Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUIDAGUR 5. MAlfö l995 ! Í1 Greiðsluyfirlit ríkissjóðs 1990-1995 Milljarðar króna á vcrðlagi ársins 1995 Fjárlög (verðlag lands(ramleiðslu) 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heildartekjur ríkissjóðs 111,0 111,5 111,3 108,5 112,4 112,1 Útgjöld ríkissjóðs 116,3 125,5 119,0 118,7 120,0 119,5 Ríkissjóðshalli 5,3 14,0 7,7 10,2 7,6 7,4 Hlullall af heildartekjum 4,8% 12,5% 6,9% 9,4% 6,8% 8,6% Rekstrarhalli samkvæmt ríkisreikningi (verði. hv.árs) 11,3 13,5 10,6 19,0 Hlutlall al heildartekjum 11,9% 12,7% 10,0% 19,0% Innheimtar tekjur Milljarðar króna á verðlagi ársins 1995 Fjárlög (verðlag landsframleiðslu) 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heildartekjur ríkissjóðs 111,0 111,5 111,3 108,5 112,4 112,1 Þar af skatttekjur 103,4 104,3 103,0 101,1 104,3 104,5 Beinir skattar 21,2 21,5 21,9 21,4 23,7 22,8 Einstaklingar 16,4 16,8 16,6 16,0 18,9 17,6 Fyrirtæki 4,8 4,7 5,2 5,3 4,9 5,1 Óbeinir skattar 82,2 82,8 81,1 79,8 80,5 81,7 Innflutnings og vörugjöld 10,0 10,6 8,8 8,1 8,2 8,7 Virðisaukaskattur/sölusk. 44,5 43,4 43,0 42,6 42,0 42,2 HagnaðurÁTVR 7,1 7,2 6,9 6,5 6,8 6,9 Launa- og tryggingagjöld 8,8 10,2 10,3 10,5 10,8 10,9 Bifreiðagjöld 6,6 7,1 7,6 7,9 8,4 8,7 Aðrir skattar 5,1 4,2 4,6 4,2 4,4 4,3 Aðrar tekjur 7,6 7,2 8,3 7,4 8,1 7,6 Vaxtatekjur 4,9 4,4 4,5 4,6 4,8 4,6 Arðgreiðslur, sala eigna o.fl. 2,7 2,8 3,7 2,8 3,3 3,0 Hagræn skipting útgjalda Milljarðar króna á verðlagi ársins 1995 1990 1991 Fjárlög (verðlag landsframleiðslu) 1992 1993 1994 1995 Rekstrargjöld 44,8 47,3 45,6 46,6 46,6 45,8 Laun 35,5 37,7 37,3 37.8 38.1 36,5 Önnur rekstrarútgjöld 15,5 14,8 15,6 16,0 15,5 16,1 Sértekjur -6,2 -5,1 -7,3 -7,2 -7,0 -6,8 Tilfærslur 47,5 50,3 49,8 45,3 46,3 46,4 Almannatryggingar 29,6 31,2 31,1 30,5 31,5 30,6 Greiðslur til landbúnaðar 9,7 10,1 10,1 6,9 5,8 5,7 Lánasi. fsl. námsmanna 2,6 2,7 2,1 1,8 1,5 1,5 Jöfnunarsióður sveitarfél. 1,4 1,5 1,6 1,6 2,0 2,0 Aðrar tilfærslur 4,2 4,8 4,8 4,6 5,4 6,6 Vextir 9,9 11,0 9,0 10,2 11,0 12,3 Viðhald 2,8 2,6 2,7 3,5 3,5 3,4 Stotnkost naður 11,2 14,3 11,9 13,0 12,7 11,6 Vegagerð 3,1 3,6 3,6 4,7 4,6 4,6 Flugvellir og hafnir 1,1 1,4 1,4 1,5 1,4 1,1 Húsnæðisstofnun 0,6 1,0 1,2 1,0 0,9 0,6 Annar stofnkostnaður 6,3 8,3 5,8 5,7 5,7 5,4 Skuldastaða ríkissjóðs Milljarðar króna Fjárlög á verðlagl hvers árs 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Lántökur ríkissjóðs, nettó 60,0 64,6 85,7 116,0 128,1 136,4 Hlutl. al vergrl landslraml. 16,4% 16,2% 21,5% 28,1% 29,7% 30,1% Nettóskuldir samkvæmt ríkisreikningi 113,3 131,4 150,0 178,5 Dregið úr kerfislægum halla Halldór hefur lagt lauslegt mat á það hvernig til hafi tekist við að draga úr kerfislægum halla á fjárlögum. Telur hann að sparnað- urinn nemi 11,5 til 12 milljörðum á ári og á kjörtímabilinu öllu hafi sparast 36 til 39 milljarðar. Grunn- hugsunin er að leggja mat á það hver útgjöldin hefðu orðið ef ekki hefði verið spyrnt við fótum og ráðist í sparnaðaraðgerðir. í þess- um tölum munar mest um sparnað vegna landbúnaðarins. Aðrir stórir liðir eru breyttar útlánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna, aukin þátttaka almennings í lyfjum og læknishjálp, lækkun bóta lífey- ristrygginga og mæðralauna, ha- græðing í rekstri sjúkrahúsa og aukið aðhald að útgreiðslum at- vinnuleysisbóta. Sumir af þessum liðum eru beinn sparnaður, aðrir tilfærsla innan þjóðfélagsins. Þessi spamaður hefur ekki skilað sér, nema þá að litlu leyti, til lækkunar heildarútgjaida vegna þess að önn- ur útgjöld hafa komið í staðinn. Arsverkum hjá ríkinu hefur ekki fjölgað á tímabilinu. Að sögn Hall- dórs er oft ekki hjá því komist að bæta við nýju fólki en á móti hefur yfirvinna verið minnkuð verulega. Viðvarandi halli Ríkisstjórnin féll frá áformum um að stöðva ríkissjóðshallann vegna efnahagsþrenginga. Hallinn var 14 milljarðar á núverandi verð- lagi þegar ríkisstjórnin tók við en 9,5 ef tekið er meðaltal af árunum 1990 og 1991. Var hann kominn niður í 7,6 milljarða í fyrra og í íjárlögum er stefnt að 7,4 milljarða kr. halla. Nú er gert ráð fyrir að hallinn verði meiri vegna ráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar vegna kjara- samninga sem áætlað er að kosti 1.850 milljónir í ár. Halldór Árna- son segir að ef samningar nást við ríkisstarfsmenn um svipaðar launahækkanir og á almenna vinnumarkaðnum sé líklegt að samningarnir hafi almennt ekki frekari áhrif á afkomu ríkissjóðs, því auknar skatttekjur ríkisins af launahækkunum allra landsmanna vegi nokkurn veginn upp aukin útgjöld vegna launahækkana ríkis- starfsmanna. Samkvæmt þessu stefnir í að hallinn verði 9 til 9,5 milljarðar kr. á árinu. Virðist því vera viðvarandi 8-9 milljarða kr. halli á ríkissjóði á kjörtímabilinu sem er 7-8% af tekjum ríkissjóðs. Þessar tölur mið- ast allar við greiðsluyfirlit ríkis- sjóðs og sýna að fjármálaráðherra greiðir 8-9 milljörðum meira úr sjóðnum en nemur tekjunum sem í hann koma. Hærri hallatölur koma fram þegar litið er á niðurstöður ríkis- reiknings sem er gerður upp á rekstrargrunni, á svipaðan hátt og gert er í rekstrarreikningum fyrir- tækja. Þar á að sjást raunsannari niðurstaða en í greiðsluyfirliti því þar á að telja fram allar tekjur ríkissjóðs vegna ársins hvort sem þær eru komnar í kassann eða ekki og öll útgjöld vegna ársins, óháð því hvort búið er að reiða fram féð. Munar talsverðu á þess- um uppgjörsaðferðum, sérstaklega útgjaldamegin. Felst það meðal annars í því að bætt er við þeim lífeyris- skuldbindingum sem falla til á árinu og áfölln- um en ógreiddum vaxta- kostnaði. Þá eru tekin inn í þessi uppgjör ýmsar skuldbindingar sem verið hafa utan ríkissjóðs en lenda að lokum á honum, til dæmis skuldir ýmissa sjóða sem gerðir eru upp. Með þessum uppgjörsað- ferðum verður raunverulegur halli mun meiri, eða 10 milljarðar á árinu 1992 og 19 milljarðar 1993. Ekki er þó talið raunhæft að bera saman útkomu einstakra ára vegna þess að uppgjörsaðferðin hefur verið að þróast. Á árinu 1993 var til dæmis verið að leið- rétta ákveðna þætti sem ekki tengjast beint rekstri ársins. Þó virðist ljóst að raunverulegur halli hefur að meðaltali verið yfir 10 milljarðar kr., líklega 12-13 millj- arðar, á síðustu árum. Tölur liggja ekki fyrir um árið 1994. Skuldir samsvara eins og hálfs árs tekjum Viðvarandi rekstrarhalli ríkis- sjóðs allt frá árinu 1985 kemur óhjákvæmilega fram í auknum skuldum. Skuldir hafa tvöfaldast á fjórum árum. Er staða þeirra reyndar reiknuð á verðlagi hvers árs. Skuldirnar voru jiðlega 60 milljarðar en fara á þessu ári yfir 130 milljarða. Á þessum tíma hafa skuldir sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu aukist úr lið- lega 16% í 30%. Á sama hátt og við uppgjör tekna og gjalda koma fleiri skuldbinding- ar inn í skuldatöluna í endanlegum ríkisreikningi. í árslok 1993 taldist höfuðstóll ríkissjóðs, það er peningalegar eignir umfram skuldir, neikvæður um 178 millj- arða kr. Samsvarar það öllum tekj- um ríkisins í meira en eitt og hálft ár en í árslok 1990 dugðu eins árs tekjur til að jafna skuldirnar. Á síðustu fimm árunum fram til árs- ins 1993 höfðu skuldir aukist um 60 milljarða umfram peningalegar eignir og enn seig á ógæfuhliðina á síðasta ári. Ríkisendurskoðun hefur í endur- skoðunarskýrslum sínum vakið at- hygli á því hvað hlutfall erlendra skulda er orðið hátt. Erlendar skuldir voru 38% heildarskuldanna í árslok 1993 og á því ári náðu þær því marki í fyrsta skipti að verða hærri en heildartekjur ríkis- sjóðs. Miklar erlendar skuldir liafa löngum verið taldar veikleika- merki, ríkissjóður þarf þá að ráð- stafa óeðlilega stórum hluta tekna sinna til útlanda. Það er aftur á móti talið betra út frá hagsmunum þjóðfélagsins að skulda innanlands því þá fara vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs inn í hringrás efnahagslífs- ins. Vaxtakostnaður vaxandi baggi Vaxtakostnaður leggst með auknum þunga á ríkissjóð sam- hliða skuldasöfnuninni. Vaxta- greiðslur hafa aukist á kjörtíma- bilinu úr 10-11 milljörðum í 12,3 samkvæmt fjárlögum næsta árs. Það þýðir af 11 krónur af hveijum 100 sem ríkissjóður aflar eru fyr- irfram bundnar í vaxtagreiðslur. Fjármagnskostnaðurinn er í raun meiri því inn í þessar tölur koma ekki áfallnir en ógjaldfallnir vext- ir og verðbætur sem þó tilheyra árinu. „Fjármagnskostnaður vegna skulda ríkissjóðs er þannig verulegur baggi fyrir skattgreið- endur og skerðir verulega mögu- leika stjórnvalda til ráðstöfunar á tekjum til verkefna sem til hags- bóta horfa,“ segir í endurskoð- unarskýrslu 'Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1993. Mest skorið niður íland- búnaði Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárlaganefndar Varnarbarátta í ríkisfj ár máliun „VIÐ lögðum upp með það markmið að ná nið- ur halla ríkissjóðs og gengum þá út frá þeirri forsendu að nægur þorskur væri í sjónum. Reyndin var önnur,“ segir Sigbjörn Gunn- arsson, þingmaður Al- þýðuflokks og formað- ur tjárlaganefndar Al- þingis. „Farið var í mikla varnarbaráttu í ríkisfj- ármálunum og ég tel að vel hafi tekist til þegar á heildina er lit- ið. Nefna má að á síð- asta ári gerðist það í fyrsta skipti í áratug að halli á fjár- lögum varð minni en gert hafði verið ráð fyrir. Ég tel líka athyglis- vert hvað ríkisstjórnarflokkunum tókst að standa vel saman við erfið- ar aðstæður,“ segir Sigbjörn. Hann segir að fyrstu þijú ár kjör- tímabilsins hafi stjórnarandstaðan haft uppi gífuryrði og kvartað und- an niðurskurði. Tónninn hafi verið að breytast og nú átti allir flokkar sig á því að við þennan mikla viðvar- andi ríkissjóðshalla verði ekki unað. Skuldasöfnun áhyggjuefni Skuldasöfnun ríkissjóðs er Sig- birni áhyggjuefni. Hann segir nauð- synlegt að taka til hendinni á því sviði og verði næsta ríkisstjórn að gera það. í því sambandi bendir hann á nauðsyn þess að gera fjár- lög til lengri tíma. Hann vekur þó athygli á því að skuldir ríkissjóðs séu ekki meiri en gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Hins vegar sé fjárhagur íslenska rík- isins viðkvæmari vegna sveiflna í efna- hagslífinu en þekkist hjá grönnum okkar. Varðandi hátt hlut- fall erlendra skulda segir Sigbjörn að ís- lenski lánsfjármarkað- urinn hafi breyst. Sveitarfélögin hafi komið inn á hann með auknum þunga. Þá hafi reynst erfitt að fjármagna húsnæðislánakerfið inn- anlands og ríkissjóður því orðið að taka við því hlutverki í meira mæli en áður. Reyndi á þolrifin Sigbjörn segir að hækkun stað- greiðslu hafi verið nauðsynleg á sínum tíma til að létta sköttum af atvinnulífmu. Það hafi verið gert til að reyna að koma í veg fyrir stóraukið atvinnuleysi. Þessi aðgerð hefði hjálpað atvinnulífmu. Telur hann að þær kjarabætur sem nýlega var samið um hefðu ekki orðið ef aðstöðugjaldið hefði verið óbreytt. „Menn voru ekki að gera þetta að gamni sínu og það reyndi á þolrifin í mönnun. Nú hefur komið í ljós hvað þessi aðgerð var mikilvæg,“ segir Sigbjörn. Sigbjörn Gunnarsson Guðmundur Bjarnason, stjórnarandstæðingur Stóru ákvarðan- imar brugðist GUÐMUNDUR Bjarnason segir að rík- isstjórnin hafi ekki náð markmiðum sínum í fj ármálastjórninni. Áætlanir hafi ekki gengið eftir, hvorki um útgjöld né tekjur, og stafi það fyrst og fremst af þvi að ákvarðanir ríkisstjórn- arinnar sjálfrar hafi ekki haft tilætluð áhrif. Það hafi skapað óvissu og ríkissjóðshallinn alla jafna orðið meiri en lagt hafí verið upp með í fjárlögum. Sem dæmi um þetta nefnir Guðmundur, sem er fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaga- nefnd Alþingis, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að beita ákveðnum aðhalds- og sparnaðaraðgerðum sem síðan hafi ekki verið hægt að fram- kvæma. Þetta hafi til dæmis komið berlega í ljós í heilbrigðismálunum á síðasta ári. Áherslur í skattamálum rangar „Mér finnst áherslur í skattamál- um einnig vera rangar. Dregið hef- ur verið úr samneyslunni, menn hafa sagst vera að spara en sparn- aðurinn hefur i umtalsverðum mæli verið fluttur á þjónustugjöld og þar með á neytendur þjónustunnar," segir Guðmundur. Hann segir að þetta geti verið gott og gilt viðhorf í ákveðnum stjórnmálaflokkum en sé andstætt sínum skoðunum. „Eg tel að við eigum að byggja á samneyslu í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og fleiri félagslegum þáttum frekar en að láta greið- endur taka sífellt stærri þátt í kostnaðin- um. Ríkisstjórnin er því með rangar áhersl- ur. Skattarnir bitna meira á þeim sem oft á tíðum mega sín minna,“ segir hann. Festa aukist Hann segir jákvætt að viðskiptahalli hafi minnkað. Sá árangur hafi náðst vegna mikils samdráttar á öllum sviðum þjóðfélagsins. „Ég ætla ekki að gera lítið úr úr því að vandi hefur steðjað að þjóðfélaginu en hluti af samdrættinum stafar beinlínis af stjórnvaldsaðgerðum og stefnu ríkisstjórnarinnar sem dró úr öllum umsvifum. En á sama tíma hefur ríkissjóður verið að auka skuldir sínar.“ Guðmundur segir að það hafi tekist nokkuð vel að auka festu í fjármálastjórn ríkisstofnana. Stjórnendum þeirra hafi verið sett skýrari mörk og gert að halda sig innan fjárlaga. Telur hann að stjórnendur hafi meiri metnað í að standa sig að þessu leyti. Stöðug- leiki í verðlagi hafi einnig hjálpað til, aukið öryggi í áætlunum. Stjórn- endum einstakra stofnana verði því ekki kennt um það sem úrskeiðis hafi farið í ríkisfjármálunum. Guðmundur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.