Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 15 skógrækt og landgræðslu. Ég hef viljað beita mér fyrir því að Jarðasjóður verði efldur í samvinnu við bændasamtökin með það að markmiði að kaupa upp jarðir eða afskrifa gripahús þannig að bændur geti búið áfram á jörðunum, þótt þeir hætti búskap alveg eða að mestum hluta. Aðgerð- ir af þessu tagi gætu liðkað fyrir því að bændur sem nú eru í sjálfheldu hefðu ráð á því að hætta búskap, sem þýðir að fram- leiðslan safnast á færri hendur sem aftur þýðir betri efnahagslega afkomu hvers og eins.“ Þú nefnir að hendur þínar voru að hluta hundnar af búvörusamningi fyrri stjórnar. Hvernig hefur þú getað sett mark þitt á landbúnaðarstefnuna síðustu fjögur árin? „Við getum tekið garðyrkjuna sem dæmi. Síðasta ríkisstjóm þóttist vilja leggja áherslu á sjávarútvegsþáttinn í EES-viðræðunum með því að láta íslenska fulltrúann ekki mæta á landbúnaðarfundina síðasta sprett- inn í samningsgerðinni. Þess vegna varð svokallaður „cohesion-listi" of rúmur og ekki var gerður fyrirvari um niðurgreiðslur erlendis, sem bitnaði á vetrarræktun á græn- meti á íslandi. Okkur tókst að ná minnihátt- ar lagfæringum og síðan hafa verið felld niður gjöld af rekstrar- og fjárfestingarvör- um, raforkuverð til ylræktar hefur lækkað og áfram er unnið að því að bæta rekstrar- grundvöllinn. Við öflun markaða erlendis getur það létt róðurinn og skapað okkur sérstöðu að land- búnaðarframleiðslan er reist á heilbrigðum grunni og við getum auglýst hana frekar en aðrar þjóðir sem hollustuvöru. Til þess að fylgja eftir þessari markaðssetningu höf- um við sett rammalöggjöf um lífræna fram- leiðslu og Alþingi samþykkti nýlega sérstakt framlag til markaðsöflunar og -kynningar á íslenskum landbúnaðarvörum undir því merki að þær séu vistvænar og/eða lífræn- ar.“ Frekori hagræðing í mjólkurvinnslu „Þá hefur verið gerður samningur við mjólkurframleiðendur, en þar er lögð áhersla á það að Verðmiðlunarsjóður verði nýttur til hagræðingar í mjólkuriðnaði og til að auðvelda bændum að hætta framleiðslu á mjólk á jaðarsvæðum. Það er enginn vafi á að við getum lækk- að vinnslukostnað mjólkur og mjólkurafurða ef okkur tekst að fækka mjólkurbúum. Nú er í burðarliðnum að úrelda Mjólkursamlag- ið í Borganesi og það mun auðvitað hafa í för með sér sterkari samkeppnisstöðu fyrir Mjólkursamsöluna og Flóabúið gagnvart Norðurlandi og innflutningi." Er þá kominn tími fyrir Norðlendinga að fækka um eitt bú hjá sér? „Já, ég tel að bændur á Norðurlandi verði að þrýsta á um hagræðingu í mjólkurvinnsl- unni hjá sér alveg eins og sunnlenskir og borgfirskir bændur til að þeir verði sam- keppnisfærir og geti haldið sömu lífskjörum og þeir. Að öðrum kosti mun framleiðslan færast suður.“ En þrátt fyrir alla hagræðingu og sam- drátt á síðasta kjörtímabili þá eru framlög til landbúnaðar á íslandi há miðað við önn- ur lönd ogjafnfamt dregst neysla á búvörum saman og opnað verður fyrir innflutning. Bendir þetta ekki til að frekari róttækur niðurskurður sé óhjákvæmilegur? „í fyrsta lagi vil ég segja að ég hef látið gera samanburð á stuðningi við landbúnað- inn hér og erlendis eftir réttum reglum og réttum upplýsingum gagnstætt því sem ver- ið hefur. Þó að þær tölur liggi ekki enn fyrir endanlega er óhætt að fullyrða að þær tölur sem hagfræðideild Háskólans var með á sínum tíma og viðskiptaráðherra flaggaði svo galvaskur voru út í bláinn. Við höfum verið að færast neðar í stigan- um hvað framlög til landbúnaðar varðar sem er auðvitað mjög mikill árangur og við höf- um stigið það skref að leggja útflutnings- bætur niður, sem aðrar þjóðir hafa ekki treyst sér til að gera. Þetta þurfa menn að hafa í huga þegar menn eru að tala um háa innflutningstolla og eins það að við höldum uppi hreinleika og. hollustu vörunnar með því að banna vaxtarhvetjandi efni og fúkka- lyf í fóðri, sem eykur kostnað við framleiðsl- una. Síðan er helmingur þess stuðnings sem landbúnaðinum er reiknaður í formi inn- flutningsverndar. Þessi vernd hefur meðal annars valdið því að bæði kjötvinnslan og verslunin taka meira til sín hér en erlendis. íslenskar landbúnarvörur hafa verið að lækka verulega í verði og samkvæmt athug- un sem Baldvin Jónsson hefur gert þá er íslenska landbúnaðarkarfan ódýrari en á hinum Norðurlöndunum.“ Auðvitað getum við ákveðið að leggja íslenskan landbún- að niður en mér sýnist á þjóðfélag- inu í dag að það veiti ekki af stöðug- leika og nábýli við náttúruna. Veitir ekki af nóbýli við nóttúruna „Auðvitað getum við tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á niðurgreiddum land- búnaðarvörum erlendis frá og lagt niður íslenskan landbúnað. En mér sýnist á þjóðfé- laginu eins og það er orðið að það veiti ekki af einhveijum stöðugleika einhvers- staðar, það veiti ekki af nábýlinu við náttúr- una og dýrin. Gleymum því ekki að ræn- ingjaflokkar og eiturlyfjabraskarar vaða uppi í Reykjavík. Það má vera að við verðum að ætla sveit- unum meira uppeldishlutverk í náinni fram- tíð en við viljum horfast í augu við núna. Ég hef komið á heimili úti á landi sem fóstr- ar unglinga sem hafa lent í vandræðum og það er ein ánægjulegasta endurminning mín frá síðasta sumri að fínna hvemig viðhorf þeirra hafði breyst - þeir voru búnir að finna lífsgleðina á ný og höfðu aftur tilgang með lífinu. Ég held að þessi neikvæða umræða um íslenskan landbúnað sé orðin leiðigjörn og ég held að þeir séu færri og færri sem taki undir hana.“ Kæruleysistal Alþýöuflokks um landbúnað Hvað finnst þér um þær hugmyndir sem formaður Alþýðuflokksins viðraði í eldhús- dagsumræðum um daginn um búsetustyrki til bænda frekar en framleiðslustyrki. Er það leið til að losa um kvótakerfið en við- halda sveitamenningunni? „Mér þykir gott ef vinum bænda fjölgar, en ef ég rifja upp það sem formaður Alþýðu- flokksins hefur sagt um landbúnaðarmál þetta kjörtímabil í heild þá er náttúrulega engin mynd á því. Hugmynd Alþýðuflokks- ins um búsetustyrki er óútfærð, ég hef hvergi heyrt hana nema í þessari ræðu. Hvað hugsar Alþýðuflokkurinn sér að borga hveijum einstökum í búsetustyrk? Áður en þið spyrjið mig um stefnu Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum er rétt að hún komi fram. Alþýðuflokkurinn hefur lengi haft þann sið að tala með kæruleysi bæði um landbún- að og sjávarútveg og ýtt undir minnihluta- sjónarmið í þeim efnum til að reyna að afla sér fylgis í vissu þess að aldrei muni á það reyna að hann þurfi að standa við orð sín. Við segjum sjálfstæðismenn: Það var Al- þýðuflokkurinn sem samdi um kvótakerfið í síðustu ríkisstjórn og ber stjómskipulega ábyrgð á búvörusamningnum eins og hann var gerður og þess vegna hefði Alþýðuflokk- urinn átt að beita sér fyrir því að við hann yrði staðið. Það eru heiðarleg vinnubrögð í stjórnmálum. Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir á því hvernig á að bregðast við vanda sauðfjárbænda; hann er svo mikill' og sár. Ég hefði viljað fara þá leið að gera sem flestum bændum mögulegt að snúa sér að öðrum störfum, helst störfum sem tengjast landinu. Ég hef líka sagt að það sé mjög æskilegt að draga úr framleiðslu- tengingunni eins og hún er nú, en hún verður þó að vera fyrir hendi í einhvetjum mæli.“ Hefurðu styrkt stöðu þína meðal bænda í átökunum við Alþýðuflokkinn? „Það er vafalaust að ég hef styrkt stöðu mína vegna þeirra átaka sem hafa orðið um landbúnaðarmálin bæði innan ríkisstjórnar- innar og í almennri umræðu. Ég held að hjarta þjóðarinnar slái með bændum og menn vilji gefa þeim tækifæri til að byggja sína framleiðslu upp á nýjum forsendum, því flestir gera sér grein fýrir að það er ríkisvaldið sem hefur ráðið þeirra fram- leiðslumálum og síðan voru þeir ofurseldir SÍS í sínum markaðs- málum erlendis." En með hliðsjón af þessum átökum, telurðu æskilegasta kostinn að halda núverandi sam- starfi áfram ef stjórnarflokkarn- ir fá kjörfylgi til þess eða á Sjálf- stæðisflokkurinn að íhuga fleiri möguleika á stjórnarsamstarfi? „Það fer eftir málefnum. Þessari ríkisstjórn hefur tekist ætlunarverk sitt í grófum drátt- um. Hér er meiri stöðugleiki í efnahagsmálum en verið hefur síðan ég man eftir mér og stefnir í að hann haldi áfram. Það er ékki vafi á því að Davíð Oddsson styrkir stöðu sína með hveijum deginum sem líður og ég fínn að æ fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stjórnartaum- arnir verði áfram í hans hönd- um. Það er lýsandi fyrir þetta ástand að aðrir flokkar láta í veðri vaka að það sé gefíð mál fyrirfram að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn. Svona hafa þeir einmitt löngum kveðið þegar þeir hafa verið að hugsa um hið gagnstæða." Vantar markmið um útlit landsins Halldór segir að í síðasta búvörusamningi hafí verið gefin út viljayfírlýsing um skóg- rækt og landgræðslu, sem ekki hafi verið hægt að standa við vegna þröngrar stöðu í ríkisfjármálum. „Ég hefði viljað gera meira í þessum efn- um og hef þá sérstaklega í huga ýmis við- kvæm svæði sem við íslendingar viljum ekki að spillist, eins og Dimmuborgir við Mývatn og Lakagíga. Ég hef jafnframt lagt ríka áherslu á að fá hærra framlag til rækt- unar skjólbelta en fjárlagaramminn hefur ekki gefið mér neitt færi til þess. Eitt af því sem ég tel mjög þýðingarmik- ið er að við setjum okkur vel skilgreind markmið í ræktuninni um það hvernig við viljum að landið líti út með hliðsjón af sög- unni, gróðurfari á hveijum stað og við þurf- um til dæmis að velta fyrir okkur hvaða tijátegundir við viljum sjá og hvaða einkenn- um eða sérkennum við viljum ekki breyta.“ Pósturinn er ekki gróöafyrirtæki Við förum yfir í samgöngumálin og Halldór er spurður hvort hann hafi sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins ekki farið sér hægt í átt til aukinnar samkeppni og frelsis, til dæmis hvað varðar rýmkun á flugleyfum, aðstoð hins opinbera við sum skipasmíðafyrirtæki en önnur ekki og einkavæðingu á hluta af starfsemi Pósts og síma. Halldór neitar þessu og segir gagnrýn- endur sína, þar á meðal Morgunblaðið, vera á hálum ís í þessum málum. Hann rekur hvert þessara mála fyrir sig og byij- ar á flugmálunum. Fyrirrennari hans sem samgönguráðherra, Steingrímur Sigfússon, hafi gefið Flugleiðum ákveðin loforð um hlutdeild í flugi til Akureyrar, ísafjarðar og Egilsstaða þegar félagið festi kaup á nýjum Fokker-vélum og hann hafi verið „bundinn í báða skó“ hvað flugleyfi varð- ar. Innanlandsflug verði gefið fijálst 1. júlí 1997 samkvæmt samningnum um Evr- ópskt efnahagssvæði. „Pósturinn er ekki samkeppnisfyrirtæki eða gróðafyrirtæki. Pósturinn varð til með þeim ríku skyldum að koma sendingum til fjarlægustu og afskekktustu staða gegn lágu gjaldi sem borið er uppi af þéttbýl- inu. Þetta er hugsjónin á bak við póstinn og ef menn vilja bijóta þessa hugsjón nið- ur þá hlýtur það mál að verða tekið upp á breiðum grundvelli. Ég vil ekki taka þátt í því að það verði torveldað að koma bréfum og bögglum út á land vegna þess að hver sending verði að standa undir kostnaði. Á hinn bóginn eru ákveðin svið sem Póstur og sími hefur gegnt og við höfum' ekkert amast við að einstaklingarnir komi að og þar geta þeir verið í fullri sam- keppni og stofnað sín fyrirtæki og haft af þeim eðlilegan hagnað. Ég hef ekki amast við því. Ég hef viljað einkavæða Póst og síma, en það lá fyrir að Alþýðuflokkurinn hafnaði þeirri hugmynd og hún var því lögð til hlið- ar, en það liggja fyrir hér í ráðuneytinu til- lögur um hvernig að því yrði staðið. Næsti samgönguráðherra hlýtur að telja það eitt af sínum brýnustu verkefnum að gera sér grein fyrir því hvemig hann hugsi sér stöðu Pósts og síma í framtíðinni til þess að þetta sterka fyrirtæki geti haldið velli í sam- keppni við erlenda aðila á sviði fjarskipta og svarað þeim kröfum sem heimamarkað- urinn gerir til þess. Ég sé það fyrir mér að um Póst og síma verði stofnað hlutafélag sem fyrst um sinn verði í eigu ríkissjóðs. Mér finnst koma til álita að Póstur og sími verði aðgreindar stofnanir, en pósturinn verður auðvitað að hafa svigrúm til að starfa sem póstur með þeim einkarétti sem því fylgir. Það verður líka að standa að einkavæð- ingu á þann hátt að sanngimi sé gætt. Ef til dæmis GSM-símaþjónusta verður opnuð fyrir samkeppni þyrfti einkaaðili í sam- keppni við símann að þjóna landinu öllu - það er óhugsandi að brytja landið upp þann- ig að sumir geti látið sér nægja að sleikja glassúrinn af vínarbrauðinu. Varðandi skipasmíðarnar þá olli úrskurð- ur Samkeppnisstofnunar mér miklum von- brigðum, bæði vegna þess að rangt var farið með aðdraganda málsins og líka vegna þess að rangt var haft eftir það sem ég hafði sagt um þessi mál. Ég hef farið að lögum og hef ekki gert upp á milli fyrir- tækja. Eg ætlaðist til þess að stofnunin byggði úrskurð sinn á þeim viðskiptahátt- um sem tíðkast í skipasmíðaiðnaði á hinu Evrópska efnahagssvæði, sem við erum aðilar að, en Samkeppnisstofnun kaus að gera það ekki, sem er óskiljanlegt og sýnir í raun að hún þarf endurskoðunar við. Við Islendingar hljótum að byggja okkur upp á þeim grundvelli að við getum haldið okk- ar hlut í samkeppni við aðrar þjóðir og helst sótt á. Samkeppnisstofnun virðist hins vegar vera reiðubúin að setja reglur sem binda hendur okkar í samkeppninni við erlenda keppinauta. Það hefur engin þjóð efni á að haga sér þannig. Á sama tíma og Norðmenn, Finnar og Þjóðverjar ausa fé í upptökumannvirki segir Samkeppnis- stofnun að við eigum að láta eins og ekk- ert sé.“ Þéttbýlið nýtur sanngirni í vegamólum Hvað vegamálin varðar segir Halldór að þar hafi verið tekin upp breytt stefna í átt til meiri hagkvæmni í fjárveitingum. „Ríkis- stjómin ákvað á síðasta hausti að gera átak í vegamálum sem yrði byggt á þeirri for- sendu að bensíngjald yrði hækkað og tekj- urnar rynnu til þeirra svæða þar sem bensín- ið seldist. Rökin fyrir þessu eru þau að mikil umferð kallar á dýrari framkvæmdir." Halldór segir að með þessari stefnu sé gömlu viðmiðuninni haldið að hluta og sum- part tekin hliðsjón af umferðinni. Nú sé mun meiri sanngirni gætt í fjárveitingum, sem komi ekki síst íbúum þéttbýlis til góða, sem setið hafi á hakanum hingað til. „Það er fýrst nú sem Reykvíkingar fara að bera eitthvað úr býtum úr vegasjóði; það sem er mest áberandi í þessu nýja átaki er að bætt er fyrir vanrækslusyndir á höfuðborgar- svæðinu.“ Halldór segir að því fari þó fjarri að hagsmunum dreifbýlisins hafi verið fórnað þó komið hafi verið til móts við helstu þétt- býlisstaðina. Hann nefnir að byijað hafi verið myndarlega á Djúpveginum og að tenging Norður- og Austurlands muni styrkjast við uppbyggingu vegarins yfir Möðrudalsöræfi. „Mér tókst að fá leiðina skilgreinda sem stórverkefni og það á að vera hægt að ljúka verkinu á næstu sex til átta árum. Viðskipti á milli Norðurlands og Austurlands höfðu dottið niður yfir vet- urinn en þetta hefur verið að breytast. Þetta skiptir miklu máli til dæmis í sam- bandi við fiskflutninga og gagnkvæm við- skipti yfirleitt, ég get nefnt heilbrigðismál- in til sögunnar og fleira. Mín stefna hefur verið að reyna að tengja saman vegamál og hafnarmál, sem mér hefur tekist til dæmis í Vesturbyggð og með því að ljúka veginum til Ólafsfjarðar. Nú eru horfur á að um miðjan mars takist samningar um fjármögnun jarðganganna undir Hvalfjörð og að jarðgöngin opnist til Önundarfjarðar. Ég hef lagt áherslu á að styrkja vegasamgöngur innan atvinnu- svæða, það er ekki síst brýnt í þeim sveitum sem standa næst þéttbýli. Loksins hef ég lagt áherslu á ferðamannaþáttinn í sam- göngugeiranum." Lokaspurningin: Ef þér býðst ráðherra- staða i næstu n'kisstjórn, hvaða ráðuneytum hefðir þú áhuga á? „Ég hef kunnað vel við mig þar sem ég er og ég á ýmislegt ógert sem ég myndi hlakka til að takast á við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.