Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Glasafrj ó vgun
- vonir og þrár
þúsunda
GLASAFRJÓVGUN
er ekki lengur fjarlægt
tæknilegt hugtak fyrir
íslendinga, sem fólk
hér á landi les um í
erlendum fræðitímarit-
um. Glasafrjógvun er
ekki lengur nútíma
kraftaverk, sem eru
gerð hjá útlenskum vís-
indamönnum í tilrauna-
skyni. Nei, glasafrjóvg-
un er í dag raunhæfur
og eðlilegur valkostur
fólks 5 heilbrigðisþjón-
ustunni, þ. á m. íslend-
inga, sem eiga við
vandamál að etja sem
tengjast ófrjósemi.
Með tilkomu glasafijóvgunar-
deildar Landspítalans og styrkingu
og eflingu þeirrar deildar hefur ver-
ið komið til móts við óskir og þarfir
hundruð íslendinga og þeim gefin
ný von; möguleika sem fyrir örfáum
árum voru ekki fyrir hendi. Fyrir
beinan og óbeinan tilverknað glasa-
fijóvgunardeildarinnar hafa hjón
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
eignast afkomendur; eignast börn.
Svo einfalt er það, en samt svo stór-
kostlegt. Með aðstoð þeirrar þjón-
ustu sem innt er af hendi á Landspít-
alanum í þessum efnum hafa 250
„nýir“ íslendingar fæðst á umliðnum
tveimur og hálfu ári.
Það sem meira er, þá er árangur
þessarar deildar betri og glæsilegri
en samsvarandi stofnanir erlendis
geta státað af. Þórður Óskarsson
læknir og hans ágæta samstarfsfólk
eiga þakkir skildar fyrir störf sín í
þessum efnum.
En betur má ef duga skal. Því
miður er það enn þannig, að langir
biðlistar eru eftir þessari þjónustu.
Og því miður er það þannig í þess-
ari biðröð eins og svo flestum öðrum
í heiibrigðiskerfinu, að tíminn vinnur
ekki með fólki heldur á móti því.
Mörg hjón eru komin á þann aldur,
að það eru seinustu forvöð skv. fyrir-
liggjandi reglum að gangast undir
glasafijóvgun; eiginkonan einfald-
lega að komast á þann aldur að
möguleikar á þungun fara þverrandi.
Leggjum bið
röðina af
Ég átti tal við margt fólk sem
átti við þetta vandamál að etja, ófijó-
semi, þegar ég gegndi starfi heil-
brigðisráðherra á árunum 1993 og
1994. Og það er vissulega þannig,
að samfélagið verður bókstaflega
að koma til móts við þarfir þessa
fólks. Við höfum hin faglegu úrræði
og okkur ber skylda til að tryggja
hin fjárhagslegu og hagrænu. Marg-
ir þeir, sem biðu í þessari löngu bið-
röð, sögðu við mig að peningamálin
skiptu engu. Nú er það þannig, að
fólk greiðir um það bil 'A meðferðar-
innar, eða um 70 þúsund krónur að
meðaltali af þeim 200 þúsundum
sem meðferðin kostar. Margir
spurðu hvort þeir gætu ekki komist
framar í biðröðina ef þeir greiddu
aðgerðina að fullu og öllu. Ýmsir
bentu einnig á, að ósanngjarnt væri
fyrir þann sem færi í þessa aðgerð,
að ef hún tækist ekki í fyrsta skipti,
þyrfti sá hinn sami að fara aftast í
röðina á nýjan leik. A meðan biðin
er talin í árum, þýðir það í raun að
möguleikign er úr sögunni fyrir
suma vegha aldurs. Þá eru og kunn-
ar gagnrýnisraddir gagnvart þeim
reglum sem miðað er við í dag, s.s.
vegna barna annars hjóna eða
beggja frá fyrra hjónabandi. Fleiri
gagnrýniraddir um önnur atriði eru
einnig uppi við hjá þeim einstakling-
um, sem þarna eiga hlut að máli og
samtökum þeirra, Tilveru.
Mín skoðun er einfaldlega sú í
máli þessu, að eins ein leið sé fær
til að leysa þau aðkal-
landi vandamál og þær
athugasemdir sem uppi
eru. Okkur ber að efla
til muna starfsemi
þessarar deildar og
stórauka afköst henn-
ar, þannig að við eyðum
fyrirliggjandi biðlistum
á skömmum tíma.
Þannig og aðeins þann-
ig komum við til móts
við þennan stóra hóp
þjóðfélagsþegna sem
hefur félagslegar, fjár-
hagslegar og tilfínn-
ingalegar forsendur til
að ala böm í þennan
heim, en þurfa við það
hjálp og aðstoð frá okkar annars
fullkomna heilbrigðiskerfi.
Ég trúi því að fjármunum til þessa
málaflokks sé vel varið. í starfí mínu
Gerum Landspítalanum
kleift að tvöfalda afköst
glasafijóvgunardeildar,
segir Guðmundur Arni
Stefánsson, og sköpum
aðstöðu til að „flytj a út“
þjónustu af þessu tagi.
sem heilbrigðisráðherra hafði ég Iát-
ið gera áætlun í þessa vem, þ.e. um
flutning deildarinnar í rúmbetra hús-
næði og einnig að taka frá fjármagn
til að fækka til muna á biðlistum
og síðan eyða þeim alveg. Því miður
gafst mér ekki tími til að fylgja
þessu hugðarefni mínu eftir í heila
höfn sem heilbrigðisráðherra áður
en ég lét af því starfí með skömmum
fyrirvara. En þessar áætlanir liggja
allar fyrir. Og vilji er allt sem þarf.
Heilbrigðisþjónusta á
heimsmælikvarða
Hvers vegna skyldi þetta mál vera
fjárhagslega hagkvæmt? Eru þetta
ekki enn ein ný útgjöldin í heilbrigð-
iskerfínu sem ganga þvert á sparn-
aðarhugmyndir þar á bæ? Nei, svo
er alls ekki þegar grannt er skoðað.
Vegna þessa hæfa starfsfólks sem
við búum að og þess góða árangurs
sem við getum státað af, er hér á
ferðinni heilbrigðisþjónusta sem við
getum og eigum að selja útlending-
um. Það gerum við vitaskuld ekki
fyrr en við getum þjónustað alla þá
íslendinga sem þess óska. En víða
er það svo erlendis, að þessi heil-
brigðisþjónusta er veitt og seld þeim
sem óska' fyrir háar fjárhæðir. Ekki
er óalgengt að sambærileg meðferð
og hérlendis fer fram, og kostar 200
þúsund, sé seld í Bandaríkjunum og
í Evrópu fyrir þrefalda eða íjórfalda
þá upphæð. Og enn og aftur skal á
minnt, að árangur þar er lakari en
hér þekkist. Hví ekki að markaðs-
setja þessa heilbrigðisþjónustu hér-
lendis og taka rífleg þjónustugjöld
af útlendingum og skjóta þá um leið
stoðum undir aðra þætti íslenskrar
heilbrigðisþjónustu?
Ég er mikill áhugamaður um mál
þetta. Það eru fjölmargir aðrir. Tök-
um saman höndum um framgang
þess og gerum Landspítalanum
kleift að tvöfalda afköst glasafijóvg-
unardeildarinnar og eyðum innlend-
um biðlistum og sækjum síðan fé til
útlendinga sem þarfnast þessarar
heilbrigðisþjónustu. í þessum efnum,
eins og stundum áður, er sóknin
besta vörnin.
HSfundur er alþingismaður og
fyrrv. hcilbrigðisráðherra.
Guðmundur Árni
Stefánsson
I hvorri fylkingunni
stendur Þjóðvaki?
í SVARGREIN sem birtist í Morg-
unblaðinu 8. febrúar sl. undir fyrir-
sögninni Afturhaldssjónarmið Ragn-
ars Amalds reynir Jóhanna Sigurðar-
dóttir að veija þá tillögu sína, að
erlendum fyrirtækjum verði leyft að
kaupa hlutabréf í íslenskum útgerð-
arfyrirtækjum. Þetta hafði ég gagn-
rýnt með augljósum rökum og fékk
þá það svar að sjónarmið mitt væri
afturhaldssemi.
í marsmánuði 1991 samþykkti
Alþingi lög um fjárfestingar erlendra
aðila í íslensku atvinnulífí. Þá voru
eldri reglur rýmkaðar á ýmsum svið-
um. Þó voru allir flokkar sammála
um það þá að halda erlendum fyrir-
tækjum utan við íslenska útgerð.
Tveimur árum síðar urðu harðar
deilur um erlendar fjárfestingar í
tengslum við EES-samninginn. Enn
var þó samstaða um að hleypa er-
lendum fyrirtækjum ekki í íslenska
útgerð.
Hvers vegna? Stafaði þessi al-
menna samstaða af afturhaldssemi
Jóhönnu, Jóns Baldvins og Davíðs
svo og allrar stjórnarandstöðunnar?
Nei, ástæðan var að sjálfsögðu sú,
að allir flokkar vildu tryggja, m.a.
með núverandi kvótakerfí í huga, að
auðlindir sjávar í íslenskri landhelgi
kæmust ekki í hendur erlendra
manna.
Það var ekki fyrr en áróðurinn
fyrir aðild íslands að Evrópubanda-
laginu hófst, að samstaðan brast.
Og hvers vegna? Vegna þess að tals-
menn ESB-aðilar áttuðu sig á, að
fullt frelsi útlendinga til ijárfestinga
í íslenskum sjávarútvegi verður ör-
ugglega eitt af skilyrðunum fyrir því
af hálfu ESB, að aðild íslands komi
til álita. Þess vegna hófu menn eins
og Jón Baldvin, Sighvatur og Vil-
hjálmur Egilsson áróður fyrir því,
að hömlum á fjárfestingum útlend-
inga í íslenskri útgerð yrði tafarlaust
aflétt. Þeir eru einfaldlega að búa í
haginn fyrir inngöngu íslands í ESB.
En hvar stendur Jóhanna?
Tvær hreyfíngar takast nú á um
afstöðu íslands til Evrópusambands-
ins. Annars vegar
standa þeir sem telja
það ekki samrýmast
hagsmunum íslendinga
að ganga í ESB og ætla
að standa þar fast á
móti. Við alþýðubanda-
lagsmenn skipum okkur
heils hugar í þá sveit
og eigum marga, góða
bandamenn í Fram-
sóknarflokki, Sjálfstæð-
isflokki og Kvennalista.
Hins vegar eru þeir
sem stefna leynt og ljóst
að inngöngu íslands í ESB. Þar
ganga forystumenn Alþýðuflokksins
fremst í fylkingu ásamt ýmsum
áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Jóhanna Sigurðardóttir
á ekki að bera kápuna
á báðum öxlum í Evr-
ópumálum, segir Ragn-
ar Amalds, telji hún sig
eiga samleið með félags-
hyggjufólki á vinstri
væng stjómmálanna.
Kjósendur hljóta að vilja vita,
hvaða afstöðu frambjóðendur hafa í
þessu máli og sú spurning er þegar
mjög áleitin, hvað varðar Jóhönnu
og Þjóðvaka.
Margtuggin slagorð
Eins og kunnugt er, beita tals-
menn aðildar ýmsum niðrandi glós-
um um andstæðinga sína. Þeir ræða
gjaman um „afturhaldssemi" þeirra
sem ekki vilja fóma íslenskum hags-
munum í þágu ESB og saka þá um
að „ala á ótta við útlendinga". Ég
skal fúslega viðurkenna, að mér þótti
heldur ills viti, að Jóhanna skyldi
nota bæði þessi margt-
uggðu áróðursslagorð í
svargrein sinni.
Þegar hún minnist á
EES-samninginn, segir
hún: „Alið var á ótta
um, að útlendingar
myndu fara að fjárfesta
hér í miklum mæli og
kaupa upp heilu dalina
og fallvötnin. Þrátt fyrir
viðleitni stjórnvalda til
að laða að erlenda fjár-
festa virðist áhugi
þeirra enginn."
Hér fetar hún sam-
viskusamlega í fótspor
Jóns Baldvins og Sig-
hvats sem gert hafa mikið mál úr
því seinustu mánuðina, að útlending-
ar hafí lítið keypt af íslensku landi,
þótt EES-samningurinn sé nú meira
en ársgamall. Hvorki Jóhanna né Jón
Baldvin láta þess getið, að á þetta
reynir ekki fyrr en eftir tvö ár. Út-
lendingar hafa enn ekki öðlast rétt
til jarðakaupa hér á landi og enn
verður ekkert um það fullyrt, hvort
erlendir auðmenn og stórfyrirtæki
hafí áhuga á að kaupa upp fagra
dali eða dýrmæt útivistarsvæði. í
nýsamþykktum jarðalögum eru
reyndar ströng ákvæði sem standa
í vegi erlendra kaupenda þegar þar
að kemur.
En með þessari vanhugsuðu at-
hugasemd er Jóhanna fyrst og fremst
að afhjúpa sjálfa sig. Órökstuddar
fullyrðingar um áhugaleysi útlend-
inga á íslensku landi löngu áður en
á það getur reynt staðfestir það sem
marga grunar, að hún er sannarlega
ekki í hópi þeirra sem sýna vilja
aðgætni á þessu sviði.
Jóhanna Sigurðardóttir á ekki að
reyna að bera kápuna á báðum öxlum
í Évrópumálunum. Telji hún sig eiga
samleið með félagshyggjufólki á
vinstri væng stjórnmálanna, eins og
ég hef verið að vona, er tími til kom-
inn að hún hætti að veifa áróðurs-
slagorðunum frá Sighvati og Jón
Baldvin.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið i
Norðurlandskjördæmi vestra.
Svar til Jóhönnu Sigurðardóttur
Ragnar Arnalds
Af stöðugleika
húsbóndans í neðra
í MORGUNBLAÐINU 23. febrúar
sl. voru endurprentaðar hugleiðingar
Birgis Hermannssonar úr Alþýðublað-
inu þar sem hann gerði að umtalsefni
grein eftir undirritaða sem birtist í
Dagblaðinu mánudaginn 20 febrúar.
Þar sem mér virðist Birgir vera bæði
sár og reiður og hafa að mestu mis-
skilið grein mína vil ég biðja Morgun-
blaðið að birta hér örstutta athuga-
semd. „Það hendir ýmsan mann á
margri tíð að mæla orð er hann má
siðar trega“, sagði Steinn Steinar í
eina tíð og er ekki nema sjálfsagt að
ég taki undir með honum fyrst ég
hef með orðum mínum um stöðug-
leika andskotans hneykslað svo orð-
varan stillingarmann sem Birgi Her-
mannsson.
Það sem fyrir mér vakti með þesum
orðum var einfaldlega að láta í ljósi
vanþóknun mína á þeirri undarlegu
orðanotkun að nefna það ástand sem
núverandi ríkisstjóm hefur kallað yfir
landsmenn „stöðugleika í efnahags-
málum“.
Örg öfugmæli
Þetta ástand hefur m.a. lýst sér í
því að skattar á einstaklinga hafa
stórhækkað meðan skattar á fyrir-
tæki hafa lækkað; gjöld á sjúklínga
hafa vaxið; bamabætur hafa lækkað;
vaxtabætur hafa lækkað með þeim
afleiðingum að gjaldþrotum ijölgar
og bankar og lánastofn-
anir sitja uppi með fjölda
húseigna þess fólks sem
ekki stóð undir stöðug-
leika launa meðan bæði
skattar og vextir uxu því
yfir höfuð. Þetta ástand
birtist okkur í því að
skuldir þjóðarbúsins hafa
aukist úr 15% af þjóðar-
framleiðslu í 30%. Sjö
milljarðar hafa verið
færðir frá þeim þjóðfé-
lagshópi sem efnam-
innstur er til hinna sem
ráðið hafa stefnunni í
þessu þjóðfélagi og
kenndir era við kol-
krabba, smokkfíska og jafnvel fleiri
furðudýr. Hér er líklega um að ræða
Sjö milljarðar hafa verið
færðir, að mati Sigríð-
ar Jóhannesdóttur, frá
efnalitlum til þeirra sem
kenndir eru við kol-
krabba og smokkfisk.
mestu tilflutninga á fjármagni í sögu
íslands síðan kirkjan kom hér á tíund-
argjaldi fyrir tæpum 1000 árum. Að
kalla slíkt ástand stöð-
ugleika í efnahagsmál-
um er að mínu viti arg-
asta öfugmæli jafnvel
þótt bæði verðlagi og
gengi hafí verið haldið
nokkum veginn stöð-
ugu.
Ég geri yfirbót
Þetta stöðugleikatal
er af sama toga spunnið
og orðanotkun sú sem
Orwell lýsir í frægu
verki sínu „1984“ þegar
hann lætur stjómvöld
flagga slagorðum á
borð við: „Frelsi er
áþján“ og „Stríð er friður". En sé það
Birgi Hermannsyni huggun er ég fús
til þess að gera þá yfirbót að kenna
ekki framar margumræddan stöðug-
leika við höfðingjann í neðra heldur
við ríkisstjóm Davíðs Oddssonar enda
ber hún sannanlega fremur en hann
ábyrgð á ástandinu.
Það er von mín að eftir þann hægri
vetur sem ríkt hefur í efnahagslífí
þjóðarinnar undanfarin íjögur ár megi
hinn 8. apríl upprenna vinstra vor.
Höfundur er kennari og skipar
2. sæti á framboðslista
Alþýðubandalagsins og óháðra í
Reykjancsskjördæmi.
Sigríður
Jóhannesdóttir