Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
______________________________FRÉTTIR______________________________
Davíð Oddsson forsætisráðherra rauf Alþingi að kvöldi laugardagsins
96 ný lög voru af-
greidd á þinginu
Davið Oddsson forsæt-
isráðherra rauf þing um
klukkan 21 á laugar-
dagskvöld eftir að þing-
menn höfðu samþykkt
að breyta mannrétt-
indakafla stjómarskrár-
innar. Alþingiskosning-
ar verða 8. apríl.
YFIRLITI Salome Þorkels-
dóttur forseta Alþingis um
þingstörfin kom fram, að alls
voru lögð fram 184 laga-
frumvörp á þessu þingi, sem
stóð frá októberbyijun. Þar af voru
116 stjórnarfrumvörp og 68 þing-
mannafrumvörp. 83 stjómarfrum-
vörp voru afgreidd sem lög og 13
þingmannafrumvörp urðu að lög-
um.
Þá voru lagðar fram 80 þings-
ályktunartillögur, þar af 14 stjórn-
artillögur og 66 þingmannatillög-
ur. 17 tillögur voru samþykktar, 8
vísað til ríkisstjómarinnar og 1
vísað frá með rökstuddri dagskrá,
tillögu um vantraust á alla ráð-
herra ríkisstjómarinnar.
Lagðar vom fram 22 skýrslur
og 4 beðnir um skýrslur. 173 fyrir-
spurnir voru bornar fram og var
166 svarað. Alls voru þingmálin
því 463 og voru 292 af-
greidd.
Ný grunnskólalög
Samkomulag náðist
um afgreiðslu gmnn-
skólafmmvarpsins síðdegis á laug-
ardag eftir viðræður forsætisráð-
herra, menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra með fulltrúum
kennara, sveitarfélaga og mennta-
málanefnd Alþingis.
Stjórnarandstaðan og kennarar
höfðu gagnrýnt mjög að afgreiða
ætti frumvarpið án þess að veita
kennurum tryggingar um réttinda-
mál sín eftir að rekstur gmnnskóla
færist frá ríki til sveitarfélaga.
í samkomulaginu fólst að bætt
-var ákvæði inn í frumvarpið um
að gmnnskólalögin myndu ekki
taka gildi fyrr en lögum um Lífeyr-
issjóð starfsmanna ríkisins yrði
breytt þannig að það tryggði öllum
kennurum og skólastjórnendum
sem hafi átt rétt til aðildar að
sjóðnum áframhaldandi aðild.
Einnig yrði gildistaka laganna háð
því að sett yrðu lög um ráðningar-
réttindi kennara og skólastjórn-
enda sem tryggi þeim efnislega
óbreytt ráðningarréttindi hjá nýj-
um vinnuveitanda.
Þingmenn stjómarandstöðunnar
lýstu yfir ánægju með samkomu-
lagið en sátu þó hjá við endanlega
afgreiðslu frumvarpsins þar sem
þeir vom ekki sáttir við ýmis efnis-
atriði þess.
Deilt um vegi
Talsverðar deilur vom á laugar-
dag um endurskoðaða vegaáætlun
fyrir næstu fjögur ár, og fullyrtu
þingmenn stjórnarand-
stöðunnar að með nýjum
reglum um úthlutun
vegaíjár til kjördæ-
manna hefðu framlög til
Austfjarða, Vestíjarða
og Vesturlands verið skert hlut-
fallslega. Á endanum náðist sam-
komulag um að millifæra um 100
milljónir til þessara þriggja kjör-
dæma af framlögum til stórverk-
efna og var vegaáætlunin þá sam-
þykkt. Þingmenn Framsóknar-
flokks sátu þó hjá í mótmælaskyni
við áðurnefnda úthlutunarreglu.
Af öðrum frumvörpum sem urðu
að lögum síðasta dag þingsins má
nefna eftirfarandi:
Felld var niður 108. grein hegn-
ingarlaga um sérstaka æruvernd
opinberra starfsmanna og sett voru
lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum
til þolenda afbrota.
Samþykkt var frumvarp um
breytingu á vörugjöldum á bflum,
sem felur það m.a. í sér að vöru-
gjald lækka á meðalstórum bílum
og díselbílum. Einnig var sam-
þykkt frumvarp um vörugjald á
díselolíu og afnám þungaskatts á
díselbílum.
Samþykkt voru ný lög um leigu-
bifreiðar, vöruflutninga og fólks-
flutninga sem m.a. fela í sér að
atvinnubílstjórar geta starfað til
75 ára aldurs að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Lög um vísitölu neysluverðs voru
samþykkt auk breytinga á skatta-
lögum í tengslum við nýgerða
kjarasamninga.
Lögum um Hollustuvemd ríkis-
ins var breytt þannig að mengunar-
varnasvið Siglingamálastofnunar
var fært undir Hollustuvemd. Þá
voru samþykkt lög um að styrkja
framkvæmdir sveitarfélaga í frá-
veitumálum og sérstök lög vom
sett um vemdun Breiðaíjarðar.
Af þingsályktunartillögum þing-
manna, sem fengu afgreiðslu má
nefna tillögu frá Gunnlaugi Stef-
ánssyni, þingmanni Alþýðuflokks,
um að skipa nefnd til að fjalla um
fréttaflutning og upplýsingaskyldu
stofnana um slysfarir og harm-
raunir fólks. Og samþykkt var til-
laga frá Hjörleifi Guttormssyni,
þingmanni Alþýðubandalags, um
að sett verði á fót stofnun um
heimskautamálefni á Akureyri,
sem kennd verði við Vilhjálm Stef-
ánsson landkönnuð.
Áfengismál óbreytt
Ýmis mál náðu ekki fram að
ganga. Þar á meðal voru frumvörp
um breytingar á innflutningi og
heildsölu á áfengi, en eftirlitsstofn-
un EFTA hafði lýst því yfir að
ísland yrði kært til EFTA-dóm-
stólsins ef einokun Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins á innflutn-
ingi yrði ekki afnumin á þinginu.
Um var að ræpa þijú frumvörp
og var eitt þeirra' afgreitt úr þing-
nefnd, frumvarp um að taka upp
áfengisgjald, svipað vörugjaldi, í
stað vínandagjalds sem ÁTVR inn-
heimtir nú. Ekki náðist þó sam-
komulag um að lögfesta þetta
frumvarp og frumvarp um afnám
einkaréttar ÁTVR á innflutningi
komst ekki úr nefnd.
Eftirlitsstofnun EFTA gaf í síð-
ustu viku 6 vikna frest til að breyta
þessum máli áður en kært yrði
fyrir meint brot á samningnum um
Evrópska efnahags-
svæðið. Samkvæmt upp-
lýsingum úr fjármála-
ráðuneytinu mun stefnt
að því að hraða málinu
í Brussel svo EFTA-
dómstóllinn nái að fjalla um það
áður en dómurum verður fækkað
í sumar.
Frumvarp um breytingar á yfir-
stjóm náttúruvemdarmála dagaði
uppi í þinginu en stjórnarandstöðu-
þingmenn vora margir ósáttir við
frumvarpið og héldu um það lang-
ar ræður. Þá var ekki útrædd
þingsályktunartillaga um embætt-
isfærslu umhverfísráðherra, vegna
flutnings embættis veiðistjóraemb-
ættisins til Akureyrar. Og fram-
varp Eggerts Haukdals um afnám
lánskjaravísitölunnar dagaði uppi
í efnahags- og viðskiptanefnd að
venju.
Tóbaksvarnafrumvarp
óafgreitt
Frumvarp um tóbaksvamir náði
ekki fram að ganga þótt heilbrigð-
is- og trygginganefnd þingsins
hefði afgreitt það frá sér sam-
hljóða. Nefndin lagði meðal annars
til að banna að flytja inn, fram-
leiða og selja fínkornað neftóbak
en áfram verði leyft að selja gamla
neftóbakið sem Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins hefur framleitt
og selt hér á landi um áratuga
skeið.
Ingi Björn Albertsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, var mjög and-
vígur þessari breytingu og gaf í
skyn að hann myndi halda langar
ræður um málið þegar það kom á
dagskrá síðla aðfaranætur laugar-
dags. Þá var umræðu um frum-
varpið frestað og málið var síðan
ekki tekið aftur á dagskrá.
Þingmenn kvörtuðu yfir þessu
úr ræðustól á laugardagskvöldið.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður
Kvennalista, krafðist þess að málið
fengið lýðræðislega afgreiðslu á
þinginu og Tómas Ingi Olrich,
þingmaður Sjálfstæðisflokks,
sagði að málið strandaði á einum
þingmanni og það vekti upp spurn-
ingar fyrir þingheim hvort eðlilegt
væri að nýta ótakmark-
aðan ræðutíma með
þessum hætti. Hjörleifur
Guttormsson hvatti til
þess að leitað yrði sam-
komulags við þann, sem
vildi bregða fæti fyrir framvarpið,
um að það mætti koma á dagskrá.
Ingi Björn sagði að við aðra
umræðu um málið hefði ein ræða
verið flutt fyrir utan framsögu-
ræðu. Ingi Björn sagði að sú ræða
hefði staðið í 40 mínútur og benti
í því sambandi á að Hjörleifur hefði
talað í 5 tíma um frumvarp um
náttúruvemd.
Samkomulag
á síðustu
stundu
Lög um vísi-
tölu neyslu-
verðs
Morgunblaðið/Kristinn
FYLKISMENN með steininn góða. Frá vinstri eru Halldór Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Stein-
þór Gunnarsson, Matthías, Örn Torfason og Kristín Ingimundardóttir eiginkona Matthíasar
Vestfirðingar heiðra Matthías
VESTFIRÐINGAR heiðruðu
Matthías Bjarnason með ýmsum
hætti eftir að hann sat sinn síð-
asta fund á Alþingi á laugardag.
Matthías hefur setið á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörð-
urní 32 ár.
Ólafur Þ. Þórðarson þingmað-
ur Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum ávarpaði Matthías úr
ræðustól Alþingis á laugardags-
kvöldið og þakkaði honum sér-
staklega fyrir störf í þágu Vest-
firðinga.
Ólafur sagði að ýmsir sjálfstæð-
ismenn hefðu tekið upp á því að
kalla Matthías framsóknarmann.
„Við höfum ekki tekið því illa og
hann hefur ekki alltaf borið hönd
fyrir höfuð sér,“ sagði Ólafur.
Matthías þakkaði fyrir og sagð-
ist hafa eignast marga góða vini
á þingmennskuferli sínum í sínum
eigin flokki. „Þar á ég nú ekki
við Framsóknarflokkinn heldur
Sjálfstæðisflokkinn og að sumu
leyti í öðrum flokkum,“ sagði
Matthías.
Sljórn Fylkis, félags ungra
sjálfstæðismanna á ísafirði, heim-
sótti Matthías á laugardagskvöld-
ið, en Matthías var að eigin sögn
formaður þess félags fyrir mörg-
um mannsöldrum.
Til að þakka Matthíasi fyrir
samstarf liðinna ára afhenti
stjórn Fylkis honum hraunmola,
sóttan inn í Vestfjarðagöngin þar
sem verið er að sprengja nú. Á
steininn hefur verið markað Is-
landskort og fiskveiðilögsagan en
Matthías skrifaði sem sjávar-
útvegsráðherra undir reglugerð
um útfærslu landhelginnar í 200
mílur á sínum tíma.
Féll fjóra metra
á vélsleða fram
af fjallsbrún
„SLEÐINN var farinn
að halla eitthvað svo
skringilega og svo fór
hann bara fram af.
Ég kastaði mér af
sleðanum þegar hann
var í lausu lofti og
lenti rétt hjá honum.
Þetta hefur verið um
fjögurra metra fall en
ég lenti á mjúkri snjó-
dýnu,“ sagði Þórir
Þrastarson, 35 ára
gamall, sem féll fram
af þverhnípi á Þver-
felli á vélsleða á Breið-
dalsheiði sl. laugar-
dag.
Brá óskaplega
„Mér brá alveg óskaplega en
spáði lítið í það hvort þetta væri
mitt síðasta. Mín eina hugsun var
að halda mér föstum í snarbrattri
hlíðinni og ég rak hendurnar á kaf
í snjó og hélt mér,“ sagði Þórir
„Ég var á leið frá Þingeyri til
ísafjarðar um kl. 14 á laugardag.
Það var hvasst og skafrenningur.
Við voram tveir á ferð, eram með
verk á Þingeyri og
fóram að skoða það
sl. föstudag í blíðu-
veðri. Fjallið liggur
nánast í boga þama
uppi á heiðinni og ég
reiknaði ekki með
honum og fór fram
af,“ sagði Þórir.
Kaupi aldrei
vélsleða
Þórir sagði að þegar
hann hefði áttað sig á
því hvað hefði gerst
sá hann á eftir sleðan-
um sem hélt áfram
mannlaus niður fjallið.
Félagi Þóris reyndi að slaka til
hans ól af snjógalla sínum en hún
náði ekki niður til hans. Þórir náði
að skríða skáhallt upp hlíðina.
Vélsleðinn endaði 200 metram
neðar í hlíðinni en fannst skömmu
síðar og sá ekki á honum, sagði
Þórir.
„Ég kaupi mér aldrei vélsleða
og fæ ekki delluna fyrir þessu í
bráð,“ sagði Þórir.
Þórir
Þrastarson