Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sérstök lífeynsdeild
stofnuð fyrir kennara
AÐ MATI fulltrúa fjármálaráðu-
neytis og kennara er líklegt að stofn-
uð verði sérdeild innan Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins fyrir kennara
þegar launagreiðslur tií þeirra flytj-
ast frá ríkinu til sveitarfélaganna.
Ekkert þokaðist í samningsátt í
kjaradeilu kennara í gær. Guðrún
Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KÍ,
sagðist ekki vera bjartsýn á að deil-
an leystist í þessari viku.
Alþingi samþykkti grunnskóla-
frumvarpið skömmu fyrir þingslit sl.
laugardag. Áður hafði tekist sam-
komulag milli ríkisstjómarinnar og
kennara um breytingar á frumvarp-
inu. Breytingamar fela í sér að
færslu grunnskólans til sveitarfélag-
anna er frestað til 1. ágúst 1996,
enda hafí þá verið samþykkt lög um
réttindamál kennara. Því er heitið
að í lögunum verði að fínna ákvæði
sem tryggi öllum þeim kennurum
og skólastjómendum við gmnnskóla
sem rétt hafa átt til aðildar að Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins
áframhaldandi aðild að sjóðnum.
Ennfremur er gert ráð fyrir að lögin
tryggi kennumm óbreytt ráðningar-
Ekkert þokaðist
réttindi hjá nýjum vinnuveitanda.
Komi til ágreinings milli samtaka
kennara eða sveitarfélaga um form
eða ráðningarréttindi getur hvor
aðili fyrir sig óskað gerðardóms í
málinu.
Kennarar ánægðir
Guðrún Ebba sagðist líta á þessa
niðurstöðu sem mikinn sigur fýrir
kennara. Fallist hefði verið á kröfu
kennara um að lífeyrisréttindi þeirra
yrðu áfram tryggð með aðild að Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Hún
sagði að þó að kennarar hefðu ekki
fengið tryggingu fyrir því að kennar-
ar, sem heQa störf eftir 1. ágúst
1996, fengju aðild að sjóðnum væri
frá því gengið að réttindi þeirra yrðu
sambærileg réttindum starfandi
kennara eins og þau væm í dag
þegar sveitarfélögin tækju gmnn-
skólann yfír. Hún sagðist líta á það
sem mál sveitarfélaganna og ríkisins
með hvaða hætti þetta yrði útfært.
Fyrir kennara dygði að tryggt væri
að réttindi þeirra yrðu ekki skert.
samkomulagsátt
Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu og for-
maður nefndar sem fjallar um rétt-
indamál opinberra starfsmanna,
sagði að embættismenn væm að
vinna að þessu máli í samvinnu við
fulltrúa sveitarfélaganna og opin-
berra starfsmanna. Hann sagði að
nefndin fjallaði einnig um réttindi
starfsmanna heilbrigðisþjónustunn-
ar vegna sameiningar Borgarspítala
og Landakotsspítala. Niðurstaða
væri ekki fengin en í gmnnskóla-
fmmvarpinu væri settur ákveðinn
rammi um hvernig fara ætti með
lífeyrisréttindamál kennara.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, sagðist vera ánægður með
þá niðurstöðu sem fékkst í þessu
máli. Hann sagði að sveitarfélögin
hefðu áður bent á að besta leiðin til
að leysa ágreining um lífeyrisréttindi
kennara væri að þeir yrðu áfram í
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Vilhjálmur sagði að það hefði aldrei
verið ætlun sveitarfélaganna að
skerða í neinu réttindi kennara við
tilflutning þeirra til sveitarfélag-
anna. Sá gmnnur sem lagður hefði
verið með gmnnskólafrumvarpinu
myndi auðvelda þá vinnu sem eftir
væri við tilflutning gmnnskólans.
Vilhjálmur tók fram að sveitarfé-
lögin hefðu ekki skuldbundið sig til
að samþykkja æviráðningu kennara
þegar þeir gerðust starfsmenn
þeirra. Guðrún Ebba sagði að ævi-
ráðningarréttindin væru hluti af
launakjörum kennara. Ef æviráðn-
ing kennara yrði afnumin yrði að
koma til launahækkun til kennara.
Kjaradeilan er enn í hnút
Guðrún Ebba sagði afar mikil-
vægt að ágreiningur í sambandi við
grunnskólafrumvarpið væri úr sög-
unni því að hann hefði spillt fýrir
vinnu við nýjan kjarasamning. Hún
sagði að þessi niðurstaða leysti ekki
kjaradeiluna sjálfa. Staðan í henni
hefði ekki breyst að því leyti að
áfram væri jafnmikill ágreiningur
um breytingar á skipulagsmálum
skólanna og með hvaða hætti ætti
að leiðrétta laun kennara.
Góð loðnuveiði
152 þús.
tonnáland
BÚIÐ er að landa rösklega 152 þús-
und tonnum af loðnu það sem af er
vetrarvertíð. Skipunum gekk vel að
fylla sig í gær, en slæmt veður var
á miðunum í fyrrinótt. Mikið var um
átu í loðnunni sem veiddist í gær
og veldur það erfiðleikum við fryst-
ingu.
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á
Jóni Kjartanssyni, var að fylla skipið
við Lónsbugt þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær. Hann sagði
að lítið vandamál væri að ná loðn-
unni ef friður væri að veiða hana
fyrir veðri. Hann sagði að loðnan
sem veiddist austan við aðalgönguna
væri smærri og því ekki eins góð til
frystingar.
Stærstur hluti loðnuflotans var
við veiðar suður af Þorlákshöfn í
gær. Þar er mjög mikið af loðnu.
Morgunblaðið/RAX
SKRIFLEG atkvæðagreiðsla fór fram á Dagsbrúnarfundinum, en hann sóttu um 600 manns.
Andlát
ÞÓRIR KR.
ÞÓRÐARSON
DR. ÞÓRIR Kr. Þórð-
arson prófessor lést á
heimili sínu í Reykjavík
síðastliðinn sunnudag,
26. febrúar.
Þórir fæddist í
Reykjavík 9. júní 1924.
Foreldrar hans voru
Þorbjörg Baldursdóttir
húsmóðir og Þórður
Nikulásson vélstjóri.
Fyrri eiginkona Þórðar
var Inger Margrethe
Schiöth Þórðarson hús-
móðir, hún lést 15. nóv-
ember 1961. Síðari eig-
inkona Þórðar er Jak-
obína Guðríður Finn-
bogadóttir húsmóðir,
fædd 6. desember 1928.
Þórir lauk stúdentsprófí frá MR
árið 1944 og embættisprófi í guð-
fræði frá HI 1951. Árið 1959 lauk
hann doktorsprófí í guðfræði frá
University of Chicago. Auk þessa
nam Þórir fomleifafræði í Jórdaníu
árið 1956, kynnti sér félagslega
þjónustu í Kaup-
mannahöfn 1964 og
var við framhaldsnám
í Edinborg 1971-72.
Þórir var dósent í guð-
fræði við HÍ 1954-57
og prófessor frá 1957.
Auk þess var hann
gistiprófessor við
McCormick presta-
skólann í Chicago
1957-59 og kennari
við Edinborgarháskóla
árið 1972.
Þórir var borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík og
fyrsti varaforseti borg-
arstjórnar 1962-1970
auk fjölmargra annarra starfa.
Hann var sæmdur heiðurspeningi
Skálholts 1963, varð riddari
Dannebrogsorðunnar árið 1966 og
hlaut riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1984.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og fímm stjúpböm.
Dr. Þórir
Kr. Þórðarson
Dagsbrúnsam-
þykkti naumlega
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dags-
brún samþykkti nýgerða kjara-
samninga á félagsfundi í gær með
290 atkvæðum gegn 252. 16 at-
kvæði voru ógild og 20 skiluðu
auðu. Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar, sagði
að andstaða fundarmanna við
samninginn hefði ekki komið sér
á óvart. Félagsmenn hefðu vænst
meiri launahækkana og eins væri
megn óánægja með atvinnuleysið
og að ekki skyldi vera tekið á því
í samningunum.
Dagsbrún hafði boðað verkfall,
sem komið hefði til framkvæmda
í dag, hefði kjarasamningurinn
ekki verið samþykktur á fundin-
um. Stjóm félagsins mælti með
því að samningurinn yrði sam-
þykktur. Einn stjórnarmaður var
samningnum andvígur og mælti
eindregið með þvl á fundinum að
hann yrði felldur.
Guðmundur sagði að kjör Dags-
brúnarmanna hefðu verið að
versna á síðustu árum. Yfirvinna
hefði minnkað hjá mjög mörgum.
Um 700 félagsmenn væra at-
vinnulausir og makar margra
Dagsbrúnarmanna hefðu misst
vinnuna. Óánægja fólks með kjör
sín væri því mikil og það endurspe-
glaðist í atkvæðagreiðslunni á
Dagsbrúnarfundinum.
Kjarasamningarnir hafa verið
samþykktir í öllum félögum fram
að þessu. Um helgina voru þeir
samþykktir í Félagi jámiðnaðar-
manna í Reykjavík og Félagi
málmiðnaðarmanna á Akureyri.
Þeir hafa einnig verið samþykktir
í verkalýðsfélaginu Fram á Sauð-
árkróki og hjá Aftureldingu á
Hellissandi. Verslunarmannafé-
lögin á Akureyri og Akranesi hafa
og samþykkt samningana.
í gærkvöldi voru samningarnir
samþykktir í Verkakvennafélag-
inu Framtíðinni í Hafnarfirði. 74
sögðu já, 19 nei og 6 atkvæðaseðl-
ar voru auðir eða ógildir.
Drukknaði
á loðnu-
miðunum
SKIPVERJI af loðnuskipinu Sigurði
frá Vestmannaeyjum féll útbyrðis
og drukknaði þegar skipið var að
veiðum um 12
sjómílur aust-
norðaustur af
Bjarnarey. Verið
var að undirbúa
að kasta nótinni
þegar skipveijinn
féll í sjóinn. Stýri-
maðurinn á skip-
inu fór í flotgalla
og henti sér í sjó-
inn á eftir mann-
inum og náði
honum upp. Maðurinn var látinn
þegar hann náðist um borð.
Slysið varð um kl. 3.30 aðfara-
nótt sunnudags í mjög góðu veðri.
Talið er að skipveijinn sem lést
hafi verið um átta mínútur í sjónum.
Hinn látni hét Gunnar Ingi Ein-
arsson til heimilis að Búhamri 58
í Vestmannaeyjum. Hann var 43
ára gamall. Gunnar Ingi lætur eftir
sig eiginkonu og þijár dætur.
----------» ♦ ♦-----
Skjálfta-
hrina á
Suðurlandi
SÍÐUSTU tvo daga hefur skjálfta-
hrinu orðið vart á Suðurlandi og
mældist einn, 3,4 á Richter, um
hálfníu í gærkvöldi norðarlega á
Hellisheiði samkvæmt upplýsingum
frá Ragnari Stefánssyni jarðskjálfta-
fræðingi.
Einnig varð skjálfti um þijúleytið
í gærdag, fyrir norðan Hveragerði,
að sögn Ragnars og fylgdi dálítil
skjálftahrina í kjölfarið til klukkan
fímm þegar dró úr virkni. „Upp úr
klukkan sjö óx virknin aftur og kl.
20.38 varð stærri skjálfti, 3,4, norð-
ur undir Skarðsmýrarfjalli á Hellis-
heiði,“ sagði Ragnar.
Hefur hrinan varað í tvo daga en
þrír jarðskjálftar að styrkleikanum
3.2 til 3,4 á Richter urðu við Hvera-
gerði á sunnudag og aðfaranótt
mánudags. Kristján Ágústsson, jarð-
eðlisfræðingur á Veðurstofunni, seg-
ir að skjálftanna hafí orðið vart frá
Hellu upp á Akranes. Engar tjónstil-
kynningar hafi hins vegar borist til
stofnunarinnar.
Kristján segir að hrinan hafi haf-
ist með stærsta skjálftanum klukkan
11.40 á sunnudag. Hann hafí mælst
3,4 á Richter og átt upptök sín í
botni Grensdals, um 6 km norðan
við Hveragerði. Skjálftanum fylgdu
aðrir minni, en virknin var nánast
orðin að engu um kl. 15.
Önnur lota hófst með jarðskjálfta,
3.3 á Richter, klukkan 17.42. Upp-
tökin voru á svipuðum slóðum og
áður og fylgdu nokkrir minni skjálft-
ar skjálftanum eftir. Eftir miðnætti,
eða klukkan 00.50, hófst svo þriðja
lotan með 3,2 stiga skjálfta.
Kristján sagði erfitt að svara því
hvort hér gæti verið um fyrirboða
Suðurlandsskjálfta að ræða. Hins
vegar minntu skjálftarnir hann á
hrinu í ágúst i fyrra. Sú hrina stóð
í 10 daga.
------» ♦ ♦ ---
Almenn lögfræði
83/7%féUu
83,7% fall varð á prófí í almennri
lögfræði við Háskóla íslands í janúar
síðastliðnum. Er það svipað hlutfall
og verið hefur undanfarin ár.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu nemendaskráningar voru
235 skráðir til prófs og af þeim
mættu 190. Þar af féllu 159 eða
83,7%.