Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
Nutiminn m ekki missa
tengslvið smtimr
Halldór Blöndal segist hafa tekið við erfíðu búi í landbún-
aðarráðuneytinu en telur að viðhorf í garð íslensks land-
búnaðar séu að verða jákvæðari og að sóknarfæri liggi
meðal annars í sölu á hollustuvörum, hrossarækt og
— —— — ——
landgræðslu. I viðtali við Helga Bjamason og Huga
Olafsson ræðir Halldór um menningar- og uppeldishlut-
verk sveitanna, deilur sínar við Alþýðuflokkinn, breyttar
áherslur í vegamálum, framtíðarskipulag Pósts og síma
og fleiri mál sem hafa komið til kasta hans í ráðherrastól.
EG MAN ekki eftir jafn miklu
breytingaskeiði í íslenskum
landbúnaði og þessi fjögur ár,“
segir Halldór Blöndal um það
tímabil sem hann hefur gegnt
starfí landbúnaðarráðherra. Það hafa staðið
á honum spjót úr gagnstæðum áttum á
þessum tíma: mikill samdráttur hefur orðið
í hefðbundnum landbúnaði, sem hefur verið
sérstaklega erfiður sauðfjárbændum, en á
hinn bógirín hafa verið uppi gagnrýnisradd-
ir - ekki síst úr röðum samstarfsflokks Sjálf-
stæðismanna í rfkisstjórninni - um að ekki
hafí verið gengið nógu langt í niðurskurði.
Halldór segir að erfiðustu embættisverk
sín hafí tengst tekjusamdrætti sauðfjár-
bænda og afleiðingunum af áföllunum í loð-
dýrarækt og fískeldi, sem urðu fyrir hans
ráðherratíð. Því fer þó fjarri að hann sjái
ekki jákvæða þróun eiga sér stað í landbún-
aðinum eða í hinum málaflokkunum sem
hann fer með í ráðuneyti Davíðs Oddssonar,
samgöngu- og ferðamálum.
Ánægjulegast að standa að landgræðslu
„Ánægjulegast er að standa að land-
græðslu og gróðurvernd eða uppbyggingu
áþreifanlegra hluta eins og vega og hafna.
Mér hefur líka þótt vænt um þann árangur
sem við höfum náð í ferðaþjónustu,“ segir
Halldór aðspurður um skemmtilegustu verk-
in. Hann nefnir samvinnu við Grænlendinga
og Færeyinga í ferðamálum, átakið „ísland,
sækjum það heim“ og samning sem gerður
var við Flugleiðir í samvinnu við bændur,
þar sem 100 milljónum var varið til mark-
aðsátaks erlendis sem hafí átt mikinn þátt
í því að erlendum ferðamönnum fjölgaði um
20%.
En við byrjum á landbúnaðarmálunum.
Halldór segir að hvergi hafí verið meira spar-
að á kjörtímabilinu en í landbúnaðarráðuneyt-
inu en ekki sé þó öll þróun í íslenskum land-
búnaði í samdráttarátt. Framleiðsluverðmæti
í eldisfiski sé komið yfir milljarð króna og
það hafi orðið ótrúlega mikill árangur í
hrossarækt, sem njóti vaxandi vinsælda er-
lendis og sé farin að gefa verulega mikið í
aðra hönd. Við endurskipulagningu Bænda-
skólans á Hóium, sem nú er að Ijúka, sé
höfuðáhersla lögð á hrossarækt. Hrossarækt-
in sé til dæmis mikilvægur þáttur í ferðaþjón-
ustu og Halldór segist vera að athuga hvort
landbúnaðarráðuneytið eigi að styrkja bænd-
ur til að koma upp áningarstöðum þar sem
reynslan hafí sýnt að þörfin sé mest.
Halldór segist ekki hafa tekið við miklum
fyrningum og vel reknu búi þegar hann kom
í landbúnaðarráðuneytið og hendur hans
hafi verið að stórum hluta bundnar vegna
búvörusamnings sem fyrri ríkisstjórn gerði
við bændur skömmu fyrir kosningar.
„Samningurinn fól í sér að beingreiðslur
til bænda skyldu takmarkast við neyslu hér
innanlands á dilkakjöti en útflutningurinn
yrði á ábyrgð bændanna sjálfra. Þetta voru
harðir kostir. Það lá fyrir að neysla á dilka-
kjöti hafði farið minnkandi en ég held að
menn hafi ekki gert sér grein fyrir að neyslu-
samdrátturinn yrði jafn mikill og raun ber
vitni.
Þá hafði Samband íslenskra samvinnufé-
laga farið með útflutningsmál landbúnaðar-
ins og niðurstaðan varð sú að SÍS hafði
ekki byggt upp neina markaði erlendis því
það fékk sama verð hvort sem dilkakjötið
seldist fyrir hátt eða lágt verð. Niðurskurð-
ur í sauðfjárrækt hefur sums staðar orðið
yfir 30% og samdráttur í tekjum næstum
helmingur.“
Sauðfjórbændur við landgræóslu
Getur þú gefið sauðfjárbændum einhverja
von um betri tíma?
„Við verðum að leita leiða til að gefa
þeim svigrúm til að stækka búin sem eru
þannig í sveit settir að þeir geta ekki haft
tekjur af öðru en sauðfjárrækt. Við þykj-
umst geta sýnt fram á að framleiðslukostn-
aður af dilkakjöti geti lækkað um allt að
fjórðung ef bændur fá svigrúm til að stækka
búin upp í kjörstærð á hveijum stað. Eftir
sem áður er í mínum huga alveg ljóst að
þeim bændum verður að fækka sem ein-
göngu hafa lífsafkomu sína af sauðfjár-
rækt.“
Halldór segir að einnig þurfi að auð-
velda sauðfjárbændum að afla sér tekna
utan bús og að byggja upp atvinnutæki-
færi meðfram sauðfjárræktinni. Margir
bændur hafi náð að skapa sér þannig auka-
tekjur með ferðaþjónustu, hrossarækt og
smáiðnaði, sem sé ekki síst rekinn af kon-
um. „Konurnar hafa sýnt mikið frum-
kvæði í nýrri atvinnusköpun, bregðast vel
við markaðnum og hafa lag á að byggja
upp smátt og smátt.“
En veldur kvótinn því ekki að lítil þróun
er í greininni? Hvaða leiðir sérð þú til að
framkvæma breytingar eins og að stækka
bú upp í kjörstærð?
„Verðið á kvótanum er auðvitað of hátt.
Það er margt sem eykur óvissuna - GATT-
samningarnir, áframhaldandi neysluminnk-
un og svo hafa nýir búvörusamningar ekki
verið gerðir - og er allt í óvissu um verð-
gildi kvótans.
Það sem ég hef viljað gera er að finna
leiðir til þess að bændur geti snúið sér að
öðru. Þar er ég að hugsa meðal annars um