Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 46

Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 46
-46 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ suður. Ég fékk aldrei þá tilfinningu að ég væri gestur því alltaf var eins og einn af heimilisfólkinu væri kominn heim, gengið var úr rúmi án þess að mögla ef það var vandamálið. Af því er ég og verð stoltur. Gvendur var hughraustur í bar- áttu sinni. Ég gleymi seint því hvemig hann sagði mér frá vágesti þeim sem nú hefur lokið ætlunar- verki sínu. Vordag einn í maí hringdi ég í frænda til að skrafa. í þessu símtali spurði ég hvernig hann hefði það. Ékki stóð á svar- inu: „Bara gott, nema að þú ert búinn að heyra af þessari óværu í mér?“ Þegar ég svaraði neitandi útskýrði hann rólega hvað óværan væri en áður en mér gafst kostur á því að spyija nánar kom hann með spumingu: „Jæja, Magnús, ætlið þið ekki upp í sumar?“ og fótboltinn kominn á dagskrá þess símtals sem margra annarra. Það var í raun ekki fyrr en símtalinu var lokið að ég áttaði mig á alvör- unni og skildi um hvað málið sner- ist. Þannig var Gvendur. Á þeim tíma sem fylgdi var hann hress í anda og kjaftaglaður alltaf þegar fundum okkar bar saman. Hann gat rætt um óvæmna og sagt hver staðan var en hann vildi miklu frekar fá fréttir af frændfólkinu á Sauðanesi og hvemig mér gengi í boltanum og kennarabaslinu sem ég stóð í, þar gat hann jú miðlað af ómældri reynslu. Ég hitti Gvend síðast í desember síðastliðnum og átti við hann langt tal. Ég gerði mér þá loks vemlega grein fyrir því hvað gæti verið á næsta leiti. Þrátt fyrir augljósa vankanta á heilsufarinu náði hann að ryðja burt allri sorg og sút með gáska sínum og lífsgleði og ég kýs nú á sorgarstund að trúa því að okkar síðasta samtal í þessum táradal gefi mér vísbendingu um síðari fundi. Kveðju minni þann dag svaraði Gvendur: „Já, Magnús, við sjáumst, vertu viss!“ Og á eftir fylgdi þetta hlýja, kankvísa og strákslega bros í skegginu. Það er mín huggun harmi gegn að nú þegar er nótt hins bjarta dags veit ég að við lok hennar rís bjartur dagur á ný. Við frændur hittumst seinna, sitjum þá á gullnu skýi og horfum á leik í Krikanum, ömgglega jafn æstir og fyrmm. Við Thelma sendum að lokum Gullu, Svenna, Krissa, Helgu og Emmu eins innilegar samúðar- kveðjur og okkar smáu hjörtu geta sent, við höldum áfram að biðja fyrir ykkur í sorg ykkar og vonum að algóður guð styrki ykkur og blessi. Munið með okkur gang sólarinn- ar, hvern dag sest hún í hafið og leiðir af sér dimma nóttina, en nótt- in sigrar aldrei því nýr dagur rís á ný úr faðmi næturinnar, bjartur og fagur. Ykkar einlæg, Magnús Þór og Thelma litla. R AÐ AUGL YSINGAR Ræstingar Húsvarsla Leitum eftir tilboði í ræstingar og húsvörslu. Upplýsingar í síma 672121 á skrifstofutíma. Löggiltur endurskoðandi - gott tækifæri Meðalstórt útgáfufélag leitar eftir samstarfi við sjálfstætt starfandi löggiltan endurskoð- anda. Verkefnið snýst um gerð ársreikninga og skattaleg uppgjör ásamttilfallandi ráðgjöf. Umsækjendur skili upplýsingum um náms- feril, .atvinnureynslu og vísa til meðmæla. Svar óskast sem fyrst og skilist á auglýsinga- deild Mbl., merkt: „Endurskoðun - 7738“. Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna kosninga til Alþingis, sem boðað hefur verið til þann 8. apríl næst- komandi, verður fyrst um sinn á skrifstofu embættisins í Skógarhlíð 6, Reykjavík, á skrif- stofutíma, kl. 9.30-15.30. Væntanlegum kjósendum er bent á að hafa með sér fullnægjandi skilríki. Sýslumaðurinn í Reykjavík. HÖNNUNARSTÖÐ DESIGN CENTER Hönnun Lillehammerleikana Norðmaðurinn PetterT. Moshusvar hönnun- arstjóri fyrir vetrarólympíuleikana í Lille- hammer. Hann mun halda erindi um „Lille- hammers designsprogram" í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20.00. r EIMSKIP ISLANDSBANKI Aðalfundur OMEGA FARMAHF. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: verður haldinn á Hótel Sögu, Þingstofu B, þriðjudaginn 14. mars kl. 16.00. Dagskrá: a. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. b. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um einkahlutafélög. - c. Tillaga stjórnar um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. d. Tillaga stjórnar um niðurfærslu hlutafjár. e. Önnur mál Reikningar félagsins, ásamt dagskrá fundarins og endanlegum tillögum, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Stjórn OMEGA FARMA HF. Sunnubraut 4-b, Höfn, Hornarfirði, þingl. eig. Sigtryggur Benedikts, gerðarbeiðandi Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni 18, 6. mars 1995 kl. 13.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 27. febrúar 1995. Hús úti á landi óskast Má þarfnast endurbóta. Allt kemur til greina. Greiðist með yfirtöku lána og veðskuldabréfi í eigninni. Nánari upplýsingar í síma 91-887826. Félagsfundur Vegna nýgerðra kjarasamninga verður haldinn félagsfundur í Baðstofu félagsins í Ingólfs- stræti 5 í dag, þriðjudaginn 28. febrúar, kl. 17.00. Stjórnin. Reykjavíkurdeild Stofnfundur Stofnfundur Reykjavíkurdeildar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn á Suðurlandsbraut 22 fimmtudaginn 2. mars nk kl. 20.00. Allir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggjandi félags9tarfsemi, eru hvattir til að mæta á fundinn. Það stytt- ist í fulltrúafund og tímabært að hjúkrunar- fræðingar í Reykjavík tryggi sér sína fulltrúa. Undirbúningsnefndin. Útgerð - úreldingar Getum losað ykkur að kostnaðarlausu við báta sem búið er að úrelda. Bátarnir verða að vera haffærir. Upplýsingar í síma 92-11980 og 988-18676 (talhólf). Norðurljósin heilsustúdíó, Birna Smith, Laugarásv. 27, sími 91-36677. Sogæðanudd Öflugt sogæðanuddtæki og cellolite-olíunudd losar líkama þinn við uppsöfnuð eiturefni, bjúg, aukafitu og örvar ónæmis- kerfið og blóðrásina. Trimm Form og mataræðisráðgjöf inni- falin. Acupuncture-meðferð við offltu, reykingum og tauga- spennu. Vöðvabólgumeðferð Með léttu rafmagnsnuddi, acu- puncture-meðferð og leisertæki opnum við stlflaðar rásir. Heilun- arnudd með ilmkjarnaolíum inni- falið. Góður árangur við höfuð- verk, mígreni og eftir slys. □ EDDA 5995022819 I FRL. □ FJÖLNIR 5995022819 III 1 □ HLÍN 5995022819 IV/V 2 Frl I.O.O.F. Rb. nr. 1 =1442828. - 9.0 Dalvegi 24, Kópavogi ( kvöld kl. 20.30 bænastund. Allir hjartanlega velkomnir. AD KFUK, Holtavegi Fundur I kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Hvernig les ég Bibliuna? Karin Axelsdóttir, Sigrlður Jó- hannsdóttir, Sigurlaug Þorkels- dóttir og Steinunn Pálsdóttir ræða um efnið. Allar konur velkomnar. FERÐAFÉIAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682S33 Myndakvöld F.í. Myndasýning frá Ferðafélagi Akureyrar Miðvikudaginn 1. mars verður næsta myndakvöld F.f. ( Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Ingvar Teitsson frá Ferðafélagi Akureyrar lýsir gönguleiðum í máli og myndum á norðaustur- landi, þ.e. Ódáðahrauni, Gler- árdal og víðar. Aðgangur kr. 500 (kaffi og meðlæti). Allir velkomn- ir félagar og aðrir. Einstakt tæki- færi til að kynnast nýjum göngu- leiðum um stórbrotið landsvæði! Helgarferð 4.-5. mars Kringum Hengil, skíðagöngu- ferð. Gist í svefnpokaplássi í Nesbúð. Brottför kl. 09 laugar- dag. Ferðafélag íslands. Hallveigarstig 1 »slmi 614330 Myndakvöld fimmtudaginn 2. mars kl. 20.30 Á næsta myndakvöldi mun Sig- urður Sigurðarson sýna m.a. vetrarmyndir frá Aðalvík frá því í apríl 1994, frá vetrarferð fjög- urra Útivistarfélaga yfir Vatna- jökul í apríl 1992, en gengið var frá Goðahnúkum í austri i Esju- fjöll og Öræfajökul. Sýnt verður í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg. Innifalið í aðgangseyri, kr. 600, er hið vinsæla hlaðborð kaffinefndar. Helgarferð 4.-5. mars Skíðaganga við rætur Hengils Gangan hefst austarlega á Hell- isheiði og verður gengið yfir hana í Nesbúð þar sem gist verður. Á sunnudag verður gengið^m Dyradal og Marardal að Kolviðarhól. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Nánari uppl. á skrifstofu Útivistar. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.