Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 43

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 43 Því var það einstaklega ánægjulegt að fjölskyldan hittist öll á 'ættar- móti á milli jóla og nýárs en það hafði lengi verið mikið áhugamál Jónasar. Jónas bar ekki aðeins hag fjöl- skyldunnar fyrir bijósti því hann aðstoðaði einnig fjölda fólks sem af einhveijum ástæðum mátti sín minna í þjóðfélaginu. Margir í þeim hópi voru gamlir berklasjúklingar frá Kristnesi, bemskuheimili Jónas- ar, þar sem faðir hans, Jónas, var yfírlæknir. Aldrei hafði Jónas þörf fyrir að láta bera á sér á nokkum hátt. Hann vann þeim mun betur á bak við tjöldin bæði í einkalífínu og í störfum sínum, ekki síst á stjórn- málasviðinu, þar sem hann var þingmaður um árabil fyrir Norður- land eystra. Þar naut hann sín sem mannasættir og svo umtalsgóður var hann um aðra menn að hann hallmælti aldrei nokkurri mann- eskju. Okunnugum gæti hafa virst Jón- as þungur og lokaður persónuleiki en undir niðri var hann hlý og við- kvæm manneskja sem þoldi illa óréttlæti og ósanngimi. Eg minnist margra góðra stunda þegar Jónas, Alla og stelpumar komu sem öftar að norðan en þar bjuggu þau í mörg ár þar til þau fluttu alfarið til Reykjavíkur. Sem unglingur dvaldi ég eitt sinn hjá þeim hjónum að sumarlagi. Það var skemmtilegur tími. Við Dóra frænka vomm á besta aldri og not- uðum hvert tækifæri til að njóta lífsins sem Aðalheiður húsfreyja hafði góðan skilning á. Þetta sumar vann ég hjá Flugfélagi íslands og stóð starfsfólkinu til boða dagsferð til Grænlands. Jónas þvertók fyrir að ég færi með enda taldi hann ferðina mesta glapræði. Ég reyndi að sýna fram á hversu áhugaverð ferðin yrði en hann hélt fast við þá meiningu sína að til Grænlands færi ég alls ekki. Á síðustu stundu féllst hann þó á að ég færi í ferðina en þó með semingi. Þannig var Jón- as, varkár, fastur fyrir og flanaði aldrei að neinu. Jónas G. Rafnar frændi minn var óvenju glæsilegur maður, fríður sýnum og virðulegur. Það sem mér fannst þó mest um vert var hans innri maður, sem olli því að mér og fjölskyldu minni allri þótti vænt um hann. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar senda Öllu, Dóm, Imbu, Addý og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning frænda míns. Ásthildur S. Rafnar. Með Jónasi G. Rafnar er genginn tryggur og einlægur ijölskylduvin- ur. Móðir mín, Aðalheiður Sæ- mundsdóttir, lézt snemma árs 1946, en rúmum tveimur ámm seinna gekk faðir minn, Símon Jóh. Ág- ústsson, að eiga Steinunni Bjarna- dóttur. Hún var yngst ellefu bama sr. Bjama Pálssonar, prófasts í Steinnesi, og konu hans, Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur. Steinunn var aðeins tólf ára þegar faðir hennar andaðist árið 1922, en móðir henn- ar, Ingibjörg, lézt sex árum áður. Þá fór Steinunn til Ingibjargar syst- ur sinnar, sem var gift Jónasi Rafn- ar, lækni á Akureyri, síðar yfir- lækni í Kristnesi. Hjá þeim var hún næstu þijú ár, og sótti gagnfræða- skóla á Akureyri, allt til þess er hún fór til náms við Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1925. Börn Jónasar og Ingibjargar, Jónas Gunnar, sem nú er kvaddur, Bjami, yfírlæknir á Akureyri, og Þórunn, kona Ingimars Einarsson- ar, lögfræðings, vom Steinunni, stjúpmóður minni sem yngri systk- in. Einkar kært var með Steinunni og Þómnni, sem lézt langt um ald- ur fram fyrir rúmum tuttugu árum. Steinunn gekk mér og Hákoni heitnum bróður minum í móður stað, svo að eftir var tekið og að var dáðst. Með hjónabandi föður míns og stjúpu hófust eftirminnileg kynni mín af Steinnesingum. Eftir að Jónas G. Rafnar var kjörinn al- þingismaður 1949 var hann tíður MINNINGAR gestur á heimili okkar. Þó að faðir minn og ég væmm ekki ævinlega sammála Jónasi í stjórnmálum, skyggðu ólík viðhorf aldrei á trausta vináttu. Jónas G. Rafnar var kjörinn þing- maður Akureyrar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum 1949 með rúmlega tvö hundruð atkvæða mun fram yfir frambjóðanda Framsókn- arflokksins. Þar naut Jónas án efa vinsælda föður síns, sem var dáður fyrir farsæl læknisstörf. Fram eftir fímmta áratugnum fór gengi Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri þverr- andi. Bilið milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnkaði úr tæpum tvö hundmð atkvæðum í rúmlega eitt hundrað frá 1942 til 1946. í bæjarstjórnarkosningunum 1946 skauzt Sósíalistaflokkurinn upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Framsóknarflokkurinn kom þá fast á hæla Sjálfstæðisflokksins. Jónas G. Rafnar hlaut glæsilegt endurkjör 1953, en 1956 féll hann fyrir fram- bjóðanda Hræðslubandalagsins, hinu vinsæla og virta yfirvaldi Frið- jóni Skarphéðinssyni, með aðeins 17 atkvæða mun. Komu þau kosn- ingaúrslit fleirum á óvart en Jón- asi, en eftir á að hyggja hafði Jón- as að sumu leyti gott af því að falla þessu sinni. Jónas endurheimti þingsæti sitt í sumarkosningunum 1959, og eftir kjördæmabreyting- una þá um haustið sat hann á þingi fyrir Norðurlandskjördæmi eystra til ársins 1971, en þá leitaði hann ekki endurkjörs. Jónas tilheyrði nýrri kynslóð stjómmálamanna, þeirra sem höfðu þau störf að atvinnu. Ólíkt mörgum stjómmálamönnum af eldri kynslóð var Jónas jafnan mjög priíðmann- legur í málflutningi, en þó ævinlega fastur fyrir. Á Alþingi sýndi Jónas málefnum iðnaðar og nýrra at- vinnugreina sérstakan áhuga og sýndi þar meiri framsýni en margir fyrirgreiðslupólitíkusar nútímans. Jónas var skemmtileg blanda af íhaldsmanni af gamla skólanum, sem sumir kalla heilbrigða og heið- arlega íhaldsmenn, og borgaraleg- um líberal, en þeir viðurkenna og vemda hið bezta úr velferðarkerf- inu. Síðamefnda tegundin hefur reyndar verið í nokkurri útrýming- arhættu á undanförnum árum. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins var jafnan náin vinátta með Jónasi og Magnúsi Jónssyni frá Mel, en einn- ig með honum og Jóhanni Hafstein. Davíð Oddsson skýrir svo frá í ævisögu Geirs Hallgrímssonar, sem birtist í Andvara á nýliðnu ári, að Bjami Benediktsson hefði sótt það fast að Geir Hallgrímsson yrði vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar Gunnar Thoroddsen lét af því starfi árið 1965, þó að Geir væri þá ekki alþingismaður. Því fór þó fjarri, að Geir sæktist eftir varafor- mennskunni. í bókinni Valdatafl í Valhöll eftir Anders Hansen og Hrein Loftsson, þar sem saga þessi er einnig rakin, segir að Jóhann hefði fallizt á þessa tilhögun. Ráða- gerð Bjama vakti þó lítinn fögnuð margra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem töldu næsta sjálfsagt að Jóhann Hafstein yrði varafor- maður. Meðal þeirra' var Jónas G. Rafnar, og komu nokkrir vinir og samheijar Jóhanns saman á heimili Jónasar til viðræðna. Að lokum skipuðust mál svo, að Jóhann varð varaformaður flokksins. Engum sögum fer af því, að Bjarni eða Geir hafi nokkru sinni erft þetta við Jónas og félaga hans, en aug- ljóst er, að á þessum velgengnistím- um Sjálfstæðisflokksins og við- reisnarstjómarinnar var engum heiglum hent að andæfa vilja Bjama Benediktssonar, hvað þá heldur að hafa betur, þegar upp væri staðið. Þessi frásögn gefur til kynna jafnt þá virðingu sem Jónas G. Rafnar naut innan Sjálfstæðis- flokksins, en ekki síður tryggð og hollustu Jónasar við Jóhann. Ég hygg að Jónas og Jóhann hafi ver- ið líkir um margt. Jónas G. Rafnar var mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann og Aðalheiður kona hans eignuðust fjórar daelur. Ingibjörg, næstelzta dóttir þeirra, dó í bernsku, tæplega átta mánaða. Ég veit, að lát hennar var Jónasi og Aðalheiði þungt högg, þó að lítt væri um talað. Eftirlif- andi dætur þeirra, ^Halldóra, Ingi- björg Þómnn og Ásdís, eru allar kunnar af störfum sínum. Þær em farsællega giftar og eiga mannvæn- leg börn. Einkar kært var með Jón- asi og elzta dóttursyninum, Jónasi Friðriki Jónssyni. Samband þeirra nafnanna var óvenjulega náið, hlýtt og fallegt. Jónasi svipaði mjög til móðurætt- ar sinnar, einkum móðurbræðra, í útliti og skaphöfn. Hann hafði fág- aða framkomu að hætti Steinnes- inga, en ókunnugir áttu til að telja hann mjög formfastan og jafnvel þurran á manninn. Hin síðustu ár var Jónas óumdeildur ættarhöfðingi Steinnesinga, hvort sem litið var til aldurs eða virðingar. Á kveðjustund er mér efst í huga sú órofatryggð sem Jónas sýndi föður mínum og stjúpu _er heilsu þeirra tók að hnigna. Ég þakka kynni mín af Jónasi og mun ævin- lega minnast vinfestu hans og rækt- arsemi. Baldur Símonarson. Jónas var ungur kallaður til áhrifastarfa í stjórnmálum og sat m.a. á Alþingi yfir 20 ár. Jónas barst ekki mikið á í pólitisku lífi en vann málin í kyrrþey og fann farsælar lausnir. Ekki veit ég gjörla hvort hann var talinn mælskur maður en hann sagði það sem þurfti. Jónas var orðvar og hlýr maniiasættir, frændrækinn og trúr vinum sínum. Margir leituðu því til hans og hann axlaði þá ábyrgð. Honum nægði ekki ákvörðunin heldur framkvæmdi hana. Hann naut því lýðhylli þó að hann eltist ekki við hana. Jónas var óvenju rit- fær eins og hann átti ættir til. Eftir að hann lét af þingsetu að eigin ósk gegndi hann bankastjóra- stöðu við Utvegsbankann um langt skeið. Jónas kvæntist vænstu konu Aðalheiði Rafnar og átti farsæla fjölskyldu. Hann vissi að hamingjan er heima fengin og sá vel um fjöl- skyldu sína enda farnaðist öllum börnum þeirra hjóna mjög vel. Lífsbaráttan er oft hörð hér á landi og að mörgu leyti óvægnari en með fjölmennari þjóðum. Fá- menninu og nálægðinni fylgir að t.d. meintar ávirðingar berast með fréttaþyrstum ijölmiðlum lands- horna á milli á einni kvöldstund. Sönnuð eða ósönnuð ásökun skiptir engu máli. Engin grið eru gefín. Margir heiðursmenn eru rændir ærunni á örskotsstundu. Ásamt öðrum lenti Jónas í þvílíkum hremmingum. Hann tók þeim með stillingu, sem aðeins sá siðmenntaði og réttvísi býr yfir. Róginum er nægilegt til stundarsigurs að hinir ærukæru hafist ekkert að. Að lok- um skýrðust þó málin. Stóryrðin og ásakanirnar urðu að smælki í munni smámenna. Jónas og aðrir stóðu eftir beinir í baki. En þó sigr- ast sé á grimmum örlögunum bera sál og líkami þess merki. Jónas G. Rafnar er allur. Bestu kveðjur til Aðalheiðar og nánustu aðstand- enda. Ólafur Ólafsson. Kær vinur og velunnari, Jónas G. Rafnar lögfræðingur, fyrrver- andi alþingismaður og bankastjóri, lézt skyndilega í svefni á heimili sinu hinn 12. þm. og bárust mér fréttir af því daginn eftir. Hann hafði fengið sér eftirmiðdagsblund, og vaknaði ekki af honum aftur til þessa lífs. Þegar maður, sem er manni kær, kveður þetta lífssvið skyndi- lega, fer ekki hjá að ýmsar alvar- legri hugsanir bæri á sér innra með manni. Spurningar vakna. Hvaðan komum við, hvert förum við? Til hvers eru við hér í þessum heimi? Hvað eru verðmæti lífsins hér, og hvað glys og innantómur hégómi, sem ekkert skilur eftir? Skiptir það máli hvernig maður lifír, hvernig framkoman er við aðra menn? Hvað er gott líf? Er það kærleiksríkt líf, og hvað er kærleikur í raun? Ef kærleikurinn, sem enginn maður getur komist hjá að finna í eigin eðli, er til, hvaðan kemur hann þá? Er hann aðeins afleiðing af efna- skiptum í líkama mannsins eða er einhver, sem hefur skapað hann og viðheldur honum, svo að til verði göfugt og gott líf, gott líf fyrir heiminn og mennina umhverfís mann? Og hvar er hamingjan? Er hún fólgin í að þjóna sjálfum sér blint eða er markmið allra mark- miða að þjóna öðrum? Segir ekki Meistarinn frá Nazaret, að maður- inn eigi að elska náungann eins og sjálfan sig? Hvað merkir það í raun- veruleikanum? Er ekki lykill ham- ingjunnar fólginn í að kunna skil á því? Ýmsar spumingar af þessu tagi eru í raun vakandi hið innra hjá hugsandi mönnum öllum stundum. Það er hugsanlega grundvöllur að vönduðu lífí, lífi þar sem maðurinn hugar að hverju spori, til að varast það sem er rangt, og gæta réttlæt- is gagnvart öllu umhverfis sig, — og hafa um leið auga á hlutum í hinu hversdagslega, sem hafa ei- lífðargildi. — Að lifa þannig er ekki vandalaust. Það krefst festu og skynsemi, að rasa ekki að hlutunum, heldur hyggja náið að eigin hugsun og hátterni, sem get- ur haft afdrifarikar afleiðingar fyr- ir aðra menn. Menn verða þannig ábyrgir og láta ekki hverfulleika hins daglega hagga ró sinni og stefnuföstum lífsviðhorfum. Þeir, sem þannig lifa, lifa ekki sjálfum sér eingöngu, heldur hafa velferð náungans lika fyrir augum. Kynni mín við Jónas G. Rafnar vom ekki löng, aðeins um áratug- ur. Á þeim tiltölulega stutta tíma kynntist ég því, að undir yfirborði hins veraldarvana og reynda manns, sem haggaðist lítt í iðu- kasti hins ólgandi mannlífs og var afgerandi, og gat við fyrstu kynni virzt ónæmur fyrir viðkvæmnismál- um, bjó hlýr, tilfinningaríkur og næmur persónuleiki, sem af reynslu sinni og gagnsmjúgandi skynsemi greindi aðalatriði hinna vandasöm- ustu mála með aðdáunarverðum hætti, og horfði með raunsærri gætni til færra úrlausna. Mig hefur því aldrei undrað, að honum var af mætustu mönnum þjóðarinnar trúað fyrir vandasöm- um og afdrifaríkum málum á opin- berum vettvangi, sem ég líka veit að hafa fært íslenzkri þjóð farsæla ávöxtu í óteljandi efnum, þótt ekki færi hátt almennt, enda fann ég í okkar samtölum, að honum var þvert um geð að flíka sínum hlut í þeim fjölmörgu framfara- og gagnsemdarmálum, sem hann taldi sig hafa borið gæfu til að eiga hlut að. Ástæðan fyrir kynnum okkar, sem mig brestur minni til að muna nákvæmlega hvernig hófust, var að mestu reynsla hans af útgáfu- starfsemi fyrr á árum, og þannig kunnátta í raunsærri gagnrýni á rituðu máli, en þar var ég þá á einskonar bernskuskeiði og þarfn- aðist álits dómbærra manna, sem mér væri óhætt að treysta, til að þau mál, sem ég var að fást við, færu í réttan farveg. — Þar reynd- ist hjálpsemi og vinsemd Jónasar mér ómetanleg og veitti mér þann stuðning, sem greiddi veginn áfram í efnum, sem síðan urðu að veru- legu leyti sameiginlegt áhugamál okkar beggja, og upphaf virðingar minnar og þakkarhugs í hans garð. En þetta var í sambandi við þýðing- ar og útgáfu á ritum um líf, störf og kenningar hins gagnmerka sænska mikilmennis Emanuels Swedenborgs, eins merkasta vís- indamanns, stjórnmálamanns og hugsuðar, sem uppi hefir verið á seinni öldum, og sem hefur haft meiri áhrif á alla hugsun í vest- rænni menningu en flesta rennir nokkurn grun í. — Þetta greip Jón- as G. Rafnar strax af reynslu sinni og yflrsýn og heillaðist af þessum háleitu hugsunum og kenningum, eins og sá er hér ritar. Það sem kom hvað greinilegast fram var, hversu auðvelt hann átti með að meðtaka hinar háleitu vís- inda-, heimspeki- og trúarhug- myndir, sem rit þessa mikilmennis höfðu að miðla. Gagnrýnin og hár- skörp hugsun Jónasar féll, eftir að hann hafði kynnt sér þessa hluti í verulegum efnum, að þessum kenn- ingum, enda vart að furða, þar sem ýms merkustu mikilmenni andans höfðu orðið fyrir svipaðri reynslú. Má þar nefna m.a. Abraham Linc- oln forseta Bandaríkjanna, Benja- min Franklin, heimspekinginn Emerson, stórskáldin Goethe, Balzac, Longfellow og Browning- hjónin, menningarfrömuðinn blinda Helen Keller, og af íslenzkum and- ans mönnum Björn Jónsson ráð- herra, Einar Jónsson myndhöggv- ara og loks Jón A. Hjaltalín, skóla- meistara að Möðruvöllum og al- þingismann, sem allir dáðu hann, en Jón þýddi á íslenzku á síðustu öld þijár bækur Swedenborgs, sem virtust þá hafa vakið allmikla at- hygli hér á landi. Margt mætti rita um afstöðu Jónasar til ýmissa dægurmála, sem við ræddum, en þar fann ég, að honum rann til rifja hvað mest, sú breyting til kaldrifjaðrar hugsunar og háttarlags í viðskiptum og sam- skiptum fólks í atvinnulífinu, sem á síðari árum hefur rutt sér til rúms í íslenzku samfélagi, þar sem köld peningasjónarmið ein saman hafa orðið ríkjandi, og viljinn til að gera sitt ýtrasta til að bjarga og hjálpa innan raunhæfra marka hefur verulega vikið til hliðar. Ræddum við á síðari árum mörg dæmi um þetta og hin þrengn stefnumið í samskiptum manna, sem við vorum á einu máli um að væru orðin meira og meira ríkj- andi. — Æðri sjónarmið en hinn daglegi ávinningur virtust hafa gleymst. Ábyrgð manna gagnvart æðri siðferðisviðhorfum virtust mjög fyrir borð borin, harkan og krafturinn í glímunni um lífsgæðin virtust hafa blindað menn, svo að æðri stefnumið gleymdust oft í hita baráttunnar. — I viðskiptum virtist hugmyndin um Guð og æðri ábyrgð* á mannlegri breytni eins og hverfa í skuggana. Áberandi væri hvað fjöldinn hugsað blint og vægðar- laust út frá veraldarsjónarmiðum, og þeir sem væru mildir, væru jafn- vel ásakaðir um linku og ættu gjaman á hættu að verða vikið til hliðar. Þetta eru aðeins dæmi um þá samfélagssýn, þann mannúð- arhug og velvild, sem ég tel mig hafa skynjað í fari Jónasar, og sem ég fann hann sakna í nútímanum að sjá í hverfandi mæli í samfélag- inu. Mín kynni af Jónasi G. Rafnar voru þau, að hér færi einlægur drengskaparmaður, sem vildi veg íslenzkrar þjóðar sem mestan, en var jafnframt kröfuharður um hyggindi og stjómmálalegan vitur- leika, sem honum virtist því miður hafa farið halloka. — Hann hafði sterka trú á hinum harðduglega íslenzka stofni, en hafði áhyggjur af sundurlyndinu, sem gerði að verkum, að sjaldnast væri hægt að verða sammála um árangursrík- ustu og skynsamlegustu leiðirnar í opinbemm málum. Þar væri of oft einhver útþynnt málamiðlun, svo aðeins væri tjaldað til einnar nætur, og þjóðfélagslegur árangur í víðara mæli því gjaman bágbom- ari en efni stóðu til. Ég er þakklátur fyrir að hafa mátt njóta kynna og vináttu Jónas- ar G. Rafnar, og ég vil mega á kveðjustund bera fram þakkir til hins hæzta höfuðsmiðs fyrir að hafa látið leiðir okkar liggja saman um skamma hríð. Um leið er ég ekki í neinum vafa um, að á þeim nýju leiðum, sem hann hefir nú gengið inn á, muni honumi auðnast að hitta fyrir það ljós og þá birtu, sem er von allra góðra manna að þeir megi njóta í framtíðarlandinu handan djúpsins mikla, sem allir verða að lokum að fara yfir. Eiginkonu Jónasar G. Rafnar og fjölskyldu hans allri sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur frá mér og eiginkonu minni og bið Guð að blessa minningu hans. Sveinn Ólafsson. • Fleiri minningargreinar um Jónas Rafnar bíða birtingar og muna birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.