Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
L
URVERINU
Skutull með rækju fyrir
um 70 milljónir króna
Hásetahluturinn um milljón eftir 26 daga túr
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
VALGEIR Bjarnason fyrir miðju um borð í Skutli á mánudag.
Hægra megin er Magnús Hauksson framkvæmdastjóri Löndun-
arþjónustunnar.
ísafjörður. Morgunblaðið
RÆKJUVEIÐISKIPIÐ Skutull
kom til ísafjarðar á mánudag, með
100 tonna afla sem hann hafði
fengið á Dohrnbanka. Áður hafði
skipið aflað 120 tonna á rækjumið-
unum norður af Vestfjörðum. Ef
49 tonn af svokallaðri Japans-
rækju seljast á sæmilegu verði er
aflaverðmætið áætlað 68 milljónir
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. mars 1995 er nítjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og meðlO. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.530,50
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1994 til 10. mars 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarijárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 19 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1995.
Reykjavík, 28. febrúar 1995.
SEÐLABANKIÍSLANDS
VanO
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSN ARVERÐ') ÁKR. 10.000,00
1982-1.fl. 01.03.95 - 01.03.96 kr. 165.273,00
1983-1.fl. 01.03.95 - 01.03.96 kr. 96.023,50
1984-2.fl 10.03.95 - 10.09.95 kr. 82.965,20
1985-2.fl.A 10.03.95 - 10.09.95 kr. 52.216,60
1985-2.fl.B 10.03.95 - 10.09.95 kr. 27.457,60 **
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 28. febrúar 1995.
SEÐLABANKIÍSLANDS
og hásetahluturinn um ein milljón
króna.Veiðiferðin tók alls 26 daga.
Valgeir Bjarnason skipstjóri
sagði í samtali við Verið, að mjög
góður afli hefði verið á Dom-
banka, en óveður hefði hamlað
veiðum.. Skutull var fyrsta skipið
á miðin að þessu sinni og fékk um
50 tonn á fyrstu tveim dögunum.
Þá gerði brælu og urðu skipin að
halda sjó í um þijá sólarhringa,
en þegar lægði fylltu þeir skipið
á fáum dögum.
Mjög erfitt er um veiðar þarna
á þessum árstíma og alls ekki
mögulegt nema fyrir stærstu
rækjuveiðiskipin að sögn Valgeirs.
Sjórinn þarna er að jafnaði mínus
1,5 gráður, svo að í illvirðri safn-
ast mikil ísing á skipin.
Áður en skipið hélt á það sem
sjómenn kalla almennt Do-
hrnbanka, var það að veiðum á
rækjuslóðinni norður af Vestfjörð-
um og norður undir Kolbeinsey.
Þar fengu þeir 80 tonn af rækju
og var hluta þess landað á ísafirði
áður en haldið var á þessu kvóta-
lausu mið vestur af ísafjarðar-
djúpi.
I raun er ekki verið að veiða á
þessum árstíma á Dohmbanka,
sem er beint í vestur frá Látra-
bjargi, heldur á svæði, sem ekki
hefur fengið íslenskt nafn en er
nefnt á kortum Strædebanke eða
Grænlandssund.
Það væri kannski ekki úr vegi
að kalla þetta veiðisvæði Skutul-
smið, því auk þessa mettúrs, hvað
varðar aflahlut, þá minnast menn
þess, að fyrir 5-6 árum kom þetta
sama skip til ísafjarðar á Þorláks-
messu, með mettúr, sem þá gerði
rúmar 750 þúsund króna háseta-
hlut. Þá vom þeir þarna einskipa,
en Skutull hefur allt frá því að
hann hóf veiðar þama, náð þar
miklum afla.
Samanlagður afli úr þessum túr
samtals 220 tonn skiptist þannig
að 171 tonn eru iðnaðarækja, sem
seld verður á lokuðum uppboðs-
markaði hjá rækjuverksmiðjunum
á ísafirði. Fyrir þann hluta sem
áður var landað fengust um 150
krónur fyrir kílóið, sem er eitt-
hvert hæsta verð sem fengist hef-
ur úr íslensku skipi fyrir iðnaðar-
rækju. Stómrækjuna sem fer á
Japansmarkað vonast sjómennim-
ir að fá 1100-1200 krónur fyrir
kg.eða nær 8 sinnum meira.
Togarinn Skutull, er rúmlega
tuttugu ára smíðaður í Póllandi
1974. Á honum er 16 manna áhöfn.
4!
VIRKJANIR NORÐAN VATNAJÖKULS
HVAÐ ER í HÚFI?
Ráðstefna um virkjanir norðan Vatnajökuls haldin á vegum Verkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins í samvinnu við iðnaðarráðuneytið.
Dagsetning: Föstudagur 3. mars 1995. Tími: 13.00-18.30. Staður: Rúgbrauðsgerðin í Borgartúni.
Efni ráðstefnu:
13.00 Formaður VFÍ setur ráðstefnuna og setur ráðstefnustjóra.
13.10 Stefna stjórnvalda í hagnýtingu vatnsorkunnar. Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu.
13.20 Virkjanamöguleikar í jökulsánum norðan Vatnajökuls og líklegustu nýtingarkostir. Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun.
13.55 Helstu umhverfisáhrif af virkjun jökulsánna. Hákon Aðalsteinsson, líffræðingur hjá Orkustofnun.
14.20 10 mínútna hlé.
14.30 Þjóðhagsleg hagkvæmni af nýtingu vatnsorku jökulsánna. Jakob Bjarnason, orkumálastjóri
15.00 Nýting vatnsorkunnar, náttúruvernd og ferðamennska á svæðinu. Arnþór Garðarsson, formaður Náttúrurverndarráðs.
15.25 Áhrif virkjanaframkvæmda á atvinnu- og mannlíf á Austurlandi. Sveinn Jónsson, verkfræðingur, Egilsstöðum.
15.45 Áhrif á þróun verkfræði og verktakaiðnaðar í landinu. Pálmi R. Pálmason, verkfræðngur VST. Jónas Frímannsson, verkfræðingur, ístak hf.
16.05 Kaffihlé.
16.25 Panelumræður, stjórnandi Júlíus Sólnes, prófessor. í panelnum sitja: Jakob Björnsson, okrumálastjóri, Sveinn Jónsson, verkfr., Egilsstöðum, Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra, Arnþór Garðarss., form. Náttúruv.ráðs, Jóhann Már Maríusson, Landsvirkjun.
17.20 Ráðstefnuslit, formaður VFÍ slítur ráðstefnunni.
18.30 Veitingar í boði ráðherra.
Gert er ráð fyrir 5 mínútna fyrirspurnatíma í lok erinda.
Skráning þátttakenda á ráðstefnuna skal fara fram í síðasta lagi miðvikudaginn 1. mars á skrifstofu VFÍ og TFÍ í síma 5688511. Verð er kr. 4.000 fyrir félagsmenn en kr. 5.000 fyrir aðra. Innifalið í verði eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar.
í