Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
Gróf sig
i tonn vio
sleðann
„ÉG VAR hættur að finna fyrir
fótunum á mér og mig kól lítilshátt-
ar á tám,“ sagði Steinarr Lár Stein-
arsson, 16 ára vélsleðamaður, sem
gróf sig í fönn í illviðrinu sl. sunnu-
dag í Bláfjöllum. Gerð var víðtæk
leit að Steinari en hann skilaði sér
sjálfur heill á húfí um kvöldmatar-
leytið. Foreldrar og bróðir Steinars
biðu hans í skála Breiðabliks.
„Ég lagði af stað um kl. hálfell-
efu á sunnudagsmorgni frá skála
Breiðabliks í Bláfjöllum í góðu
veðri. Ég ætlaði í Litlu kaffístofuna
og kíkja við í leiðinni í Jósepsdal.
Ég keyrði niður í Kaffístofu og
hélt þaðan yfír í Jósepsdal um kl.
11. Þegar kom upp úr honum ákvað
ég að fara bakvið fjallagarðinn og
aftur inn í skála Breiðabliks," sagði
Steinarr.
Festi sleðann í gili
„Skyggnið hafði spillst og ég sá
orðið lítið. Skyndilega tókst sleðinn
á loft og fór ofan í skjólsælt gil
og stöðvaðist hinum megin í gilinu.
Ég meiddist lítið en sleðinn sat
fastur. Það tók um 45 mínútur að
losa sleðann og þegar ég kom upp
úr gilinu aftur var komið bandbijál-
Steinarr Lár Steinarsson
að veður. Ég vissi ekkert hvemig
áttimar sneru og taldi óráðlegt að
keyra eitthvað út í bláinn. Ég lagði
sleðanum upp í vindinn og gróf
mér og holu lá þar næstu sex eða
sjö klukkutímana. Um sjöleytið að
kvöldi, rétt fyrir sólsetur, kom
smáglenna í himininn. Ég gjörþekki
mig þama á staðnum og afréð þá
að leggja af stað og keyrði þá bein-
ustu leið upp í skála Breiðabliks,"
sagði Steinarr.
Steinarr gerði sér grein fyrir því
að leit væri hafín að honum og
vildi hann koma á framfæri þökk-
um til allra þeirra sem þátt tóku í
leitinni.
FRÉTTIR
Stórtjón í eldsvoða í húsi við Suðurlandsbraut 16 í fyrrinótt
Morgunblaðið/Júlíus
HÚSIÐ var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn en myndin er tekin um það leyti sem slökkvistarf hófst.
Himinháar eldsúlur
stóðu upp úr þakinu
MIKIÐ tjón varð í einum mesta elds-
voða á þessu ári í Reykjavík aðfara-
nótt mánudagsins. Eldsvoðinn varð
í verkstæði í bakhúsi á Suðurlands-
braut 16, húsi sem er kennt við
Gunnar Ásgeirsson. Miklar eldtung-
ur stóð upp úr þaki hússins þegar
slökkvilið kom á staðinn og spreng-
ingar höfðu orðið í húsinu. Slökkvi-
liði tókst að vama því að eldur
kæmist yfír í skrifstofubyggingu
sem snýr út að Suðurlandsbraut og
í hjólbarða- og mælaverkstæði sem
er sambyggt húsinu austan við það.
Einnig tókst að vama þvi að eldur
kæmist í öryggisþjónustuna Sívaka
sem er vestast í húsinu. Þó er ljóst
að tjón hleypur á nokkmm milljón-
um króna, einkum vegna vatnselgs
og sóts á jarðhæð hússins Suður-
landsbrautarmegin auk skemmda á
húsinu sjálfu. Að sögn RLR er ekki
vitað hver upptök eldsins eru.
Liklegt þykir að eldurinn hafi náð
að krauma einhveija stund í húsinu
áður en hans varð vart en það var
íbúi i Álfheimum sem sá eldtungum-
ar úr stofuglugga sínum sem gerði
slökkviliði aðvart upp úr miðnætti.
Sprengingar heyrðust alla leið niður
á Kleppsveg og stór hurð á verk-
stæðinu sprakk út.
Öryggisfyrirtæki í húsinu
Bjöm Pétursson, eigandi VDO-
verkstæðisins, býr inn af verkstæð-
inu Suðurlandsbrautarmegin en eld-
vamarveggur skiptir húsinu að endi-
löngu. „Við rekum héma hjólbarða-
og mælaverkstæði og heildsölu á
mælum. Hjá okkur var lager upp á
margar milljónir í hjólbörðum og
mælum auk véla. Ijónið hleypur á
milljónum því ein dekkjavél kostar
hálfa milljón kr. og ég efast um að
tölvumar í þeim virki eftir að vatn
hefur farið í þær,“ sagði Bjöm.
Mikið vatn var notað við slökkvi-
starfíð og fór það niður á jarðhæðina
á Suðurlandsbraut þar sem er raf-
tækjaverslun. Brunaveggur er á milli
skrifstofuálmunnar og verkstæðisins
og urðu hita- og sótskemmdir víða.
Engin starfsemi var í húsinu þar
sem eldurinn varð laus
en þar gjöreyðilögðust
tveir bflar í eigu verk-
takafyrirtækis sem var
að flytjast í annað hús-
næði. Vestast í húsinu
var öryggisþjónustan
Sívaki hf.
Húsið var alelda þeg-
ar slökkvilið kom og
himinháar eldsúlur
stóðu upp úr þakinu.
Ekki var tekin áhætta
á því að senda reykkaf-
ara inn í húsið því óljóst
var hvort gaskútar
væm þar inni og auk
þess gat þakið fallið
niður á hverri stundu.
Stórtækt slökkvistarf
Jón Viðar Matthíasson vara-
slökkviliðsstjóri segir að aðstæður
hafi verið mjög slæmar þegar
slökkvilið kom á staðinn. Öll tæki
þurfti að staðsetja Iangt frá húsinu
vegna þess hve alelda það var orðið.
Eldurinn teygði sig út
úr gluggaröð á húsinu
að tækjum slökkviliðs-
ins og sagði Jón Viðar
að mesta hættan hefði
verið sú að eldurinn
næði að læsa sig í nær-
liggjandi hús. Neðri
byggingin nær Suður-
landsbraut var í mestri
hættu og var hún rýmd.
„Við fengum strax
flugvallarbflinn til okk-
ar svo þetta gekk betur
en á horfðist," sagði Jón
Viðar.
6-7 slökkvibflar vom
á staðnum og hátt í 70
slökkviliðsmenn tóku þátt í starfinu.
Jón Viðar segir að þetta sé mesti
eldsvoði í Reykjavík á þessu ári.
Samkvæmt upplýsingum frá RLR
vom rafmagnsmál í húsinu í nokkuð
góðu horfí. Lítil starfsemi var í hús-
inu og það mjög mikið bmnnið og
því erfitt að átta sig á upptökum
eldsins.
Björn Pétursson
\
I
I
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ODDUR Valdimarsson og Benedikta Hannesdóttir með frum-
burðinn óþreyjufulla en mæðginunum heilsast að sögn vel.
Sextán ára móðir eignaðist barn í sumarbústað
Greip drenginn á lofti
„ÉG VAKTI Odd um sexleytið
því ég var búin að missa vatnið.
Þá var ég orðin virkilega hrædd,
enda búin að átta mig á hvað var
að gerast,“ sagði Benedikta
Hannesdóttir 16 ára móðir í sam-
tali við Morgunblaðið í gær en
sonur hennar kom í heiminn í
Miðhúsaskógi er hún var 33 vikur
gengin á leið aðfaranótt síðast-
liðins laugardags. Hefðbundinn
meðgöngutimi er 38-40 vikur.
„Ég fann fyrir samdráttar-
verkjum um klukkan fimm en
fannst það ekkert merkilegt því
ég er búin að vera með þá alla
meðgönguna meira eða minna
svo við fórum bara öll að sofa,“
segir Benedikta en auk hennar
voru fimm ungmenni um tvítugt
í bústaðnum.
Drengurinn kastaðist út
„Oddur fór og vakti alla og
sendi bróður sinn eftir sjúkrabíl.
Síðan kom systir mín inn til mín
ásamt vini Odds og ég fékk að
hárreyta þau og klípa. Oddur
hvatti mig áfram og sagði mér
hvað ég ætti að gera. Síðan kast-
aðist drengurinn út, hann greip
hann bara á lofti. Ég var búin
að eiga kortér yfir sjö,“ segir
Benedikta.
Hún segir að Oddur hafi lært
handtökin á skyndihjálparnám-
skeiði og eins hafi þau sótt for-
eldranámskeið. „Svo tók Oddur
bendlana af sænginni, batt um
naflastrenginn og klippti með
skærum úr sjúkrakassa sem við
höfðum meðferðis,“ segir Bene-
dikta.
Að hennar sögn kom sjúkra-
bíllinn síðan tuttugu mínútur í
átta og flutti hann foreldrana
ásamt fyrirburanum á sjúkrahús-
ið á Selfossi. En þaðan voru þau
flutt á Landspítalann. „Hann
kom síðan úr kassanum í dag og
heilsast n\jög vel,“ segir Bene-
dikta en fyrirburinn reyndist
tæpar átta merkur og 44 sentí-
metrar.