Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 26/2- 4/3. ► HAGNAÐUR Eimskips á sfðasta ári nam um 557 milfjónum króna. Afkoma fyrirtækisins á árinu var sú besta síðan 1986 en árið 1993 varð hagnaður þess 368 miHjónir króna. For- stjóri Eimskips segir afkom- una viðunandi og hagnaður- inn verði notaður til að skapa fyrirtækinu styrkari stöðu í framtíðinni. ► STÓR hluti skíðasvæðis- ins í Bláfjöllum var lýstur hættusvæði vegna spjó- flóðahættu í vikunni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar reyndu að sprengja burt hengjur með um 50 kg af dfnamfti en sú aðgerð bar ekki árangur. Hengjum var rutt burt í fyrradag og var ætlunin að opna svæðið að nýju. ► FORSÆTISRÁÐHERR- AR Norðurlandanna telja best að tryggja áfram fijálsa för Norðurlandabúa milli landanna, þrátt fyrir aðild þriggja þeirra að ESB, með þátttöku Noregs og ís- lands eða aðlögun þeirra að Schengen-samningi ESB- ríkjanna. Við það legðist vegabréfaskoðun að mestu niður milli íslands og að- ildarrikja samningsins. Mál- ið var ítarlega rætt á þingi Norðurlandaráðs í Reykja- vík f vikunni. ► LÍTIÐ hefur þokast í við- ræðum kennara og viðsemj- enda þeirra en verkfall kennara stendur enn. Verk- fallsstjórn hefur fjölgað undanþágum sem veittar eru vegna fatlaðra nemenda en aðstæður fjölskyldna margra þeirra eru afar erf- iðar. Milljónarán í Reykjavík ÞRÍR grímuklæddir menn rændu um 5,2 milljónum króna, þar af 3 millj. í reiðufé, af tveimur starfsmönnum olíu- félagsins Skeljungs á gangstéttinni fyrir utan íslandsbanka í Lækjargötu á mánudag. Ræningjamir réðust að starfsmönnunum, tveimur konum, og börðu aðra þeirra með slökkvitæki. Skömmu síðar fundust hálfbrunnar uppgjörstöskur merktar Skeljungi í Hvalfírði. Víðtæð leit lögreglu að ræn- ingjunum bar ekki árangur samstundis en á fímmtudag var 31 árs maður og kona á þrítugsaldir handtekin í Leifs- stöð á leið til Amsterdam með hundruð þúsunda í reiðufé. Maðurinn hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. mars grunaður um aðild að ráninu. 1.000 manns á þingi Norðurlandaráðs UM 1.000 manns sóttu þing Norður- landaráðs í Reykjavík í vikunni. Fram- tíð norræns samstarfs og aðlögun þess að Evrópusamvinnunni var í brenni- depli á þinginu auk aðgerða tii að tryggja norrænt vegabréfafrelsi þrátt fyrir aðild þriggja Norðurlandaríkja að ESB. Stjómmálamenn voru ekki á einu máli um árangur af starfi þingsins. Hans Engell, leiðtogi danska Ihalds- flokksins, segir þingið gjörsamlega misheppnað þar sem engar lokaákvarð- anir hafí verið teknar um skipulags- breytingar á samstarfi norrænu ríkj- anna. Norrænar bókmennt- ir á geisladisk YTT hefur verið úr vör samnorrænu verkefni á sviði markmiðlunar, Nord- ROM, sem felur í sér mótun margmiðl- unargeisladisks með kennsluefni í nor- rænum bókmenntum. íslendingar einir Norðurlandaþjóða hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku í sam- starfinu. Leeson Saka Leeson um skjalafals STJÓRNVÖLD í Singapore segjast gmna breska bankamanninn Nick Lee- son, sem kyrrsettur var í Frankfurt á fímmtudag, um að hafa falsað skjöl til að blekkja yfirmenn sína hjá Barings- banka í London. Fyrir helgi olli Lee- son hruni Barings- banka með braski á verðbréfamörkuð- um Singapore þar sem hann starfaði fyrir bankann. Stjómarerindrekar í Bonn sögðu að þýsk yfirvöld hefðu fengið handtöku- skipun á Leeson frá fulltrúum Singap- ore þar sem kæmu fram ásakanir er gætu orðið grundvöllur framsals mannsins. Talið er að það geti tekið Þjóðveija nokkra mánuði að komast að niðurstöðu, svo flókið sé málið. Bret- ar munu ekki biðja um framsal. Nú mun ljóst að Elísabet II. Bretadrottning tapar sem svarar rúmlega 50 milljónum króna á hruni Baringsbanka. Hollensk fjármálasamsteypa bauð í fyrradag táknræna fjárhæð, eitt pund, í bankann sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota vegna um 60 milljarða taps á áhættu- viðskiptum. Barings er elsti fjárfesting- arbanki Lundúna. Gjaldþrotið olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum. Andreotti leiddur fyrir rétt á Sikiley DÓMARI á Sikiley hefur ákveðið að ► JOHN Major, forsætis- ráðherra Bretlands, vann nauman en mikilvægan sig- ur í atkvæðagreiðslu um Evrópustefnu stjórnarinn- ar í neðri deildinni á mið- vikudagskvöld. Leikar fóru þannig, að 319 greiddu atkvæði með stjórninni en 314 gegn. ► KÍNVERJAR og Banda- ríkjamenn komu í veg fyrir viðskiptastríð milli ríkj- anna á sunnudag þegar samningar náðust um að uppræta brot á einka- og höfundarrétti. ► LÖGREGLANí París fann á miðvikudag vopna- búr í eigu íslamskra bók- stafstrúarmanna frá Alsír. Lögreglan fann búnað til að shjóta flugskeytum, þijár vélbyssur, þrjár haglabyssur, nokkrar skammbyssur, 8.000 skot- hylki, auk búnaðar til sprengjugerðar. Vopnabúr i eigu sömu aðila fannst í Belgíu á fimmtudag. ► RÚSSNESK stjórnvöld koma í veg fyrir, að aðstoð og þjálpargögn berist til Tsjetsjnyu og auka þannig á hörmungar tug- eða hundruða þúsunda manna, sem flúið hafa heimili sin, Giulio Andreotti, einn af þekktustu að sögn Alþjóða Rauða stjómmálaleiðtogum kristilegra demó- krossins í Genf. krata á Ítalíu um áratuga skeið, skuli leiddur fyrir rétt vegna gruns um að ► ROKKÓPERA um raun- hann hafí verið félagi í Sikileyjarmafí- ir þeirra Karls prins og unni. Réttarhöldin hefjast í Palermo í Díönu verður sýnd í Lond- september. on síðar á árinu. ísland og Bandaríkin ganga frá nýjum loftferðasamningi Hægt að fljúga hvert sem er til Bandaríkjanna ÍSLAND og Bandaríkin gengu á föstudag frá nýjum loftferðasamn- ingi um svoneftida „opna himna". Formleg staðfesting samningsins bíður þó þar til samsvarandi samn- ingar hafa verið gerðir milli Banda- ríkjanna og nokkurra annarra Evr- ópuríkja. Samkvæmt samningnum geta íslensk flugfélög flogið til hvaða borgar sem er í Bandaríkjunum og áfram þaðan til þriðja lands. Hingað til hafa Flugleiðir og önn- ur íslensk flugfélög þurft leyfi að fljúga til ákveðinna borga í Banda- ríkjunum en nú þarf ekki lengur slíkt leyfí. Hins vegar geta íslensk flugfé- lög ekki flutt farþega milli staða innanlands í Bandaríkjunum. Sam- svarandi ákvæði eru um bandarísk félög hér á landi. Heimild til leigu- flugs milli landanna verður nánast ótakmörkuð, en sá loftferðasamn- ingur sem verið hefur í gildi fjallar fyrst og fremst um áætlunarflug. Aukið svigrúm „íslendingar hafa notið góðra kjara og töluvert mikilla réttinda í Bandaríkjunum varðandi flug. En með þessum samningum falla nær allar hömlur og markaðshindranir niður og við teljum að svigrúm flug- félaga til að fljúga til og frá Banda- ríkjunum aukist verulega,“ sagði Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofu- Islensk flugfélög geta þó ekki fiutt farþega milli bandarískra borga stjóri í samgönguráðuneytinu. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða sagði að samningurinn gerði flugrekstur til Bandaríkjanna sveigj- anlegri og yki möguleika á markaðs- samvinnu flugfélaga. Flugleiðir hafa nú leyfi til að fljúga til fímm borga í Bandaríkjunum en Sigurður sagði að engar ráðagerðir væru um að breyta þeim áætlunum sem nú giltu. Því myndi samningurinn ekki breyta miklu fyrst í stað. „En okkur fannst skynsamlegt að gera samninginn og Flugleiðir áttu þátt í því að íslandi var boðið að vera með,“ sagði Sigurður. Breytir ekki samkeppni Leitt hefur verið líkum að því að samningurinn myndi auka sam- keppni við Flugleiðir vestur um haf, og hafa þannig áhrif á flug og verð- lagningu. Sigurður sagði að banda- rískum flugfélögum hefði alltaf verið fijálst að fljúga hingað til lands og þaðan áfram til Evrópu. Smæð markaðarins ylli því að þau hefðu ekki sótt eftir áætlunarflugi hingað, nema þá til fraktflutninga, og þessi samningur myndi út af fyrir sig ekki breyta því. Ragnhildur Hjaltadóttir sagði að það yrði fróðlegt að sjá hvort banda- rísk flugfélög myndu nýta sér í auknum mæli millilendingar hér á landi og flug áfram til annarra áfangastaða. „Ég held að Banda- ríkjamenn hafí almennt mikinn áhuga á þessum loftferðasamning- um og það hlýtur að vera til þess að auka svigrúm flugfélaga þeirra," sagði Ragnhildur. Island er þriðja Evrópulandið sem gengur frá samningi um „opna himna“ við Bandaríkin. Samnings- drög voru send til stjómvalda í Aust- urríki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð og Sviss auk íslands; og hafa Sviss og Belgía gengið frá sínum. Bandaríkjamenn vilja skrifa formlega undir alla samningana í einu, en Evrópusam- bandið hefur tekið þessa samninga- gerð óstinnt upp. Fulltrúar í framkvæmdastjóm ESB hafa skorað á þau ESB-ríki sem eftir eru, að skrifa ekki undir slíkan samning því ESB sé að undirbua sameiginlega tillögu um loftferða- samning við Bandaríkin. Morgunblaoið/bvernr ^ORSVARSMENN Samvinnuferða-Landsýnar kynntu gagna- grunninn á íslandsgátt Internetsins í gær. óskað eftir frekari upplýsingum um þær ferðir sem þeim þykja áhugaverðar. Við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna, aðal- Iega frá Bandaríkjunum." Upplýsingar í gagnagrunninum eru byggðar á kynningarbæklingi Samvinnuferða-Landsýnar og er þar bæði að finna texta og lit- myndir. „Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni getum við gefið enn nákvæmari upplýsingar og jafnvel gefið fólki kosti á að sjá rútuna sem það ferðast með á íslandi og fararsljórann sinn.“ Gunnar segir að á fyrstu fjórum dögunum sem upplýsingasíður S-L hafí verið á Veraldarvefnum, hafi um 500 manns víðs vegar í heiminum skoðað hann. SLmeð 160 síður Veraldar vefí FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn hefur nú komið fyrir 160 blaðsíðna gagna- grunni á íslandsgátt Veraldar- vefsins, Internets. Er það stærsti grunnur á íslandsgáttinni, en þar eru 22 aðrir grunnar. „Með þessu móti komum við upplýsingum um ferðaskrifstof- una og ferðir sem við skipuleggj- um um landið til um 40 miljjóna manna í 145 löndum," sagði Gunn- ar Rafn Birgisson, deildarsljóri innanlandsdeildar S-L, á föstudag er grunnurinn var kynntur. „Með þessari tegund markaðs- setningar teljum við okkur ná betur til menntaðs fólks, sem hef- ur rúm fjárráð. Notendúr Verald- arvefsins geta ekki pantað ferðir beint í gegnum kerfið, en geta Island fær arð af Norræna fjárfestingarbankanum Arði bankans verður varið til að laða að fjárfesta RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á föstudag að verja 15 milljóna króna arði, sem ísland fær á þessu ári frá Norræna fjárfestingarbankanum, NIB, til að laða erlenda fjárfestingu hingað til lands. Þetta er í fyrsta skipti sem greidd- ur er út arður hjá NIB og var ekki gert ráð fyrir þessari arðgreiðslu í fjárlögum þessa árs. Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra lagði til í ríkisstjóminni að fénu yrði varið til að starfrækja íjárfestingar- skrifstofu í Utflutningsráði sem sæi um markaðsstarf fyrir erlenda fjár- festingu. Verksamningur við Útflutnings- ráð um undirbúning markaðsátaks rann út 1. mars. í samþykkt ríkis- stjómarinnar felst að veitt verður úr ríkissjóði aukaframlag til fasts grunnstarfs vegna markaðsátaks um erlenda fjárfestingu, sem áætlað er að kosti 14,1 milljón á þessu ári, og var vísað í arðgreiðslu NIB í því sambandi. Brýnt að hefja kynningu Sighvatur Björgvinsson lýsti því jafnframt yfír, að hann myndi beita sér fyrir því að Iðnþróunarsjóður styrkti átaksverkefni á þessu sviði og nefndi 16 milljónir í því sam- bandi. Einnig að tryggð verði mót- framlög opinberra og einkaaðila í einstök átaksverkefni sem verði jafnhá og framlög Iðnþróunarsjóðs. I minnisblaði, sem Sighvatur lagði fram á ríkisstjórnarfundi, kemur fram, að fyrir utan framlög á sviði orkufreks iðnaðar hafi íslensk stjórnvöld ekki varið íjármagni í skipulega kynningu á Islandi sem kosti fyrir erlenda flárfesta. Unnið hafí verið undirbúnings- starf en brýnt sé að hefja hið eigin- lega kynningarstarf. Af hálfu ríkis- ins sé nauðsynlegt að leita Ieiða til að fá aðra innlenda aðila til að leggja fé í markaðsstarf, einkum sveitarfé- lög, fyrirtæki og stofnanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.