Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 2b
tæknilega nokkuð erfiður og þar
naut sín raddskipan orgelsins en
seinni hlutinn, sem táknar lífið,
minnir á köflum á orgelverk G,
Francks, endalausa og fallega líð-
andi hljóma, með laglínu táknræna
fyrir eih'fan og himneskan sigur
Krists yfir dauðanum.
Lokaverkið var fíðlu-sjakonnan
úr d-moll fiðlupartítunni (nr. II)
eftir meistara J.S. Bach. Verkið var
umritun orgelleikarans á útfærslu
Busonis og var þar um að ræða,
vægast sagt, ótrúlega skrumskæl-
ingu á þessu meistaraverki, bæði
hvað varðar raddskipan og útfærsl-
una í heild, er var oft mjög affærð
frá upprunalegri gerð verksins.
Svona meðferð gengur gegn heið-
ursrétti þeim, sem allir tónlistar-
menn ættu að virða, í umgengni
sinni við verk genginna höfunda.
Keith John er fær orgelleikari en
ætti að hemja löngun sína til að
umsemja verk annarra, sem í raun
vitnar fremur um óafsakanlegt hu-
mynda- og smekkleysi en að um
sé að ræða einhveija nýsköpun eða
betrumbót, þar sem hennar er ekki
þörf og nóg til af góðum verkum
ef menn vilja sýna leiknikunnáttu
sína.
Jón Ásgeirsson
finningar eru. Og þó. Það er eins
og þær séu að læðast aftan að henni
og kannski á hún möguleika að
hefna sín - á einhverjum.
Mér finnst allir einþáttungarnir
óhemju áhugaverðir. Þeir eru svo
ótrúlega vel skrifaðir að hver per-
sóna rígheldur athygli manns og það
er ekki hægt að vera sama um þær.
Þær beijast allar við að móta líf sitt.
Þær reyna að segja ævisögu sem
lítur vel út, velja sér minningar og
taka vitsmunalega afstöðu til sjálfra
sín og nánustu fjölskyldu. En frá-
sögn þeirra afhjúpar allt aðra sögu
en þær reyna að segja. Það er ekki
þar með sagt að þær séu líkar eða
eigi margt sameiginlegt. Heldur
þvert á móti, þótt vissulega megi
segja að þær hafi fremur verið þo-
lendur en gerendur í lífínu. En það
er nú svosem lífsins saga.
Það er mjög freistandi að sál-
greina þessar persónur og útskýra
orsakir og afleiðingar í lífi þeirra,
en þeirri hugarleikfími verður sleppt
að sinni. Það er svo miklu meira
spennandi að „upplifa" þær, ef nota
má svo slæmt orð; skynja þær djúpt
niður í undirmeðvitundina, finna til
með þeim og átta sig á því, einu
sinni enn, hvað það getur verið sárt
að vera manneskja. En hversu sárt
sem það er, hefur lífið sínar spaugi-
legu hliðar - og það hafa þessar
konur iíka. Það er heilmikill húmor
í textanum, en ekki neinn fíflahú-
mor, heldur mjög svo afhjúpandi
húmor. Þær eru að reyna að breiða
yfir eitthvað með honum en tekst
ekki. Heldur þvert á móti, segja
meira en þær ætla sér.
Þessar þijár, mjög svo áhuga-
verðu konur, eru leiknar af Guðlaugu
Maríu Bjarnadóttur (Dóttirin), Guð-
björgu Thoroddsen (Bóndinn) og
Ingrid Jónsdóttur (Slaghörpuleikar-
inn). Og allar fara þær á kostum.
Persónusköpun þeirra er skýr og
sterk; hreyfingar, svipbrigði og
raddbeiting unnin af stakri ná-
kvæmni og konurnar þijár birtast
manni ljóslifandi og sterkar í öllum
sínum vanmætti.
Umbúnaður sýningarinnar er ein-
faldur, sem og búningar og lýsing.
Hver þáttur byggir á texta og reyn-
ir virkilega á hæfni hverrar leikkonu
til að vinna úr honum án þess að
missa athygli áhorfenda. Þar reynir
virkilega á leikstjórann, sem hefur
ekkert annað í höndum en mikinn
texta og eina leikkonu í senn. Sú
vinna er sérlega vel unnin og ber
vott um næmni og skilning á þeim
möguleikum sem leikarinn býr yfir.
Þetta er sterk sýning og áhrifamikil
og tvímælalaust ein sú áhugaverð-
asta sem er á ijölum leikhúsanna
þessa dagana. Og ekki bara vegna
þess að hún fjallar um konur, heldur
vegna þess að hún fjallar um mann-
eskjur.
Súsanna Svavarsdóttir
LISTIR
KEITH John konsertorganisti.
SÍÐASTA
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ!
E3 Viltu margfalda lestrarhraðann og afkðst í starfí?
ö Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi?
Ef svar þitt er jákvætt við annarri ofangreindra spum-
inga skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestramámskeið
vetrarins sem hefst fimmtudaginn 9. mars n.k.
Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091
HFVVÐLJESTTTfc/NFtSKÖLJNN
KÓLÓMBÍUKAFFI
Afburða ljúffengt hreint Kóloinbíukaffí ineð kröftugu og frískandi bragði.
Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess.
Kólonihíukaffí var áður í hvítum umbúðuni.
MEÐÁLBRENNT
Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu
er megin uppistaðan. Kólombíukaffí gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð.
Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku
og kjarnmiklu Kenýakaffí.
íiAX\Vr
1-BR \ GG 'úr 111 an<ia
Kaffi sem lagað er í sjálfvirkuin kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum
eiginleikuin til að útkoman verði eins og best verður á kosið.
Gevalia E-brygg er blandað nicð sjálfvirkar kaffíkönnur í huga.
Aðeins grófara, bragðmikið og ilniaudi.
MAWVKI.L IIOl Si: H0f
Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt,
liefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim
sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber afí
GEVALIA
-lJað er kaffið!