Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
+ Þórarinn
Guðnason
fæddist í Gerðum í
Landeyjum 8. maí
1914. Hann lést í
Reykjavík 17. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðni Gísla-
son, bóndi á Krossi
í Landeyjum, og
Helga María Þor-
bergsdóttir kona
hans. Þórarinn átti
þijár yngri systur:
Bergþóra, sem nú
er látin, gift Sig-
urði Guðmundssyni, Þórhalla,
gift Óskari Lárussyni og Guð-
rún, gift Kára Sigfússyni. Þór-
arinn kvæntist Sigríði Theo-
dórsdóttur, f. 25.4. 1921, 30.
desember 1944 og áttu þau sex
böm: Edda, f. 11.11. 1945, gift
Finni Torfa Stefánssyni, þau
áttu Fróða sem nú er látinn;
Freyr, f. 25.6. 1950, kvæntur
Kristínu Geirsdóttur, þau eiga
Þórarin og Geir; Kristín, f. 6.2.
1952, Bjarki, f. 2.2. 1954, á
Egil og Theódóru með Lucindu
Hjálmtýsdóttur, en þau slitu
samvistum; Helga, f. 18.7.1955,
á Þórarin með Sigurði I.
Björassyni; Nanna, f. 7.5. 1958,
sambýlismaður Þorbergur
Þórsson, þau eiga Þór og Sig-
ríði Margréti.
Þórarinn lauk læknanámi
1940 og stundaði framhalds-
nám í skurðlækningum í Eng-
landi 1942-1944 og í Banda-
ríkjunum og Kanada 1947-
1948. Hann var Iæknir á Siglu-
firði 1945-1946 og starfaði sem
Iæknir í Reykjavík frá 1949.
Hann var skurðlæknir á Land-
spítalanum 1949-50, á Hvíta-
bandinu 1951-1968, á Sólheim-
„HANN var lögmaður svo mikill
að engi var hans jafningi, vitur og
forspár, heilráður og góðgjam og
varð allt að ráði það er hann réð
mönnum, hógvær og drenglyndur,
langsýnn og langminnugur. Hann
leysti hvers manns vandræði er á
hans fund kom.“ Þannig er Njáli
lýst í sögu hans. Ef orðið læknir
kæmi í staðinn fyrir lögmaður ætti
þessi lýsing einkar vel við Þórarin
Guðnason, sveitunga Njáls af okkar
öld, sem nú hefur safnast til feðra
sinna.
Um læknisfræði Þórarins hef ég
ekki þekkingu til að fjalla en veit
þó að hann var mjög vel menntaður
og hélt vel við þekkingu sinni. Hins
vegar þekki ég læknisstörf hans frá
sjónarhóli sjúklings af reynslu fjöl-
skyldu minnar. Þórarinn hafði það
sem kallað er læknishendur, vel
skapaðar hendur og fumlausar, sem
virtust búa yfir sérstökum mætti
til þess að græða menn. Snertingu
þeirra fylgdi fullvissa um að betur
yrði ekki að gert. Hlýleika hafði
hann ómældan og þolinmæði hvort
sem kvartað var um stórt eða smátt.
Hann hafði áhuga á starfa sínum
starfans vegna og sparaði ekkert
ómak í þágu sjúklinga sinna.
Þannig virtist Þórarinn fæddur
læknir og má segja að hann hafí
verið heppinn að lenda á réttri hillu
í lífinu. Hann var hins vegar of fjöl-
gáfaður til þess að binda hug sinn
við eitthvað eitt. Af honum mátti
gera marga menn eins og segir ein-
hvers staðar. (Nú er vont að geta
ekki flett upp í Þórarni til að vita
hvar.) Þannig virtist hann einnig
fæddur rithöfundur eins og sjá má
af ritstörfum hans, og ef ekki rit-
.höfundur þá tónlistarmaður því
hann hafði lifandi áhuga á þeirri
listgrein og mjög vandaðan tónlist-
arsmekk. Ritstörf Þórarins eru
furðu viðamikil, þegar þess er gætt
að hann var alla ævi önnum kafínn
læknir. Ritstíll hans er í mínum
huga klassískur, hreinn og íburðar-
laus en um leið ríkur og fjölbreytt-
um 1954-1968 og á
Borgarspítalanum
1968-1986. Hann
gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir
læknastéttina og var
kjörinn heiðursfé-
lagi í Læknafélagi
Reykjavíkur 1986.
Þórarinn fékkst
einnig við ritstörf af
ýmsu tagi. Hann
þýddi mikið af smá-
sögum, sem flestar
birtust í tímaritinu
Dvöl á fjórða og
fimmta áratugnum,
skáldsögur og fleiri rit. Þar
má nefna Glas læknir (1942),
Manntafl (1955), Blómin í ánni,
Saga frá Hírósímu (1963) og
Babelshús (1987). Ásamt Gils
Guðmundssyni og Guðmundi
Hagalín ritstýrði hann bókinni
íslensk ljóð 1944-1953 (útg.
1958). Hann skrifaði greinar í
Læknablaðið, Hjúkrunar-
kvennablaðið, Læknanemann
og Heilbrigðismál, og frá 1988
skrifaði hann fastan pistil um
læknisfræðileg efni í sunnu-
dagsblað Morgunblaðsins.
Þórarinn var vinsæll upples-
ari og las meðal annars upp i
útvarp þýðingu sína á sögunni
Glas læknir. Hann var líka um
tíma með þætti í útvarpinu þar
sem hann spjallaði um og spil-
aði klassíska tónlist, en hann
var alla tíð frá námsárum sín-
um mikill áhugamaður um tón-
list. Hann var um áratuga skeið
í stjóra Kammermúsíkklúbbs-
ins og frá upphafi í fulltrúaráði
Samtaka um byggingu tónlist-
arhúss.
Útför Þórarins Guðnasonar
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
ur. Hin fíngerðustu blæbrigði merk-
ingarinnar voru honum leikur einn
og er texti hans því jafnan afslapp-
aður og eðlilegur eins og ekkert
hafí verið fyrir honum haft. Ég
vandist því í mörg ár að bera undir
Þórarin skrif sem ég þurfti að láta
frá mér fara og vildi vanda til. Var
mér það ekki alltaf öfundarlaust
að sjá hversu fyrirhafnarlítið hann
gat snúið ambögum í gott og eðli-
legt mál. Hann var hafsjór þekking-
ar um fjölbreyttustu málefni og svo
langminnugur að sjálfur Njáll hefði
verið stoltur af. Var það oft þrauta-
lending hjá mér og fleirum þegar
fróðleik skorti að hringja í Þórarin
og var þá sjaldan komið að tómum
kofunum. Þórarinn vildi að rétt
væri farið með staðreyndir. Hins
vegar deildi hann ekki við menn
um slíkt. Hann hafði þann skemmti-
lega sið ef ágreiningur kom upp
um þekkingaratriði að gera hlé á
umræðunni, ganga svo lítið bar á
í bókasafn sitt og fletta upp, svo
að hafy mætti það sem sannara
reyndist.
Þórarinn var maður félagslyndur
og sérlega góður samræðumaður.
Hann kunni vel þá list að hlusta
og var lítið fyrir að trana sér fram
í umræðum. Hins vegar lærðist
mönnum það fljótt að það borgaði
sig að hleypa Þórarni að sem oftast
því að hann gat verið óviðjafnanlega
fyndinn og skemmtilegur og hafði
kveðskap og sögur á hraðbergi í
ótrúlegu magni. Heimili hans og
konu hans Sigríðar Theódorsdóttur
á Sjafnargötu 11 var löngum eins
konar opið hús fyrir alla þá sem
þangað vildu koma. Var þar oft
mikill gestagangur þótt fæstir
hefðu önnur erindi en að njóta fé-
lagsskapar við þau hjón. Heimilis-
bragur var þar um margt óvenjuleg-
ur, látlaus að ytra byrði, en því
meira var að hafa upp úr samskipt-
um við húsráðendur. Bókmenntir,
tónlist og raunvísindi voru þar í
hávegum höfð, en hvers konar
hugðarefni önnur fengu þó góðan
hljómgrunn, þar með talið dauða-
rokk og jafnvel fótbolti ef svo vildi
skipast. Þarna ríkti skemmtilega
opinn hugur til mannlífsins sem
naut sín æ betur eftir því sem nýj-
ar kynslóðir uxu upp í húsinu. Hús-
ráðendur misstu þó ekki sjónar á
lífsgildum sínum þótt lítt væri þeim
troðið ofan í gesti. Þórarinn hafði
þann háttinn á að spyjja hvort hann
mætti ekki lána manni tiltekna bók
eða hvort maður vildi ekki hlusta á
hljómplötu sem hann hafði dálæti
á. Þær eru ótaldar bækurnar og
plöturnar sem hann léði mér í gegn-
um tíðina og á ég þar margt að
þakka.
Þórarinn var að uppruna fátækur
sveitamaður sem braust til náms
af litlum efnum en mikilli atorku.
Hann dvaldi langdvölum erlendis
vegna náms síns og ferða en fylgd-
ist síðan vel með því sem gerðist
ytra með lestri blaða og tímarita
sem mikið var keypt af á Sjafnar-
götu. Hann var þannig bæði í fram-
komu og hugsun íslenskur heims-
borgari í besta skilningi þess orðs.
Þórarinn gat mörgu miðlað til sam-
ferðamanna sinna. Tvennt er það
þó sem í mínum huga mun lifa
lengst, kurteisi íians og góðgirni,
sem var með þeim hætti að óhjá-
kvæmilegt var annað en að taka
sér til fyrirmyndar eftir því sem
efni leyfðu. Sennilega eru það bestu
gjafímar sem ég hef þegið af hon-
um.
Finnur Torfi Stefánsson.
Nú þegar Þórarinn tengdafaðir
minn er ekki lengur hér leitar hug-
urinn til baka og ég rifja upp okkar
kynni frá fyrstu tíð. Heimili tengda-
foreldra minna á Sjafnargötu er
miðpunkturinn. Þar vorum við hjón-
in að draga okkur saman 1972. Ég
sé fyrir mér kyrrláta stund fyrir
framan sjónvarpið, tengdaforeldrar
mínir tilvonandi héldust í hendur
svo lítið bar á, en þeirra fallega
samband og gagnkvæm virðing
varð okkur unga fólkinu góð fyrir-
mynd.
Á Sjafnargötu var alltaf „opið
hús“. Þangað komu vinir þeirra
hjóna og ættingjar og börnin sex
áttu fjölda vina og kunningja sem
gengu þarna inn og út eins og heima
hjá sér. Stundum var erfítt að gera
sér grein fyrir hve margir voru
heimilisfastir þarna en ömggt var
að allir vom jafn velkomnir. Mitt í
þessum erli var hann tengdafaðir
minn alltaf sallarólegur. Hann vann
langan vinnudag við skurðlækning-
ar og þegar heim kom fékk hann
sér stuttan blund í sófanum sínum
með ið og klið í kringum sig. Hann
spjallaði svo við gesti á öllum aldri
og hafði jafn mikinn áhuga á því
sem unga fólkið var að spekúlera
og þeir sem eldri vom.
Eftir að við hjónin vorum farin
að búa og fyrsta barnabarn og nafni
var fæddur mættum við reglulega
með hann á Sjafnó til þess að baða
hann í aðdáun ömmu og afa, sem
var ómæld. Skurðlæknirinn sinnti
líka barnabömunum. Hann þótti
manna lagnastur við að klippa tá-
neglur ungbams og barnið var svo
afskaplega rólegt í fangi hans. Ef
krankleiki sótti að kom afi raulandi
með hlustpípuna sína þegar hyster-
ísk móðir hringdi, hvort sem var
að nóttu eða degi. Maður var svo
ungur þá og tók alla þessa um-
hyggju sem sjálfsagðan hlut. Síðar
þegar við fluttum til Bandaríkjanna
með drengina okkar tvo og ekki var
lengur hægt að hringja í afa gerði
ég mér grein fyrir hvílíkra forrétt-
inda við nutum. Afí og amma
slepptu samt ekki hendinni af son-
arsonunum í Ameríku. Þau komu í
heimsókn og við fórum saman í
ógleymanleg ferðalög.
Eftir að fjölskyldan flutti heim
komst á sú hefð að tengdapabbi
kom á laugardagsmorgnum og sótti
eiginmann minn og unga syni og
fór með þá í sund. Okkar á milli
hét það að hann færi með þá í þvott.
Svo var stoppað hjá ömmu í heim-
leiðinni, borðaður hádegisverður og
spjallað. Þessi siður hélst fram á
síðasta dag, nema að ungu menn-
irnir voru farnir að lúra lengur
frameftir og þvoðu sér nú orðið
sjálfír en eiginmaður minn og
tengdafaðir héldu þeim sið að fara
reglulega i sund saman. Þegar
tengdapabbi kom og sótti Frey í
sundið fengum við okkur oft kaffí-
sopa saman og var þá ýmislegt
rætt. Hann var venjulega á kafi í
undirbúningi að nýjum pistli eða
grein og fletti kannski upp í bókum
og fræddi okkur um leið. Síðast
þegar hann kom, var hann að velta
fyrir sér nýrri bók til að þýða, nefndi
það við okkur að honum þætti svo
gaman að fást við þýðingar.
Tengdafólk mitt er miklir nátt-
úruunnendur. Fjölskylda mín var
svo heppin að ferðast með þeim
víða um land og eiga með þeim
góðar stundir við gönguferðir og
náttúruskoðun og kvöld í orlofshús-
um voru alltaf lífleg. Spilað var
fram eftir nóttu, ungir og gamlir
skemmtu sér jafn vel og synirnir
lærðu margt. Álltaf var gott lesefni
með í för og stundum notaði
tengdapabbi þær frístundir sem
gáfust til þess að þýða eða vinna
greinar.
Síðastliðið vor fórum við hjónin
ásamt tengdaforeldrum til London
í tilefni áttræðisafmælis hans. í
London hafði Þórarinn hlustað mik-
ið á tónlist á námsárum sínum og
alltaf síðan fylgst með í bresku
sunnudagsblöðunum hvað væri um
að vera þar í listum. Undir leiðsögn
þeirra hjóna fórum við á konsert,
hlustuðum á óperur og fórum í leik-
hús. Þessi góða ferð er dýrmæt
minning í minningasjóðnum digra
sem tengdafaðir minn skilur eftir
sig. Ég þakka fyrir að hafa þekkt
þennan góða mann.
Kristín Geirsdóttir.
Það eru liðin rétt þijátíu ár síðan
ég kom fyrst á „Sjafnó" með Eddu,
dóttur Þórarins og Sigríðar. Við
höfðum verið málkunnugar í nokkur
ár, en þetta vor - vorið 1965 -
varð þar breyting á - við urðum
vinkonur. Og það leið ekki á löngu
fyrr en ég var sest inn í stofu á
„Sjafnó". Það þótti nefnilega alltaf
sjálfsagt á því heimili að vinir og
kunningjar bamanna væm leiddir
til stofu og teknir tali. Það er
skemmst frá því að segja að síðar
hef ég, í óeiginlegri merkingu, ekki
yfírgefíð þetta heimili - eða öllu
heldur - það aldrei yfirgefíð mig.
Nokkru eftir að ég kom þar fyrst
bættist Arnar í hópinn og í þau
þijátíu ár sem liðin em síðan, höfum
við Amar og síðan börnin okkar
hvert af öðm verið þar aufúsugest-
ir. Það var alveg sama hvort við
komum þar saman eða sitt í hvoru
lagi, á nóttu eða degi, alltaf var
tekið á móti manni með þeim hætti
að manni fannst eins og það hefði
verið beðið eftir að einmitt við kæm-
um. Slík var gestrisni þeirra hjóna,
Þórarins og Sigríðar, umhyggja og
vinátta, því vini eignuðumst við
Amar svo sannarlega, þar sem þau
voru.
Ég áttaði mig ekki á því þá -
og ekki fyrr en löngu seinna, hvað
þetta var í rauninni sérstakt. Við
vorum bara unglingar, rétt um tví-
tugt, en þau harðfullorðið fólk - á
líkum aldri og við Amar emm núna!
Við tókum aldrei eftir þessum ald-
ursmun, fannst við náttúrlega vera
fullþroska manneskjur og fær í
flestan sjó. En það hvarflaði nú að
manni, þegar maður eltist og von-
andi vitkaðist örlítið, að þetta hljóti
að hafa horft dálítið öðruvísi við
þeim fyrstu árin og að jafnvel hafi
maður stundum ofriotað þau forrétt-
indi - sem það vissulega voru - að
eiga vináttu þeirra. Eri hafi svo ver-
ið fundum við aldrei fyrir því og
komum bara eins oft og okkur sýnd-
ist, sem var ærið oft og dvöldum
oftar en ekki þar til langt var liðið
á nóttu, stundum farið að birta,
þegar kvaðst var á tröppunum. Við
tókum sjaldan tillit til þess að hús-
bóndinn þurfti að vakna snemma
og munda hnífinn og Sigríður að
sinna stóm heimili og seinna námi
og vinnu. Það einfaldlega gleymdist
vegna þess hvað það var gaman.
Þó var það svo, að þrátt fyrir
ungæðislegt tillitsleysi, skynjuðum
ÞORARINN
GUÐNASON
við og skildum hvað heimsóknirnar
á „Sjafnó“ voru okkur mikils virði.
Það var nefnilega ekki bara gaman
að koma þangað, það var á ein-
hvem sérkennilegan hátt alltaf ein-
hvers konar „athöfn". Öðru vísi en
alls staðar annars staðar. Ekki
vegna þess að það væri neitt til-
stand eða „seremóníur", heldur
vegna heimilisbragsins. Varla var
maður kominn úr yfírhöfninni, þeg-
ar var komið kaffi í bolla, eða eitt-
hvað gott í glas þegar þannig stóð
á, eða jafnvel matur á borð og svo
hófust samræður. Það voru einmitt
þessar samræður sem gerðu heim-
sóknirnar að „athöfn“, því þá list -
samræðulistina - kunnu Þórarinn
og Sigríður öllum öðmm betur. Það
var rætt um allt milli himins og
jarðar, en oftast þó og mest um sitt-
hvað sem tengdist bókmenntum og
listum. Þar var Þórarinn í essinu
sínu og maður bergði af þessum að
því er virtist ótæmandi gnægta-
brunni þekkingar og vitsmuna. Oft
undraðist ég hvernig hann hefði
farið að því jafnhliða erfiðu og anna-
sömu starfi að lesa, kynna sér -
og muna, eins mikið og raun bar
vitni. Það var næstum sama hvar
borið var niður, aldrei var komið
að tómum kofa. Og ef honum fannst
eitthvað skorta á eigin þekkingu eða
minni, sem var mjögxift að hans
dómi, var náð í heimildir. Uppslátt-
arbækur ef vantaði smáatriði, sem
flestir hefðu látið liggja milli hluta,
eins og fæðingarár viðkomandi höf-
undar eða tónskálds, nafn á ein-
hveiju verki eða útgáfuár, orðabæk-
ur ef vantaði nákvæma þýðingu eða
merkingu orðs, tímarit og dagblöð,
innlend og erlend, ef um var að
ræða eitthvað sem hann hafði lesið
og var að segja frá og fannst hann
ekki muna nógu vel eða nákvæm-
lega - nú eða viðkomandi tónskáldi
var bara skellt á fóninn, eða náð í
bók eftir höfund sem var til umræðu
og lesið úr henni. Allt var þetta svo
kryddað með ótal sögum, oft gam-
ansömum, af mönnum og málefn-
um, sem á einhvern hátt tengdust
umræðuefninu eða farið með vísur.
Oft voru það vísur eða kvæði eftir
mörg höfuðskáld þjóðarinnar, sem
hvergi hafa birst á prenti og eru
e.t.v. bara til í munnlegri geymd
og ekki gott að vita hvort aðrir en
Þórarinn kunnu og mundu.
Oftar en ekki fór það svo að tek-
ið var til við ijóðalestur og mættust
þá tveir góðir þar sem Þórarinn og
Arnar voru. Þá drógum við Sigríður
okkur aðeins í hlé og urðum fyrst
og fremst þiggjendur, því þeir voru
komnir á sinn heimavöll. Þeir voru
sannkallaðir „ljóðvinir", lásu og fóru
með ljóð hvor fyrir annan - og
auðvitað okkur Sigríði lika - skipt-
ust á skoðunum um ljóð og höf-
unda, bæði eldri og yngri, ljóðaþýð-
ingar og hvaðeina sem tengist þess-
ari list, sem var þeim báðum svo
kær. Þegar við svo loksins héldum
heim var okkur fylgt úr hlaði, ein
eða tvær sögur sagðar á ganginum
meðan við klæddum okkur í yfír-
hafnir og skó, oftast fylgdi vísa eða
tvær, svo vorum við kysst, þakkað
fyrir komuna, boðin velkomin aftur
sem fyrst, fylgt út á tröppur, gáð
til veðurs og gjarnan athugað hvort
við værum nógu vel klædd eða skó-
uð ef eitthvað var að veðri eða færð,
veifað og ekki lokað fyrr en við
vorum horfin fyrir hornið.
Svona hafa þau liðið þessi löngu
og góðu kvöld - öll gamlárskvöldin
meðtalin - dagar og nætur á Sjafn-
argötunni - og við höfum alltaf
farið ríkari en við komum. Heim-
sóknunum er ekki lokið, við eigum
væntanlega eftir að koma þangað
oft og dvelja lengi og eiga þar
ánægjustundir sem áður, en nú er
óneitanlega skarð fyrir skildi. Ein-
hvern veginn var það svo að Þórar-
inn, í allri sinni hógværð og ljúf-
mennsku „réð ferðinni". Það var
ekki vegna þess að hann sveigði
allt undir sinn vilja, beindi tali að
sér eða sínum áhugamálum, þröng-
vaði sínum skoðunum á mönnum
og málefnum upp á aðra - ekkert
var fjær honum - heldur einungis
vegna þess hvemig hann var. Prúð-
menni, gáfaður, víðsýnn, aldrei
dómharður, en hafði þó ríka dóm-
greind, hleypidómalaus, en hafði þó