Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIINIS Trú og vísindi - sannleikur? Frá Sigríði Sigurmundssyni: í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. er greinin „Vísindi og stjörnuspeki" eftir Snorra Guðmundsson. Er það svar við annarri grein um stjörnu- fræði sem hér verður ekki frekar rætt um. En greinarhöfundur bendir á mikilverð grundvallaratriði þegar um fræðilega leit að sannleika er að ræða. Það snertir ekki fremur stjörnufræði en hvað annað. Aðferð- in felst í því að borin er fram til- gáta eða kenning sem svo er reynt að bæta stoðum undir til að sanna eða afsanna. Kenningin stendur þótt ekki verði hún sönnuð en fellur, geti ein mótbára afsannað hana hvað svo sem með henni mælir. „Og tak- ist ekki að afsanna hana, þá verður hún að víðtekinni reglu og kallast lögmál (það á t.d. við um þyngdar- lögmálið eða þróunarlögmál Dar- vins,“ segir greinarhöf. S.G. Með þessi tilvitnuðu orð að leiðar- ljósi, skal nú beina huganum inn á annað svið. Er þá hér fyrst að nefna rit Einars Pálssonar, Rætur íslenskr- ar menningar í mörgum bindum þar sem hann ber fram kenningu í til- gátuformi, sem hann rennir æ fleiri stoðum undir um goðfræðilega und- irstöðu Islendingasagna. Undir þessa fræðikenningu heyrir tilurð og leit að höfundum íslend- ingasagna. Þá verður þar efst á blaði leitin að höfundi Njálssögu. Ber þar fyrstan að telja Barða Guðmundsson sem rökstuddi sína kenningu á vís- indalegan hátt; að höfundurinn væri austfirðingurinn og goðinn Þorvarð- ur Þórarinsson frá Valþjófsstað. Sú kenning hefur ekki verið sönnuð fremur en önnur en framhald þeirrar leitar hefur verið gerð í bók undirrit- aðs „Sköpun Njálssögu". Ekkert hefur enn komið fram sem hald er í sem afsannað þá kenningu svo að viðurkenning er ef til vill ekki langt undan. Aðrar tilgátur um Njáluhöf- und standast ekki, þótt hér verði ekki raktar. Það liggja engar sann- anir fyrir að Snorri Sturluson hafi skrifað Heimskringlu og því síður Egilssögu, sem mjög hæpið er þótt fræðimenn hafi það nú fyrir satt. En þessi höfðingi 13. aldar Þorvarð- ur Þórarinsson virðist uppfylla öll þau skilyrði sem fræðin boða til þess að geta verið höfundur sögunnar. Það virðist vera, að inni fyrir séu margir fræðimenn hlynntir þessari skoðun þótt einhver sameiginleg þögn ríki, svo að hún komi ekki fram í dagsljósið. Svo sterkar líkur og veigamikil rök hafa verið leidd að því að Njáluhöfundur hafi verið Austfirðingur að óþarft er að draga það í efa. (Samb. Sköpun Njáls- sögu.) Dr. Sveinbjörn Rafnsson hef- ur haldið því fram að Valþjófsstaðar- menn í krafti valds síns þar eystra, hafi staðið fyrir ritun hinna austf- irsku sagna og ferðalög í Hrafnkels- sögu væru miðuð við ferðir Þorvarðs Þórarinssonar um hálendið árið 1255. Orðrétt segir hann: „Virðist eðlilegt að telja að herför. Þorvarðs Þórarinssonar 1255 marki Hrafn- kelssögu tíma... Þessar pólitísku hneigðir Hrafnkelssögu virðast aug- ljósar.“ Amerískur fræðimaður, William Ian Miller hefur samið bók að heiti „Bloodtaking and Peacemaking", þar sem hann beinir athugun sinni einkum að innri byggingu hins forna þjóðskipulags, framfærslu og hús- haldi heimilanna. Þar tekur hann til dæmis og viðmiðunar, Þorsteins þátt stangarhöggs. En hann gerist austur í vopnafirði og í nokkrum tengslum við Vopnfirðingasögu. Hann telur þáttinn ritaðan af miklu listfengi og þýðir hann í heild í bók sinni. - 1 útgáfunni íslensk fornrit, skrifar Jón Jóhannesson formála - hinna austf- irsku sagna. Hann telur að fátt verði ráðið af þættinum um höfundurinn annað en það að hann dái mjög hreysti og drengskap manna, bæði úr höfðingja og alþýðustétt. Yngstur þeirra manna sem um er getið er Ormur Svínfellingur (d. 1241). Af því má draga ályktun um aldur þátt- arins, sem hann telur ritaðan fyrir 1270. Sérlega telur hann (Jón Jó- hannesson), athyglisvert að ættar- tala Sturlunga sé þar rakin og bendi það til kunnugleika á þeim. í því sambandi getur hann þess, að á rit- unartíma þáttarins hafi búið á Hof í Vopnafirði Þorvarður Þórarinsson og kona hans Solveig Hálfdanardótt- ir frá Keldum systurdóttir Sturlu- sona. Þótt Höf. (Jón) segi ekki meira leynist þarna sú hugmynd að þáttur- inn kynni að vera frá þeim hjónum á Hofi runninn. Ur því jafn gagnmerkur fræði- maður lætur slíka hugdettu koma fram í vandaðasta fræðiriti, er eins og hann sé þar að vísa veginn öðrum til athugunar. Tilefni þess að hann getur Þorvarðs og þeirra hjóna þarna er það að ættartala Sturlunga er tekin með án þess að séð verði orsök- in. Það bendi til meiri kunnugleika en búast hefði mátt við. Þá er að setja dæmið upp eftir kenningu Barða ef Njáluhöfundur sé Austfirð- ingurinn Þorvarður Þórarinsson. En fyrir ritun hennar hafði hann búið á Hofi í Vopnafirði. En nú telja sum- ir fræðimenn að Njála sé einasta verk höfundar síns. En aðrir hins vegar að hún geti ekki verið fyrsta verk höfundar. Jón (Jóh.) kann að vera einn þeirra. En sé hér ræddur sá möguleiki að Þorvarður hafi skrif- að Þorsteins þátt Stangarhöggs, þá vantar allan samanburð á stíl og orðaforða þessara rita. Efni þáttar- ins sem vafalaust geymir arfsagnir virðist skrifaður til þess að sýna drengilega framkomu í viðureign þeirra manna er eigast illt við. Það átti ekki að vera Þorvarði óljúft að skrifa um slíkt þar sem hann hafði unnið víg sem mæltist illa fyrir og hnekkti drengskapar mannorði hans. Það gat létt fargi samvisku hans. En Solveig eiginkona má hafa stað- ið að baki honum með ættartölu Sturlunga, forfeðra sinna. Utanferðir á þessum tímum hafa ekki verið neinn leikur að fást við. Árið 1277 ætluðu þrír af æðstu valdamönnuym landsins utan á kon- ungsfund, Hrafn Oddsson, Þorvarð- ur Þórarinsson og Sturla Þórðarson. En svo illa vildi til að skipið fórst við Færeyjar þótt mannbjörg yrði, og urðu þeir þar að taka sér vetur- setu. Helgi Skúli Kjartansson sagn- fræðingur hefur látið uppi þá eggj- andi hugmynd, að sé reiknað með Þorvarði Þórarinssyni sem Njáluhöf- undi, þá hafi verið góður tími fyrir þá félaga að ræða sagnaritun sem þá stóð með mestum blóma. Sturla Þórðarson hefur verið nefndur sem Njáluhöfundur, en það fær engan veginn staðist, því að það gengur í berhögg við alla staðfræði sögunn- ar. Hvernig hefði hann mátt lýsa ferðalagi Flosa svo náið á Austur- landi? En Njáluhöfundur var jafnt sem Þorvarður ókunnugur í Dölum vestur, eins og Árni Magnússon komst fyrstur að orði. Hér er það því Þorvarður sem er þiggjandinn. Þá var Laxdæla þegar rituð og Sturla hefur getað frætt hann um margt á söguslóðum hennar. En rit- un Njálssögu hefur þó legið í loftinu eða þegar komin á dagskrá. Hér voru þeir tveir menn komnir sem vafalaust voru þá lögfróðastir á Is- landi og Noregskonungur hafði kvatt til semja lögbókina Járnsíðu fyrir ísland. Og þeir síðan sendir með til landsins. Kynni þeirra voru því orðin löng og náin. Má því ætla að hér hafi lögmaðurinn og sagna- meistarinn Sturla þórðarson með ábendingum og ráðleggingum getað haft ómæld áhrif á sköpun og tilurð listaverksins mikla Njálssögu. SIGRÍÐUR SIGURMUNDSSON frá Hvítárholti. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Det Nedvendige Seminarium I'*' nanmnrln ■ getur enn tekið inn 3 íslenska *^«*****Wl IVU NEMENDUR HINN 1. SEPT. 1995 4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörgum skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námið er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni. Innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námsefni innanlands. Innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám. Innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn í Reykjavíklaugard. 11. mars kl. 16 á Hótel íslandi,Ármúla9,108 Reykjavík. Ef þú itefur áhuga, hringdu þá eða sendu símbréf og fáðu bækling áður en kynningarfundurinn er haldinn. Det IModvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82. 9 9 24.febr.-5. mars Á Hönnunardögum 1995 er leitast við að gefa þver- skurð af áhugaverðri íslenskri hönnun og framleiðslu á henni. Sýningamar spanna ólík syi^hönnunar og fela í sér kjörið tækifæri fyrir fýrir- tæki, lærða og leika, til að fylgjast með því nýjasta í íslenskri hönnun. HAFNARHUS Húsgagnaarkitektar Framleiðendur húsgagna og innréttinga Form (sland GEYSISHÚS Textílhönnuðir Leirlistamenn Gullsmiðir GAMLA MORGUNBLAÐS- HÚSID Iðnhönnuðir IÐNÓ Arkitektar Landslagsarkitektar Fataiðnir KRINGLAN Grafískir hönnuðir OPIÐ ALLA DAGA 12-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.