Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 5. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ RIDDARI hringborðsins: með John Gielgud við tökur á „First Knight". CONNERY stundar golf hvar sem hann kemur því við. KYNTÁKN þá og enn frekar núna; Connery í „Dr. No“. Skoski leikarinn Sean Connery verður 65 ára á árinu og segist of gamall til að leika Tarzan og Bond kemur ekki heldur til greina en eins og hann veit manna best skyldi leik- ari aldrei segja aldrei eftir Arnald Indriðason IAN FLEMING vildi ekki sjá hann í hlutverki njósnara henn- ar hátignar og sagði hann „of- vaxinn áhættuleikara" en þeg- ar hann sagði þau fleygu orð Ég heiti Bond, James Bond, var framtíð Sean Connerys ráðin. Þetta var í upphafi sjö- unda áratugarins og síðan þá hefur Connery átt mörg líf á hvíta tjaldinu. Stundum verður hljótt um hann en svo skýtur honum aftur upp á yfír- borðið með látum eins og núna þegar hann er með þijár myndir í takinu. Connery er einn af þessum leikurum sem verður æ betri og skemmtilegri með tímanum. Hann heldur uppá 65 ára afmæli sitt á árinu og segist varla leika Tarzan úr þessu. 0g aldr- ei aftur James Bond. Connery er skoskur og einn af eftirsóttustu leikurum samtímans og myndimar sem hann er að leika í núna eru af ýmsum toga. í saka- málamyndinni „Just Cause“ Ieikur hann lagaprófessor í Harvard sem reynir að bjarga dauðadæmdum fanga frá _því að enda í rafmagns- stólnum. í riddaramyndinni „First Kr.ight" leikur hann Artúr konung á móti Richard Gere, sem leikur Lancelot. Og á döfínni er „Dragon- heart“ eða Drekahjarta þar sem Connery leikur röddina í eldspúandi dreka gerðum með sömu tölvutækni og risaeðlurnar í Júragarðinum. Aldrei vinsælli Connery hefur jafnvel oftar í seinni tíð en áður þegar hann var ungur Bond-leikari verið sagður kynþokkafyllsti karlleikari kvik- myndanna, sem hlýtur að teljast ótvírætt merki um hversu vel hann hefur elst. Breytingin úr ungum hasarleikara sjöunda áratugarins yfír í höfðinglegan, eldri stórleikara dagsins hefur verið svo átakalítil að hans sögn að hún hefur næstum farið framhjá honum. „Ég held að það hafí hjálpað mikið að hárið hvarf mjög snemma af kollinum," segir hann. „Ég hef aldrei upplifað nein vandamál „breytingarskeiðs" á ferli mínum. Ég hef alltaf leikið mér eldri persónur. Ég lék föður Harrison Fords ‘ (Indiana Jones og síðasta krossferðin) og föður Dustin Hoff- mans („Family Business"). Og í ár verð ég 65 ára. Ég á varla eftir að fara í megrun og leika Tarzan. Og þótt ég fengi heimsins besta sköpu- lag á ég aldrei eftir að leika James Bond aftur.“ Það eru næg hlutverk samt og líklega hefur Connery aldrei verið vinsælli og haft meira að gera en síðasta áratuginn. Hann hefur reyndar leikið í Tarzanmynd. „Tarz- an’s Greatest Adventure" eða Mesta ævintýri Tarzans hét hún og var gerð árið 1959 en Connery lék í níu myndum áður en framleiðendumir Harry Saltzman og Albert Broccoli völdu hann í Bond-hlutverkið árið 1962. Það má segja honum til hróss að hann er eini Bond-leikarinn sem orðið hefur að stórstjörnu. Hlutverk njósnara hennar hátignar reyndist aðeins upphafíð á litríkum og glæsi- legum ferli. Hann lék í fjórum mynd- um Sidney Lumets á Bond-árunum SEAN Connery; eini Bond-leikarinn sem eitthvað hefur orðið úr, og eftir að hann sagði skilið við hlut- verkið hefur hann leikið í hinum ólík- ustu myndum allt frá stríðsmyndum („The Longest Day“, „A Bridge Too Far“) til geimævintýra („Outland") og gangstermynda (Hinir vamm- lausu). Uppúr 1980 var ferillinn tek- inn að dala talsvért og hann lét sig hafa það árið 1983 að leika Bond í eitt skiptið enn í „Never Say Never Again". Tvær myndir lögðu grunn- inn að endumýjun hans á hvíta tjald- inu um miðjan síðasta áratug; Nafn rósarinnar og Hinir vammlausu. Síð- an þá hefur hann varla mátt vera að því að stunda sitt golf. Fregnir um lát Connerys ýktar Hann hefur verið nógu lengi að til að treysta ekki mönnum í kvik- myndaiðnaðinum og í nýlegu tíma- riti kemur fram að hann láti sína eigin bókhaldara fara yfír gróðann af flestum myndum sem hann leikur í. „Ég þoli ekki óheiðarleika," er haft eftir honum. „Það er glæpsam- legt þegar menn reyna að stela í gegnum bókhaldið þegar þú hefur gert við þá samning.“ Blaðamenn eru heldur ekki í miklu uppáhaldi. Connery sagði í viðtali í „Playboy“ árið 1965 að hann sæi „ekkert sér- staklega rangt við það að slá konu“ en ummælum þessum, sem leikarinn segir að séu ekki rétt eftir honum höfð, hefur æ síðan verið haldið á lofti. Og nú síðast sagði pressan að hann væri dauður. Það byijaði fyrir ári í Japan, dagblað í S-Áfríku birti fréttina og hún barst á öldum ljós- vakans um hálfa Evrópu frá Frakk- landi. Connery hafði farið í einfalda geislameðferð vegna raddbandanna þegar hann lék í Rísandi sól og gróu- sögurnar fóru á flug. Leikarinn greip til örþrifaráða til að stöðva orðróm- inn, hringdi í bandaríska gaman- þáttastjórnandann David Letterman og kom með litlum fyrirvara fram í þættinum hans í atriði sem minnti á 007 þar sem hann sagði að fregnir af andláti sínu væru talsvert ýktar. Og svo er það Bond. „Ég var að fara upp á loft,“ sagði hann í blaða- viðtali nýlega þegar hann rakti atvik sem átti sér stað á heimili hans á Spáni fyrir nokkrum árum, „þegar ég heyrði mína eigin rödd koma úr einu herbergjanna. Þar sátu þá bamabömin og vom að horfa á Gullf- ingur. Ég settist niður hjá þeim og það var forvitnilegt. Það var ákveðinn glæsibragur og öiyggi yfír myndinni sem var mjög ánægjulegt. Mig lang- aði ekkert til að flýta mér yfir í næstu atriði og svo sá ég auðvitað hluti sem betur hefðu mátt fara.“ Connery hugsar til Bonds með talsverðum velvilja. Hann gerði óþekktan leikarann að milljónamær- ingi, kyntákni og súperstjörnu. En Bond var líka þreytandi. „Þetta var spurning um að klára dæmið og halda áfram í einhverju öðru. Þeir byijuðu líka á öllu þessu geimaldard- óti. Þeir juku sífellt við tæknihliðina. Ég á við, þessi bíll sem fór í gegnum sundið á hliðinni í Demantar endast að eilífu - þetta fór bara úr böndun- um.“ Félagi Connerys, Roger Moore, sem einnig lék Bond í ófá skipti seg- ir að vini sínum hafí einfaldlega tek- ið að leiðast Bond-rullan. „Maður leikur í fimm eða sex svona myndum og fólk eignar manni hlutverkið. Það getur reynst ákaflega takmarkað." Verða að endurskapa Bond Nú eru liðin 12 ár frá því Conn- ery síðast lék njósnara hennar há- tignar í „Never Say Never Again“ og hann er enn að fá send handrit um njósnara. Tökur eru hafnar í London á enn einni Bond-myndinni með írska leikaranum Pierce Brosn- an í aðalhlutverki og Connery hefur ákveðnar skoðanir á því hvemig best sé að henni staðið. „Ég held þeir verði að búa til algerlega nú- tímalegt umhverfi fyrir karakterinn. Hið illa heimsveldi er liðið undir lok. Kínveijar eru famir að gera við- skiptasamninga um allar jarðir. Allur heimurinn er að reyna að finna jafn- vægi. Menn verða áð endurskapa Bond frá grunni." Hann gefur Timothy Dalton ekki háa einkunn fyrir leik hans í hlut- verkinu. „Hann er þjálfaður Shake- speare-leikari en vanmat Bond-rull- una. Persónan þarf að vera myndar- leg á velli og heillandi en líka hættu- leg.“ Honum líst vel á Pierce Brosn- an og heldur að hann muni bæta nýjum þáttum í karakterinn. Hann lætur sér annt um spæjar- ann þótt stundum hafi reynt á vin- skapinn í gamla daga. Eins og dem- antar virðast þeir ætla að endast að eilífu. Heimildir: Entertainment We- ekly o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.