis eystra. Síðasta kjörtímabil sitt var Jón- as forseti efri deildar Alþingis. Hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Jónas var settur bankastjóri Utvegsbanka ís- lands 15. september til ársloka 1961 og settur bankastjóri á ný 14. nóvember 1963. Hann var ráðinn bankastjóri bankans 16. mars 1967 og lét þar af störfum 1. júní 1984. Jónas var formaður bankaráðs Seðla- banka Islands frá 1. janúar 1985 til 31. desember 1986. Hann var formaður stjórnar Össurar hf. í Reykjavík frá 1985 og sat um skeið í stjóm Félags eldri borgara í Reylqa- vík. Útför Jónasar G. Rafnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ir. Vinnudagurinn var því langur og lítill tími aflögu fyrir t.d. fjöl- skylduna, sem Jónas bar ávallt mjög fyrir brjósti. Þegar fyrstu atkvæðatölur birt- ust og þær sýndu að fylgi Jónasar var snöggtum meira en kjörfylgi dr. Kristins Guðmundssonar fram- bjóðanda Framsóknar, kváðu við mikil sigurhróp á skrifstofu Jónas- ar. En þá fór hann líka heim til sín og beið þar endanlegra úrslita sem urðu þau að hann vann yfirburða sigur, fékk 1.292 atkvæði og 221 atkvæði umfram dr. Kristin. Þar með var Jónas kosinn þing- maður Akureyrar með meiri yfir- burðum en sjálfur Sigurður E. Hlíð- ar, sem þó naut óvenjulega mikils persónufylgis, að talið var langt út fyrir venjulegt flokksfylgi Sjálf- stæðisflokksins. En í næstu alþingiskosningum, 1953, vann Jónas enn stærri og glæsilegri sigur, þá hlaut hann 1.400 atkvæði en dr. Kristinn varð að láta sér lynda 877 atkvæði. Munurinn var þá orðinn 523 at- kvæði. Hinsvegar varð Jónas að lúta í lægra haldi í alþingiskosning- unum 1956 þegar Friðjón Skarp- héðinsson sýslumaður varð fram- bjóðandi hræðslubandalags Fram- sóknar- og Alþýðuflokks. Þó mun- aði aðeins 17 atkvæðum að Jónas héldi þingsætinu. Því náði hann síð- an aftur í kosningunum 28. júní 1959, en í kosningum um haustið, 25 október, hafði kjördæmaskipan verið breytt og skipaði Jónas þar efsta sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Því sæti hélt hann allar götur þar til hann lét af þing- mennsku 1971. Hann hafði þá gegnt bankastjórastöðu í Útvegs- banka íslands frá 1963 og taldi ekki við hæfi að vera jafnframt al- þingismaður. Eftir alþingiskosningarnar 1949 fór ég til náms í Háskólanum og skömmu síðar fluttist ég alfarið til Reykjavíkur. En samskiptum okkar Jónasar var síður en svo lokið. Við héldum nánum kynnum og höfðum bundist þeim vináttuböndum sem aldrei rofnuðu meðan báðir lifðu. Hann fylgdist mjög með framvindu náms míns og ekki síst með því hvernig mér gengi að afla mér vinnu og tekna til að standa straum af námskostnaði mínum, því að ekki var á námslán að treysta í þá daga. Jónas átti án efa drýgstan þáttinn i að útvega mér starf sem þingfréttaritari Morgunblaðsins, sem ég gegndi um skeið og hafði afdrifarík áhrif á lífsferil minn all- an. Og árin liðu og að því kom að örlögin ófu saman líf okkar með þeim ævintýralega hætti sem eng- inn gat séð fyrir. Ég kvæntist Hall- dóru dóttur Jónasar í ágúst 1992. Nú kynntist ég sjálfur þeirri hlið á Jónasi sem ég þekkti aðeins af af- spurn. Það var einstök umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni og ætt- mennum öllum. Hann var sérstak- lega frændrækinn og lagði sig í líma við að rétta öllum hjálparhönd ef eitthvað fór úrskeiðis. Þessa nutu ungir sem eldri, ekki síst þeir yngri því að Jónas var barngóður svo að af bar. Og ræktarsemi hans og vin- semd við vini sína var einstök. Ef hann vissi að einhver þeirra átti um sárt að binda vegna veikinda eða annarra erfiðleika fór hann að heimsækja þá eða talaði við þá í síma. Jónas var fágætlega ljúfur og góðviljaður maður. Hann var spar á stóryrði og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni, enda orðvar með afbrigðum. Hann var fjarska fjölfróður maður og kunni fádæma góð skil á stjóm- málasögu íslands, einkum hinna síðustu áratuga. Hann var víðsýnn og hleypidómalaus. Með Jónasi er genginn mikill drengskaparmaður og einstakur fjölskyldufaðir og ætt- arhöfðingi, sem nú er sárt saknað af öllum sem hann þekktu og fram- ar öðrum af fjölskyldu hans allri. Baldvin Tryggvason. Hinn góði heimilisfaðir er skyndi- lega horfínn af sjónarsviðinu. Jónas Rafnar átti sterkar ættarrætur. Maður skynjaði glöggt í öllum hátt- um hans og framgöngu að þaðan kom honum bæði kraftur og hyggjuvit til þess að takast á við margvísleg og oft og tíðum marg- slungin viðfangsefni daglegs lífs. Það leiddi eins og af sjálfu sér, þrátt fyrir mikið annríki lengst af og ekki alltaf milt ytra borð, að Jónas lagði mikla rækt við fjöl- skyldu sína og ætt. Þegar á reyndi var hann sá sterki. Þegar við þurfti var hann sá mildi; hinn umhyggju- sami heimilisfaðir. Hann var stoð og stytta í einu og öllu. Þegar dæturnar stofnuðu heimili vantaði ekki liðsinni Jónas- ar. Og við sérhvert nýtt viðfangs- efni eða þegar vanda bar að höndum skyldi ijölskyldan standa saman. Þannig var hann. Ávallt sívakandi um velferð þeirra, er næst honum stóðu. Jónas Rafnar ræktaði garð- inn sinn. Þar stóðu þau þétt saman hann og Aðalheiður, trygglynd og trúföst. Einhvem veginn hef ég aldrei getað ímyndað mér annað þeirra án hins. Þau komu úr ólíkum áttum og umhverfi en efldu og styrktu hvort annað. Um síðastliðin jól komu afkom- endur séra Jónasar á Hrafnagili og Þórunnar saman eina kvöldstund. Það var fyrir hvatningu og for- göngu Jónasar. Hann fann þar til ábyrgðar sinnar sem höfuð ættar- innar. Það duldist engum. En gleð- in og þetta milda ljúfa bros í svip hans gleymist okkur ekki, sem fylgdumst með því, hvernig hann naut þess að vera í stórum hópi fjölskyldu og ættingja á öllum aldri. Börnin voru honum gleðigjafí þetta kvöld sem endranær. I þeim sá hann nýja ættarlauka. Sömu rækt lagði Jónas við móð- urætt sína, þá Steinnesinga. Þegar talið barst að lyndiseinkunn hans eða hugðarefnum skírskotaði hann jöfnum höndum til Hrafnagils og Steinness. Jónas var ungur kallaður til ábyrgðarstarfa í stjórnmálum og setu á alþingi. Ugglaust hefur hann í byijun notið trausts og trúnaðar hinnar sterku eyfirsku ættar. En umfram allt óx hann af eigin verk- um og störfum og þeim trúnaði, er hann sýndi umbjóðendum sínum, ekki síst þeim, sem minna máttu sín. Hann sagði mér stundum að einna vænst hefði honum þótt um stuðning bæjarvinnukarlanna á Akureyri. Þeim brást hann ekki og þeir ekki honum. Málalengingar voru ekki að skapi Jónasar. Hreinskiptni var lykillinn að samskiptum hans við aðra, hvort heldur var í einkalífí, stjómmálum eða í bankanum. Ég fann að honum þótti gaman að starfínu í bankan- um, þótt vandamálin hafi á stund- um lagst á hann af nokkrum þunga. En það lýsti Jónasi vel í öllu því 40 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MIMMIMGÁR JÓNAS G. RAFNAR MORGUNBLAÐIÐ amstri að í samtölum skaut hann alla jafnan að góðum orðum um starfsfólkið og samstarfsmennina þar. Þeir áttu ávallt rúm í huga hans. Það var ómetanlegt að geta sótt til Jónasar þegar leita þurfti ráða og fá leiðbeiningar. Stjórnmálin voru svo ríkur þáttur í lífi hans að ég hygg að hann hafi einnig haft af því nokkra ánægju að ræða um leikfléttur þeirra og baksvið og gefa góð ráð, þegar svo bar við. A seinni árum fann ég að slík samtöl voru honum greinilega nokkur lífs- fylling. Því fór fjarri að Jónas kippti sér upp við pólitísk átök. Hann skildi ofur vel lögmál velgengni og mót- lætis. En honum gramdist óhrein- lyndi, og þá mest, ef hann varð þess var hjá sjálfstæðismönnum. Þegar honum fannst mjölið í poka- horninu ekki hreint hringdi hann gjaman. Þá var meiri nauðsyn en ella að bijóta málin til mergjar. Svo sem Jónas átti kyn til hafði hann unun af hvers kyns þjóðlegum fróðleik og sögu. Umræðuefni dags- ins voru oft tengd eða skýrð með sögulegum skírskotunum. í því vom ekki síst fólgin hyggindi hans og víðsýni. Það er gæfa að hafa átt Jónas Rafnar að. Sár söknuður er í hjört- um okkar allra og þá ekki síst barnabamanna hans. Én minningin um góðan dreng græðir þau sár og gefur þeim veganesti skyldurækni og heiðarleika. Þorsteinn Pálsson. Vinur minn, Jónas G. Rafnar, er til moldar borinn í dag. Með honum er mikill öðlingur að velli lagður. Hann fæddist á Akureyri, en ólst upp á Kristnesi frá 9 ára aldri, eft- ir að faðir hans varð yfirlæknir þar, en því starfí gegndi hann um 30 ára skeið. Móðir hans var Ingi- björg Bjarnadóttir, prófasts á Stein- nesi, Pálssonar og var heimili þeirra hjóna annálað menningarheimili. Eftir Jónas Rafnar yfírlækni liggur mikið safn af þjóðlegum fróð- leik; hann var ásamt Þorsteini M. Jónssyni ritstjóri og útgefandi að Grímu og íslenskum þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, með Gísla Jóns- syni ritstjóri Nýrra kvöldvakna og skrifaði Eyfirskar sagnir, svo að nokkuð sé nefnt. Faðir hans var séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, hinn mikli fræðimaður, sem kunn- ástur er af öndvegisriti sínu íslensk- um þjóðháttum. Hann var kvæntur Þórunni Stefánsdóttur, bónda í Hlöðutúni í Stafholtstungum Pét- urssonar Ottesen. Jónas G. Rafnar hafði frá unga aldri brennandi áhuga á stjórnmál- um og féll lífsskoðun hans saman við sjálfstæðisstefnuna eins og hún var skýrgreind í öndverðu; „að vinna í innanlandsmálum að víð- sýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og at- vinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". Þeir Magnús Jónsson voru samstúdentar frá MA 1940, luku báðir lögfræðiprófi 1946 og fluttust norður til Akureyrar. Magnús tók við ritstjórn íslendings, en Jónas opnaði lögfræðiskrifstofu, sem hann rak með öðrum störfum til 1962. Þeim skólabræðrunum fylgdu nýir og ferskir straumar, og átti samstarf þeirra í þjóðmálabar- áttunni eftir að verða langt og gifturíkt, enda ræktu þeir það af vináttu og trausti. Þegar ljóst var að Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir Akúr- eyringa árið 1949, kom engum á óvart, að Jónas skyldi valinn til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á þessum tíma, blómaskeiði hafta og fjárfestingarleyfa, voru tök Framsóknarflokksins og sam- vinnuhreyfingarinnar mjög sterk á atvinnulífinu á Akureyri, svo að ýmsir þóttust sjá það fyrir, að hin- um unga frambjóðanda yrði örðug glíman við dr. Kristin Guðmunds- son, sem var vinsæll og vel látinn á Akureyri. En Jónas stóðst eld- raunina. Hannn sigraði glæsilega, tvöfaldaði atkvæðamuninn við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.