Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Danski leikhópur- inn Bádteatret Karlinn ítunn- unni DANSKI leikhópurinn Bádtea- tret er staddur hér á landi um þessar mundir á vegum menn- ingarhátíðarinnar Sólstafa og sýnir barnaleikritið „Karlinn í tunnunni" á Norðurlandi og í Reykjavík. Bádteatret hefur, eins og nafnið bendir til, aðset- ur í skipi í Kaupmannahöfn og sýnir þar jöfnum höndum leikrit fyrir börn og fullorðna. í kynningu segir: „Yfir sum- armánuðina siglir hópurinn síðan leikhússkipi sínu milli staða í Danmörku með leik- sýningar. Hingað kemur hóp- urinn þó ekki siglandi þessu sinni, en býður þess í stað upp á sýningar á „Kariinum í tunn- unni“ í Dynheimum á Akur- eyri, „Ungó“ á Dalvík og í Möguleikhúsinu í Reykjavík. Fjörug trúðasýning Karlinn í tunnunni er fjörug trúðasýning, full af gríni og gamni. Þar er ijallað um árekstur tveggja heima - þess „rétta" og ævintýraheims barnsins - en undirtónninn gefur sýn inn í tilfinningalíf þess sem er minnimáttar. Þess sem er hafður að háði og spotti, þess sem lendir í trúðs- hlutverkinu. Húsvörður með gólffötu og skrúbb býr í dimmu og þröngu skúmaskoti. Hann dreymir um að ferðast út í hina víðu ver- öld en þorir það ekki - ef allt mistækist nú hjá honum og gert yrði grín að honum - eins og í gær. Skyndilega birtist trúðurinn og rótar upp í litla örugga heiminum hans - og þá taka hjólin að snúast... Látbragðsleikur Tungumálaörðugleikar ættu ekki að koma í veg fyrir að böm og fullorðnir fái notið sýningarinnar því hún byggir á látbragðsleik þar sem ekkert er talað.“ Sýningar á „Karlinum í tunnunni“ verða þriðjudaginn 28.2. kl. 10, í „Ungó“ á Dal- vík sama dag kl. 17 og í Mögu- leikhúsinu í Reykjavík laugar- daginn 4. mars kl. 14 og 16. 17. JÚNÍ 1974 í Reykjavík. Klemenz Jónsson, þá dagstjóri, ásamt Guðmundi syni sínum. Hátíð í hálfa öld BÓKMENNTIR Hátíðarrit HÁTÍÐ í HÁLFA ÖLD Lýðveldi fagnað í Reykjavík 1944- 1994 eftir Klemenz Jónsson. Rit- nefnd: Lýður Bjömsson, Böðvar Pét- ursson, Gísli Ámi Eggertsson, Eyjólf- ur Halldórs og Óskar Guðmundsson. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur og Lýðveldishátíðamefnd Reykja- víkur 1994. Prentun Oddi. ÞAÐ VAR við hæfi að gefa út bók um hátíðahöld í Reykjavík, þjóð- hátíðabók frá 1944 til 1994 — þar sem svo stór hluti þjóðarinnar býr. Svo vegleg og fallega útgefin sem bókin er, ríkulega búin ljósmyndum, eru innviðir hennar hvað texta snert- ir í notalegu samræmi. Þeir sem lifðu sín fyrstu mann- dómsár er ísland varð lýðveldi eiga enn í vitundinni þessa sterku tilfinn- ingu þjóðarstoltsins er gagntók hugi á lýðveldisdaginn 1944 og var í raun sameign allra er þá voru komnir til vits og ára á íslandi. Hér verður ritað innan efnisramma bókarinnar. Það var samkvæmt tillögu for- manns lýðveldishátíðamefndar Reykjavíkur 1994, Júlíusar Haf- stein, að gefín skyldi út bók um hátíðahöldin í Reykjavík í hálfa öld. Snemma á árinu 1993 var Klemenz Jónsson leikari ráðinn ritstjóri vænt- anlegrar bókar, en hann hafði starf- að að þjóðhátíðarhöldunum í Reykja- vík hátt á fjórða áratug og hafði þegar safnað miklu efni þar um. í ritnefnd voru valinkunnir menn und- ir forystu Lýðs Björnssonar sagn- fræðings. Bókin hefst á ávörpum eftir þau Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra og Júlíus Hafstein formann lýðveldishátíðarnefndar í Reykjavík. Síðan er leiðin skemmtilega „vörð- uð“ í máli og myndum frá þjóðhátíð- inni 1874 til lýðveldishátíðarhalda í Reykjavík 1944 og 17. júní birtist ár hvert í tímans rás, í minningum, ljóðum og frásögnum lífs og liðinna. Þá er nánast stórkostlegt að geta lesið samhliða ágætar ljósmyndir sem alls staðar taka mikið rúm á blaðsíðum. Á spássíum er sagt frá myndefn- inu og eru þar litlar frásagnir af veðurfari og ýmislegt smá-frétt- næmt, sumt kannski aðeins hroll- kennt, eins og áfengisnotkun á nokkrum þjóðhátíðum, sem myndir undirstrika hressilega. Þótt hlutur kvenna sé heldur rýr í þjóðhátíðarhöldunum er þó ljóst að Klemenz Jónsson og ritnefndin hafa gert sitt til þess að gera hann nokk- urn með myndum og minningum. Þar skipar fjallkonan sitt rúm hveiju sinni. Bráðskemmtileg er frásögr. Kristjönu Millu Thorsteinsson er hún komst við illan leik til Þingvalla á lýðveldishátíð 1944, sem væntanleg íjallkona. En fjallkonan flutti ekki hátíðarljóð þennan merka dag af því að fimleikaflokkur karla tróð sér fram fyrir hana og tíminn flaug burt! Í bókinni gegna dagblöðin miklu hlutverki gegnum tíðina — oft með orðum þeirra sem horfnir eru á braut. Margar frásagnir bæði þeirra og hinna núlifandi eru svo ágætar að þær eru vandaðar bókmenntir. Nefnt verður sem dæmi frásögn Þuríðar Pálsdóttur af föður hennar Páli ísólfssyni, sem öll þjóðin elskaði og dáði. Þetta er vönduð bók að útliti og innihaldi. Klemenz Jónsson og rit- nefndin mega líta stolt fram að loknu verki. Þess gætir að Klemenz hefur áður sýnt að hann er í eðli sinu góður rithöfundur og vel skyggn í þeim sökum. Að lokum, það er hægt að óska honum nú til hamingju með bókina og raunar öllum sem að stóðu. Skemmtilegur fjársjóður til ungu kynslóðarinnar. Jenna Jensdóttir LOKAUTKALL llHHr ■ '1 í síma! 4 4 C3ATXA5/S EBD Hk URVAL UTSÝN trygging fyrir gæðum Lrif'tnúla 4, í Hafnarfiröi, ( Keflavík, á Akureyri, á Selfossi ■ of> bjá umboösmónnum urn laná alll. Orgelleikur tonpst Ilallgrímskirkju ORGELTÓNLEIKAR Keith John lék verk eftir J.S. Bach, Schumann og Messiaens. Sunnu- dagurinn 26. febrúar 1995. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju stóð fyrir tónleikum sl. sunnudag, þar sem enskur orgel- leikari, Keith John, lék á Klais-org- el kirkjunnar. Tónleikarnir hófust á h-moll prelúdíu og fúgu (BWV 544), eftir meistara J.S. Bach, en stefíð í fúgunni er að tónskipan mjög líkt og upphaf íslenska þjóðlagsins (raddsetning eftir Emil Thorodd- sen) Undir bláum sólarasali, en auðvitað í moll. Prelúdian er glæsi- leg og víxlast tónmál hennar á milli þess sem minnir á fantasíu eða tokkötu, með smá fúgato innskot- um og fúgan sjálf með sínu látlausa og hryneinfalda stefí, er meistara- leg raddflétta frá upphafi til enda. Keith John lék verkið af öryggi og með raddskipan sem vel má sætta sig við. Annað viðfangsefni tónleikanna voru tveir kanónar, nr. 5 og 6, úr „Æfingum fyrir Pedal-flygil“ eftir Schumann, sem mun vera nær eina tónskáldið er samdi tónverk fyrir þetta sérkennilega hljóðfæri. Það var upphaflega smíðað sem æfinga- hljóðfæri fyrir orgelleikara. Kanón- arnir eru skemmtileg tónlist en þrátt fyrir að Schumann hefði skömm á þeim „skólalærdómi“ er tengdist kontrapúnktískum form- um, átti hann það til að snúa við blaðinu og reyna af miklum ákafa að semja í ströngum formum, eins og áðurnefnda kanóna. Þessar sveiflur í viðhorfum hans, er eitt dæmið um það andlega ósætti, er síðar rændi hann heilsunni. Kanón- arnir voru ágætlega leiknir og með rómantískri raddskipan, sem hæfði verkum nokkuð vel. Besta leikna verk tónleikanna var Barátta dauðans og lífsins, sem er þáttur úr Les corps glorieux, eftir Messiaen. Dauðaþátturinn er Þnár konur LEIKUST Listaklúbbur Þjjöð- lcikhúskjallara DÓTTIRIN, BÓNDINN OG SLAGHÖRPULEIKARINN Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir. Leikstjóri: Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir. 26. febrúar. LÍFSHLAUP þriggja kvenna eru efniviðurinn í þeim þremur einþátt- ungum sem sýndir eru í Listaklúbbi á sunnudagseftirmiðdögum um þessar mundir. Lífshlaup venjulegra kvenna; kvenna sem lifa hversdags- legu lífí. Einhver sagði einhvern tímann að venjulegt fólk ætti ekki heima í leik- ritum - en það er rangt. Þær þrjár konur sem birtast í þessum verkum eru svo venjulegar að við gætum mætt þeim úti á götu án þess að taka eftir þeim; án þess að sjá á þeim hversu ómjúkum höndum lífið hefur farið um þær. Eins og alla. Það er nefnilega ekki til venjulegt fólk. Allir eiga sér sögu sigra og sorga, tímabil hamingju og harma; atvik sem breyta lífsstefnunni og gildismatinu. I fyrstu sögunni, Dóttirín, er kona beðin um að lýsa móður sinni, vegna útvarpsþáttar sem verið er að gera um hana. í fyrstu virðist það vera létt verk að Iýsa manneskju sem er einhveijum svo nákominn, eða allt þar til fara að vakna spurningar um þætti sem eru börnum manns huld- ir. Stundum þegar konan telur sig hafa fundið þráðinn, man hún eftir atviki sem stangast á við það sem hún er að segja og stundum er frá- sögn hennar mótsagnakennd. Hún er að reyna að klambra saman mynd af móður sinni samkvæmt þeirri skilgreiningu sem gamla konan hafði í samfélaginu (hún var þekkt) en tekst það ekki, því hún er of tilfinn- ingalega tengd móður sinni til að gera þá frásögn trúverðuga. Og þær tilfinningar eru bæði vondar og góð- ar, minningamar bæði sárar og ljúf- ar. Hún þekkti ekki þessa konu eins og aðrir sáu hana. Hún hefur annað sjónarhom á hana en það er ekki svo víst að það sé sjónarhornið sem þáttagerðarmenn vilja heyra. En í vangaveltum sínum um móðurina segir hún sögu þeirra beggja. I Bóndinn hefur kona á miðjum aldri orðið fyrir sámm harmi. Þeir atburðir hafa gerst í fjölskyldu henn- ar að hún staldrar við og veltir því fyrir sér hver aðdragandinn hafi hugsanlega verið. Hún hefur lifað lífi þar sem eiginlega ekkert gerist; bara strit á strit ofan, fullt af börn- um og hún er hvorki hamingjusöm né óhamingjusöm. Hún er bara. í rauninni virðist hún aldrei hafa hugsað alvarlega um hvað hún sjálf vill. Lífið hefur bara gerst og hún tekið því. Samt getur maður ekki varist því að finnast lífi hennar sóað. Hún er ein af þessum konum sem standa eins og klettar þegar aðrir brotna; allir leita til hennar. Hún er huggarinn, hún hlustar og gefur góð ráð. Hún er, því miður, svo sterk að það virðist ekki hvarfla að neinum að stundum þurfi að hugga hana, hlusta á hana og gefa henni góð ráð. Slaghörpuleikarinn er eldfjörug og hress kona, sem gefur dauðann og djöfulinn í allt. Kaldhæðni hennar og kæti brjótast út í bráðskemmti- legum texta, sem er fullur af mót- sögnum, brengluðu gildismati, furðulegri afstöðu til foreldra - og ekki að ástæðulausu. Konan á svo skelfilega sögu að hún hlýtur að gefa sér forsendur sem henta henni sjálfri, bara til að lifa af. Hún forð- ast nokk hið eldfima svæði sem til;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.