Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 41

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 41 Framsókn og lék sama leikinn 1953 svo að þá munaði rúmum 500 at- kvæðum á flokkunum. Var það raunar jafnan svo, að Jónas naut mikils kjörfylgis á Akureyri. Eins og ég vék að áður, voru það meiriháttar pólitísk tíðindi, þegar þeir Magnús settust að á Akureyri ungir lögfræðingar. Atvinnulífið var fest í viðjar hafta, en enginn leikur að greiða úr þeim flækjum, sem það ástand skapaði. Það kom oftar en ekki í hlut Jónasar að ann- ast það fyrir þá einstaklinga, sem þá létu að sér kveða eða vildu hefja atvinnurekstur á Akureyri. Honum varð vel ágengt, enda vinnubrögð hans skipulögð, undirbúningur mála óvenju vandaður og vel fylgt eftir. í stuttri minningargrein er stikl- að á stóru. Ég nefni sérstaklega til sögunnar aðdraganda og undirbún- ing löggjafarinnar að Laxá II og Laxá III, en allan sinn þingmanns- feril beitti Jónas sér sérstaklega á sviði orku- og iðnaðarmála. í bók Matthíasar Johannessens um Ólaf Thors segir Jónas með skemmtilegum og eftirminnilegum hætti frá því, þegar þeir Helgi Páls- son gengu á fund Ólafs þeirra er- inda að knýja fram leyfi og fjár- magn til þess að Útgerðarfélag Akureyringa mætti reisa hrað- frystihús. Þetta var 1954, en fram til þessa háfði verið siglt með afl- ann, hann saltaður eða hertur. Málið gekk fram, þótt ekki væri það auðsótt. Enn kom Jónas við sögu ÚA á úrslitastundu. 1958 var rekstur þess í rauninni kominn í þrot. Innan vinstri meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar var vilji fyrir því að leysa félagið upp og breyta því í bæjarút- gerð, en á síðustu stundu náðu þeir Jónas og Jakob Frímannsson, kaup- félagsstjóri, samkomulagi um að endurreisa það á sama grunni. Andrés Pétursson og Gísli Konráðs- son urðu forstjórar. Þetta var mikið giftuspor. Með því að útgerðarfé- lagið var áfram hlutafélag hélt það því fjárhagslega og stjórnskipulega sjálfstæði sem því var nauðsynlegt til að verða burðarás í atvinnulífi Akureyringa. Jónas naut mikils persónulegs fylgis og rakti það sig aftur til fyrstu þingmannsára hans. Hann þekkti bæjarlífið út í hörgul og var mikið til hans leitað. Hann setti sig vel inn í mál, fór hvorki í mann- greinarálit né mat menn eftir stjómmálaskoðunum, en vildi bregðast vel við erindum þeirra og gerði þeim jafnan grein fyrir, að í því fælist ekki skuldbinding fyrir- fram um erindislok. Þingmannsstörf létu Jónasi vel. Eins og ég vék að áður undirbjó hann mál sín vel og fylgdi þeim fast eftir. Hann hafði traust og vin- áttu samheija sinna sem og póli- tískra andstæðinga. Hann var for- maður fjárveitinganefndar 1963-64 og var á orði haft, hversu gott sam- starf og mikið tillit hann tók til minnihlutans í því erfiða og eril- sama starfi. Hann var forseti Efri deildar 1967-1971 og fórst honum það vel úr hendi eins og vænta mátti. Jónas tók við starfi bankastjóra Útvegsbanka íslands 1963 og lét honum það vel vegna staðgóðrar þekkingar sinnar á atvinnumálum og landshögum. Ég kynntist Jónasi náið, er ég gerðist erindreki Sjálfstæðisflokks- ins nyrðra og urðu mér kynnin af honum, sem brátt snerust upp í vináttu, lærdómsrík og holl. Ég kunni vel að meta persónuleg- an húmor hans og fann fljótt, að hann var í senn mannfróður og mannglöggur og ráðhollur ef til hans var leitað. Hann hafði næma tilfinningu fyrir pólitískum straum- um og átti létt með að skilja í sund- ur aðalatriði og aukaatriði. Ég mun jafnan minnast hans fyrir þá innri hlýju, sem frá honum stafaði, og þann stuðning, persónu- legan og pólitískan, sem hann hefur veitt mér. Það var Jónasi mikið gæfuspor, er hann kvæntist Aðalheiði Bjarna- dóttur. Þau áttu fallegt og rausnar- legt heimili og bjuggu við mikið bamalán, dætumar sínar þijár og fjölskyldur þeirra. Nú er þungur harmur kveðinn að þeim ranni. Hugur minn er hjá þeim, hjá þér Aðalaheiður og fjöl- skyldu þinni, þegar ég skrifa þessar línur, sem bera samúðarkveðjur frá okkur hjónum, Kristrúnu og mér. Drottinn blessi minningu Jónasar G. Rafnar. Halldór Blöndal. Það er eigi auðvelt að fara að- eins fáum orðum um Jónas G. Rafnar eftir löng og náin kynni, sem höfðu staðið í áratugi. Þótt við væmm skólabræður einn vetur í Menntaskólanum á Akureyri 1939 til 1940 kynntumst við ekki þá, sem von var, ég í fyrsta bekk en hann í sjötta bekk ásamt Bjarna, bróður sínum, sem var nokkru yngri. En kynni okkar urðu meiri og betri síðar, er kynni okkar Þómnnar, systur hans, urðu náin, en við Þórann vomm bekkjarsystk- in allan skólann, sex vetur. Eftir það naut ég vináttu Jónas- ar og eigi síður hinnar ágætu konu hans, Aðalheiðar. Vorum við Þór- unn tíðir gestir á heimili þeirra hjóna, ekki aðeins á hátíðum og við önnur hátíðleg tækifæri, heldur oftsinnis ella og nutum jafnan alúð- ar þéirra og þeirrar einstöku, hóf- legu rausnar og gestrisni, sem ríkti jafnan, og heimilið var rómað fyr- ir. Börnum okkar var þar jafnan tekið með sömu alúð og ástríki. Og yngri sonur okkar gat gengið þar um dyr sem á eigin heimili seinustu námsár sín, eftir að móðir hans lézt, þegar hann var sautján ára gamall. Jónas lifði alla tíð annasömu lífi og verður ævistarf hans ekki rakið hér. Þó langar mig að geta þess, að þegar hann fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn ungur að árum, tel ég að hann hafi fremur kosið að bjóða sig fram í Eyjafirði, án öraggs þingsætis, en á Akureyri, enda jafnvel talið sig of ungan til að takast á hendur svo ábyrgðar- mikið og vandasamt starf og gjam- an viljað bíða betri tíma, ef tæki- færi gæfist. — Þótt Jónas væri fæddur á Akureyri, fluttist hann sjö ára gamall með foreldrum sín- um og systkinum í Kristnes þar sem faðir hans tók við embætti yfir- læknis á berklahælinu þar 1. nóv. 1927. Minntist Jónas oft með mik- illi hlýju bernsku- og æskuáranna þar „frammi í Firði“. Jónas Rafnar læknir var tíðum sóttur til sjúkra í Eyjafirði eftir að hann fluttist í Kristnes og fóru synir hans oft með honum í slíkar ferðir. Komu þeir feðgar í þessum ferðum á næstum hvern bæ í sveit- inni og kynntust þá þegar búendum þar og heimilum þeirra. Var Jónas eldri eftirsóttur í þessi störf, enda öllum háttum kunnugur, sonur sr. Jónasar á Hrafnagili, sem einnig lagði stund á lækningar svo sem faðir hans Jónas Jónsson, bóndi á Úlfá; en Vilmundur Jónsson, land- læknir, taldi þá feðga báða vel lærða lækna í læknatali sínu, þótt sjálfmenntaðir væru. Jónas G. Rafnar var óvenjulega ráðhollur maður. Eftir að hann hætti annasömum embættisstörf- um, leituðu margir ráða hans; var ég einn þeirra í miklum vanda staddur, þótt málið jjnerti þó ekki eigin hag. Hann var ótrúlega fljót- ur að átta sig á flóknu vandamáli og gaf síðan ráð sem dugðu. Gerði hann það skýrt og skilmerkilega í fáum orðum, án málalenginga. Verður þetta mér ætið minnisstætt og þykist ég vita að margir eiga svipaðar minningar. Þótt Jónas væri nokkuð við aldur er hann lézt, kom skyndilegt andlát hans í opna skjöldu og er hans sárt saknað af öllum, skyldum og óskyldum, sem hann þekktu. Ég færi Aðalheiði, konu hans, dætrum og tengdasonum og öðrum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur mínar og barna minna og tengdabarna. Ingimar Einarsson. Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum Það vakti þjóðarathygli þegar Jónas G. Rafnar var til þess valinn af Sjálfstæðisflokknum, 29 ára gamall, að etja kappi við heiðurs- manninn Kristin Guðmundsson, síð- ar utanríkisráðherra, í alþingis- kosningunum á Akureyri 1949 og sigraði með glæsibrag. Frá þeim tíma var hann óumdeildur foringi sjálfstæðismanna á Akureyri og ásamt vini sínum og skólabróður, Magnúsi Jónssyni frá Mel, einnig í Norðurlandskjördæmi eystra eftir að sú kjördæmaskipan komst á. Stjómmálastefna, hversu góð sem hún er, nær ekki fram að ganga án forystumanna sem vilja beijast fyrir henni og færa fórnir ef þarf. Jónas G. Rafnar varði megin hluta ævistarfs síns í baráttu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og árangurinn varð öllum ljós. Mikið kjörfylgi h'ans og flokksins á Akureyri var mönnum oft undranarefni vegna þeirrar yfir- burða aðstöðu sem höfuðandstæð- ingurinn hafði þar á bæ. Enginn vafí er á því að starf Jónasar og persóna hans réð miklu um þetta. Það er gæfa góðum málstað að eiga slíka menn. Jónas G. Rafnar reyndist ekki einungis ungur efnilegur maður með glæsilega byijun á stjórnmála- ferli sínum. Sjálfstæðisflokkurinn valdi hann til margvíslegra ábyrgð- arstarfa. bæði á Alþingi og utan þess-, sem hann rækti með mikilli prýði um langt árabil. Þau verða ekki rakin hér en í nafni Sjálfstæð- isflokksins færi ég honum að leiðar- lokum þakkir fyrir langt og giftu- samlegt ævistarf í þágu flokks og þjóðar. Við hlið Jónasar í stjórn- málabaráttunni og öðru starfi stóð eiginkona hans, Aðalheiður, og saman eignuðust þau sterka og samhenta fjölskyldu. Þeim og öðr- um aðstandendum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Davíð Oddsson. Horfinn ertu hollvin hljótt um þína sali, kvað Matthías Jochumsson í erfí- ljóðum sínum um góðan vin sinn. Mér kom hinsta kveðja þjóðskálds- ins í hug, við fregnina um andlát Jónasar G. Rafnar fv. alþingis- manns og bankastjóra. Mig setti hljóðan. Fyrir hátt á 6. áratug urð- um við bekkjarbræður í Mennta- skólanum á Akureyri. Segja má, að síðan hafi leiðir okkar og Bjarna bróður hans legið saman, þó að skipt væri um skóla og ævistörfin mörkuðu okkur sinn vettvang á sviði þjóðlífsins. Við vorum sem fóstbræður bekkjar og skóla, lífs- skoðun okkar og hin eilífu sannindi treystu vináttuböndin. Þetta fann ég í hvert skipti sem fundum okkar bar saman. Hann var hlýr persónu- leiki og vinur vina sinna. Það, sem einna fyrst vakti at- hygli mína á þessum horfna hollvin, var athygli sú, sem Sigurður skóla- meistari beindi að íslenskukunnáttu og stílgerð Jónasar. Það var nánast hvenær, sem tækifæri gafst, sem skólameistari fór viðurkenningar- orðum um, hve Jónas væri ritsnjall og hefði mikið vald á íslenskri tungu, blæfegurð og orðavali. Hve- nær, sem Jónas stakk niður penna, og lét orð frá sér fara á ritvellinum, þá tók ég eftir hve þetta kom skýrt í ljós. Jónas Rafnar var áhugasamur um heill og velferð íslenskrar menn- ingar. Sögu þjóðarinnar og trú feðr- anna lét hann sig miklu varða. Vel var mér kunnugt um trúaráhuga hans. Hann var til kominn af hjart- ans einlægni. Hugur hans var fang- inn af æðstu rökum tilverunnar, af því tilefni var hann vel heima í Bibl- íunni og las hana spjaldanna milli. Hann gerði það, sem er óbrigðult merki trúarinnar, að setja allt traust sitt á Meistara sinn og Drottinn. Hann var lítt fyrir það gefinn að trana sér fram eða upphefja sjálfan sig. Því var hann hlédrægur, en hæfíleikar hans ótvíræðir. Þessi fáeinu orð eiga ekki að vera annað en hinsta kveðja til hollvinar, með sérstakri samúðar- kveðju frá okkur Sólveigu konu minni til Aðalheiðar Bjarnadóttur Rafnar, eiginkonu hans, dætra þeirra, tengdasona, Bjarna bróður hans og fjölskyldu. Jónas er horfinn, dáinn — æðr- umst samt ekki, þetta er leiðin líkt og trúmaðurinn mikli og þjóðskáld- ið lýsti burtför okkar af þessum heimi: Til Guðs, til Guðs, er kallið knýr hvað kemur dufti við að mögla þegar Drottinn dýr sín dýrðar opnar hlið. Pétur Sigurgeirsson. Jónas G. Rafnar erfði ýmsa hina bestu eðliskosti úr báðum ættum. Hann var vitur maður og góðgjarn, höfðinglyndur án þótta, fríður og fyrirmannlegur. Hann var fróð- leiksfús og námgjarn, vandvirkur og duglegur. Gat jafnvel verið vinnuþjarkur, ef á lá. Hann var kím- inn og gamansamur, umtalsgóður og lastvar. Hann var baráttumaður án þess að vera bardagamaður. Hann lagði embætti sitt og frama óhvikull undir, þegar um stór fram- faramál umbjóðenda hans var að tefla. Hvort heldur í málflutningi laga eða stjórnmála undirbjó hann hvaðeina vandlega og snyrtilega. Hann fór aldrei flaumósa né ras- andi. Hann var umhyggjusamur og hjálpfús, og stundum bjargaði hann frá stórvandræðum mönnum sem í andvaraleysi sínu vissu ekki sjálflr að hætta steðjaði að þeim. Hann var fyrirgreiðslumaður af besta tagi, greiddi fyrir framgangi stór- mála og greiddi úr vandræðum fólks. Jónas Rafnar var klassískur í vali hugðarefna og í framsetningu, í senn alþjóðlegur og þjóðlegur, sögumaður mikill. Hann kunni að meta fornskáld, svo sem Quintum Horatium Flaccum, sem sumir nefna Hóras. Hann kunni vísu þá er Grímur Thomsen hafði stælt eft- ir Horatio: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Þannig var Jónas sjálfur og kom aldrei til geðs né gerðar að gjalda að líku, þó að ratatoskar færu með rógsmál og öfundarorð. Svar hans var það eitt að vinna vel og mæla ekki æðru. Jónas Rafnar var maður tryggur í lund og ákaflega hlýr. Hann var orðheldinn og fastlyndur. Hann fór ekki að hrossakaupum, en samn- ingamaður góður, þegar þess þurfti, fundvís á færar leiðir og viðunandi úrræði, gæddur miklum diplómat- ískum hæfíleikum, og reyndist mönnum svo, að hafði traust þeirra. Hann reifst aldrei né skammaðist, en rökræddi af háttvísi, raunar meiri rithöfundur en ræðuskörung- ur. Barátta hans var ekki barátt- unnar vegna, ekki leikur eða íþrótt, heldur aðferð til að koma góðum málum fram og fólki til liðsemdar. Honum varð í mörgum málum mjög vel ágengt. Hann vann oft stóra sigra, og þá sjaldan hann féll, hélt hann þó velli eins og Bijánn kon- ungur. Hann var hvorki valdgráð- ugur né metorðagjam, en lagði sig allan fram um farsællega lausn þeirra mála sem honum var til trú- að, og þau vora mörg. Hann átti stóran hóp fylgismanna, og fáum foringjum hef ég fylgt ánægðari og þakklátari. Jónas Rafnar var eðliskurteis og einkar geðfelldur í viðkynningu. Hann hafði hveiju sinni hreinan skjöld, var vammlaus og vítalaus á máli Hórasar og Gríms. Slíkra manna er gott að minnast að leiðar- lokum þeirra hér. Slíkir menn lifa í þakklátri minningu þeirra sem kynntust þeim og þá auðvitað helst og mest í minningu ástvina sinna. Mér verður hugsað til glæsileika og mannkosta þeirra Aðalheiðar og Jónasar. Jónas Rafnar var maður ræktar- samur og trölltryggur, ákaflega mikill Eyfírðingur. Það fipaði hann þó engan veginn í að vinna að stór- málum sem komu öllum íslending- um að gagni. Þótt hann hverfí af sjónarsviði okkar, lifír hann áfram á sinn hátt í vitund okkar, og í sögunni af verkum sínum, og í niðj- um sínum ágætum. Það hlýtur að vera gott að sofna burt óhrörnaður, með góða sam- visku, og hafa hvers manns virð- ingu, og þökk og góðvilja óteljandi manna. Gísli Jónsson. Allört tekur nú að grisjast skógur gamalla vina og samferðamanna og örar með hveiju árinu, eins og ef til vill er við að búast, eftir því sem aldursárunum fjölgar. Nú síð- ast féll sá meiður, er staðið hefír af sér margan storminn um ævina, keikur, limfagur og laufskrúðugur, þótt staðið hafí áveðurs lengst af, - styrkur og stæltur stofn í vind- gnauði stjórnmála- og félagslífs. Hjartahlýr drengskaparmaður, Jón- as G. Rafnar, er horfinn af sviðinu, en lætur eftir fagra minningu í^- hugum vina sinna. Kynni okkar hófust á æskuárum beggja. Jónas læknir, faðir hans, stundaði mig kirtlaveikan og rúm- lægan sjö vetra snáða heilan vetur, kom til mín tvisvar í viku framan úr Kristnesi, hveiju sem viðraði, og taldi í okkur kjark og bjartsýni, sagði okkur sögur af skrýtnum körlum og kerlingum og fór með margan skemmtilegan fróðleik. Þegar hann var spurður um vorið, eftir að kirtlakranginn tók að hress- ast, hvað foreldrar mínir skulduðu honum, var svarið hálffeimnislegt: „Ætli það séu ekki einar átta krón- ur.“ Þessar sjúkravitjanir leiddu til góðra kynna og ævilangrar vináttu milli heimilanna. Þegar þeir synir Jónasar læknis og Ingibjargar voru orðnir nemendur í Menntaskólanum á Akureyri og vantaði hentugt hús- næði í kaupstaðnum, var það for- eldram mínum mikil gleði að geta launað að nokkru gamlar velgjörðir með því að hýsa þá bræður, Jónas og Bjarna. Þeir voru afburða kapp- samir og reglusamir við námið, vandvirkir og skylduræknir. Þessir eiginleikar, sem þeir tömdu sér ungir, entust þeim og dugðu vel síðar í vandasömum ævistörfum. Þeir voru bekkjarbræður og miklir og nánir félagar, þó að þeir væru ekki að öllu líkir að skapgerð, Bjarni kátur og léttur í skapi, en Jónas Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla HS. HELGASON HF STEINSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.