Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 56
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 fRfttgtstiMitfrÍfr varða vlðtæk f jármálaþ jónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Hrognataka hafin í Grindavík HROGNATAKA hófst í Grinda- vík í gærmorgun úr loðnuförm- um sem Sunnuberg og Háberg komu með til hafnar. Hrogna- frysting er einnig hafin i Vest- mannaeyjum. Finnbogi Alfreðsson, fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík, sagði að um til- raun væri að ræða. Hægt væri að stunda hrognatöku í fáa daga og því væri mikilvægt að byrja ekki of seint. Búist er við að fleiri verksmiðjur byrji hrogna- töku um helgina eða á mánudag. Búið er að landa um 11 þús- und tonnum af loðnu í Grinda- vík það sem af er vertíð. Fryst hafa verið um 470-480 tonn af loðnu sem er svipað og í fyrra. Loðnugangan er núna úti fyrir Sandgerði og því eru loðnuskip Grindvíkinga fljót á miðin. Myndin var tekin við innsigl- inguna í Grindavíkurhöfn í fyrradag. Rauði flekkurinn við hafnarmynnið er úrgangur frá loðnuþrónum. Verið var að losa stíflu sem var í útrás frá þrónum og þess vegna var úrgangurinn vel sýnilegur. Kosningar gætu raskast vegna kenn- araverkfalls Kennarar mega einir undirbúa skólastofur STÆÐI verkfall kennara fjórar vikur til viðbótar gæti það raskað fyrirhuguðum kosningadegi, 8. apríl næstkomandi. Ástæðan er sú að aðrir en kennarar munu ekki mega undirbúa skólastofur á kjörstöðum. „Kennarar skildu við flestar skólastofur eins og menn ætluðu að mæta að nýju daginn eftir, og því er þar að finna teikningar barna, bækur, kennslugögn, vinnuskjöl og fleira á ábyrgð kennara, þar á meðal einkamunir kennara. Verkfallsbrot að aðrir gangi frá stofunum Samkvæmt okkar skilningi geta engir aðrir en kennarar gengið frá stofunum, þannig að það væri tvímælalaust um verk- fallsbrot að ræða ef einhveijir gengju í þau störf að tæma stof- urnar eða taka úr þeim þau gögn sem þar eru,“ segir Gunnlaugur Ástgeirsson, annar tveggja for- manna verkfallsstjórnar kenn- ara. Hann kveðst telja afar ólíklegt til þess kæmi, að kennarar myndu veita undanþágur til þess að hægt yrði að ganga frá stofun- um. „Samkvæmt skilningi lag- anna held ég að það yrði mjög erfitt að túlka kosningar sem neyðarástand," segir Gunnlaug- ur. Hann telji það hins vegar afar ósennilegt að verkfallið standi svo lengi, að til þessa ástands kæmi. Margir tngir togara stefna nú á úthafskarfaveiðamar Búizt er við mikilli aflaaukningu en 100.000 tonn veiddust í fyrra NANAST hvert einasta íslenzkt frystiskip og fjölmargir ísfisk- togarar stefna til veiða á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg. Auk þess hafa íslendingar tekið á leigu eða keypt gömul erlend skip til veiða á hryggnum og sömu sögu er að segja af Grænlendingum og Fær- eyingum. Þá er vitað um fleiri þjóð- ir sem ætla að stunda veiðar á þessum slóðum, en þær hefjast um miðjan mánuðinn. Heildaraflinn í fyrra fór í um 100.000 tonn, sem er það magn, ENGIN umsókn hefur borist frá Landsbankanum til Tryggingasjóðs viðskiptabanka um víkjandi lán. Björgvin Vilmundarsson banka- stjóri sagði á ársfundi Landsbank- ans að bankinn þyrfti hugsanlega á víkjandi láni að halda til að upp- fylla nýjar reglur um svonefndan áhættugrunn. Þegar Landsbankinn fékk stuðn- ing frá ríkissjóði fyrir tveimur árum gerðu stjórnvöld samning við bank- ann. Þennan samning átti að vera búið að endurnýja, en ákveðið var að fá uppgjör fyrir rekstur bankans á síðasta ári áður en það yrði gert. sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur talið óhætt að veiða úr stofn- inum. Bæði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar, hafa áhyggjur af þessari miklu sókn. Hafrannsóknastofnun hefur rannsóknarleiðangur á úthafs- karfamiðunum nk. þriðjudag. Tog- arinn Víðir EA hefur verið leigður til rannsóknanna, en til þeirra fékkst sérstök fjárveiting á Alþingi að upphæð 15 milljónir króna. Þorkell Helgason, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði að ráðuneytinu hefði borist minnis- blað frá bankanum þar sem getið væri um að bankinn þyrfti hugsan- lega á víkjandi láni að halda til að uppfylla breyttar reglur. Þorkell sagði að Tryggingasjóður viðskiptabankanna gæti ekki af- greitt lánsumsókn nema heimild fengist fyrir ríkisábyrgð. Hann sagði að segja mætti að ef lánsum- sókn bærist frá Landsbankanum væri hann í raun að biðja um frest á afborgunum af lánum sem hann fékk fyrir tveimur árum. Hluti af veiðinni í fyrra var inn- an íslenzku lögsögunnar í marz og apríl og því er ætlunin að mæla stofninn á þeim tíma til að kanna hve mikill hluti hans heldur sig innan marka okkar. Niðurstöður rannsóknarinnar munu síðan verða lagðar fram sem grunnur að mögu- legri skiptingu stofnsins milli okk- ar Islendinga og annarra þjóða, sem þama hafa veitt á undanföm- um ámm. 50 til 60 togarar Lauslega áætlað munu 50 til 60 togarar í eigu íslendinga stunda veiðarnar að jafnaði, jafnvel fleiri þegar mest verður. Veiðar okkar í Smugunni hefjast að öllum líkind- um ekki fyrr en í júní. Þá munu tugir togara frá öðmm þjóðum stunda veiðar þarna líka. í fyrra var afli íslendinga rúm- lega 50.000 tonn eða um helming- ur heildarinnar. Með þessari auknu sókn má búast við að aflinn aukist verulega, en því gæti fylgt verð- lækkun á helztu mörkuðum okkar og sölutregða. Varasöm þróun Kristján Ragnarsson segir, að þátttaka ísfiskskipa verði meiri en í fyrra. Menn hafi lært það af veið- unum í fyrra, að hægt væri að fara neðan í torfurnar og ná þann- ig betri karfa, sem hentaði vel til vinnslu í landi. Þá myndu nánast öll frystiskipin fara á þessar veiðar og gríðarleg aukning væri á sókn erlendra skipa. „Aflinn á síðasta ári var nærri því, sem vísindamennimir mæltu Víkjandi lán til Landsbankans Enginumsókn hefur borist Úthafskarfaafli á Reykjaneshrygg 1981-1994 með. Nú stefnir í stórkostlega afla- aukningu í sumar og það hlýtur að teljast varasamt. Úthafsveið- iráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á að ljúka í ágúst og þá gera menn sér vonir um að Alþjóðahafrann- sóknaráðið fái einhverjar reglur til að styðjast við til að gmndvalla skiptingu á veiðiheimildum á út- hafskarfanum. Þá verða þessar veiðar ekki lengur fijálsar og eftir á að koma í ljós hver hlutur okkar verður. Mér sýnist að menn séu að stofna til fjárfestinga í skipum og leigu á skipum í trausti þess að þessar veiðar verði öllum opnar, en ég geri ekki ráð fyrir því. Það er þá spurningin hvað menn ætla sér að gera við þennan flota, þegar úthaf- ið lokast,“ segir Kristján Ragnars- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.