Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 21 LISTIR Multi-Media TðNUST Borgarlcikhúsið MYRKIR MÚSÍKDAGAR Myrkir músíkdagar: Verk eftir Steinunni Vasulka, Kjartan Ólafs- son, Kojiro Umezaki, Magnús Blöndal Jóhannsson og Hilmar Þórðarson. Miðvikudaginn 23. febrúar. „FJÖLMIÐLAR" ættu með réttu að ná yfir multi-media grein- ina, en það orð er víst þegar upp- tekið. Þó mætti kannski notast við orð eins og ‘fjöltækjalist’, þangað til rétta orðið er fundið. Á tónleik- , unum á miðvikudagskvöldið var náði hugtakið yfir rafeindatónverk í samvinnu við myndbandsmiðil- inn, nema hvað verk Japanans Umezakis var fyrir „live“ shaku- hachi og víxlverkandi tölvuvinnslu. Tónlist tuttugustu aldar hefur kvíslazt í margar sérgreinar, og má deila um, hvort sumar þeirra séu ekki það langt komnar frá upphaflegu listgreininni að hægt sé að tala um nýjar greinar, í sum- um tilvikum nær vísindarannsókn- um (að slepptum hreinum uppá- komum og leikaraskap) en „list“ í viðteknum skilningi. Á sama tíma gerist hins vegar í vaxandi mæli, að mörkin milli deilda dofna niður fyrir hið greinanlega, auk þess sem sami höfundur getur stundum ýmist sett upp slaufu eða farið í hvíta sloppinn í yfirfærðri merk- ingu, þ.e. skrifað í einu tilviki fyr- ir „gamaldags" hljóðfæri, í öðru hannað algóritma (með einföldu i-i) í tónsmíðaforrit fyrir tölvur. Þeir vilja deilast víða, Ingjaldsó- magarnir, og gilti það um flesta höfunda kvöldsins. Þegar tilraunir eru í forgrunni (að maður segi ekki tilraunanna vegna), beinist athyglin gjarnan að „konseptinu", hugsuninni að baki verksins og hvernig höfundur hrinti henni í framkvæmd, eins og glöggt má sjá af lengd verklýsinga í tónleikaskrám. Útkomunni hætt- ir til að skipta minna máli, og þarfir hlustandans geta síðan mætt afgangi. En fráleitt væri að vilja tilraunastarfsemi feiga; hún verður að fá sitt breik, og jafnfrá- leitt væri líka að ætlazt til að hún skili alltáf fimm-eimaðri fullkomn- un. Þar að auki getur sjálf aðferð- arfræðin kringum tól og tæki ver- ið beinlínis heillandi umræðuefni, einnig fyrir minna innvígða. En hvað skili sér sem „list“, hlýtur tíminn einn að skera úr um. Af fyrrgreindu má gruna, að undirritaður telur sig meðal ytri koppa í þessu sérhæfða búri raf- einda og fjöltækni. Áheyrendur og -horfendur umrætt miðvikudags- kvöld virtust enda margir hverjir brenndir marki sértrúarsafnaðar, og lá það í hlutarins eðli, en tölu- vert hlýtur samt að hafa slæðzt inn af forvitnum sakleysingjum, því bekkir Litla sviðsins vor þétt setnir, og örlaði jafnvel á eftir- væntingu. Samband myndar og hljóðs virt- ist ganga bezt upp í fyrsta verk- inu, Leiftrarrúnir. Myndhliðin var tekin í málmsteypusmiðju og sýndi nærmyndir af ýmsum málmáhöld- um í vinnslu. Hljóðhliðin var unnin úr slaghljóðum. Sem sagt mjög „lýjandi“ verk, en á sinn hátt póe- tískt. Eftir Kjartan Ólafsson var eina myndlausa tónverk kvöldsins, Summary. Three Worlds Accord- ing to One (frumfl.) samsett úr margvíslegum bútum úr fyrri hljómsveitar- og kammerverkum höfundarins auk strófna úr stijúpa Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, unnið með blandaðri raftækni, tónsmíða- forriti Kjartans CALMUS (auk annarra hljóðhönnunarforrita) í Helsinki í fyrra og dreift hringóma um átta hljóðrásir. Verkið var framan af ógnvekjandi aggressíft og stundum beinlínis óþægilegt áheyrnar, þegar tröllaukin málmf- lykki virtust hvaðanæva ætla að hrynja yfir hlustendur. Engu að síður var ómheimur Kjartans í heild allfjölbreyttur og fjaraði út með kosmískum hafmeyjasöng sem stappaði háskalega nærri því að vera fallegur. Kojiro Umezaki blés á hina fornu japönsku bambuslangflautu shakuhachi í verki eftir sjálfan sig frá í fyrra, Gestures, Tactile and Tethered. Flautan var snúruð við magnara og hljóðvinnslutæki, er minntu sum á segulbandalykkjur í árdaga rafeindatónlistar og stjórnuðust af hreyfingum og/eða blæstri. Skemmtileg hugmynd að tengja þannig fortíð og nútíð, en skelfing náði maðurinn litlum tóni miðað við allt lofthvissið. Eftir öldung rafrænnar farmúr- stefnu á íslandi, Magnús Blöndal Jóhannsson, var endurflutt Sam- stirni (1961) fyrir segulband, í þetta sinn með abstraktri vídeó- mynd sem fyrir undirrituðum rifj- aði upp heilaþvottaratriðið úr kvik- myndinni The Ipcress File. Verkið er eitt elzta raftónverk lands- manna og hefur farið víða um heim. í samanburði við möguleik- ana í dag er hljómheimur þess eins nakinn og hrár og vera má, en samt (ekki sízt að viðbættum deplagangi vídeótjaldanna) gætt skemmtilega fráhrindandi hrolli, er minnir á gamlan geðtrylli eftir Hitchcock. Ferð Hilmars Þórðarsonar var síðast; samið fyrir japanskan bal- letthóp, er sýndi listir sínar uppi á tveim myndbandsskjám í ultra slow motion. Tilvalin afvötnun fyr- ir tölvuleikjafíkla hér á öld hrað- ans. Tónlistin notaðist mjög við klinghljóð úr ýmiss konar klukkum og bjöllum, en skildi sáralítið eftir hjá undirrituðum, enda skammtur kvöldsins orðinn ærinn fyrir aðra en þá alhörðustu. Ríkarður Ö. Pálsson Flutningsmiðlun Með öflugu neti eigin skrifstofa og umboðsmanna heima og erlendis býður Eimskip faglega ráðgjöf við að finna hagkvæmasta flutningsmátann frá sendanda til endan- legs móttakanda. Eimskip rekur 14 skrifstofur í 10 löndum í Evrópu og Norður - Ameríku og á jafn- framt eignaraðild að sérhæfðum flutningsmiðlunarfyrirtækjum. í samvinnu við þessi fyrirtæki og skrifstofur Eimskips erlendis getur innflutningsdeild í Reykjavík aflað hagstæðra samninga um forflutninga á vörum frá öllum heimshornum. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip." >7 Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar Eimskiþ býður viðskiptavinúm upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 72 40 • Fax 569 71 97 Netfang: mottaka@eimskip.is sérstakar morgunferöir kl. 7:35 og 8:35 vinnu na ítii.'j'i iv/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.