Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
HARÐARSON
-U Jón Harðarson
' fæddist á
Hólmavík 1. októ-
ber 1963 og ólst
upp í Kópavogi.
Hann lést af slys-
förum 19. febrúar
síðastliðinn. Jón
var elstur fjögurra
barna hjónanna
Ragnheiðar Bjarg-
ar Jónsdóttur og
Harðar Guðmunds-
sonar, systkini
hans eru Harpa,
Haukur og Hrönn.
Jón varð stúdent
frá Menntaskólanum í Kópa-
vogi 1983 og lauk BS-prófi í
tölvunarfræði frá Háskóla ís-
lands 1987.
Hann starfaði hjá Almennu
kerfisfræðistofunni. Jón var
rnikill útivistarmaður og félagi
í Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi.
Utför hans fer fram frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn
28. febrúar og hefst athöfnin
kl. 15.00.
ÞEGAR slys og hamfarir ganga
nærri rótum blómlegra byggðar-
laga, eins og raun bar vitni í Súða-
vík, eru oft fyrstir til aðstoðar fé-
lagar björgunarsveita. Þá ganga
þeir hiklaust til verks við erfið
skilyrði og leggja sig óhikað í
nokkra hættu. Slíkt er ekki unnt
nema að baki búi mikil þjálfun og
kunnátta fyrir utan áhuga og fóm-
fýsi þefrra sem í hlut eiga. Þjálfun
og nám við erfíðar aðstæður er
nauðsyn þeim sem vilja fást við
björgunarstörf. Jón Harðarson,
sem ungur gekk til liðs við Skátafé-
lagið Kópa í Kópavogi, var einn
hinna ungu björgunarsveit-
armanna. Hann var virkur félagi
í skátafélagi sínu, gegndi þar
ábyrgðarstörfum, varð flokksfor-
ingi, sveitarforingi og virkur félagi
í dróttskátastarfi uns hann hafði
aldur til að ganga til liðs við Hjálp-
arsveit skáta í Kópavogi. Jón Harð-
arson var fjölhæfur og áhugasam-
ur félagi í hjálparsveitinni, lagði
sig eftir að læra til björgunarstarfa
á sjó og landi, var í bátaflokki og
sleðaflokki sveitarinnar. Hann lét
ekki heldur sitt eftir liggja í þjón-
ustu við félaga sína og sat um hríð
í stjóm sveitarinnar. Mikill skaði
er að því að sjá á bak ungum og
dugmiklum manni.
Jón Harðarson var trygglyndur
félagi, sem hafði að leiðarljósi hug-
sjón sem hann kynntist ungur skáti
— að hjálpa öðmm. Stjórn Banda-
lags íslenskra skáta flytur ástvin-
um hans einlægar samúðarkveðjur
og þakkar störf hans að málum
skátahreyfingarinnar.
Kveðja frá Bandalagi
íslenskra skáta
Hvað er dýrmætara en góður
vinur?
Það er ekki auðvelt að segja
hvenær maður eignast góðan vin,
hvemig hann velst og hvað þarf
til vináttu.
Úr stórum kunningjahópi ungl-
ingsáranna vaxa nokkrir áfram án
átaka og verða að ævilöngum vin-
um. Hvemig geta níu ólíkir krakk-
ar, hver úr sinni áttinni og með
misjöfn áhugamál, sem hittast fyr-
ir tilviljun í skóla orðið vinir? Og
ekki sem vinir í hóp heldur alvöru
vinir, þar sem hver og einn er
mikilvægur? Það er erfítt að átta
sig á því fyrr en skóla lýkur og
hvert um sig hefur markað sér
farveg að aðskilnaðurinn breytir
engu, nálægð vina verður ekki
mæld í metrum. Það er margt sem
erfítt er að skilja og kannski á
ekki að reyna það, við vitum að
slíkur vinskapur er
alltaf einstakur. Ekki
þarf sameiginleg
áhugamál né vettvang
til að halda vinátt-
unni, ekki tíðar heim-
sóknir, ekkert áþreif-
anlegt. Samt — samt
er vináttan heil og
hrein.
Við með honum í
menntaskóla reyndum
að gera mikilvægi
hvers annars ljóst með
einhveiju áþreifanlegu
móti, oft í gamansöm-
um tón en í fullri al-
vöru. Jón fékk titla, þeir breyttust
með tímanum en áttu alltaf að
draga fram sérstöðu. „Aðmíráll“,
vegna starfa í hjálparsveitinni,
„sir“, fyrir einstaka prúðmennsku,
og „dr. Jón leiðangursstjóri". Okk-
ar leið til að segja hver ætti að
leiða hópinn á ferðalögum innan
lands og utan.
Enginn vinur var traustari en
Jón Harðarson. Það skarð sem
myndast við fráfall hans verður
ekki fyllt. Minningin lifír.
Við vottum foreldrum og
systkinum Jóns okkar dýpstu sam-
úð.
Arna, Bergljót, Hrund,
Ingibjörg, ívar, Ólafur,
Soffía og Þór.
í dag er til moldar borinn vinur
okkar og ferðafélagi Jón Harðar-
son. Sunnudagskvöldið 19. febrúar
sl. barst okkur sú hræðilega frétt
að einn félagi okkar úr hjálpar-
sveitinni hefði látist í vélsleðaslysi
á Mýrdalsjökli. Ég átti erfítt með
að trúa að það gæti verið Jón því
hann fór alltaf svo varlega á fjöll-
um og maður var nokkuð öruggur
ef Jón var með í ferðinni.
Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég
gekk til liðs við Hálparsveit skáta
í Kópavogi fyrir 10 árum. Hann
starfaði m.a. í báta- og sleðaflokk
og í stjórn sveitarinnar. Það fór
ekki mikið fyrir honum og það var
því ekki fyrr en við fórum að fara
með honum í jeppaferðir að við
kynntumst honum betur. Hann var
mjög góður vinur og traustur
ferðafélagi. Það var alltaf hægt
að treysta því sem hann sagði,
hann vissi alltaf hvaða leið við
gátum farið því hann hafði yfír-
leitt komið þangað áður. Hann
hafði ferðast um landið þvert og
endilangt í mörg ár og hafði mikla
reynslu af vetrarferðum. Það kem-
ur margt upp í hugann þegar ég
hugsa til baka, allar jeppaferðirn-
ar, páskaferðimar og hinar
ógleymanlegu árlegu 17. júní-ferð-
ir á Vatnajökul. Við vorum nokkur
sem ferðuðumst saman og stofnuð-
um svo ferðaklúbbinn „Þvert á
leið“ fyrir tæpum tveim árum. Það
er stórt skarð höggvið í þennan
vinahóp og við munum aldrei
gleyma svo traustum vini sém Jón
var. Jóns verður sárt saknað í ferð-
um.
Megi guð styrkja foreldra,
systkini og aðra ættingja. Minning
Jóns mun lifa.
Eygló og Ingólfur.
Það er margs að minnast úr
fjögurra ára menntaskólagöngu.
Fjörugir unglingar hittast í fyrsta
sinn og búa sig saman undir lífíð.
Alvaran blasir við en hópurinn
sleppir sér oft og hieypur af sér
hom unglingsáranna. Kátína, gleði
og samstaða einkennir hópinn. Nú
12 árum eftir útskrift hittist hópur-
inn að nýju til þess að kveðja góð-
an félaga og vin.
Jón Harðarson var greindur
námsmaður, hversu oft þegar við
félagarnir áttum í erfíðleikum með
námsefnið var ekki sagt; Jón, gast
þú leyst þetta dæmi? Og skömmu
MINNINGAR
síðar sat allur bekkurinn með
geislabaug yfír höfðum sínum, all-
ir með réttar lausnir fyrir framan
sig.
Jón var góður ferðafélagi. Þegar
kom að ferðalögum hvort heldur
sem var árlegum ferðum í Þórs-
mörk eða ferðinni frægu til Ítalíu,
var Jón með allt á hreinu. Áhugi
hans á ferðalögum var mikill og
ekki fannst betri fararstjóri en
hann. Eftir að skólagöngu lauk
varð Jón ein af driffjöðrunum inn-
an Hjálparsveitar skáta í Kópavogi
og elja hans þar lýsir honum
kannski best. Jón var tilbúinn í
útkall hvenær sem var og hann
kom sér upp stórum bíl og góðum
útbúnaði öðrum til þess að geta
leyst vanda annarra hraðar og
betur.
En Jón var fyrst og fremst góð-
ur vinur. Bekkjarfélagar hans úr
N-bekknum sakna vinar, hans
skarð verður aldrei fyllt en minning
Jóns Harðarsonar mun lifa. Við
vottum foreldrum Jóns og systkin-
um okkar dýpstu samúð.
Bekkjarfélagar úr 4-N.
Það var tómlegt þegar við kom-
um saman í síðustu viku, enda
vantaði Jón í hópinn, aldrei slíku
vant. Okkur hafði borist sú harm-
afrétt að Jón hefði farist í vélsleða-
slysi.
Við höfðum þekkst síðan við
vorum böm í skátafélaginu Kópum
og eyddum á unglingsárum okkar
nær öllum stundum saman. Það
er margs að minnast frá þessum
árum þegar ýmislegt var brallað.
Ekki fór þó mikið fyrir Jóni, hann
frekar hlustaði á okkur þar sem
við töluðum hvert í kapp við annað
og hristi stundum höfuðið yfir
uppátækjunum en hafði þó lúmskt
gaman af. Ef eitthvað fór úrskeið-
is var alltaf hægt að slá því upp
í grín og segja að það væri Jóni
að kenna. Jón bara brosti íbygg-
inn. Ástæðan var auðvitað sú að
það var aldrei honum að kenna.
Og það við vissum við öll. Hann
sem fór alltaf svo varlega, tefldi
aldrei í tvísýnu og passaði alltaf
upp á að allt væri í lagi.
En eftir unglingsárin fækkaði
samverustundunum en alltaf voru
þær jafn skemmtilegar. Flest okk-
ar fóru að sinna nýjum hugðarefn-
um. Nokkur gengu í hjálparsveit-
ina og var það einkum Jón sem
skildi alvöruna á bak við starfíð
sem fram fer í sveitinni, enda var
hann sá sem entist lengst í björg-
unarstörfunum og starfaði þar allt
fram á síðasta dag.
Sum okkar fóru utan í nám eða
hafa verið fjarri af öðrum orsökum,
en Jón sá alltaf um að kynnin
töpuðust ekki, því hann var dug-
legur við að halda sambandi og
vissi alltaf hvar allir voru.
Þegar við lítum til baka sjáum
við fyrir okkur útilegur oftast uppi
í Þristi og ýmsar aðrar ferðir sem
farnar voru með skátunum, alltaf
var Jón þar fremstur í flokki,
traustur og góður félagi sem fórn-
aði öllu til þess að hjálpa öðrum.
Haldnar voru kvöldvökur og
kannski var Jón ekki sá sem var
mest áberandi en nærvera hans
var alltaf rík af hlýju og trausti.
Þá var Jón mikið náttúrubarn
og notaði mest allan sinn frítíma
í náttúrunni, við veiðar, siglingar
og fjallaferðir.
Okkur fannst að ekkert gæti
haggað þessum hópi, en nú er Jón
farinn, hann sem alltaf var horn-
steinninn í hópnum. Og nú fylgjum
við honum síðasta spölinn.
Tengjum fastara bræðralagsbogann,
er bálið snarkar hér rökkrinu í.
Finnum ylinn og lítum í logann
og látum minningar vakna á ný.
í skátaeldi býr kyngi og kraftur,
kyrrð og ró, en þó festa og þor.
Okkur langar að lifa upp aftur
liðin sumur og yndisleg vor.
(Har. Ól.)
Við sendum fjölskyldu Jóns inni-
legustu samúðarkveðjur.
Gömlu skátafélagarnir.
Þeir voru þrír á ferð uppi á jökli
í hvassviðri og skafrenning. Ferð-
inni var heitið niður af jökli og
heim. Fremsti maður ók sleða sín-
um af gætni sökum slæms skyggn-
is. Allt í einu gerðist eitthvað sem
enginn skilur og einn sleði ásamt
manni féll niður í sprungu. í einni
sviphendingu er hann Jón okkar
allur. Eftir stöndum við dofin og
miður okkar og spyijum hvers
vegna Jón, þessi trausti og rólegi
drengur sem var hvers manns hug-
ljúfi.
I félagsskap eins og hjálparsveit
binst fólk sterkum böndum. Við
lendum í mörgu saman, erfiðum
leitum, skemmtilegum æfíngaferð-
um, útköllum sem eru afturkölluð
þar sem hinn týndi kemur fram
heill á húfi, flugeldasölu og mörgu
öðru. Allt stuðlar þetta að því að
gera hópinn samheldinn, fólk
kynnist mjög vel og þekkir tak-
mörk sín og félaga sinna. Jón hafði
starfað í Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi í 15 ár og var einn af þeim
sem allir vissu að hægt var að
treysta í öll verkefni. Iðulega var
hann stjómandi leitarhópa, hvort
sem um var að ræða gönguhóp eða
sleðahóp. Hann var til margra ára
formaður bátaflokks sveitarinnar
og flutti sig síðan yfír í sleðaflokk.
Systir hans tók við formennsku í
bátaflokki en eins og ávallt áður
var hann boðinn og búinn að veita
ráð og vera henni og félögum sín-
um innan handar við þjálfun á
„bátafólkinu" okkar. í sleðaflokki
var sama upp á teningnum, Jón
var vel liðinn og treyst í öll verk
og útköll. Til nokkurra ára var
hann í stjóm sem gjaldkeri og stóð
sig þar með stakri prýði.
Jón var mikill útivistarmaður.
Rólegur og öruggur maður sem
aldrei flanaði að neinu. Hann átti
jeppa sem hann ferðaðist mikið á
um fjöll og fírnindi ásamt félögum
sinum úr hjálpasveitinni og ferða-
klúbbnum „Þvert á leið“. Hann
hugsaði vel um jeppann sinn og
það var sárasjaldan sem bíllinn
bilaði. Eða eins og einhver sagði:
„Meðan hinir jeppakarlarnir lágu
í viðgerðum þá bónaði Jón bílinn
sinn.“ Þetta lýsir Jóni vel. Traustur
og áreiðanlegur. Boðinn og búinn
að hjálpa félögum sínum, alltaf
tilbúinn að gera eitthvað fyrir
sveitina. Viðgerðir, tölvuvinna, til-
tektir, ferðir, leit, kennsla, aðstoð;
alltaf var Jón tilbúinn að koma.
Við félagar Jóns í Hjálparsveit
skáta í Kópavogi erum þakklátir
fyrir ánægjuleg kynni. Hans er
sárt saknað af öllum sem hann
þekktu. Stórt skarð er komið í
hópinn okkar, enginn mun koma í
hans stað en við reynum að gera
okkar besta til að halda minningu
hans á lofti. Foreldrum hans og
systkinum sendum við innilegar
samúðarkveðjur, sorg þeirra er
mikil. Guð gefí þeim styrk til að
koma heil út úr áföllum þeim sem
á þeim hafa dunið að undanförnu.
Halldór Theódórsson,
Vala Dröfn Hauksdóttir,
Þórarinn Söebech.
Það hafði aldrei hvarflað að
mér, þegar ég flutti til Danmerkur
um sumarið 1993, að ég ætti aldr-
ei aftur eftir að sjá einn af mínum
allra bestu vinum, Jón Harðarson.
Vinátta okkar á sér langa og sól-
ríka sögu sem þó endar nú allt of
snemma líkt og skyndilega kæmi
nótt um hábjartan dag. Það er
ennþá óskiljanlegt að við eigum
ekki lengur eftir að eiga samleið
í gegnum lífíð, geta glaðst saman
og ég geti ekki lengur sótt til hans
stuðning og hjálp á erfiðum stund-
um.
Ég hef ekki tölu á hversu oft
við höfum keypt ís, farið einn rúnt
eftir bíó, skemmt okkur og ferðast
saman. Annaðhvort tveir einir eða
í góðra vina hópi. Vinátta okkar
var byggð á traustum grunni og
þó að stundum hafí liðið langt á
milli þess að við höfðum möguleika
á að hittast á því tímabili sem ég
var við nám í Danmörku voru
tengsl okkar jafn sterk eftir sem
áður, þegar við hittumst tókum við
bara upp þráðinn þar sem frá var
horfið. Við Jón töluðum oft um að
hann þyrfti að fara að drífa sig í
heimsókn hingað niður eftir og ég
hafði lengi hlakkað til að hitta
hann aftur og njóta samveru hans.
Því miður hafa örlögin nú gripið
inn í áætlanir okkar á versta mögu-
lega hátt.
Jón var traustur vinur og ég er
viss um að móðir mín svaf betur
ef hún vissi að ég var með Jóni,
sama hvort við vorum á flandri um
bæinn eða á ferðalagi um hálend-
ið, það var nefnilega þannig að
þegar Jón var með, var öryggið
og skynsemin líka með.
I okkar vinahópi var margt
brallað og þó að Jón væri ekki
mikið fyrir að láta á sér bera, var
hann alltaf tilbúinn til að taka
þátt í félagsskapnum og koma oft
á tíðum á óvart með hæfileikum
sem hann hafði ekki flíkað fyrr.
Hann var fámáll en ákveðinn í
skoðunum og við lærðum fljótt að
þegar Jón sagði eitthvað, var það
þess virði að hlusta á það. Jón var
ekki einn af þeim sem völdu auð-
veldustu leiðina að markmiðum
sínum, hann náði þeim með þraut-
seigju og ákveðni og þegar við
vorum um tíma bekkjarfélagar
naut ég oft góðs af erfiði hans.
Seinna nutu bæði móðir mín og
systir góðs af hjálpsemi Jóns.
Ég veit að ég á alltaf eftir að
sakna Jóns, en ég veit líka að ég
á alltaf eftir að eiga minningarnar
um góðan og hjálpsaman vin sem
alltaf var til taks. Jón var fyrir
mér áreiðanlegur vinur í þessari
óáreiðanlegu tilveru og ég er þakk-
látur fyrir að hafa átt þess kost
að eiga með honum margar góðar
stundir.
Ég Charlotte, mamma og Hildi-
sif vottum fíölskyldu Jóns samúð
okkar og ég vona að minningarnar
um góðan dreng og bróður geti
hjálpað þeim á þessum erfiðu
stundum
Kjartan.
Sá er eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfír.
(Hannes Pétursson)
Jón Harðarson er farinn heim.
Þannig taka skátar um allan heim
til orða um þá sem kveðja þennan
heim.
Jón var skáti. Hann gerðist ylf-
ingur um leið og hann hafði aldur
til og óx upp sem skáti og foringi
í Kópum, skátafélagi heimabyggð-
ar sinnar, Kópavogs. Hann vann
félagi sínu af einurð og glaðværð
í hópi góðra skátavina. Eins og
eðlilegt er ungum mönnum sem
hafa brennandi áhuga á útivist og
það að sigra æ hærri tinda lá leið
Jóns í Hjálparsveit skáta um leið
og aldur leyfði. En skátafélagarnir
lifa nú eftir og minnast æskuvinar.
Skátafélagið Kópar sendir for-
eldrum, systkinum og öðrum ætt-
ingjum innilegar samúðarkveðjur
og biður góðan guð að styrkja
ykkur.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu á eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Með skátakveðju,
Skátafélagið Kópar.
Síminn hringir. Lág og vingjarn-
leg karlmannsrödd heilsar mér.
Það er Jón. Eftir stutt spjall ber
hann upp erindið: Hvað með bíó-
ferð? Jú, við tilkippileg eins og allt-
af. Jón sækir okkur á stóru, rauðu
Toyotunni. Með tilgerðarlausri
kurteisi er mér boðið framsætið,