Morgunblaðið - 28.02.1995, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 33
JMtangunMftfeffe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
N ORÐURLÖNDÁ
RÉTTRILEIÐ
YFIRLÝSING forsætisráðherra Norðurlandanna, um að
gengið verði til samninga við aðildarríki Schengen-
samkomulagsins í því skyni að varðveita norræna vega-
bréfsfrelsið, kom á réttu augnabliki. Það er táknrænt og
viðeigandi í upphafi 46. þings Norðurlandaráðs í Reykja-
vík, sem fjalla á um framtíð norræns samstarfs og sambúð
þess við Evrópusamstarfið, að lausn skyldi finnast á þeim
vanda, sem virzt hefur blasa við norræna vegabréfasam-
komulaginu.
Norðurlandabúar hafa löngum litið á það sem einn já-
kvæðasta árangur norræns samstarfs, að í fjörutíu ár
hafa þeir ekki þurft vegabréf á ferðalögum sinum milli
Norðurlandanna. Aðild þriggja norrænna ríkja, Danmerk-
ur, Finnlands og Svíþjóðar, að Evrópusambandinu og fyrir-
huguð aðild þeirra að Schengen-samkomulaginu virtist
myndu stefna vegabréfsfrelsi á Norðurlöndum í hættu. Sú
lausn, sem nú hefur fundizt, ber vott um að nokkuð sé
að marka þær yfirlýsingar ráðamanna í norrænu ESB-ríkj-
unum að aðild þeirra að sambandinu muni ekki koma nið-
ur á samstarfinu við ísland og Noreg.
Fyrir Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík liggja tillögur
um það, hvernig nota megi norrænt samstarf til að byggja
brú á milli ESB-ríkjanna í hópi Norðurlanda og þeirra, sem
standa fyrir utan. Tillögur umbótahópsins svokallaða, sem
' greint er frá í Morgunblaðinu í dag, gefa ákveðið fyrir-
heit um að ísland og Noregur geti nýtt samstarfið við hin
Norðurlandaríkin til að koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi innan Evrópusambandsins og styrkja um leið hina
norrænu rödd meðal ESB-ríkja. Eftir er að sjá, hvernig
til tekst um þetta samstarf, þegar á reynir, en byrjunin
lofar góðu.
Þótt nauðsynlegt sé að aðlaga Norðurlandasamstarfið
Evrópusamstarfinu, mega menn hins vegar ekki gleyma
rótum og kjarna norræns samstarfs, sem er samkennd
Norðurlandanna, byggð á sameiginlegum menningararfi
og pólitískum hefðum. Varla er til nánara samfélag ríkja
í heiminum að þessu leyti. Þess vegna er jákvætt að áfram
er í innra starfi Norðurlandaráðs lögð höfuðáherzla á
menningar- og menntamál. Það eru málaflokkarnir, þar
sem ríkin fimm og sjálfstjórnarsvæðin þrjú eiga mest sam-
eiginlegt.
Allar líkur eru á að spádómarnir um að þingið í Reykja-
vík verði tímamótaþing geti rætzt. Oskandi væri að Reykja-
víkurþingsins yrði minnzt sem nýs upphafs í norrænu sam-
starfi.
MEIRIFESTU í STÖRF
ALÞINGIS
ALÞINGI hefur lokið störfum og^ og nýtt þing verður
kjörið 8. apríl næstkomandi. Ýmis merk mál hlutu
umfjöllun og afgreiðslu á þessu þingi og þessu kjörtíma-
bili. Hæst rís á þjóðmálasviði að tekizt hefur að varða
veginn út úr efnahagskreppunni með því að kveða niður
verðbólgudrauginn, stuðla að sátt á vinnumarkaði og stöð-
ugleika í efnahagslífi, styrkja samkeppnisstöðu atvinnu-
vega okkar, ná viðskiþtajöfnuði við umheiminn og minnka
ríkissjóðshallann. Þingheimur á og lof skilið fyrir þann
þroskavott, sem fólst í afgreiðslu nokkurra mikilvægra en
vandmeðfarinna mála á lokadögum þingsins, þar á meðal
stjórnarskrármálsins og grunnskólafrumvarpsins.
Enn eru þó alvarlegir gallar á vinnulagi þingsins. Þing-
málum er' ekki nægilega dreift á þingtímann. Af þeim
sökum hrannast mál upp til afgreiðslu í skammtíma fyrir
jólahlé og þinglausnir. Það er vart við hæfi að afgreiða
flókin og vandasöm mál undir miklu vinnuálagi í tíma-
hraki. Þá er og auðvelt að tefja og stöðva þingmál með
málþófi. Nú dagaði uppi nokkur mikilvæg mál, þeirra á
meðal afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi áfengis, sem
getur leitt til þess að ísland verði dregið fyrir EFTA-dóm-
stólinn, og tóbaksvarnarfrumvarpið, sem líta verður á sem
mikilvægt heilbrigðismál.
„Mér finnst vanta að mörgu Ieyti meiri festu í störf
Alþingis," segir Matthías Bjarnason, sem nú lætur af þing-
störfum eftir 32 ár á þingi. Þessa festu þarf að tryggja,
m.a. með því að dreifa þingmálum meir á þingtímann, svo
hann nýtist betur, og sporna við málþófi.
ÞIINIG NORÐURLANDARÁÐS
Norrænt samstarf
lagað að Evrópu-
samvinnunní
Umbótahópur Norðurlandaráðs og
norrænu ráðherranefndarinnar hefur skilað
tillögum um nýskipan norræns samstarfs.
Mikil áherzla er lögð á aðlögun þess
að starfi Evrópusambandsins.
Morgunblaðið/Halldór
ÞING Norðurlandaráðs, það 46. í röðinni, var sett í Háskólabíói í gær. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hér í ræðustóli
að flytja skýrslu forsætisráðherra Norðurlanda. Hún snerist nánast einvörðungu um Evrópumál.
UMBÓTAHÓPURINN svo-
kallaði, sameiginlegur
starfshópur Norðurlanda-
ráðs og norrænu ráðherra-
nefndarinnar um framtíð norræns
samstarfs, skilaði áliti í upphafi Norð-
urlandaráðsþings, sem hófst í Reykja-
vík í gær. I áliti hópsins er að fmna
tillögur um endurskipulagningu sam-
starfsins, og á að hrinda þeim í fram-
kvæmd á þessu ári. Mikil áherzla er
lögð á aðlögun Norðurlandasamstarfs-
ins að starfí Evrópusambandsins.
I skýrslu starfshópsins segir að
mikilvægt sé að nýta Norðurlanda-
samstarfið sem vettvang til að gæta
norrænna hagsmuna og hafa áhrif á
dagskrá stjómmálanna í Evrópu. Þar
eigi að ræða ýmis mál, sem til umfjöll-
unar séu á vettvangi Evrópusam-
bandsins, eins snemma og hægt sé.
Norðurlöndin þurfi að hafa samráð
um að hrinda löggjöf Evrópusam-
bandsins í framkvæmd, til þess að
tryggja sem mesta samkvæmni lög-
gjafar á Norðurlöndunum. Hópurinn
leggur áherzlu á að öll Norðurlöndin
fimm og sjálfstjórnarsvæðin þijú
verði jafnrétthá innan norræns sam-
starfs, burtséð frá því hvernig teng-
ingu þeirra við Evrópusambandið sé
háttað.
Þrjú meginsvið
í tillögunum segir að einskorða
eigi norrænt samstarf við þijú meg-
insvið.
• Innra samstarf Norðurlandanna,
sem byggt sé á sameiginlegum gildum
Norðurlandaþjóðanna og komi fyrst
og fremst fram í mál- og menningar-
samfélagi þeirra og svipuðum hug-
myndum um lýðræði, umhverfismál
og félagsmál.
• Samstarf um Evrópumál, eins og
áður er rakið. Norðurlandasamstarfið
á meðal annars að þjóna því hlutverki
að byggja brýr milli norrænna aðildar-
ríkja Evrópusambandsins og þeirra,
sem standa utan við sambandið.
• Samstarfið við grannsvæði Norð-
urlandanna við Eystrasalt og um-
hverfis Norðurheimskautið, Barents-
hafssvæðið þar með talið. Samstarf
við Eystrasaltsríkin og Rússland er
talið framlag til stöðugleika og lýð-
ræðis á svæðinu. Áherzlu á að leggja
á umhverfismál og hagsmuni frum-
byggja á heimskautasvæðum.
Áherzla á menningu og
menntamál
Hvað varðar innra samstarf Norð-
urlandanna, leggur umbótahópurinn
til að það takmarkist einkum við
menningar- og menntamál. Auk þess
verði kröftunum beint að efnahags-
málum, umhverfismálum og félags-
málum.
Hópurinn vill að öll samnorræn
starfsemi miðist við grundvallarreglu
um „norræn not“. Hún felur í sér að
verkefnið fari annars fram í hveiju
landi fyrir sig, en hægt sé að ná já-
kvæðum árangri með því að færa það
á samnorrænan grundvöll, að það tjái
og ýti undir norræna samkennd og
að það auki getu og samkeppnisfærni
Norðurlanda.
í framhaldi af þessu leggur hópur-
inn til að öll ný samstarfsverkefni
undirgangist nákvæma athugun út
frá reglunni um „norræn not“. Jafn-
framt er lagt til að norræna ráðherra-
nefndin láti fara fram endurmat á
starfsemi allra samnorrænna stofn-
ana, sem eru um 40 talsins.
Reglan um „norræn not“
Reglunni um „norræn not“ á jafn-
framt að beita við undirbúning þing-
mannatillagna og annarra tillagna,
sem lagðar eru fyrir Norðurlanda-
ráðsþing. Hópurinn leggur til að þing-
mannatillögur takmarkist við áður-
greind svið innan innra samstarfs
Norðurlandanna
Lagt er til að menningar- og
menntamál verði áfram þungamiðjan
í innra samstarfi Norðurlandanna og
að þau mál fái stærstan skerf á nor-
rænu fjárlögunum, ekki þó fyrirfram
ákveðinn hluta.
Lagt er til að samnorrænar stofn-
anir haldi áfram og þrói frekar sam-
starf sitt við samsvarandi stofnanir
innan Evrópusambandsins.
Tækifæri til að koma norrænum
sjónarmiðum á framfæri í ESB
í umfjöllun hópsins um það svið
norræns samstarfs, sem snýr að Evr-
ópumálum, segir að það geti öðlazt
mikla þýðingu á fyrri stigum máls-
meðferðar innan Evrópusambandsins.
Norðurlöndin hafi tækifæri til að
koma norrænum sjónarmiðum á
framfæri og hafa áhrif á dagskrá
Evrópusambandsins og Evrópska
efnahagssvæðisins.
I þessu samhengi telur umbótahóp-
urinn sérstaklega áhugáverð þau við-
fangsefni ríkjaráðstefnu Evrópusam-
bandsins á næsta ári, þar sem Norður-
Iöndin geti haft sérstaklega mikið
fram að færa. Lagt er til að haldin
verði norræn ráðstefna síðar á þessu
ári, til að kortleggja, ræða og móta
stefnu í þeim málum, sem hafi mikla
pólitíska þýðingu á ríkjaráðstefnunni.
Lagt er til að á þingum Norður-
landaráðs verði gerð grein fyrir því
hvaða mál norrænu ríkin í ESB hafi
tekið upp á vettvangi sambandsins
og hvaða málum þau hyggist beita
sér fyrir. Þá verði tengsl Norður-
landaráðs og Evrópuþingsins efld.
í áliti hópsins segir að tryggja verði
upplýsingastreymi um stjórnmálaþró-
un í Evrópusambandinu og á Evr-
ópska efnahagssvæðiriu, helzt á fyrri
stigum. Jafnframt verði að sjá til
þess að fólk með þekkingu á Evrópu-
málum taki þátt í Norðurlandasam-
starfinu, bæði af hálfu ríkisstjórna
og þjóðþinga.
Efling lýðræðisþróunar í
Eystrasaltsríkjunum
I tillögunum um samstarf Norður-
landanna við grannsvæði sín má finna
sérstakar áherzlur á samskiptin við
Eystrasaltsríkin, í því skyni að efla
lýðræðisþróun. Þá er norrænu ráð-
herranefndinni falið að leggja fram
tillögur um aukið samstarf við önnur
heimskautalönd.
Umbótahópurinn gerir ýtarlegar
tillögur um breytingar á starfi Norð-
urlandaráðs. Þar á meðal eru tillögur
um að auka hlutverk flokkahópa og
styrkja starfsemi þeirra, til að gefa
starfi ráðsins aukinn pólitískan slag-
kraft. Nefndum ráðsins verður fækk-
að. Þá er lagt til að þingum Norður-
landaráðs, sem undanfarin ár hafa
verið tvö á ári, verði fækkað að nýju
í eitt árlega. Auk þess megi hins veg-
ar halda fundi og ráðstefnur um sér-
stök málefni, sem snerti eitt eða fleiri
hinna þriggja sviða norræns sam-
starfs. Til slíkra funda beri að bjóða
þeim, sem virkir séu í starfi Evrópu-
sambandsins.
Hópurinn leggur til að skrifstofa
Norðurlandaráðs, sem nú er í Stokk-
hólmi, verði flutt og sameinuð skrif-
stofu norrænu ráðherranefndarinnar
Látinna
Súðvíkinga
minnzt
Per Olof Hákansson, forseti
Norðurlandaráðs, minntist
þeirra, sem fórust í snjóflóðun-
um í Súðavík, í ræðu sinni er
hann setti Norðurlandaráðs-
þingið í gær.
Bað Hákansson þinggesti alla
að rísa úr sætum og heiðra
minningu hinna látnu með
þögn.
Hákansson lætur af embætti
í dag og mun nýr forseti
Norðurlandaráðs þá taka við,
Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins.
í Kaupmannahöfn. Sameiningin á að
eiga sér stað fyrir árslok 1996 og
gert er ráð fyrir að hún hafi sparnað
í för með sér.
Góður grundvöllur
Forsætisráðherrar Norðurlanda
lýstu því yfir á fundi sínum í gær að
skýrsla umbótahópsins væri góður
grundvöllur fyrir hina nauðsynlegu
aðlögun Norðuriandasamstarfsins að
nýjum aðstæðum. Ráðherrarnir
leggja áherzlu á að aðlögunin verði
það hröð, að á haustþingi Norður-
landaráðs í Kuopio í Finnlandi verði
hægt að leggja fram skýrslur Norð-.
urlandaráðs og ráðherranefndarinnar
um gang umbótanna.
Danir taka nú við formennsku í
norrænu ráðherranefndinni af íslend-
ingum. Poul Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, sagði á
blaðamannafundi í gær að hann von-
aðist til að norrænt samstarf yrði
komið í það horf, sem lagt væri til í
skýrslunni, í upphafi næsta árs.
1.000
manna
þing
46. ÞING Norðurlandaráðs var
sett í Háskólabíói í gær. Þing-
haldið fer fram þar og á Hótel
Sögu og stendur þingið fram á
fimmtudag. Það sækja alls um
eitt þúsund manns, þar af rúm-
lega níutíu þingmenn og fimm-
tíu og fimm ráðherrar. Auk
þeirra kemur til þingsins fjöldi
blaðamanna, embættismanna,
ungliða úr röðum stjórnmála-
flokkanna og erlendir gestir.
Tjaldgöng hafa verið reist
milli Hótels Sögu og Háskóla-
bíós meðan á þinginu stendur,
þannig að þátttakendur, sem
eru á sífelldum þönum, komist
þurrum fótum á milli. Skrif-
stofuhald þingsins er að miklu
leyti í húsakynnum bændasam-
takanna, sem lána skrifstofur
sínar meðan á þinghaldinu
stendur. Þingfundir og blaða-
mannafundir eru í Háskólabíói.
Fjöldinn allur af fundum ráð-
herra, embættismanna og þing-
manna fer fram samhliða þing-
inu og eru fundirnir flestir
haldnir í ráðstefnusölum Hótels
Sögu.
Mikill skari starfar við þing-
haldið. Þannig vinna 76 á skrif-
stofum sendinefnda ríkjanna,
30 á skrifstofu forsætisnefndar
ráðsins, 49 á skrifstofu norrænu
ráðherranefndarinnar og 27
starfa við hraðritun og túlkun.
Auk þeirra má telja starfsfólk
veitingasölu, dyraverði og
fleiri.
Kostnaður íslenzka ríkisins
við þinghaldið er um 20 milljón-
ir króna. Á móti sparast reynd-
ar eitthvað af þeim árvissa
kostnaði, sem fylgir því að
senda fjölda manns utan á
Norðurlandaráðsþing.
Forsætisráðherrar Norðurlanda vilja tryggja norrænt vegabréfsfrelsi
Viðræður verði teknar
upp við Schengen-löndin
Forsætisráðherrar
Norðurlanda lýstu
því yfir í upphafí
Norðurlandaráðsþings
í gær að hafnar yrðu
viðræður við Schengen-
löndin til að tryggja að
áfram verði hægt að
ferðast milli Norður-
landanna án vegabréfs,
þrátt fyrir aðild þriggja
þeirra að Evrópu-
sambandinu.
VIÐ stóðumst prófið,“ sagði
Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Dan-
merkur, í ræðu sinni við
setningarathöfn Norðurlandaráðs í
gær. Hann vísaði þar til þess að for-
sætisráðherrum Norðurlanda hefði,
á fyrsta degi þingsins í Reykjavík,
tekizt að bregðast með árangursrík-
um hætti við vandamáli, sem borið
hefði að höndum vegna áreksturs
Norðurlandasamstarfsins og Evr-
ópusamstarfsins. Ráðherrarnir sam-
þykktu á fundi sínum í gærmorgun
að hefja viðræður við aðildarríki
Schengen-samkomulagsins um af-
nám vegabréfsskyldu, í því skyni að
tryggja að áfram ríki vegabréfsfrelsi
á Norðurlöndunum.
í ályktun þeirri, sem forsætisráð-
herrarnir samþykktu á fundi sinum,
kemur fram að mörg aðildarríki
Evrópusambandsins hyggist afnema
vegabréfsskyldu á lándamærum sin-
um, með hliðstæðum hætti og Norð-
urlöndin hafi gert á sínum tíma. Um
þetta hefur verið gert svokallað
Schengen-samkomulag, sem Danir
hafa sótt um aðild að. Samkomulag-
ið á að ganga í gildi 26. marz næst-
komandi.
í ályktuninni kemur fram að ráð-
herrarnir telji beztu forsendur til
þess að tryggja fijálsa för Norður-
landabúa á milli Norðurlandanna,
þar með talið vegabréfsfrelsi, nást
ef Norðurlöndin taki í sameiningu
jákvæða afstöðu til þátttöku í
Schengen-samkomulaginu.
Noregur og ísland sjái
um ytra eftirlit
í því sambandi minna ráðherrarn-
ir á að bæði Noregur og ísland hafi
lýst sig tilbúin að takast þær skyldur
á herðar að hafa eftirlit á ytri landa-
mærum, sem svari fyllilega til krafna
Schengen-samkomulagsins um slíkt
eftirlit. Með því væru löndin tvö í
raun að gæta ytri landamæra útvíkk-
aðs Schengen-svæðis, en á milli
þeirra og aðildarlanda Schengen-
samkomulagsins yrði fijáls för og
ekki þörf á að sýna vegabréf á landa-
mærum.
Ráðherrarnir eru sammála um að
fyrirkomulag af þessu tagi megi
ekki hafa í för með sér að möguleik-
ar Norðurlanda á að beijast gegn
alþjóðlegum glæpum minnki.
Forsætisráðherrar Norðurland-
anna segjast í ályktuninni takast þá
ábyrgð á hendur að finna lausn þann-
ig að samræma megi Schengen-sam-
komulagið og norræna vegabréfa-
samkomulagið, þannig að vegabréfs-
frelsi ríki áfram á Norðurlöndunum,
í víðara evrópsku samhengi. Ráð-
herrarnir segjast tilbúnir að hefja
viðræður við Schengen-löndin.
Lofargóðuumsamstarf-
Á ^laðamannafundi í Háskólabíói
í gær lýstu forsætisráðherrarnir
ánægju sinni með að lausn hefði fund-
izt svo skjótt og töldu það lofa góðu
um að samstarf Norðurlandanna
gæti gengið vel, þótt þijú væru í
Evrópusambandinu og tvö utan þess.
Ráðherrarnir vildu ekki kveða upp
úr um það hvernig fyrirkomulag af-
náms vegabréfsskyldunnar yrði,
hvort öll Norðurlöndin yrðu til dæm-
is með einhveijum hætti aðilar að
Schengen-samkomulaginu. Gro
Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, sagði afgerandi í
þessu efni að ísland og Noregur
tækjust þá skyldu á hendur að
tryggja eftirlit á ytri landamærum
svæðisins, þar sem vegabréfsfrelsi
myndi ríkja.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði Islendinga tilbúna að uppfylla
allar kröfur Schengen-samkomu-
lagsins um ytra eftirlit og sæju þeir
engin vandkvæði á slíku.
Fjórir forsætis-
ráðherrar
Forsætisráðherrarnir svara spurn-
ingum blaðamanna. Frá vinstri:
Gro Harlem Brundtland, Davíð
Oddsson, Poul Nyrup Rasmussen
og Ingvar Carlsson . Esko Aho,
forsætisráðherra Finnlands, komst
ekki til fundarins en var í símasam-
bandi við starfsbræður sína.
Fram kom að samningaviðræður
myndu fara fram milli hvers einstaks
ríkis Norðurlandanna og Schengen-
landanna, en í nánu samráði til þess
að finna mætti heildarlausn. Poul
Nyrup Rasmussen sagði ekkert
benda til að erfiðara yrði fyrir Noreg
og Island að ná samkomulagi við
Schengen-löndin en fyrir ríkin þijú,
sem þegar ættu aðild að Evrópusam-
bandinu.
Fullur vilji fyrir
samningum
Nyrup Rasmussen tók jafnframt
fram að bæði Norðurlöndin og
Schengen-ríkin óskuðu eindregið eft-
ir því að finna lausn, sem tryggði
að Schengen-samkomulagið og nor-
ræna vegabréfasamkomulagið rækj-
ust ekki á. Frá Schengen-ríkjunum
hefðu komið þau skilaboð, að tækju
Norðurlöndin sameiginlega afstöðu,
væri fullur vilji fyrir samningum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
tiltölulega auðvelt yrði fyrir íslend-
inga að uppfylla kröfur Schengen-
samkomulagsins um eftirlit á ytri
landamærum Evrópusambandsins.
Jafnframt myndu íslendingar áfram
hafa rétt á að gera handahófsleit í
farangri farþega, sem kæmu til
landsins, eins og nú væri kveðið á
um í vegabréfasamkomulagi Norður-
landanna. „Við höldum því að í fram-
kvæmd verði litlar breytingar og
þeim fylgi lítill kostnaður," sagði
Davíð.