Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 8

Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Trygging friðar í Evrópu kostar sitt Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, lagði áherzlu á það í ræðu sinni í Nor- ræna húsinu á sunnu- dag að Vestur-Evrópu- ríkin yrðu að opna markaði sína fyrir Austur-Evrópu. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hélt ræðu í Norræna húsinu á sunnudag, en hann er staddur hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Forsætis- ráðherrann ræddi aðallega um fram- tíð Evrópusamstarfsins og ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins, sem hefst á næsta ári. Nyrup Rasmussen sagði að fimm málaflokkar yrðu efst á baugi á ríkj- aráðstefnunni. í fyrsta lagi aðild Austur-Evrópuríkja að sambandinu og aðlögun þess að fjölgun aðildar- ríkja. I öðru lagi öryggis- og vamar- mál. Í þriðja lagi atvinnu- og um- hverfismál innan ESB. í fjórða lagi aðgerðir gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi og samstarf í dómsmálum og málefnum flóttamanna. Loks yrði nálægðarregla Evrópusambandsins, þ.e. að ákvarðanir eigi að taka á því stjórnstigi, sem bezt eigi við, og sem næst borgurunum, útfærð betur. ESB-ríkin þurfa að aðlaga sig Hvað varðaði fyrsta þáttinn, fjölg- un aðildarríkja, sagði danski forsæt- isráðherrann að tilgangur hennar væri að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það væru ekki aðeins Austur-Evrópuríkin, sem yrðu að laga eigin löggjö| og hagkerfí að því, sem gerðist í Evrópusamband- inu, heldur yrði ESB sjálft að aðlaga t.d. landbúnaðarstefnu og byggða- stefnu sínu aðild nýrra ríkja. Núverandi ESB-ríki yrðu að átta sig á að trygging friðar í Evrópu kostaði sitt. Opna yrði markaði Vest- urlanda fyrir vörum hinna nýfijálsu ríkja. Það myndi kosta eitthvað til skemmri tíma, en verða öllum til hagsbóta til lengri tíma litið. Nyrup sagði að Vestur-Evrópubúar ættu að hugsa til baka til þess, er lönd þeirra fengu Marshall-aðstoð til að reisa efnahagslífíð úr rústum eftir seinna stríð. Nyrup Rasmussen ræddi hina stofnanalegu hlið fjölgunar aðildar- ríkja. Hann sagði mikið rætt um það, meðal annars í Danmörku, að stóru ESB-ríkin óttuðust að hags- muna sinna yrði ekki gætt, þegar aðildarríkjum fjölgaði. Nyrup sagðist ekki hafa áhyggjur af að stóru ríkin sæju ekki um sig. Hann legði meiri áherzlu á það hvernig litlu ríkin gætu gætt hagsmuna sinna. Hann sagðist meða! annars þeirrar skoð- unar að það myndi ekki standa skil- virkni innan ESB fyrir þrifum, þótt hvert land hefði að minnsta kosti einn framkvæmdastjómarmann. Flestar ríkisstjómir væru ágætlega starfhæfar, þótt í þeim væru fleiri en 15 ráðherrar. Hlutverk Norðurlanda í atvinnu- og umhverfismálum Poul Nyrup Rasmussen sagði að miklu máli skipti að horfa ekki framhjá innri málum Evrópusam- bandsins á rikjaráðstefnunni; mál- efnum, sem snertu íbúa þess bein- línis. „í þeim efnum tel ég að Norð- urlöndin hafi alveg sérstöku hlut- verki að gegna. Það er okkar hlut- verk á ríkjaráðstefnunni að gera það sem við getum til þess að beina kastljósinu að atvinnumálum, um- hverfismálum og réttindamálum neytenda á innri markaðnum,“ sagði hann. Nyrup Rasmussen lagði áherzlu á að á ríkjaráðstefnunni yrði að gera starf Evrópusambandsins opnara og skiljanlegra. „Það má ekki gerast að aðeins nokkrir stjómmálamenn og embættismenn skilji Evrópusam- starfíð," sagði hann. „An stuðnings almennings mun samstarfið aldrei skila varanlegum árangri." Árangxir af nálægðarreglunni Nyrup Rasmussen sagði að ná- lægðarreglan, sem skráð er í Maas- tricht-sáttmálann, hefði verið mikilvæg nýjung. Hún hefði þegar haft í för með sér að margar tillög- ur framkvæmdastjórnarinnar hefðu verið dregnar til baka, þar sem við nánari skoðun hefði verið ljóst að viðkomandi málum væri betur fyrir komið hjá aðildarríkjun- um sjálfum. Þór Tulinius leikari og leikstjóri Leikstjórinn hefur yfirsýn yfir lilekkina Þór Tulinius RÁTT fyrir fyöl- breytta flóra leiklist- ar vekur ávallt at- hygli þegar leikarar söðla algjörlega um eða taka að sér að leikstýra einstaka leikverkum. Einn þeirra ungu leikara sem hefur verið að hasla sér völl á sviði leikstjórnar er Þór Tulinius. Hann hefur ný- lokið við að leikstýra eigin verki, Framtíðardraugum, á fjölum Borgarleikhússins og er í óða önn að leikstýra nýju íslensku verki, Maríu- sögum, í Leiklistarskóla íslands. - Hvað olli því að leikar- inn ákvað að taka leik- stjórnina í sínar hendur? „Þar sem ég var að leika sex kvöld í viku annað árið í röð í skemmu leikfélagsins vest- ur í bæ, á áranum 1986 til 1988, hafði ég nægan tíma aflögu á daginn og úr varð að við stofnuð- um nokkur saman leikhópinn Þí- bilju. Við, ég og Ása Hlín Svavars- dóttir, leikstýrðum saman sýning- unni Gulur, rauður, grænn og blár. Síðan óx áhuginn og tveimur árum síðar setti ég upp Dal hinna blindu. Uppúr því var mér boðið að leik- stýra í leikhúsunum." - Hafði þá aldrei hvarflað að þér að reyna leikstjórn? „Jú, svona hálft í hvoru. Áður en ég fór í leiklistarskólann hérna heima sótti ég fjögurra mánaða leiklistarnámskeið í Eugene O’Neill Theatre Center í Connecticut í Bandaríkjunum. Nemendur vora látnir fást við allt í tengslum við leikhús á námskeið- inu. Við vorum látin teikna bún- inga og leikmynd, leikstýra, skrifa, leika og allt. Sú kenning var höfð að leiðarljósi að hvað svo sem maður gerði innan leikhússins fengist betri yfirsýn og maður stæði sig betur ef maður þekkti allt hitt. Kenningin hefur alltaf setið svolítið í mér. Síðan er mað- ur meiri heildarskapari þegar maður er leikstjóri en leikari. Leik- ari er einn hlekkur af mörgum. Leikstjórinn hefur síðan yfirsýn yfir alla hlekkina." - Hvað felst í starfi leikstjóra? „Því er erfitt að svara. Verkin og hóparnir kalla á mismunandi vinnubrögð í hvert skipti. En í grófum dráttum reynir leikstjór- inn að koma verkinu á sem skýr- astan og mest spenn- andi hátt yfír til áhorf- andans. Hann mótar heildarstíl og reynir að láta alla þætti verksins lúta honum. Mér finnst mjög mikilvægt að móta góða heildarsýn og eiga góð samskipti við alla, leikmynda- teiknarann, ljósamanninn og leik- arana.“ - Hefur þú tileinkað þér ein- hvern sérstakan stíl? „Eg veit ekki. Annars, eins og ég sagði, læt ég verkefnin svolítið ráða því og þau verk sem ég hef hingað til leikstýrt eru mjög ólík.“ - Þú ert nýbúinn að leikstýra þínu eigin verki, Framtíðardraug- um í Borgarleikhúsinu. Hvernig gengur slík vinna fyrir sig? „Eitt af því sem ég hafði í huga við leikstjórnina var að reyna að aftengja mig sem höfund. Mér fannst nauðsynlegt að reyna að sjá verkið með nýjum augum og opna það fyrir leikurunum. Ég held að það hafí tekist ágætilega. ►Þór Tulinius, leikari og leik- stjóri, er fæddur.22. júní árið 1959 í Reykjavík. Þór varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1978 og stund- aði nám í Leiklistarskóla ís- lands frá 1981 til 1985. Hann hefur starfað sem leikari og leikstjóri siðan. Sambýliskona Þórs er Linda Björg Árnadótt- ir. Hann á tvær dætur Örnu Sif, 6 ára, og Freyju, 5 ára. Reyndar hef ég stytt verkið svolít- ið eftir framsýninguna enda lít ég ekki á hana sem algjöran enda- punkt. Við höfðum heldur ekki mikinn tíma til að æfa verkið með áhorfendum. Þegar svo er vantar svo margt. Áhorfandinn er auðvit- að einn mikilvægasti þátttakand- inn í sýningunni og þegar fundur hans og leikarans á sér stað skýr- ist svo margt.“ - Hvað ert þú að gera núna? „Ég er að leikstýra Maríusögum eftir Þorvald Þorsteinsson, höfund Skilaboðaskjóðunnar, í Nemenda- leikhúsinu. Leikritið er skrifað sérstaklega fyrir krakkana hérna í skólanum. Sagan gerist í nútím- anum og segir frá kunningjum sem hittast aftur eftir nokkurt hlé. Tilefnið er dapurlegt því að tveir úr hópnum hafa nýlega misst föður sinn. Engu að síður er bjart yfir samkomunni en smám saman koma ýmsir hlutir upp á yfirborð- ið. Leikritið er mjög sterkt og skemmtilegt. En um leið fullt af kímni. Eins konar spegilmynd af íslensku samfélagi." - Hvernig er að leik- stýra í Leiklistarskó- lanum? „Mér fínnst alveg frábært að leikstýra hér. Áhuginn og eljan er svo brennandi hjá krökkunum. Síðan er leikhúsið svo náið og lít- ið. Línurnar eru svo hreinar og sambandið milli leikstjórans og leikaranna svo hreint. Yfírbygg- ingin er einföld. Þeir eru líka svo yndislegir krakkarnir. Bekkurinn allur.“ - Hvað tekur svo við hjá þér eftir að hafa skilað Maríusögunum úr hlaði síðari hluta aprílmánaðar? „Eiginlega er það ekki ljóst. Ég er ekkert hættur að leika. Ég lék tvö hlutverk í haust, Macbeth hjá Frú Emilíu og svo lék ég í Hvað um Leonardo? hjá leikfélag- inu. Ég fer með Macbeth á leiklist- arhátíð til Danmerkur í apríl þann- ig að ég er ekkert hættur. Eg lít fyrst og fremst á mig sem leikara enda er ég menntaður til þess.“ Frábært að leikstýra í Nemendaleik- húsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.