Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 33 MINNINGAR BRYNDÍS ÁRNADÓTTIR + Bryndís Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1962. Hún lést á Borgarspítalanum laugardaginn 25. febrúar sl. Eftirlif- andi foreldrar hennar eru Árni Markússon og Sig- ríður Inga Jónas- dóttir. Systkini Bryndísar eru 1) Steinn Ingi, látinn, hann átti 3 börn. 2) Jónas Þorkell, hann á 4 börn. 3) Guðjón Markús, kvæntur Rannveigu H. Gunnlaugsdóttur og eiga þau 4 börn. 4)_ Halldóra Guðriður, gift Jónasi Ágústssyni og eiga þau 2 börn. 5) Ragnheiður Þorbjörg, gift Sigurði Sigurðssyni og eiga þau 3 börn. 6) Kristján Marinó, kvæntur Sigurlínu Rósu Krist- mundsdóttur og eiga þau 3 börn. 7) María í sambúð með Karli A. Karlssyni og á hún 2 börn af fyrra hjónabandi. Útför Bryndísar fer fram í Breiðholtskirkju á morgun, mánudaginn 6. mars, og hefst athöfnin kl. 13.30. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfír láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Okkur systkinin langar í fáeinum orðum að minnast okkar ástkæru föðursystur. Þegar við minnumst Binnu, eins og hún var kölluð, er okkur margt mjög minnisstætt. Það er okkur mjög ofarlega í huga hvað hún hafði mikla ánægju af því að sýna okkur hvað hún hafði fengið í jólagjöf, þegar við komum til ömmu og afa á aðfanga- dagskvöld, svo hafði hún þann eigin- leika að vilja kyssa alla „halló“. Einn- ig hafði Binna gaman af því að hlusta á allskonar tónlist og eitt sinn um jól var lagið „Heims um ból“ í útvarp- inu, þá stóð Binna upp og fór að tjútta með laginu, það fannst henni mjög gaman, þetta er okkur systkinunum mjög ferskt í minni. Minningin um yndislega frænku mun lifa hjá okkur um ókomin ár. Elsku amma og afi, Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Sb. 1886 M.Joch.) Elsku Binna, hvíl þú í friði. Jóhann Þórir, Guðbjörg, Árný Inga og Ragnar Aðalsteinn Guðjónsbörn. Með fáeinum orðum vil ég minnast móður- systur minnar Bryndi's- ar, eða Binnu eins og hún var alltaf kölluð. Binna var ein brosmild- asta og kátasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Hún bjó á Kópavogshæli og undi sér þar vel. Var hún mjög vinsæl meðal vist- manna og starfsfólks. Þegar hún kom heim til ömmu og afa, Sigríð- ar Jónasdóttur og Árna Markússonar, fylltist húsið oft af gestum sem komu til að hitta Binnu. Jólin eru mér eftirminnilegust því þá nutum við öll þeirrar gleði sem skapaðist kringum hana. Hún brosti breitt þegar hún fékk pakka og þakkaði fyrir sig með því að smella stórum kossi á kinnina á viðkom- andi. Eru þessir kossar hennar eflaust mörgum eftirminnilegir. Oft var gott að eiga smá auka glaðning, kannski með smá nammi í, því það var eitt það besta sem hún Binna fékk. Þetta sem hér er ritað er alls ekki nóg til að lýsa henni því Binna var mjög sérstök. Líf hennar var því miður ekki alltaf dans á rósum. En í þeim heimi sem hún lifir nú í líður henni miklu betur og bíður vonandi eftir okkur hinum og höldum við þá öll gleðileg jól saman. Sumarrómi sólskinslag söngstu hríðarbylnum. Fram á lífsins lokadag lumar þú á ylnum. (Hallgrímur Pétursson) Svava Björk Jónasdóttir. Fréttin um fráfall systur minnar Bryndísar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Dauði ungmenna hlýtur ávallt að vefjast fyrir eftirlifendum og skilja eftir hina eilífu spurningu sem ósvar- að er: Til hvers? Það er ekki hægt að lýsa hversu yndisleg persóna hún Bryndís heitin var. Alltaf tók hún manni opnum örmum og faðmaði og kyssti og allt- af geislaði af henni ánægjan er hún var innan um sína nánustu. Elsku systir mín, þín mun sárt saknað, en minningarnar ylja í sorg- inni. Blessuð sé minning elsku systur minnar. Ég bið góðan guð að styrkja foreldra mína og okkur öll sem munum sakna hennar. María Ámadóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blúnd. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Binna okkar! Kallið kom óvænt og við sitjum hnípin eftir með hugleiðingum okk- ar. Við gefum okkur svo sjaldan tíma til að hugleiða lífið, meta það sem okkur er gefið og leggja rækt við það. Við hræðumst jafnvel að vegs- ama gjafirnar því innst inni vitum við að engin gjöf er ævarandi. En hver gjöf sem frá okkur er tekin færir okkur aukinn þroska, reynslu og vonandi skilning. Þannig kallar lífið á hugleiðingar okkar með reglu- legu millibili. Elsku Binna, minningarnar sem við eigum eftir um þig eru margar og allar svo ljúfar. Síðustu daga hafa þær hljómað í eyrum okkar og í hvert sinn læðist fram á varirnar lítil brosvipra. Lífsgleðin lýsti um- hverfið allt í kringum þig og minn- ingarnar litast af því. Alltaf tókst þér að létta andrúmsloftið með hnyttnum og hvellum tilsvörum þín- um, sem oft komu okkur svo skemmtilega í opna skjöldu. Þú hafðir til að bera einstakan „karakter", sem enginn komst hjá að kynnast sem naut nærveru þinn- ar um lengri eða skemmri tíma. Það var ekki síst þessi skemmtilega ákveðni og skörungskapur, sem skein í gegnum allt þitt fas. Þú ætl- aðir sko engum að þvinga sínum eigin vilja yfir á þinn vilja. Við áttum það til að glotta út í annað yfír þeirri fásinnu að reyna að ráðskast eitt- hvað með þig, þessa sjálfstæðu konu. Jafnvel yndisleg blíðuhótin og hlýjan sem þú varst svo óspör á einkennd- ust af þessari skemmtilegu ákveðni. Mikið eigum við eftir að sakna þess þegar við komum í heimsókn að fá í dag kveð ég þig elsku frænka mín. Mig langar að þakka þér fyrir liðnar stundir. Þú kenndir mér að mesta lífið og hlutskipti það sem okkur er ætlað. Þó sorg mín sé mik- il er það mér huggun að vita að nú líður þér vel. Guð blessi minningu þína. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hörmunga’ og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Guðbjörg Pálsdóttir Bachmann, Björgújfur Bachmann, MárJónsson, Sonja Ólafsdóttir, Guðrún S. Kaaber, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA ÓLAFSON, Fornuströnd 16, Seltjarnarnesi, Ingveldur Þ. Viggósdóttir, Mari'a Ólafson, Reynir Kjartansson, Páll Ólafson, Guðrún Eggertsdóttir, Einar Ólafson, Jóhann Ólafson, Kolbrún Benediktsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Erla Gisladóttir, Gunnar Magnússon, Gunnar Gíslason, Hildur Jóhannsdóttir og barnabörn. Sigríður Elín Jónasdóttir. ekki rembingskossana þína með orð- unum „ertu komin!“. Það var okkur dýrmætt. Elsku Binna, krafturinn og ótrú- leg þrautseigjan hefur fleytt þér áfram. En nú er komið að leiðarlok- um. Efst í huga okkar sem undir þetta skrifum er þakklæti; djúpt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta nærveru þinnar og persónuleika síðustu ár. Þú ert og verður okkur ógleymanleg fyrir allt sem þú gafst af þér. Við erum ríkari fyrir vikið. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Binnu færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur með þökkum fyrir góð kynni. Megi ljósið hennar Binnu lýsa ykkur til stuðn- ings í sorginni. Binna okkar, minnug þess að þú vildir alltaf hafa Ijósið logandi við rúmið þitt þegar þú lagðist til hvílu á kvöldin látum við eftirfarandi sálm verða okkar lokaorð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Binna okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ókunn.) Anna Birna, Anna Baldrún, Guðmundur, Sigrún og Sig- . ríður Þorsteins, fyrrum sam- starfsfólk í íbúð C. Nú er hún Binna farin frá okkur. Þessi kraftmikla og glaðlynda kona er ekki lengur meðal vor. Við erum harmi slegin og eigum erfitt með að sætta okkur við, að svo ung kona skuli kölluð á vit feðranna. En þó að við glöð vildum, fáum við einfald- lega ekki skilið alla þá atburði sem fyrir okkur verða. Hvar sem þú ert, Binna, hvíldu í friði. Bryndís bjó á Sambýli C í Kópa- vogi. Binna var oftar en ekki mið- punkturinn á heimilinu. Hún var mikil félagsvera, talaði mikið og hafði mikla þörf .fyrir það að láta vita af sér með einum eða öðrum hætti. Binna hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og gaf sig yfírleitt ekki fyrr en í fulla hnefana. í samræðum vildi hún til dæmis einatt eiga síð- asta orðið. En þrátt fyrir einurð og ákveðni lifði Binna í mikilli sátt við fólk í kringum sig. Hún gekk mjög langt í því að sættast við aðra eða sætta aðra. Hún var alltaf að taka í höndina á fólki, klappa fólki eða faðma og kyssa það. Ef að einhveij- um leið illa kom hún til hans, strauk honum um vangann og sagði: „Á ég að vera góð við þig?“ Eitt af aðalsmerkjum Binnu var kímnigáfa hennar. Brandaramir hennar voru margslungnir. Eftir því sem maður kynntist henni betur sá maður alltaf nýrri og fyndnari hliðar á þeim. Oftar en ekki kryddaði hún þá með ýmis konar svipbrigðum, sem voru ekki síður fyndin en brandaram- ir sjálfir. Hún hafði þann hæfileika að láta einfaldar setningar hljóma eins og grafalvarlegan sannleik eða góðan brandara. Binna var líka iðu- lega að grínast í fólki eða að segja brandara. Þegar hún var kitluð sagði hún alltaf: „Ertu að kýla Binnu?“ (Hún átti í smá erfiðleikum með t-ið). Og þegar hún sá hund, til dæmis í sjónvarpinu eða utan dyra sagði hún: „Hann er að éta Binnu.“ Þeir vom ekki í einfaldari kantinum brandar- amir hennar Binnu. Þó ganga Binnu um lífsins vegu hafí verið alltof stutt og lokið skyndi- lega, áttum við þess kost að ganga með henni spölkom. Við sem fylgdum henni síðustu ævidagana vottum ætt- ingjum hennar okkar dýpstu samúð. Við geymum minninguna um Binnu þó hennar njóti ekki lengur við. Starfsfólk og heimilis- fólk á Sambýli C. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR PÉTURSDÓTTIR áður til heimilis á Hringbraut 47, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 6. mars kl. 13.30. Sveinn Kjartansson, Helga Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BRYNDÍS ÁRNADÓTTIR, til heimilis í Skriðustekk 21, Reykjavík, sem lést 25. febrúar, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju 6. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis, minningarkort fást hjá Styrktarfélagi vangefinna og skrifstofu Kópavogshælis. Sigriður Jónasdóttir, Árni Markússon, Jónas Árnason, Guðjón Árnason, Rannveig Gunnlaugsdóttir, Halldóra Árnadóttir, Jonas Ágústsson, Ragnheiður Árnadóttir, Sigurður Sigurðsson, Kristján Árnason, Rósa Kristmundsdóttir, María Árnadóttir, Karl Karlsson og frændsystkin. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR frá Seyðisfirði. Rannveig Bjarnadóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Gunnar Hannesson, Bjarney Sigurðardóttir, Ásbjörn Björnsson, Halldór Sigurðsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Óskarsson, Ingi Sigurðsson, Halldóra Friðriksdóttir, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Rannveig og Tom Prlce, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.