Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 37
MINNINGAR
skoðanir á öllu, skipti aldrei skapi
að því er virtist, en ekki skaplaus,
tók sér aldrei gífuryrði í munn -
sagði allt sem hann vildi sagt hafa
án þeirra - bar fyllstu virðingu fyr-
ir öllu því sem aðrir höfðu til mál-
anna að leggja, en átti það til að
setja aðeins ofan í við mann ef hon-
um fannst maður fara offari eða
ekki eiga fulla innstæðu fyrir.ein-
hverju sem maður sló fram. Sém
maður gerði reyndar ekki oft í ná-
vist hans vegna þess að ... ég held
ég geti ekki orðað það á annan veg
en þann, að hann hafði til að bera
einhvern eðlislægan virðuleik -
virðuleik, sem átti ekkert skylt við
formlegheit eða stífni - sem gerði
það að verkum að allar samveru-
stundir tóku á sig sérstakan blæ.
Maður vandaði sig í návist hans -
það gerðu allir.
Þó mér hafi orðið tíðrætt um þá
„andlegu heilsubót" sem það var að
koma á Sjafnargötuna, verður ekki
undan því skotist að minnast aðeins
á þá líkamlegu líka, því auðvitað
læknaði Þórarinn okkur og líknaði
eftir þörfum. Fylgdist með ef eitt-
hvað amaði að, þurfti ekki meira til
en smáhitavellu eða hálsbólgu, gaf
lyf — eða ekki lyf - allt eftir því
hvemig hann mat það, ráðlagði,
skoðaði, skar og saumaði. Ekki vildi
hann gera mikið úr öllu þessu, frem-
ur en öðru, sagði m.a. þegar ég var
einhveiju sinni að þakka honum
hvað vel hefði tekist til að sauma
marga skurði á andliti Amars að
ég skyldi ekkert vera að þakka hon-
um það - það væri „enginn vandi
að sauma hann Arnar“, hann hafði
„svo mikla æfingu í að gróa“! Fyrir
rúmum tuttugu ámm gerði Þórarinn
mikla skurðagerð á Amari og bjarg-
aði með því, ef ekki lífi hans, þá
að minnsta kosti heilsu. Þegar Am-
ar hafði legið nokkra daga á spít-
alanum fór Þórarinn að hafa
áhyggjur af því að hopum hlyti að
leiðast, vegna þess að stofufélagi
hans var háaldraður maður sem var
komið dálítið rutl á. Hann gerði sér
lítið fyrir og flutti Amar heim á
Sjafnargötu og þar önnuðust þau
hjónin hann, þar til doktornum
fannst hann hafa náð nógu góðri
heilsu til að senda hann heim.
Ég ætla í lokin að gera örlitla
játningu. Nokkuð sem ég sagði aldr-
ei Þórami og hefði aldrei gert. Ég
vann aldrei það verk sem átti að
koma fyrir almenningsaugu - eða
-eyru, hvort sem var í leikhúsi, ópem
eða á einhveijum öðrum vettvangi,
að ég hefði ekki Þórarin og Sigríði
að viðmiðun. Ekki vegna þess að
þau væm mikið að hafa orð á verk-
um manns, hvorki til lofs né lasts
- slíkt var ekki þeirra stíll - ekki
vegna þess að ég héldi eða vildi að
þeim líkaði allt sem ég gerði eða
væru sammála því, heldur vegna
þess að mér var mikið í mun að
þeim fyndist ég hafa vandað nógu
vel til verksins. Um það spurði ég
þau aldrei, um það sögðu þau aldrei
neitt - til þess var ekki leikurinn
gerður.
Mér er það ljóst þegar ég lít yfir
þessi skrif í minningu Þórarins, að
þau virðast á stundum vera í minn-
ingu þeirra beggja. Ég vona að eng-
inn misvirði það við mig og veit að
þeir sem til þekkja vita að það staf-
ar af því, að um þau hjónin verður
ekki svo glatt talað eða skrifað sitt
í hvom lagi. En nú verður að taka
upp aðra háttu og venjast breyttum
aðstæðum á Sjafnargötunni. Þórar-
inn er farinn — verður þar þó áfram
með sínum hætti - en Sigríður er
þar enn sem betur fer og verður
vonandi lengi og því áfram gaman
og gott að koma þangað og una
löngum stundum. Henni og fjöl-
skyldunni allri sendi ég mínar bestu
kveðjur og vona að það geti orðið
þeim nokkur huggun harmi gegn,
hvað þau deila söknuði sínum með
mörgum. Sjálf kveð ég Þórarin
„með mínu lagi“ hér úti í Þýska-
landi, full þakklætis fyrir að hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga hann að vini.
Þórhildur Þorleifsdóttir.
í öllum stéttum eru einstaklingar
sem á kyrrlátan hátt og átakalaust
auka hróður stéttar sinnar. Þeir
sækjast ekki eftir orðum og titlum,
því þeir em góðir af sjálfum sér
og verðleikar þeirra em svo heilir,
að ekki þarf að fylla í eyðurnar.
Þannig einstaklingur var Þórar-
inn Guðnason læknir sem nú er
látinn, rúmlega áttræður að aldri.
Þórarinn var af þeirri kynslóð
lækna, sem hóf störf hér á landi
við lok síðari heimsstyijaldar. Þeir
höfðu sótt sérmenntun til útlanda
og þó sérfræðingar væru til í land-
inu fyrir þann tíma, verður að telja
að með þeim hefjist sérhæfð læknis-
fræði á íslandi.
Sá sem þetta ritar steig sín fyrstu
skref á „spítalabrautinni“ á sjúkra-
húsi Hvítabandsins, en þar starfaði
Þórarinn verulegan hluta starfsævi
sinnar.
Húsið var til margs annars betur
fallið en að stunda þar skurðlækn-
ingar. Fyrsta handtak skurðlæknis-
ins var venjulega að taka undir
sjúkrabörur og bera sjúklinginn á
skurðstofuna, og hið síðasta að
bera sjúklinginn af borðinu í rúm
sitt, oftar en ekki milli hæða.
Hvítabandið komst þó næst því
af sjúkrahúsum, sem ritari hefur
numið og starfað við, og þau era
allnokkur, að geta kallast menning-
armiðstöð. Læknamir, sem þar
störfuðu, voru vel menntaðir og
höfðu sótt menntunarföng sín víða
að. Kristinn Björnsson, yfirlæknir,
var menntaður í Frakklandi, Eggert
Steinþórsson í Kanada, Gunnar
Cortes í Danmörku og Þórarinn
Guðnason í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Auk þessara „aðallækna"
komu svo sérfræðingar og unnu
einstök störf, hver í sinni sérgrein.
Óhætt er að fullyrða að sú starf-
semi sem rekin var á Hvítabandinu
var mikil að gæðum. Kringum hana
var þó aldrei neinn hávaði, enda
tíðkaðist það ekki á þeim tíma að
kalla á fjölmiðla, þó eitthvað væri
gert, sem talist gat til nýjunga.
En læknarnir á Hvítabandinu
voru ekki aðeins góðir fagmenn.
Þeir vom fjölmenntaðir í þess orðs
bestu merkingu.
Fagrar listir voru ekki minna
ræddar á þeim bæ en læknisfræði
ogþa.r hafði hver líka sína sérgrein.
I þennan hóp féll Þórarinn vel,
því auk læknisfræðinnar unni hann
fögram listum, sérlega tónlist og
bókmenntum. Fyrir bókmenntaiðk-
un sína er hann landsþekktur, bæði
fyrir fmmsamið efni og þýtt, en
áhuga á bókmenntum mun hann
hafa tekið með sér úr föðurhúsum.
Öllum, sem kynntust Þórarni, var
hann hugstæður og gilti það um
sjúklinga, kollega og aðra. Þó hann
kvæði sjaldan sterkt að orði, var
ræða hans yfirveguð og skoðanir
ákveðnar og gmndaðar, hvort sem
rætt var um læknisfræði, stjórnmál
eða listir. Gjarna blandaði hann
mál sitt léttu gamni, sem vel má
sjá í síðustu greininni um lækning-
ar, sem birtist í Morgunblaðinu að
honum látnum.
Á vordögum á sl. ári var stofnuð
völdungadeild“ innan Læknafélags
Islands, m.a. í þeim tilgangi að
veita hinum eldri tækifæri til að
viðhalda kynnum og miðla hveijir
öðrum og hugsanlega fleirum af
reynslu í starfi og tómstundum.
Þórarinn var einn af stofnfélögun-
um og þó aldurinn væri orðinn
nokkuð hár, væntum við hinir þess
að fá sopa af viskubrunni hans öðru
hveiju, enn um sinn. Svo varð ekki
og nú kveðjum við hinir öldungarn-
ir góðan félaga, húmanistann og
lækninn Þórarin Guðnason, um leið
og við sendum Sigríði og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Við Lóló sendum samúðarkveðjur
og þökkum ánægjulegar en of fáar
samverustundir um árabil.
Árni Björnsson læknir.
Kveðja frá Læknafélagi
Reykjavíkur
„Þín mun ég minnast er ég heyri
góðs manns getið.“ Með þessum orð-
um ávarpaði Guðmundur I. Eyjólfs-
son læknir vin sinn og starfsfélaga,
Þórarin Guðnason lækni, þegar Þór-
arinn var gerður að heiðursfélaga í
Læknafélagi Reykjavíkur 1986.
Með Þórarni er genginn einn
ástsælasti læknir okkar daga.
Hann átti langan og gifturíkan fer-
il sem skurðlæknir og starfaði í
Reykjavík frá árinu 1949, fyrst sem
heimilislæknir og skurðlæknir við
Hvítabandið og síðan sem sérfræð-
ingur í skurðlækningum við Borg-
arspítalann þar til hann lét af störf-
um sjötugur að aldri.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Þórami meðan ég var enn
ungur læknanemi á Hvítabandinu.
Þar unnu þeir náið saman Gunnar
heitinn Cortes og Þórarinn. Þeir
vom nánir vinir og mjög samhentir
í starfi en það sem mér er þó
minnisstæðast- er þegar þeir vom
að rabba saman við skurðarborðið
um bókmenntir og listir og þá sér-
staklega um tónlist. Þar eð ég hafði
sjálfur mikinn áhuga á tónlist
drakk ég í mig hvert orð sem þeir
sögðu og þeir fundu áhuga minn
og miðluðu mér af þekkingu sinni.
Þessi þriggja mánaða dvöl mín á
Hvítabandinu em eftirminnilegustu
og dýrmætustu minningarnar úr
læknanáminu. Þama kynntist ég
Þórami mjög náið og átti síðan því
láni að fagna að vinna með honum
á Borgarspítalanum um 20 ára
skeið.
Þórarinn var einstakur læknir.
Hann var góður skurðlæknir, vel
menntaður og hafði til að bera frá-
bæra dómgreind. Hann var alla tið
ótrúlega áhugasamur um starf sitt
og opinn fyrir öllum nýjungum. En
það sem e.t.v. er þó eftirminnileg-
ast í fari Þórarins var elskulegt
viðmót hans og umhyggja fyrir
sjúklingum sínum. Þórarinn var
víðlesinn og hafði frábæra frásagn-
argáfu og það var oft glatt á hjalla
við hádegisverðarborðið á Borgar-
spítalanum þegar Þórarinn komst
• á flug. Hann hafði einstakt vald á
íslensku eins og þýðingar hans og
fjölmargar blaðagreinar bera vitni.
Þegar hann hætti störfum á Borg-
arspítalanum fyrir aldurs sakir var
hann enn fullur starfsorku og hann
tók að skrifa greinar um læknis-
fræði í Morgunblaðið, greinar sem
eru svo vel skrifaðar og ánægjuleg-
ar aflestrar að þær þurfa að varð-
veitast fyrir komandi kynslóðir.
Af öllum áhugamálum þessa íjöl-
fróða og gáfaða manns fannst mér
þó tónlistin vera hans hjartans
mál. Við hittumst oft á sinfóníutón-
leikum eftir að hann hætti störfum
og alltaf fannst mér umsögn Þórar-
ins hápunkturinn á góðum konsert.
Hann ræddi um músík af fágætri
þekkingu, næmleika og tilfinningu
og ég hef oft hugsað um hvílíkur
skaði það er að einungis vinir hans
og kunningjar fengu að njóta þess-
ara hæfileika hans. Það var dæmi-
gert að hann var að búa sig á tón-
leika er hann lést.
Þórarinn Guðnason var sómi ís-
lenskrar læknastéttar. Læknafélag
Reykjavíkur kveður heiðursfélaga
sinn og þakkar honum samfylgd-
ina.
Ég kveð góðan vin með söknuði
og við sendum eiginkonu hans, Sig-
ríði Theodórsdóttur, börnum þeirra
og ættingjum öllum hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Guðmundur Oddsson læknir.
Ungur maður kynntist ég Þórarni
Guðnasyni, er ég kom títt í heim-
sókn til vinar míns, Páls Theódórs-
sonar á Sjafnargötu 11, en þá
bjuggu þar jafnframt Sigríður, syst-
ir hans og eiginmaður hennar, Þór-
arinn. En aldursmunur var mikill
og náin voru kynnin ekki.
Fyrir um 20 árum gegndi Þórar-
inn ásamt Einari B. Pálssyni og
Jakob Benediktssyni kalli um að
blása lífi í Kammermúsíkklúbbinn.
Við fjórir höfum síðan verið sjálf-
skipaðir í stjórn, en tveir hafa síðan
bæst við. Þórarinn Guðnason vann
mikið á vegum Kammermúsík-
klúbbsins þrátt fyrir annríki í lækn-
isstörfum og þrátt fyrir önnur
áhugamál, sem hann sinnti jafn-
framt, en hann var einn þeirra sí-
vinnandi manna, sem; ávallt hafði
tíma til góðra verka.
í stjórn Kammermúsíkklúbbsins
kynntist ég manninum Þórami
Guðnasyni vel og nú var aldursmun-
urinn horfinn. Þórarinn var nokkuð
dulur, en þeir sem nærri honum
komust fundu fyrir mann, sem var
hafsjór af fróðleik, tillögugóður,
einstaklega hlýjan mann, sem var
umhverfi sínu ávallt veitandi. Þór-
arinn hafði góða kímnigáfu og leit
oft samtíð sína glettnum augum.
Mér til heilla kynntist ég líka fæmi
skurðlæknisins, sem að lokinni að-
gerð var hinn náni græðari. Á langri
ævi sá hann miklar myndbreyting-
ar. Hann kynntist í starfí og utan
ýmsu í fjölbreytileika lífsins. Úr
þessu vann hann á jákvæðan hátt,
var vitur maður.
Hið ritaða orð og tónlistin vom
dijúgur þáttur í lífi Þórarins. Hann
var afkastamikill og góður þýð-
andi, en umfram það miðlaði hann
gjarnan af því; sem hann hafði les-
ið og heyrt. Ég held að Schubert
hafí verið honum einkar kær og er
ekki ósennilegt að ljóðalög hans
hafí oft verið í bakgrunni við erfíð
læknisverk. Hann las hjartans slög
í tónlistinni og mat hans og þekking
voru Kammermúsíkklúbbnum mik-
ils virði.
Fráleitt hugsaði maður til aldurs
eða áraijölda er Þórarinn átti í hlut
og í eigingirni ætlaðist maður til
að Þórarinn yrði ávallt í nánd. Þess
vegna er það í fyrstu fráleitt er
hann hverfur af sviðinu. Það er til
marks um hve fijótt líf hans var
til loka, að sunnudaginn eftir andlát
hans birtist í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins nýrituð grein í flokki
hans um sögu læknisfræðinnar.
Við félagar Þórarins í Kammer-
músíkklúbbnum kveðjum hann og
þökkum honum samstarfið. Þar er
skarð fyrir skildi.
Við hjónin sendum Sigríði, eftir-
lifandi eiginkonu hans, og fjöl-
skyldu innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
Guðmundur W. Vilhjálmsson.
Hjá aminum sitja saman kunningjar tveir, -
ég sjálfur er annar, minn þöguli skuggi er
hinn;
það líður á nóttu, og loginn í glæðunum deyr,
þá lætur skugginn mig einan með trega minn.
(H. H. þýddi.)
Þórarinn Guðnason er allur. Ég
held að mörgum sem þekktu hann
hafi bmgðið illa við andlátsfregn-
ina. Höggið kom óvænt.
Hann var fæddur í Landeyjunum
og gekk menntaveginn sem lá um
Menntaskólann í Reykjavík og
læknadeild Háskóla íslands. Hann
var við framhaldsnám i skurðlækn-
ingum í London á stríðsárunum,
sem hlýtur áð hafa verið mikil
reynsla. Hann nam einnig hand-
læknisfræði í Minneapolis og
Winnipeg. Þegar Borgarspítalinn
tók til starfa var hann ráðinn
skurðlæknir þar, enda hafði hann
þá starfað í Reykjavík í ein nítján
ár og getið sér góðs orðstírs bæði
sem heimilislæknir og skurðlæknir.
Það var árið 1970 sem fundum
okkar bar saman á Borgarspítalan-
um og við urðum nánir samstarfs-
menn í 16 ár. Hann var miklu eldri
en ég og ég gat því margt af hon-
um lært. Hann gerði sér far um
að kynna sér feril og áhugasvið
ungra sérfræðinga sem voru að
koma til landsins. Aldrei var að
vita nema þeir lumuðu á einhveiju
nýtilegu. Sjálfur hafði hann á sín-
um tíma flutt hingað mikilsverðar
læknisfræðilegar nýjungar frá
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Þórarinn var góður læknir og
góður félagi. Hann hafði næma
kímnigáfu og kunni ósköpin öll af
spaugilegum sögum og vísum og
kaffitímarnir urðu oft skemmtileg-
ir. Hann mun hafa verið róttækur
á yngri ámm og fann þess enn
stað þegar ég kynntist honum þó
að hann væri þá að nálgast sex-
tugt. Arðræningjar og kúgarar áttu
ekki beinlínis upp á pallborðið þó
að sjaldnast væru stór orð viðhöfð.
Þeir menn sem Þórarinn leit upp
til voru frumkvöðlar læknisfræð-
innar og listamenn. Hann var mik-
ill bókmenntamaður, tónlistarunn-
andi og leikhúsmaður, þýddi sjálfur
Qölda bóka og var annálaður upp-
lesari. Fornsögurnar vom honum
kærar, einkum Njála.
Þórarinn var einhver mesti íslen-
skumaður í læknastétt. Margir sér-
fræðingar eiga erfítt með að skrifa
um fræði sín á íslensku eftir langt
nám erlendis. Þeir leituðu gjaman
til Þórarins og fóm af fundi hans
glaðari í bragði. Hann hafði sann-
fært þá um að orðin væra til, ef
vel var að gáð, og stundum mátti
smíða ný.
Um leið og ég kveð nú vin minn
Þórarin í hinsta sinn sendi ég sam-
úðarkveðjur til eiginkonu hans og
allra ástvina. Gleymum því ekki að
hann náði háum aldri og gat sinnt
áhugamálum sínum til hinstu
stundar. Slíkt er mikil gæfa. Hann
sást í hverri viku á bókasafni Borg-
arspítalans að viða að sér efni i
greinar sínar um læknisfræði í
Morgunblaðið og var á leiðinni á
tónleika þegar höggið reið af. Þeg-
ar hann fann hvers konar högg það
var gæti ég best trúað að einhver
tilvitnunin í fornsögurnar hafi kom-
ið upp í huga hans. „Þau tíðkast
enn hin breiðu spjótin,“ kann hann
að hafa hugsað um leið og hann
mætti ævilöngum óvini sínum af
fullkomnu æðruleysi.
Gunnar H. Gunnlaugsson
yfirlæknir skurðlækninga-
deildar Borgarspítalans.
Sumir era gæddir þeirri náðar-
gáfu að geta einfaldað svo flókna
hluti að þeir verða öðrum ljósir og
auðskiljanlegir. Fátt er flóknara í
sköpunarverkinu heldur en manns-
líkaminn og þeim mun frekar að
greina hvers kyns krankleika sem
á hann heijar. Hlutskipti Þórarins
Guðnasonar var lengi framan af
að ráða í gátur mannslíkamans og
að lækna fólk, en hin síðari ár að
gerast alþýðufræðari um sjúkdóma
og læknisfræði.
Þegar breytingar voru gerðar á
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
seint á níunda áratugnum, var
Þórarinn fenginn til að skrifa reglu-
lega pistla um læknisfræði. Hann
varð þá einn af nokkram pistlahöf-
undum blaðsins sem fjölluðu um
ýmis afmörkuð málefni undir yfír-
skriftinni Mannlífsstraumar, og
halda enn velli í því blaði.
Undir það síðasta var Þórarinn
líklega einn örfárra upphaflegra
skrifara á þessum vettvangi, og
segir það margt um þolinmæði
hans og þolgæði gagnvart vinnu-
stað, þar sem hraðinn er jafnan í
fyrirrúmi, misjafnlega skipuleg
óreiða í algleymingi og oftast ferst
fyrir að lofa fólk fyrir það sem vel
er gert.
Þórarinn reyndist Morgunblað-
inu happafengur. í pistlum hans
um læknisfræði var aldrei neitt
ofsagt, heldur einkenndust þeir af
hófstillingu, reynsluríkri yfírsýn og
sögulegum fróðleik, sem vart þarf
að útlista fyrir lesendum þessa
blaðs. Þar fór ekkert á milli mála
að á penna hélt maður sem fyrir
löngu var farinn að leggja fyrir sig
ritstörf, hafði enda þá þegar getið
sér gott orð sem þýðandi bæði
fræði- og fagurbókmennta.
Á fleiri sviðum listalífsins lét
Þórarinn til sín taka, og var meðal
annars í hópi þeirra manna sem
blésu nýju lífi í Kammermúsík-
klúbbinn. Að leiðarlokum verður
Þórarni því kannski best lýst sem
fagurkera í listinni, alþýðufræðara
í fjölmiðlun og - að okkur er tjáð
— listamanni í faginu, skurðlækn-
ingunum.
Við sem áttum samskipti við
Þórarin Guðnason á Morgunblaðinu
munum hann sem hinn háttvísa
heiðursmann sem fékk öllu sínu
framgengt með yfirlætislausri
hægðinni. Um leið og færðar eru
þakkir fyrir þetta samstarf, vottum
við fjölskyldu hans okkar dýpstu
samúð.
Björn Vignir Sigurpálsson
• Fleiri minningargreinar um Þór-
arin Guðnason bíða birtingar og
munu birtastí blaðinu næstu daga.