Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdóttir
fæddist í Felli í
Sléttuhlíð 31. maí
1918. Hún lést á St.
Jósefsspítala í
Hafnarfirði 22.
febrúar 1995. For-
eldar hennar voru
Jón Árnason, hér-
aðslæknir á Kópa-
skeri, f. 10.9. 1889,
d. 10.1. 1944, og
Valgerður Guðrún
Sveinsdóttir f. 8.12.
1895, d. 10.11. 1983.
Anna var elst sjö
systkina, Jórunnar,
f. 25.8. 1920, d. 24.10. 1987,
Bjargar, f. 4.1. 1924, d. 17.5.
1926, Sigurðar, f. 6.10. 1925,
Jódísar, f. 12.10. 1927, Árna,
f. 2.4. 1929, d. 1.12. 1983, og
Svejns, f. 24.8. 1931. Eiginmað-
ur Onnu var Olafur Jóhann Sig-
urðsson, rithöfundur, f. 26.9.
1918, d. 30.7. 1988. Þau giftust
22. apríl 1943. Foreldar Ólafs
Jóhanns voru Sigurður Jóns-
son, f. 19.5. 1877, d. 19.6. 1970,
og Ingibjörg Þóra Jónsdóttir,
f. 9.1. 1879, d. 17.9. 1960. Synir
Önnu og Ólafs Jóhanns eru
Jón, f. 17.11. 1943, kvæntur
Sigrúnu Stefáns-
dóttur, f. 29.1.1945,
og Ólafur Jóhann,
f. 26.9.1962, kvænt-
ur Önnu Ólafsdótt-
ur, f. 6.8. 1963.
Börn Jóns og Sig-
rúnar eru Anna Sif,
Stefán, Ólafur Jó-
hann og Árni. Börn
Ólafs Jóhanns og
Önnu eru Ólafur
Jóhann og nýfædd-
ur drengur.
Anna ólst upp á
Kópaskeri. Hún
lauk verslunarprófi
frá Verslunarskóla Islands
1937. Hún stundaði skrifstofu-
störf fyrstu árin að loknu prófi,
lengst hjá Sjóvá, en rak síðan
pijónastofu að Suðurgötu 15
allt til ársins 1983. Síðan starf-
aði hún við Listasafn Islands
til ársins 1989. Anna var ötull
stuðningsmaður Kvennalistans
frá stofun hans og tók þátt í
starfi flokksins.
Útför Önnu Jónsdóttur fer
fram frá Dómkirkjuni í Reylqa-
vik í dag og hefst athöfnin kl.
13.30.
EKKI get ég látið hjá líða að minn-
ast höfðingskonunnar Önnu Jóns-
dóttur með fáeinum orðum, þó ekki
væri til annars en sýna ofurlítinn
þakklætisvott fyrir vinsemd hennar
og alúðlegheit við mig og fjölskyldu
mína.
Önnu kynntist ég, þegar hún gift-
ist vini mínum Ólafí Jóhanni Sig-
urðssyni, sem á þeim tíma var blá-
^nauður ungur rithöfundur, litlu
eldri en ég, en orðinn landskunnur
fyrir ritverk sín. Þau voru jafnaldr-
ar, hann og Anna, en hún var skrif-
stofudama í Reykjavík, þegar þau
tóku saman, enda hafði hún að baki
sér nám frá Verslunarskóla íslands,
var hinsvegar ættuð norðan úr landi
og alin upp á Kópaskeri, þar sem
faðir hennar hafði verið læknir.
Heimsstyijöldin síðari var í fullum
gangi, þegar þau hófu að búa sam-
an í snoturri íbúð á efstu hæðinni
að Suðurgötu 15, en Ólafur var þá
svo eignalaus maður að ég minnist
þess ekki að hann ætti annað til að
leggja í búið en ritvélina sína og
dálítinn slatta af bókum, — og svo
að sjálfsögðu skáldgáfuna. Engu að
Síður voru fljótlega komin smekkleg
húsgögn í stofuna og ég hygg að
flest þeirra hafí verið þar alla þeirra
búskapartíð. Anna hafði óbilandi trú
á þeim unga og snauða rithöfundi
sem hún hafði tengst hjúskapar-
böndum og var einsog klettur við
hlið hans alla tíð, þótt hann hlyti
ekki verðskuldaða viðurkenningu
fyrr en seint og um síðir. Heimurinn
var í björtu báli, þegar þau giftu
sig. Þá voru tvö ár eftir þangað til
þeim hildarleik var að fullu lokið.
En ungu hjónin trúðu staðfastlega
á betri heim. Það gerði ég líka. Við
vorum öll mjög róttæk í skoðunum,
ekkert bangin við að heita sósíalist-
ttt
Krossar
á leidi
I viöarlit og málooir
onai mynsiur, vönduo vin
Mismunandi mynsh
ISIml 91-35P29 og 35735
Crfisdrylfkjur
A
VaKjngohú/ið
cnpi-inn
Síml 555-4477
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
ar og bjuggumst við sigri hinnar
kúguðu stéttar um allan hinn vest-
ræna heim, ef ekki á allri jarðar-
kringlunni, að stríði loknu. Allir vita
hvernig það fór.
Eg var tíður gestur á Suðurgötu
15 þessi ár og síðar fengu kona
mín og dóttir einnig að njóta góðra
stunda með þeim hjónum. Ég hafði
ekki fyrr kynnst Önnu en mér var
ljóst, að þar fór engin meðalmann-
eskja. Ef ég ætti að lýsa lyndisein-
kennum hennar mundu þijú orð
fyrst koma mér í hug: hispursleysi,
hressilegheit og hreinskilni. Þannig
gat hún tekið stórt upp í sig um
menn og málefni, ef hún vildi það
við hafa. En við þetta mætti ýmsu
bæta. Hún var góðum gáfum gædd,
mikill bókmenntalesandi og dugn-
aðurinn einstakur. Ég sá hana aldr-
ei mædda. Hún tók lífsbaráttunni
eins og sjálfsögðum hlut. Hún hætti
skrifstofustörfum nokkru eftir stríð-
lok og hóf að reka pijónastofu í
kjallara hússins sem þau bjuggu í.
Það tryggði þeim hjónum ákveðið
öryggi, þegar ýmsir atvinnuhættir
urðu ótryggir, að stríði loknu. Þau
höfðu og eignast son, er þau nefndu
Jón, á fyrsta búskaparári, og þá var
betra að Anna væri tiltæk í húsinu
meðan snáðinn var á barnaskól-
aldri. Löngu seinna eignuðust þau
annan son, Ólaf Jóhann. En þegar
Anna stundaði pijónastofu sína niðri
í kjallaranum, taldi hún ekki eftir
sér að hlaupa upp stigann og upp
á fjórðu hæð til að veita gesti beina
um miðjan dag. Þetta voru enda
gestir sem mátu þau hjón mikils:
listafólk, bókmenntafólk. Síðan var
Anna þotin niður aftur til vinnu
sinnar. Hversu oft hef ég ekki setið
við borðið í stofunni á Suðurgötu
15 og notið kræsinga og þess and-
rúmslofts bókmennta sem þau Ólaf-
ur og Anna gæddu vistarverur sín-
ar. Oft hef ég hugsað til þeirra
stunda með söknuði. En þetta hlaut
að taka enda einsog annað í stund-
legum heimi. Þá er Jaakklætiskennd-
in eftir. Ég heyri Olaf segja frá og
herma snillilega eftir þekktum per-
sónum Reykjavíkur. Ég heyri hressi-
legan hlátur Önnu og ég fínn traust
handtak hennar, þegar hún heilsaði
gesti sínum eða kvaddi hann.
Eftir lát manns síns bjó Anna á
Reynimel 49, en í því sama húsi
hafði Ragnar í Smára áður búið
með fjölskyldu sinni, hann sem fyrr-
um hafði.verið vinnuveitandi Ólafs
Jóhanns og gefið út bækur hans.
Anna hafði þá undanfarin ár unnið
á Listasafni íslands, en hún gekk
ekki lengur heil til skógar. Hún
hafði fengið einhvern blóðsjúkdóm
sem ég kann ekki skil á, og hann
fór illa með hana svo að hún gat
MINIMINGAR
ekki lesið á tímabili, en þegar líðan
hennar var það betri að hún gat
gengið úti, sagði hún við mig á förn-
um vegi: Ég er ágæt, það er ekkert
að mér. Þá átti Ólafur orðið við
mikinn heilsubrest að stríða og um
það snerist hugur hennar. Þó hygg
ég að hún hafí aldrei náð sér að
fullu eftir fyrrnefndan sjúkdóm.
Niðurlæging og blekkingaleikur
forystumanna sósíalista á íslandi
og síðan forustumanna Alþýðu-
bandalagsins varð áfall fyrir marga
einlæga vinstrimenn og svo var um
Önnu. Hún gerðist á seinni árum
ákafur fylgismaður Kvennalistans
og var í því sem öðru heil og hispurs-
laus.
Síðast þegar ég heimsótti hana á
Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt konu
minni var hún orðin illa á sig komin
líkamlega, en andlega furðuskýr og
handtakið innilegt og traust sem
forðum.
Jón Óskar.
Það er erfitt að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að sjá hana ömmu
mína aftur, hún var alltaf svo stór
hluti af mínu lífi og minningar
tengdar henni eru margar. Amma
og afi bjuggu alla sína búskapartíð
á Suðurgötu 15 og þar var amma
einnig með pijónastofu í kjallaran-
um. Það var alltaf gaman að koma
í heimsókn til þeirra í Suðurgötuna
og oft lumaði amma á andabrauði,
en það voru brauðafgangar til að
gefa öndunum á Tjörninni. Einnig
fórum við systkinin með þeim afa
og ömmu í sunnudagsbfltúra og var
þá kannski farið út á Álftanes og
gengið í fjörunni. Á páskunum
fengum við alltaf Makintoshdós frá
ömmu og afa en ekki páskaegg.
Ástæðan fyrir því var sú að amma
sagði við okkur að með þessu móti
fengjum við meira sælgæti fyrir
sama pening og það vorum við auð-
vitað ánægð með. Svona var hún
amma mín hagsýn.
Eitt sinn fékk ég það verkefni í
skólanum að taka viðtal við ein-
hvern mér eldri. Ég var ekki í vafa
um við hvem ég ætlaði að taka
viðtal, það kom enginn til greina
nema hún amma mín og eyddi ég
þess vegna eftirmiðdegi hjá henni.
Amma sagði mér frá ýmsu í þessu
viðtali, hvemig lífið var hjá henni
á Kópaskeri, flutningnum til
Reykjavíkur og náminu í Verslunar-
skólanum, hvemig hún kynntist afa
og hemámsámnum. Það var mjög
gaman að vinna að þessu viðtali
með ömmu, enda sagði hún alltaf
svo skemmtilega frá.
Þegar ég byijaði í þriðja bekk
Menntaskólans í Reykjavík var ég
í skólanum eftir hádegi en lærði á
bókasafninu fyrir hádegi. Þá var
nú gott að geta farið til ömmu og
afa og borða með þeim í hádeginu.
Oft kom pabbi einnig í hádegismat.
Þetta vom góðar stundir sem við
áttum þarna í hádeginu á Suður-
götu. Eftir að afí dó í júlí 1988 flutti
amma á Reynimel 49 og þegar ég
fór að vinna með pabba sumarið
1991 fór ég oft með honum til
ömmu að borða snarl, eða ítalskt
hlaðborð eins og amma kallaði það,
í hádeginu.
Amma bar alltaf hag okkar
barnabarnanna fyrir bijósti. Hún
fylgdist vel með skólagöngu okkar,
enda var hún þeirrar skoðunar að
við ættum að mennta okkur. Þegar
mér gekk illa í stafsetningu í MR
sagði amma ekki neitt en gaf mér
stafsetningarorðabók og bauðst til
þess að hlýða mér yfír. Amma
fylgdist vel með menntaskólanámi
mínu og pft lærði ég fyrir próf hjá
henni á Reynimelnum þar sem ég
hafði herbergi út af fyrir mig. Það
var alltaf gott að vera hjá ömmu
og gaman að spjalla við hana í
pásunum sem oft vildu verða ansi
langar. Eftir stúdentspróf ákvað ég
að læra sagnfræði í Háskólanum.
Amma var ánægð með þessa
ákvörðun mína og sagði mér að
þetta væri það fag sem hana hefði
alltaf langað til að læra. Það gladdi
mig mjög að vita þetta. Því miður
verður amma ekki með mér þegar
ég útskrifast.
Ammá var mikil kvennréttinda-
kona og tók virkan þátt í starfi
Kvennalistans frá stofnun hans.
Fyrir alþingiskosningarnar 1991
tók hún sæti á lista Kvennalistans
hér í Reykjavík. Fyrir kosningarnar
tók hún að sér að bera bæklinga í
hús í Vesturbænum þrátt fyrir að
vera orðin 72 ára, svo mikill var
eldmóðurinn. Fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar fórum við í heil-
mikinn bíltúr saman til að amma
gæti kosið Kvennalistann.
Það er skiýtið að hugsa til þess
að geta ekki framar heimsótt ömmu
á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem
hún bjó síðasta hálft annað ár ævi
sinnar. Sorgin er sár og missirinn
mikill, en ég og bræður mínir eigum
margar góðar minningar um ömmu
mína sem munu ylja okkur um
hjartarætur alla mína ævi.
Anna Sif Jónsdóttir.
Okkur Önnu fannst við alltaf
hafa þekkst. Og í raun og veru var
það rétt. Það voru orð að sönnu.
Jón Árnason faðir hennar hafði sem
ungur læknanemi dvalist á heimili
afa míns og ömmu í Læknishúsinu
í Keflavík, Þorgrími héraðslækni
Þórðarsyni og konu hans Jóhönnu
Andreu Ludvigsdóttur. Valgerður
Sveinsdóttir, kona Jóns læknis, seg-
ir í endurminningum sínum, að Jón
maður hennar hafí verið Þorgrími
til aðstoðar við læknisstörf. Hafí
lesið þar um skeið til læknaprófs,
haft frítt fæði og kaup nokkurt.
Jón Árnason, læknaneminn ungi,
var ein'staklega vel látinn af öllum
á læknisheimilinu í Keflavík og
hvar sem hann kom á þessum slóð-
um. Þegar Jón var farinn til Reykja-
víkur hittast þeir, hann og Þorgrím-
ur afí minn, á götu í höfuðstaðnum.
Jón var þá í húsnæðisleit og tjáði
Þorgrími vandræði sín. Varð það
úr, að Valgerður fór með Önnu
dóttur sína, sem þá var á öðru ári,
til Keflavíkur. Á meðan bjó Jón í
haginn fyrir þau í Reykjavík. Þær
mæðgur, Valgerður og Anna,
dvöldust í Læknishúsinu í Keflavík
í nokkra mánuði, öllum til mestu
ánægju. Amma mín, Jóhanna, og
Valgerður bundust tryggðaböndum
og héldu sambandi alla tíð. Var þó
fjarlægð slík milli heimilanna að
naumast gat lengri verið á þessu
landi. Önnur bjó á ysta útskaga
Suðumesja, en hin á Kópaskeri,
norður við heimskautsbaug.
Skömmu eftir brottför Valgerðar
og Önnu gerist ég fjölskyldumeð-
limur í húsi afa míns og ömmu og
elst þar upp. Mér er enn í minni
þegar amma mín og stúlkurnar
heima fara að segja mér frá Önnu
litlu, sem nú átti heima að Ási við
Kópasker og telja upp alla hennar
kosti og brýna fyrir mér að líkjast
henni í einu og öllu. Lengi vel vildi
ég ekki heyra neinar sögur nema
framhaldssöguna af Önnu litlu.
Valgerður móðir hennar og Jó-
hanna amma mín skrifuðust á og
fylgdu bréfunum jafnan sendingar.
Állskyns pijónaflíkur og sitthvað
annað. Oft var fallegu korti stungið
inn í pakkana: Til Önnu og til Bindu.
Seinna skrifuðumst við Anna á. Það
var eins og við hefðum alltaf þekkst.
Þetta var aðdragandinn að ævi-
langri vináttu.
Tíminn leið. Mánuðir og ár. Og
allt í einu erum við staddar uppi á
lofti í húsi frú Francisku Olsen í
Gijótaþorpinu, Garðastræti 9. Uppi
á efsta lofti. Systurnar Anna og
Jórunn og ég erum þá að feta okk-
ar fyrstu spor í Verslunarskólanum.
Þessar stundir eru hugstæðar. Hús
Francisku, þar sem við sátum og
spjölluðum saman og nutum lífsins,
er nú flutt af grunni sínum í aðra
götu í Gijótaþorpinu, en heimili
okkar hjóna er á sama stað og hús
Francisku var forðum, þar sem við
áttum okkar góðu stundir. Stofan
okkar er nákvæmlega á sama stað
og þær systur Anna og Jórunn áttu
heima sín skólaár.
Árin sem við sátum á skólabekk
í Verslunarskólanum eru heillandi
í minningunni. Allt svo létt og lip-
urt. Eitt sumarið fór ég með Val-
gerði norður að Ási. Við fórum með
strandferðaskipi, sem sigldi inn á
hveija smáhöfn á leiðinni. Hvar-
vetna vakti Valgerður athygli fyrir
glæsileika og glaðlyndi. Djarfleg
var hún og greindarleg.
Heima í Ási voru Anna og Jórunn
ráðskonur á meðan móðir þeirra var
að heiman. Allt heimilisfólkið tók
vel á móti mér og bar mig á hönd-
um allan tímann, sem ég dvaldist
þar. Anna settist stundum við
píanóið á kvöldin og spilaði lag, sem
átti hug allra ungmenna þá: Vertu
hjá mér Dísa. Við Jórunn sungum
og allur skarinn tók undir. Kvöldin
voru yndisleg á Ási. Þetta sumar
var hlýtt og bjart og kvöldin unaðs-
fögur. Við Anna og Valgerður
gengum stundum á kvöldin upp á
ásinn. Þar er mikið beijaland og
jörðin þakin unaðslegum villigróðri.
Þar sungu fuglarnir sætast sem ég
hefí heyrt um ævidaga mína. Him-
inninn tær og fagur við heimskauts-
bauginn. Loftið hreint og ómengað.
Margs er að sakna þegar rifjaðar
eru upp liðnar stundir. Mér er eink-
ar minnisstæður hlátur þeirra
mæðgna allra. Það var einhver heið-
ríkja og sönn gleði sem hljómaði í
eyrum. Ég hafði aldrei heyrt slíka
gleði í hlátri fyrr. Það var sannur
hlátur og ósvikin gleði.
Nærri sumarmálum árið 1943
giftist Anna Ólafi Jóhanni Sigurðs-
syni rithöfundi. Jafnræði var með
þeim hjónum Önnu og Ólafi Jó-
hanni. Hann naut óskertrar virðing-
ar skáldbræðra sinna í umræðuhópi
þeirra. Ólafur mælti „hnyttilegustu
setningarnar á fundum þeirra". Og
þeir spurðu: „Hversvegna gátum
við hinir ekki ort jafnvel?"
Anna var glögg á skapgerð
manna og kunni góð skil á málefn-
um. Hún fylgdist vel með í heimi
bókmennta og lista. Fróðlegt var
að heyra frásagnir hennar af sam-
kundum skálda og rithöfunda er
settu svip á samtíðina með verkum
sínum. Heyra álit hennar á persón-
unum bak við ritverkin.
Önnu lét einkar vel að segja frá
liðinni tíð. Frásagnir hennar ljósar
og lifandi. Sérstæðum persónum
lýsti hún af snilld og lék atburði
sem á leiksvæði væri.
Kvöldstundirnar á Suðurgötu hjá
Önnu og Ólafi voru sannkallaðar
sólskinsstundir.
Ólafur var manna glaðastur og
mikill skemmtimaður heim að
sækja.
Iðjusemi var í hávegum á heimili
þeirra hjóna. Ólafur sat við skriftir
og fágaði hvert orð.
Að loknu námi stundaði Anna
ýmis skrifstofustörf. Síðan starf-
rækti hún pijónastofu í Suðurgötu.
Veitti henni forstöðu og vann þar
sjálf af þeirri festu er einkenndi öll
hennar störf.
Ég veit ekki hveiju eða hveijum
er að þakka fyrir hana Önnu Jóns-
dóttur. Hversu góð, hreinlynd og
skemmtileg hún var. Guði, henni
sjálfri _eða Ólafi Jóhanni Sigurðs-
syni? Ég þekkti hann líka vel og
vissi að það var alltaf mannbætandi
að vera í návist hans. Það var líka
mannbætandi að vera nálægt Önnu
minni. Henni var lagið að hressa
mann upp þegar ólund sótti að og
gleðjast með manni á góðri stund.
Fyrir henni bar maður virðingu.
Jafnvel þegar á unglingsárum og
treysti henni í einu og öllu.
Eftir að Ólafur Jóhann var látinn
og Anna flutt í íbúð sína á Reyni-
mel kom hún oft í heimsókn til
okkar hjóna í Garðastræti. Hún kom
þá gangandi vestan af Melum og
taldi ekki eftir sér sporin. Þótt
heilsu hennar hrakaði var kjarkur
hennar óbilandi og vilji hennar
sterkur.
Anna og Ólafur höfðu barnalán.
Synir þeirra eru Jón prófessor í
haffræði og Ólafur Jóhann rithöf-
undur og forstjóri.
Nú eru þau horfín, pilturinn ungi,
sem komið hafði að austan, úr sveit
þar sem skiptust á gulgráir móar
og mýraflákar, en einnig angan
víðis, ilmur birkiskóga og kliður
söngfugla og bjarta norræna stúlk-
an, sem kom með hjartahlýju og
kjark úr heimkynnum hafíss og
heiðríkju sólbjartra sumarnátta.
Innilegar samúðarkveðjur til
vandamanna.
Birna Jónsdóttir.