Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þú værir ekki að svíkja þjóðina, þú værir að svíka Krislján, Nonni minn, það er hann senrá kvótann. Ráðstefna um aðgerðir atvinnulífsins í umhverfismálum Þróun atvinnulífs sem stenst til frambúðar UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ gengst fyrir ráðstefnu undir yfír- skriftinni Hvað er atvinnulífið að gera í umhverfísmálum? 7. mars nk. í samvinnu við nokkur fyrirtæki sem hafa sýnt frumkvæði á þessu sviði. Fyrirtækin eru íslandsbanki, Sól, OLÍS og Skeljungur. Tilgangur ráð- stefnunnar er að fræða stjórnendur fyrirtækja og aðra áhugamenn um það hvemig best sé að leggja grann að þróun atvinnulífs sem stenst til framtíðar, bæta nýtingu hráefna, lágmarka förgunarkostnað, endur- nýta umbúðir og stuðla að góðri sam- búð við almenning og umhverfið. Meðal ræðumanna á verður Laur- ens J. Brinkhorst sem var æðsti yfír- maður umhverfísmála framkvæmda- stjómar ESB 1987-1994. Hann á nú sæti á Evrópuþinginu. Heildarstefna í mótun hjá Sól Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar hf., segir að mikil vakning hafí und- anfarið verið meðal stjórnenda ís- lenskra fyrirtækja um að bæta þann þátt í rekstrinum sem lýtur að um- hverfismálum. Hjá Sól hf. sé komið í gang verkefni sem lýtur að því að safna inn til endumýtingar umbúðum utan af framleiðsluvöram, aðallega pappaöskjum og brúsum. Þá sé allur úrgangur hjá flokkaður og sendur þannig til endurvinnslu. „Við eram að undirbúa heildar- stefnu í umhverfismálum gagnvart starfsmönnum okkar og viðskipta- vinum þar sem við reynum að vera eins umhverfísvænir og okkur er kleift. Við höfum síðan verið með ýmsar vangaveltur um að draga úr notkun hreinsi- og þvottaefna eins og hægt er og nota þá eingöngu umhverfísvæn hreinsiefni. Við viljum því reyna eftir fremsta megni að taka upp markvissa starfsemi í öllu því sem lýtur að umhverfísmálum hjá okkur,“ sagði Páll. Umhverfisfélag íslandsbanka Hjá íslandsbanka er starfandi Umhverfisfélag íslandsbanka, sem að sögn Geirs Þórðarsononar, for- manns félagsins, vinnur að ýmsum fræðslumálum, bæði meðal starfs- manna og viðskiptavina bankans. „Við höfum gefíð út sérstakan fræðslubækling í þessu skyni sem liggur frammi í okkar útibúum. Við gerum ýmislegt til að virkja okkar félagsmenn til starfa i umhverfismál- um. Einu sinni á ári gróðursetjum við 20 þúsund tijáplöntur á fjórtán stöðum á landinu. Við vinnum einnig mikið með sam- tökum á sviði umhverfismála og tók- um þátt í verkefnum til að stöðva sandfok við Dimmuborgir í samstarfí við Landgræðsluna. 1991 gáfum við Skógræktarfélagi íslands 90 þús. tijáplöntur og um 20 þús. tijáplöntur á hveiju ári síðan,“ sagði Geir. Umhverfisfélag íslandsbanka var stofnað í mars 1993 og er dótturfé- lag starfsmannafélags bankans. Geir segir félagið nokkurs konar fram- kvæmdaaðili fyrir bankann. „Bank- inn fjármagnar það sem gert er sem er fjárstuðningur við hin ýmsu um- hverfissamtök. En við leggjum til sjálfboðavinnu á móti,“ segir Geir. Innan bankans er einnig öflugt umhverfísstarf í gangi og allur papp- ír sem þar er notaður fer í endur- vinnslu. Keyptar era vistvænar rekstrarvörar, eins og kaffípokar, salemispappír og ræstingavörar. Veralegt átak var einnig gert til að draga úr pappírsnotkun innan bank- ans. Yfír 80% af pappír sem notaður er í bankanum er vistvænn. Viltu vera vinur? Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboða- liða verður haldinn fimmtudaginn 9. mars klukkan20.00 IÞverholti 15, Reykjavík. Allir 25 ára og eldri velkomnir. VINALINAN Sími 616464 - Grænt numer 996464 Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Björgun úr snjóflóðum Gerald Kempel ► Gerald Kempel er fæddur í Austurríki en starfar í Miinchen í Þýskalandi. Hann er forstjóri Ortovox-fyrirtækis- ins sem sérhæfir sig í fram- leiðslu björgunarbúnaðar í fjöllum og snjó. Kempel hefur verið á ferð um Island þar sem hann hefur kynnt búnaðinn, m.a. hjá björgunarsveitum og starfsfólki skíðasvæða. Nauðsyn að eiga björgunarbúnað og kunna að nota hann MIKIÐ hefur verið fjallað um srijóflóð hér á landi á þess- um vetri, enda hefur veður- lag og snjóalög verið þannig að þessu sinni að sjaldan hefur hættuástand verið meira í byggðum víða um land. Um þessar mundir er staddur hér á landi Gerald Kempel, forstjóri Ortovox- fyrirtækisins í Múnchen, en hann er á ferð um landið á vegum Skátabúðarinnar í Reykjavík. Tilgangur ferð- arinnar er að halda fyrir- lestra um snjóflóðahættu og möguleika á björgun manns- lífa úr snjóflóðum með að- stoð sendi- og móttöku- tækja,- sem ferðafólk í fjalla- löndum hefur með í för. Gerald sagði að á ári hveiju færast á bilinu 150-350 manns í snjóflóðum í heiminum. Enda þótt hörmungar á borð við þær sém urðu í Súðavík fyrir skemmstu tækju stóran toll af mannslífum væri mannfall við slík- ar aðstæður einungis um 10% af heildarfjölda þeirra sem snjóflóð tækju. Um 90% þeirra sem færast af völdum snjóflóða væra ferðafólk. Mestmegnis fólk í skíðaferðum eða öðrum ferðum um snævi þakin fjöll. Lítil snjóflóð, sem ekki litu út fyrir að vera stórhættuleg, væra orsök langflestra þessara mannskaða Að sögn Geralds sýna rannsókn- ir að mestu skiptir ef fólk lendir í snjóflóðum að hjálp berist fljótt. Tölur sýni að fyrstu tíu mínútumar eftir að snjóflóð stöðvast séu lífslík- ur þeirra sem í því lendir mestar. Dánarlíkur á þessum fyrstu tíu mínútum séu um 7%. Næstu 10-20 mínútumar gjörbreytist lífslíkurn- ar þannig að um 20-30 mínútum eftir að flóð stöðvast sé dánartala allt að 70% Mikið hefur á undanförnum ára- tugum verið unnið að þróun og framleisðlu öryggisbúnaðar til að reyna að draga úr dauðsföllum í snjóflóðum. Tæki þau sem Gerald er að kynna hér, snjóflóðaýlarnir, era fyrirferðarlitllir og þannig gerðir að notandinn setur þá á sig með sérstökum áföstum ólum og ýlarnir fara í gang þegar ólamar eru spenntar. I þessum snjóflóðaýlum eru raf- hlöður, sem eiga að endast í allt að 300 klukkustundir. Í þessum ýlum er hvort tveggja sendir og móttakari. Þeir gefa frá sér hljóð sem önnur sams konar tæki nema og þannig má, ef rétt er að farið, finna þann sem í snjóflóði lendir á undrastuttum tíma. Gerald segir að hugmyndin að baki þessum snjóflóðaýl- um sé í sjálfu sér göm- ul, hana megi rekja allt aftur til 1930. Um 1970 hafi nútímatæknin tekið við og þróun hafist í átt til þess að útbúa svo smágerð tæki að menn gætu notað þau án óþæginda. Fyrst hafí verið unnið að þessu í Bandaríkjunum og síðar hjá Austurríkismönnum og Svisslendingum sem fyrstir hafi orðið til að sameina verk sín á einni bylgjulengd. Frá því 1990 hafi verið tekin upp sameiginleg alþjóðleg bylgjulengd fyrir sendana og móttakarana sem séu í þessum öryggistækjum. Nú séu í notkun um eða yfír 200 þús- und snjóflóðaýlar frá Ortovox, að- allega í snjóa- og fjallalöndum Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Gerald sagði eitt að kaupa og eiga öryggistæki sem þetta og ann- að að nota það. Menn keyptu sér Annað að eiga öryggistæki en nota það ekki öryggi með því að eignast snjóflóðaýli og menn mættu ekki álíta sig hólpna og færa í allan sjó hver sem væri og hvernig sem að- stæður væra ef þeir einungis hefðu svona tæki á sér. Hið falska öryggi væri í því fólgið að fólk héldi að öryggistæki sem þetta kæmi í veg fynr snjóflóð, en öðru væri nær. í fyrsta lagi sagði hann að varúð á ferðum yrði ævinlega grundvall- aratriði. Hitt væri svo að ef menn væra búnir snjóflóðaýli skipti öllu máli að kunna að nota hann. en það sama ætti við um þá sem yrðu fyrir því óláni að lenda í snjóflóði og hina sem með væru í för. Það væri ekki flókið mál að læra á þessi tæki, en án þess að kunna það gerðu þau ekki gagn, ekki frek- ar en að sá sem ekki kann að hjóla færi af stað fyrirvaralaust og án þess að æfa sig. Þess vegna hefðu bæði Skátabúðin í Reykjavík, sem sæi um að kynna þessi björgunar- tæki hér á landi, og hjálpar- og björgunarsveitir, sem hefðu þessi tæki í búnaði sínum, námskeið í notkun þeirra, sem almenningi gæfíst kostur á að sækja. Um það að skylda fjallafara og skíðaferðamenn til að bera öryggis- búnað á borð við snjóflóðaýli sagði Gerald að erfítt væri að setja slíkar reglur nema þær giltu á ákveðnum _________ svæðum eða við ákveðin tilfelli. Til dæmis væri það svo í Austurríki og Sviss víða að þegar farn- ar væra skipulegar hóp- ferðir um snjó og íjöll bæri fararstjóram skylda til að sjá til þess að snjó- flóðaýlar væra með í för. En mestu skipti að sjálfsvitund ferðalang- anna gerði það að sjálfsögðu ör- yggisatriði í ferðum að hafa þennan öryggisbúnað með. Gerald sagði fyrirtæki sitt hafa hafið framleiðslu á öryggisbakpok- um, sem í væri meðal annars skyndihjálpartaska, snjóflóðaýlar, öflug skófla og snjóflóðastöng. „Þetta er nauðsynlegt að hafa með, því þótt maður finni með ýlin- um hvar maður er undir í snjóflóði er líka nauðsynlegt að hafa stöng til að leita betur og án skóflu er vonlaust að grafa í harðan og sam- þjappaðan snjóinn," sagði Gerald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.