Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 61

Morgunblaðið - 28.02.1995, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 61 UNGLINGAR Hvernig eru strákar/stelpur Gulla, 14 ára. Æðislega misjafnir, geta verið skemmtilegir eða leiðinlegir, sumir eru lúðar. Jón, 15 ára. Þær eru gelgjur. Þær eru ekki eins og þær voru í gamla daga, hugsa of mikið um megrun. Þær eiga að drekka meira kók og sleppa vatninu. Læknir eða leikari FLESTIR sem horfa á Dags- ljós í sjónvarpinu þekkja Radíusbræður. Annar þeirra er Steinn Ármann Magnús- son leikari. Hann hefur ásamt Davíð Þór Jónssyni verið að spauga fyrir landsmenn síðustu fjögur ár, auk þess er hann að leika í Kirsu- beijagarðinum með Frú Emelíu. Eg er náttúrulega ekki stór í dag, en ég var lítill sem unglingur svona framan af allavega og svolítið sein- þroska líkam- lega, minnstur á fermingar- myndinni og svoleiðis. Ég held ég hafi verið lít- ill á öllum sviðum og stelpurnar voru orðnar fullorðnar bæði líkam- lega og í hugsun miðað við mig, ég var voða barnalegur í hugsun fram eftir öllu, en ég sé ekkert eftir því. Ég hlakkaði ekki mikið til að verða fullorðinn, ég var svo- lítill Pétur pan í mér að því leyti. Mér fannst mjög gaman að vera unglingur, ég er alinn upp í Hafn- arfirðinum en var alltaf í sveit austur í Borgarfírði á sumrin, for- eldrar mínir eru bæði þaðan, og ég átti heima þar fyrstu þrjú ár ævi minnar. Ég var í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði og síðan lá leið- in í Flensborg, þar var ég í bekk með Halli Helgasyni, Stefáni Hjör- leifssyni og fleira góðu fólki og þ'essi tími var ofboðslegt ævintýri. Við vorum að dunda okkur við að gera átta millimetra myndir og vorum í hljómsveit, það var og er í tísku eins og allir vita. Við teiknuðum líka svolítið og vorum í allskyns vitleysisgangi, kölluðum okkur gáfuðu klíkuna, en við vor- um bara vitleysingar eins og geng- STJÖRNUR G ur og gerist og leyfðum okkur að vera það. Ég móðgaði einu sinni Hall Helgason rosalega og hann var mörg ár að fyrirgefa mér, en þetta var bara vegna blaðurs í mér. Þeir voru í hljómsveit saman hann og Stebbi Hjörleifs, sem nú er í Ný dönsk, og ég var svolítið taktlaus. Þeir voru vinir og höfðu verið vinir frá því í Lækjarskóla, og ég tróð mér á milli þeirra og sat meira að segja á milli þeirra í Flens- borg. Þeir höfðu fundið texta af einhveiju Chuck Berry-lagi sem þeir ætluðu að taka með hljómsveitinni, Hallur kom með textann og var að syngja lagið fyrir Stebba. í heimsku minni hélt ég að Hallur hefði samið lagið, mér fannst það ofsalega asnalegt og sagði Halli það bara fullum fetum og hann móðgaðist alveg ofboðslega við mig. Ég skammaðist mín gífurleg mikið fyrir þetta eftir á. Unglingurinn í dag Vill bara vera ég sjálfur 0 1 Nafn: Kristján Krist- jánsson. Heima: Reykjavík. Aldur: 16 ára. Skóli: Iðnskólinn í Reykjavík. Getur skólinn verið betri en hann er? Nei, ekki nema það að félagslífíð mætti vera betra. Hverju myndir þú vi\ja breyta í þjóðfé- laginu? Það mætti vera meiri og fjölbreyttari vinna fyrir unglinga. Eitt- hvað annað en skógrækt til dæmis. Er til unglingavandamál? Já, drykkja og allt þetta vesen sem fylgir henni, eiturlyf. Er til foreldravandamál? Já, það eru vandræði á heimilinu þegar foreldrar eru ósáttir og ríf- ast eins og hundar og kettir. Sum- um foreldrum finnst betra að lemja hvort annað og halda að það leysi eitthvað en svo gerir það það ekki. Hvernig er fyrirmyndar- unglingur? Hann stendur sig vel í skóla, reykir ekki og drekkur ekki, stundar ekki eiturlyf. Er inni í hópnum á meðal vina. Það kom margt annað til greina en að verða leikari, en svo var það Berti vinur minn sem var alveg harðákveðinn í að verða læknir og hafði verið það alveg frá því við vorum smástrákar, og mér datt svosem ekkert gáfulegra í hug en að verða læknir líka. Mig langaði líka að vera góður við dýrin og verða dýralæknir, og ég hélt því alveg til streitu fr- am á íjölbrautaskólaárin, fór á náttúrufræðibraut og hafði voðalega gaman af líf- fræði. En svo kom í ljós að ég hafði ekki þolinmæði í langskóla- nám og ég var ekki duglegur eða skipulegur námsmaður. Ég hafði tekið þátt í einni uppsetningu í skólanum og verið að gera þessar átta millimetra myndir og leiklistin lá ansi vel við mér og ég vissi að ég ætti eitthvað í þetta. Þegar ijöl- brautaskólanám mitt var komið út í tóm vandræði ákvað ég bara að slá til. Ég sá auglýsingu í Moggan- um um að inntökupróf í Leiklistar- skólann væru að hefjast og ákvað að reyna. Frá því ég tók þessa ákvörðun hef ég alltaf styrkst í sannfæringu minni um að þetta sé það rétta fyrir mig. , Ég held að það sé voða mikil- vægt að reyna að vera jákvæður, af því það getur verið svolítið erf- itt að vera unglingur, maður held-. ur að maður sé fullorðinn en samt er komið fram við mann eins og maður sé bam, og þó ekki. Ungl- ingar lenda oft í tilvistarkreppu og þá er ráðið að vera jákvæður og líta á björtu hliðamar. Ég var voða svartsýnn á tímabili sem unglingur, svo þegar ég komst yfír það stig sá ég hvað það var kjánalegt, hvað þessi vandamál vom lítils virði. Þetta vom ómerki- legustu vandamál, eins og það að þessi og þessi stelpa væri ekki skotin í manni, svo fínnst manni þetta bara hlægilegt í dag. Hvemig em fyrir- myndarf oreldrar ? Þeir ala mann rétt upp, eins og þeim fínnst best og kenna manni allt sem maður þarf að kunna. Hvað vilt þú ráð- leggja þeim sem umgangast ungl- inga? Að koma fram við unglingana eins og jafningja. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hanga með vinum mínum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það er að hanga með liði sem er í rugli. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Eg ætla að vinna við einhveija iðngrein. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég vil bara vera ég sjálfur. Hver er munurinn á rottu og rúsínu? Það er mikill munur, rottan er lif- andi en rúsínan er dauð og svo er hægt að borða rúsínuna en ekki rottuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.