Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ JONAS G. RAFNAR öllu hæglátari og stillilegri, þó að hann gæti líka verið gamansamur. Báðir voru ljúfmannlegir í um- gengni, elskulegir í viðkynningu og traustir í reynd. Stundum áttu þeir til að hvíla sig á lestrinum með því að taka eina bröndótta, enda ungum piltum heilsufarsleg nauðsyn að neyta lík- amlegra krafta og svitna við átök endrum og sinnum, þegar setið var yfír námsbókum frá morgni til kvölds. Þegar móður minni þótti orðið nóg um harkið, birtist hún stundum í herbergisdyrunum með epli eða appelsínu, og datt þá allt í dúnalogn, piltar struku svitann af enninu, blésu mæðinni og hlógu dátt. Svo var tekið til við latínuna aftur af endumýjuðum krafti. Jónas hringdi til okkar hjóna nú um jólaleytið og rifjaði þá upp ýmsar minningar frá þessum árum. Þar á meðal minntist hann á þessa snjöllu friðargæslu móður minnar og lét í ljós þá von, að jafn vel mætti takast sáttaviðleitni friðar- afla nú á dögum milli stétta og þjóða. Hér var þó ólíku saman að jafna, annars vegar hagsmunatog- streitu eða aldalangri óvild, en í dæmi þeirra bræðra einungis eðli- legri áreynsluþörf æskumanna í leik og sönnu bróðemi. - Þetta var í síðasta sinn, sem orð fóru á milli okkar og Jónasar. Jónas hélt jafnan tryggð og vin- áttu við foreldra mína, sýndi þeim sonarlega góðvild og ræktarsemi í smáu og stóm og kvaddi þau við leiðarlok með fögmm og hlýlegum eftirmælum. Allt þetta er mér nú ljúft að þakka. Aðalheiður og Jónas höfðu átt heima hér á Akureyri í eitt ár, þeg- ar við Ellen settumst hér að. Tók- ust þá fljótlega ný kynni með fjöl- skyldunum, og konur okkar voru r^aman í saumaklúbbi í mörg ár. í honum vora flestar konumar að- fluttar til Akureyrar, þeirra á með- al Bergljót, kona Bjama. En þar kom, að þau Jónas og Aðalheiður fluttust búferlum til Reykjavíkur. Eftir það fór fundum fækkandi. En vináttan hélst hin sama milli okkar, og alltaf var gott að hittast og rifja upp liðna daga. Nú, þegar vegir skilja um sinn, skulu Jónasi G. Rafnar þökkuð góð kynni og löng vinátta, um leið og við Ellen sendum Aðalheiði, dætmm þeirra Jónasar og fjölskyldum þeirra svo og Bjama og Bergljótu hjartanlegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Sverrir Pálsson. Vinur minn Jónas G. Rafnar er allur. Hann kvaddi þennan heim hægt og hljótt. Dagsverkinu er lok- ið og þá gengið til náða. Við fráfall Jónasar G. Rafnar hverfur hugur minn aftur í tímann til haustkosninganna 1949. Ungur glæsilegur lögfræðingur var kosinn alþingismaður Akureyrar. Að vísu mun það ekki hafa komið þeim sem best þekktu á óvart, svo sterkar vom þær rætur sem Jónas var sprottinn af. Á vettvangi ungra sjálfstæðis- manna kynntist ég síðan hinum unga alþingismanni og enn betur eftir að við urðum samstarfsmenn á Alþingi. Náið samstarf okkar þar leiddi til vináttu okkar og mátti ég þá margt af Jónasi læra, sem ég er þakklátur fyrir. ERFIDRYKKJUR J I _ I Krossar TTT áleiði I vioaHit og máloSir Mismunanai mynslur, vönduð vinna. Slml 91-35929 og 35735 Jónas G. Rafnar var traustur og heilsteyptur maður. Hann var ósér- hlífínn og ávallt fús til að leysa aðsteðjandi vandamál. Honum vom líka falin fjölmörg og erfíð verkefni sem hann skilaði af sér af vand- virkni og samviskusemi. En vinur minn Jónas var ekki einn frekar en við hinir. Með honum stóð sem traustasti ráðgjafínn elskuleg eiginkona hans, Aðalheið- ur Bjamadóttir hjúkmnarkona, og kunni hann það vel að meta. í vinahópi Jónasar verður hans saknað. Ég kveð hann með þakk- læti og bið honum blessunar Guðs. Aðalheiði og fjölskyldu þeirra send- um við Sigrún samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Með Jónasi G. Rafnar er fallinn frá einn þeirra manna sem ég hef mest metið á lífsleiðinni. í ár era liðnir sex tugir ára frá því að leið- ir okkar lágu saman. Það gerðist í 2. bekk Menntaskólans á Akur- eyri. Við vomm átta nemendur í húsnæði og fæði hjá heiðurskon- unni Rannveigu Bjamadóttur sem lengi stundaði greiðasölu og hótel- rekstur við góðan orðstír og þá á Eyrarlandsvegi skammt frá skólan- um. Húsnæðið þætti okkur ekki nú til dags láta mikið yfír sér, fjög- ur smáherbergi undir súð. Þröngt var því setinn bekkurinn. En liðið var einvala og það fór vel um okk- ur. Þessi litla heimavist laut sínum lögmálum. Námsskyldurnar vora hafðar í heiðri en tilveran var miklu meira. Áhugamálin vom um flest sem á mannshugann leitar. Sér- staklega var þjóðmálaumræðan áleitin. Það vom ekki endilega dægurmálin heldur miklu fremur gmndvallarstefnur í stjórnmálum, kenningar og heimspekilegar hug- myndir. Ræður að líkum að hark og háreisti vildi oft fylgja umræð- unni því að skoðanir voru allajafnan jafn margar og tala viðstaddra. En ekki gekk þetta lengra en svo að menn vom í húsum hæfír. Samt sem áður þótti okkur Jónasi vissara að setja reglur um hegðun manna í þessu samfélagi okkar. Og enn á ég í fómm mínum þessa lagasmíð með formlegri undirskrift okkar beggja. Þannig tengdumst við Jónas strax sérstökum böndum. Og það leið ekki á löngu þar til hann tók mig með þeim Bjarna bróður sínum fram að Kristnesi í heimsókn yfír helgi. Mér þótti áhrifaríkt að sjá híbýli og heimilisbrag yfírlæknisins Jónasar Rafnar og konu hans Ingi- bjargar Bjarnadóttur þar sem og brá fyrir lítilli dömu, Þórunni dótt- urinni á heimilinu. Hefír mér alltaf fundist að sonurinn Jónas hafí dregið mikinn dám af föðurhúsum svo sem nærri má geta. Þessi fyrstu kynni okkar Jónasar leiddu til vináttu sem staðið hefur alla tíð síðan. Margt hefír drifið á dagana og samskipti okkar verið með margvíslegum hætti í blíðu og stríðu. En aldrei hefír neitt hent sem veikt hefír þau bönd sem í upphafí vom knýtt. Þau hafa þvert á móti styrkst með hverju árinu. Það átti fyrir okkur að liggja að hafa náið samstarf um langt skeið þegar við áttum báðir setu á Al- þingi og voram báðir starfsmenn flokks okkar. Þá fylgdist ég náið með störfum Jónasar sem alþingis- manns og sambandi hans og sam- skiptum við kjördæmi sitt og kjós- endur. Honum var eðlilegt að um- gangast fólk. Meðfædd ljúf- mennska og háttprýði greiddi hon- um leiðina að hug og hjarta. Hann vildi hvers manns vanda leysa og án tillits til flokksmerkinga ef svo bar undir. Hann vann sér traust og trúnað með skeleggri málafylgju og forusta hans í stjórnmálabarátt- unni var óbrigðul. Það gat ekki farið hjá því að slíkt látbragð bæri ávöxt. Og árangurinn sýndi sig í öflugu kjörfylgi Sjálfstæðisflokks- ins á Akureyri og síðan í Norður- landskjördæmi eystra þar sem MINNINGAR hann var í traustri samvinnu við Magnús frá Mel. Á Alþingi, þar sem hann sat á þriðja áratug, var Jónas alla tíð í fremstu röð þingmanna. Kom þar til víðtæk þekking hans á þeim mörgu málefnum sem hann lét til sín taka ásamt gjörhygli og dóm- greind sem hann var ríkulega gæddur. Framgangan bar vott um höfðingsskap og reisn og ekki síst þegar hann sat í forsetastóli. Ræðustíll has var ekki haldinn til- burðum til áreitni og bægslagangs. Hann setti fram mál sitt vafninga- laust skýrt og skorinort og hélt sig við aðalatriði. Það var hlustað á hann og tekið mark á honum. Þess vegna var hann áhrifamikill þing- maður. Hann sá oft leiðir til úr- lausnar í erfíðum vandamálum sem aðrir komu ekki auga á. Hann var maður sátta og málamiðlunar þar sem því varð komið við. Samt var hann enginn veifískati. Þegar hann hafði að vandlega athuguðu máli komist að niðurstöðu gat hann haldið fast við skoðun sína og bar- ist fyrir henni af djörfung hver sem í hlut átti. Hann gat átt mótstöðu- menn en fjandmenn átti hann ekki. Hin eðlilega háttprýði naut sín á Alþingi sem í öðmm störfum hans. Þegar Jónas var á miðjum aldri var hann til þess kvaddur að tak- ast á hendur starf sem þurfti að vanda sérstaklega til. Hann hætti þingmennsku og gerðist banka- stjóri Útvegsbanka Islands. Það var ekki vandalaust að stýra þeirri bankastofnun um þær mundir. En meðan Jónasar naut þar við sýndu sig í verki þeir hæfileikar og kostir sem hann voru svo ríkulega búnir. Svo var raunar hvar sem Jónas kom við sögu. Á langri ævi hlóðust á hann margs konar ábyrðgarstörf. Hann átti sæti í mörgum stjórnum, ráðum og nefndum. Samt var hann ekki haldinn neinni söfnunargleði fyrir slíkum stöðum og vegtyllum. En hann einfaldlega naut þess trausts að þetta varð ekki umflúið. Nú þegar Jónas G. Rafnar er allur er margt sem leitar á hug- ann. Það leið aldrei langur tími svo að við ræddum ekki saman og síð- ast tveim dögum áður en hann andaðist. Við ræddum þá eins og svo oft áður um landsins gagn og nauðsynjar, lífið og tilveruna, bæk- ur og menn. Hann var fróður vel og víðlesinn. Og þegar alvömgefnin var ívafin næmu skopskyni hans og kímni var gaman að lifa. Að leiðarlokum hef ég vini mín- um mikið að þakka. Það er nú skarð fyrir skildi. Ég sakna vinfesti og drengskapar sem aldrei brást. En mest hefir að sakna Aðalheiður hin mikilhæfa eiginkona og dætumar þrjár, Hálldóra, Ingibjörg og Ásdís. Þeim og fjölskyldunni allri er vottuð dýpsta samúð. Þorv. Garðar Kristjánsson. Góðs manns er að minnast, þegar Jónas G. Rafnar er allur. Hann átti jafnan vinsældum að fagna vegna mannkosta sinna. Ekkl áttum við Jónas pólitíska samleið í þeim skilningi, að við fyllt- um sama stjómmálaflokk né heldur að við væmm nokkm sinni sam- starfsmenn í ríkisstjórn eða um rík- isstjórn meðan við vorum samtímis virkir í pólitík, það var nú eitthvað annað. Hins vegar áttum við á þann hátt samleið í stjómmálum, að við vomm samþingsmenn í Norður- landskjördæmi eystra um tíu ára skeið, 1961-1971, eða þar til Jónas hætti þingmennsku. Við vorum póli- tískir andstæðingar, fulltrúar önd- verðra fylkinga í sama kjördæmi og gerði hvorugur gælur við flokk hins. Þrátt fyrir það vomm við sam- verkamenn sem þingmenn kjör- dæmisins og hlutum að eiga marg- vísleg samskipti um kjördæmismál auk annarra samskipta sem verða með alþingismönnum og oftar en ekki leiða til góðra kynna. Þegar ég horfí um öxl og virði fyrir mér sem í sjónhending ein- staklinga í hópi samferðamanna á genginni ævileið, sé ég Jónas Rafn- ar fyrir mér sem einn hinna ágæt- ustu manna í samstarfí og viðkynn- ingu. Honum var margt það gefíð, sem leiðir til góðs nábýlis, enda réttsýnn og laus við smámunasemi, en umfram allt hreinlyndur. Þessir mannkostir vom meginstyrkur hans sem sá vinsæli forystumaður Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri sem hann var um langt skeið, þótt ætt hans og uppruni, sjálf feðrafrægðin, stuðlaði einnig að mannheill hans. En eins og Jónas brást ekki trausti pólitískra stuðningsmanna sinna og stæði þannig undir vinsældum, hygg ég að mörgum pólitískum andstæðingi hans á þeirri tíð fari sem mér að minnast hans fyrir heilindin og virða hann fyrir það að hafa verið svo heppinn í mála- fylgju sem hann var án þess að þurfa nokkru sinni á marglofaðri stjórnmálaslægð að halda, hvað þá fyrirferð stóryrðanna, sem ýmsum nýtist til fræðgar eða drýgja aðrar ámóta dáðir þingskömnganna. Þrátt fyrir vinsældir sínar í kjör- dæminu og það traust sem hann hafði áunnið sér sem alþingismað- ur, ákvað Jónas að hætta þing- mennsku árið 1971, enda hafði hann þá tekið við bankastjórastarfi í Reykjavík og valdi þá milli starfa. Mörgum kom þessi ráðabreytni á óvart, en vafalaust hafa þar ráðið ástæður, sem hann hefur talið nokkm varða fyrir sig og ekki er annarra að meta. Eftir það skildi leiðir með okkur Jónasi frá því sem verið hafði, enda starfsvettvangur ólíkur úr því. En fyrir hin fornu kynni okkar vil ég þakka, þau vom góð. Við Olöf Auður sendum frú Aðal- heiði Rafnar og fjölskyldu hennar hugheila samúðarkveðju. Ingvar Gíslason. Góður vinur er horfínn yfír móð- una miklu. Jónas Rafnar, lögfræð- ingur, fv. alþingismaður og banka- stjóri, lést á heimili sínu sunnu- dagskvöldið 12. febrúar á sjötug- asta og fímmta aldursári. Þótt Jón- as hafí átt við hjartasjúkdóm að stríða undanfarin ár, sjúkdóm sem fyrirvaralaust leggur menn að velli, kom kallið óvænt. Það var snemma árs 1975 sem leiðir okkar Jónasar lágu fyrst sam- an. Jónas var þá bankastjóri Út- vegsbanka íslands en ég nýráðinn útibússtjóri útibús bankans í Vest- mannaeyjum. Uppbygging Eyj- anna var nýhafin, eftir eyðilegg- ingu jarðeldanna þar og mikið reyndi á þátttöku Utvegsbankans í henni. Staða bankans var ekki sterk og reyndi því mikið á banka- stjómina í þessu erfíða hlutskipti hans. Þótt þáttur Viðlagasjóðs, sem varð til við þessar hörmungar, væri vissulega þýðingarmikill hefur það jafnan gleymst hve stóran þátt Útvegsbankinn átti í því að at- hafnalífíð komst aftur fljótt af stað og þar með mannlíf á staðnum. Sagan mun síðar verða til vitnis um þetta, en því miður varð þetta þungur baggi fyrir bankann sem ef til vill varð m.a. örlagavaldur hans 1986. Það er til merkis um hvern innri mann Jónas hafði að geyma, að á þessum árum hringdi hann reglu- lega í mig til að stappa í mig stál- inu. Ég var 28 ára gamall þegar ég tók við þessu stærsta útibúi bankans og Jónas skildi vel þá erfiðleika sem við var að glíma. Hann var sjálfur sjóaður í ólgusjó lífsins eftir langa veru í stjórnmála- baráttunni og í bankanum og vildi miðla mér af þekkingu 'sinni og sýna mér, ungum manninum, að hann treysti mér fyrir þessari starf- semi bankans. Hann fræddi mig um daglega stöðu bankans, benti mér á leiðir til að leysa mál og fyllti mig baráttuanda. Hann hafði sjálfur hafíð þingferil sinn ungur að árum og skildi því vel þýðingu þess, að yngri menn gætu leitað í smiðju þeirra sem eldri voru og reynsluna höfðu. Síðar, þegar ég tók við stöðu bankastjóra bankans, unnum við Jónas saman um hálfs annars árs skeið eða þar til hann lét af störfum og fór á eftirlaun. Jónas Rafnar var seintekinn maður. Fyrir ókunnuga virkaði yfírborðið á tíðum hijúft, en við nánari kynni kom í ljós að undir yfirborðinu sló heitt og tilfinninga- ríkt hjarta. Jónas var í eðli sínu hlédrægur og hógvær maður og ég held, að það erfíða starf sem hann gegndi sem bankastjóri, hafí oft og tíðum átþ illa við þennan góða vin minn. Án þess að hafa nokkurn tímann spurt hann að því hafði ég stundum á tilfínningunni að þetta starf hafi einfaldlega ekki verið það sem hann hefði óskað sér. Hið hrjúfa yfírborð hafí því verið sú vörn sem hann í gegnum tíðina myndaði til að standast það álag sem á honum lá oft og tíðum. Hann var mikill drengskaparmað- ur, orðheldinn, víðsýnn og með trausta dómgreind. Hann var mað- ur sátta og þegar deilt var leið Jónasi aldrei vel fyrr en niðurstaða fékkst sem allir gátu sætt sig við. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Útvegsbankans og honum rannu til riíja þeir erfíðleikar sem bankinn átti við að stríða þá rösk- lega tvo áratugi sem hann stjórn- aði honum. Eftir að Jónas lét af störfum sem bankastjóri héldum við áfram góðu sambandi. Við ræddum gjarnan stöðu þjóðfélagsmála líðandi stund- ar og aldrei kom ég að tómum kofanum hjá Jónasi. Þótt hann hefði látið af störfum fylgdist hann vel með og hafði sín áhrif með góðum og heilbrigðum ráðlegging- um þótt lítið hafi á því borið. Síðar á lífsleiðinni treystust bönd okkar Jónasar enn frekar með fjölskyldu- tengslum, þegar dóttir mín og dótt- ursonur hans gengu í hjónaband. Þá kynntist ég fleiri hliðum á Jón- asi, en ég hafði áður þekkt og kom þá í ljós hin mikla barngæska hans og umhyggja fyrir fjölskyldunni. Þau hjón, hann og eiginkona hans, Aðalheiður, bám hin ungu hjón og unga dóttur þeirra á höndum sér, þegar þau hófu búskap undir vemdarvæng þeirra í húsi þeirra á Háteigsvegi. Að leiðarlokum þakka ég þessum vini samvem okkar í þessu lífi. Á vinskap okkar bar aldrei skugga. Ég var þiggjandi en hann veitandi. Þótt aldursmunur væri töluverður á okkur og hann miðlaði af reynslu lífsins var hógværð Jónasar slík að aldrei hafði ég á tilfinningunni annað en að þar ræddust við jafn- ingjar þegar við ræddum saman. í gegnum tíðina hef ég átt því láni að fagna, að meðal traustustu vina minna eru menn mér töluvert eldri, menn sem þess vegna gætu verið feður mínir, menn með ómetanlega reynslu lífsins að miðla. Einn slíkur er nú horfinn til hins eilífa aust- urs. Ég óska honum velfarnaðar á þeim leiðum sem hann á ófarnar. Elsku Aðalheiður. Við Steinunn sendum þér og fjölskyldu þinni inni- legar samúðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Halldór Guðbjarnason. Jónas G. Rafnar frændi minn varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 13. febr- úar sl. Hann sofnaði inn í eilífðina en einmitt þannig hafði hann sjálfur vonast til að fá að skilja við þennan heim þegar þar að kæmi. Síðastlið- ið haust fékk Jónas tvívegis að- kenningu að hjartaslagi þannig að honum og aðstandendum hans var ljóst að kallið gæti komið hvenær sem var. Þegar pabbi hringdi til mín til Helsinki og sagði mér frá andláti Jónasar varð mér fyrst af öllu hugs- að til þess hversu náin vinátta var milli þeirra frændanna alla tíð. í raun fannst mér þeir oft vera sem bræður. Sem drengur dvaldi pabbi langdvölum í Kristnesi hjá fjöl- skyldu Jónasar og síðar unnu þeir m.a. saman að bókaútgáfu í nokkur ár og gáfu m.a. út síðustu útgáfuna af íslenskum þjóðháttum auk ann- arra verka eftir afa sinn, Jónas frá Hrafnagili. Hin síðari ár töluðu þeir saman í síma nær daglega og var þá fjölskyldan oftar en ekki helsta umræðuefnið, en einmitt ættrækni Jónasar var einkennandi fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.