Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Dr. Þórir Kr. Þórðarson pró- fessor fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Baldursdóttir hús- móðir og Þórður Nikulásson vél- stjóri. Fyrri eig- inkona Þóris var Inger Margrethe Schiöth Þórðarson húsmóðir. Hún lést 15. nóvem- ber 1961. Síðari eiginkona Þór- is er Jakobína Guðriður Finn- bogadóttir húsmóðir, f. 6. des- ember 1928. Sjúpbörn Þóris, börn Jakobínu, eru fimm og afabörnin sautján. Þórir lauk stúdentsprófi frá MR árið 1944 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1951. Árið 1959 lauk hann doktorsprófi í guðfræði frá University of Chicago. Auk þessa nam Þórir fornleifafræði í Jórdaníu árið 1956, kynnti sér félagslega í FYRSTA skipti sem ég sá Þóri Kr. Þórðarson þá nánast rákumst við saman. Hann var að koma út af skrifstofu fasmikill og vörpuleg- ur, ég var að fara inn. Mér er þetta atvik minnisstætt af því að þá þeg- ar var hann orðinn í mínum huga hálfgerð þjóðsagnapersóna. Samt grunaði mig ekki þá hve mikil áhrif þjónustu í Kaup- mannahöfn 1964 og var við framhalds- nám í Edinborg 1971-72. Þórir var dósent í guðfræði við HÍ 1954-57 og prófessor frá 1957. Auk þess var hann gistiprófessor við McCormick-presta- skólann í Chicago 1957-59 og kennari við Edinborgarhá- skóla árið 1972. Þórir var borgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og fyrsti varaforseti borgarstjórnar 1962-1970 auk fjölmargra ann- arra starfa. Hann var sæmdur heiðurspeningi Skálholts 1963, varð riddari Dannebrogsorð- unnar árið 1966 og hlaut ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu árið 1984. Hann var gerð- ur að heiðursdoktqr við guð- fræðideild Háskóla íslands árið 1994. Útför Þóris fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. þessi maður átti eftir að hafa á líf mitt. Ég var þá nýlega innritaður í guðfræðideildina og hafði heyrt eitt og annað um manninn. Ekki var það allt á einn veg. Þeir rétttrúuðu grunuðu hann um guðfræðilega græsku, þeir fræðilega sinnuðu hneyksluðust þegar hann ræddi um MINNINGAR útgerð á Flateyri í ritskýringu á Job, þeir róttæku skildu það ekki þegar hann vitnaði í félagsmálapró- gram Sjálfstæðisflokksins á Við- reisnarárunum. Allir voru þó sam- mála um að maðurinn væri óvenju snjall; um leið margslunginn og jafnvel mótsagnakenndur; Flestir stúdentanna báru nánast elsku- blandna virðingu fyrir honum. Prófessor Þórir Kr. eins og hann var venjulega nefndur var enginn venjulegur kennari. Þegar hann komst á flug voru fyrirlestrarnir hjá honum eins og flugeldasýning á festingu heimsmenningarinnar. Eitt andartak var á lofti íslenskur raunveruleiki Breiðholtsins eða Bíldudals, en í næstu andrá hinn rússneski Kristur Dostojefskís eða málaralist Endurreisnarinnar — allt út frá einu versi í hinni fomu spá- dómsbók Jesaja. Menn gátu ekki annað en heillast af þessum sér- stæða manni. Því fór fýrir mér sem mörgum öðrum að ég dróst inn á sporbaug utan um hann. Hann hafði þann sérstaka eiginleika að um hann safnaðist gjaman hirð læri- sveina sem margir hveijir voru hei- magangar hjá honum og Bíbí. Ekki vom það allt guðfræðingar, heldur einnig listamenn, raunvisindamenn og venjulegir menn. Þórir var samt ekki ánægður með okkur stúdentana nema ef við stóð- um uppi í hárinu á honum. Hann hataði lognmollu og ládeyðu. Vora menn ekki komnir í guðfræðideild- ina til að glíma við Guð eins og Jakob forðum — hvað þá við pró- fessorana sína? En glíman við Guð var að mati Þóris líka glíma við sjálfan sig og samskiptin við aðra menn. Fagnað- arerindið var félagslegt, það fjallaði um réttlætið í samskiptum manna. Trúin var ekki bara guðlegt ele- ment í kollinum á mönnum, hún hafði siðferðilegar afleiðingar í líf- inu, hvort sem því var lifað í sveit eða sjávarplássi. Þessi afstaða Þóris gjörbreytti viðhorfum heillar kyn- slóðar í íslensku kirkjulífí — þ. á m. mínum. Samskipti okkar Þóris komust á nýtt stig þegar ég og yngsta stjúp- dóttir hans ragluðum reitum. Þá kynntist ég fjölskylduhliðinni á hon- um. Reyndar höfðum við stúdent- arnir heyrt heilmikið um bamaböm- in því hann var óspar á að taka dæmi af þeim til útskýringar á ein- hveiju flóknu fýrirbrigði í guðfræð- inni. Þórir hafði mikið dálæti á barnabömunum og það var honum kappsmál að koma þeim til þroska, opna þeim nýjar víddir, t.d. í tónlist og myndlist. Ef hann var að passa bamabömin þá tók hann þau gjam- an með á myndlistarsýningar og útskýrði fýrir þeim hvað þar var á ferðinni. Stundum skrifaði hann þeim löng bréf, ekki síst þeim sem bjuggu fjær. Sendibréf Þóris til bamabama og gamalla nemenda era kapítuli út af fýrir sig nú þegar sú merka bókmenntagrein að skrifa bréf hef- ur að mestu lagst af. Þórir var ekki alitaf auðveldur í samskiptum. Hann hafði nokkuð stríða lund, var tilfínningaheitur og vandlátur. Vandlæti hans birtist ekki síst í því að reyna koma þeim sem honum var trúað fyrir til nokk- urs þroska. Kannski var það lífs- starf hans fyrst og síðast að reyna að laða fram það sem hann taldi nemendur sína hafa að geyma, stundum með því að koma róti á hug þeirra. Lengi skal manninn reyna. Ég fylgdist vel með veikindum hans seinustu árin og uppgötvaði þá raunverulegan styrk hans. Æðra- leysi og baráttuvilji hans var ein- stæður og loks var svo komið að hann lifði á viljastyrk einum. Öllu heldur, hann lifði til koma sem mestu í verk af þýðingarstarfí því sem hann vann að síðustu árin, nýrri þýðingu á Gamla testament- inu. En jafnvel baráttumenn verða að lúta lægra haldi fyrir þungri hönd dauðans. Núna fyrir nokkram vikum rædd- um við Þórir um hvað trú væri. Hann sagði að trú væri m.a. að vona. Von Þóris, sú von sem fylgdi honum frá bamæsku þegar hann sat við fótskör séra Friðriks, var vonin blíð, vonin sem Kristur vekur með okkur í lífí og dauða. Það er í þeirri von sem ég kveð stórbrotinn læriföður og vin. Halldór Reynisson. Okkur langar til þess að kveðja afa Þóri með nokkram fátæklegum orðum og þakka honum allt það sem hann var okkur. Þegar við komum til hans á Ara- götuna var hann reyndar oftast úti í Háskóla en þegar hann vissi að við væram komin flýtti hann sér heim til að fagna okkur. Og ef við færðum honum teikningar og myndir var alltaf eins og hann hefði fengið dýrmæt listaverk. Hann setti myndimar upp á áberandi stað, heima eða á skrifstofunni í Háskól- anum. Það var eins og hann vildi segja með þessu: Ég vil alltaf hafa ykkur í kringum mig. Svo var afí alltaf að kenna okkur eitthvað um tónlist og stundum geymdum við hljóðfærin okkar heima hjá honum og spiluðum fyrir hann, ekki síst þegar hann var veik- ur. Ef við áttum afmæli skrifaði hann alltaf fallega kveðju á kort og ef hann komst ekki urðu kortin stundum að heilum bréfum. Þegar við voram erlendis skrifaði hann okkur stundum löng bréf og hvatti okkur í því sem við voram að gera. Hann var óspar á hrósið og fannst okkar áhugamál svo merkileg. Svo var hann alltaf að opna augu okkar fyrir einhveiju fallegu í kringum okkur og láta okkur fínna að við væram merkilegt fólk. Að lokum viljum við senda afa okkar lítið vers sem hann hélt mik- ið upp á: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Afabörn. Kynni okkar dr. Þóris Kr. Þórðar- sonar, prófessors, hófust fyrir tæp- um flöratíu áram, þegar ég stund- aði nám við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann hafði þá lokið dokt- orsprófí í guðfræði með Gamla testamentisfræði sem sérgrein við eina virtustu menntastofnun Bandaríkjanna, University of Chicago. Námsferill Þóris var einn- ig sérlega glæsilegur að öðra leyti, margra ára nám í Árósum, Uppsöl- um og Lundi og síðan embættispróf í guðfræði við Háskóla íslands. Frá okkar fyrstu kynnum átti ég því láni að fagna að njóta vináttu Þór- is og einstakrar velvildar, jafnt í einka- og fyölskyldulífí sem í dags- ins önn á sameiginlegum starfsvett- vangi okkar í guðfræðideild um ald- arfjórðungsskeið. Reyndar hafði Þórir bein áhrif á ýmislegt sem miklu réð um framvindu viðbót- arnáms míns við erlenda háskóla, og það var fyrir hans tilstuðlan og áeggjan að ég hóf störf hjá Reykja- víkurborg við bamaverndarmál og félagslega þjónustu að námi loknu. Ég tel mig því hafa haft ærinn tíma, tilefni og aðstæður allar til að læra að þekkja Þóri, kæran vin og starfs- bróður, til þó nokkurrar hlítar. En aldrei þó betur en á allra síðustu árum, þegar hann háði harðvítuga baráttu við illvígan sjúkdóm er dró hann til dauða. Ekki samt í þeim skilningi að ég þekkti hann nú af einhveiju öðra en fyrram, heldur þannig að fá fullreynt allt það sem mér hefur þótt mest um vert í fari hans og ég löngum hafði vitað að bjó með honum og gerði hann að þeim sterka persónuleika sem hann sannarlega var. í andstreyminu reyndi til hins ýtrasta á hina lífs- glöðu og glaðbeittu trú, sem var svo ríkur þáttur í skaphöfn hans og allri framgöngu. Sú trú var reist á óbifandi trúnaðartrausti til Guðs. Prófraun sína stóðst hann með láði, magna cum laude. Helsjúkur nýtti hann hvert tækifæri sem bauðst til að vinna að því verkefni sem hann hafði með höndum til hins síðasta, en það var þýðing 1. Mósebókar t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vottuðu minningu JÓNS E. GUÐMUNDSSONAR Hamarsbraut 10, Hafnarfirði, virðingu við andlát hans. Halldóra Sigurðardóttir, Sigrfður J. Jónsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Guðrún Bjarnadóttir, Jón Eyvindur Bjarnason, Jökull Guðmundsson, Jón Trausti Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS STEFÁNS BJÖRNSSONAR stýrimanns, Langagerði 116, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við félögum og starfsmönnum Slysavarnarfélags íslands. Camilla Pétursdóttir, Þorbjörg Ásgrímsdóttir, Helgi Gunnarsson, Agnar Ásgrímsson, Edda María Guðbjörnsdóttir, Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, Sigurveig Hjaltested, barnabörn og barnabarnabarn. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það era vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd.í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfín Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. ÞORIR KR. ÞÓRÐARSON úr hebresku yfír á íslensku. Þetta starf sem hann vann af einstakri atorkusemi varð honum til sannrar gleði og jók honum lífsþrótt svo undram sætti í hinni erfíðu sjúk- dómsbaráttu. Að loknu fjöratíu ára starfí við rannsókn helgra ritninga og miðlun á afrakstri þeirrar iðju til ævarandi þakklátra guðfræði- stúdenta og fjölmargra annarra, lokaðist ferill starfsævi hans þar sem hann hófst, í Genesis, framsög- unni í Biblíunni, þar sem byijar að segja frá máttarverkum Guðs, um Lífíð sem fyrir sívirka sköpun hins Hæsta eilíflega sigrast á dauðanum. í þeim stórbrotna og kosmíska trú- ar- og hugmyndaheimi, sem þar er upp lokið, eignaðist prófessorinn í Gamla testamentisfræðum ungur sitt andlega heimili, og tók við það ævilanga tryggð. Þórir var alla tíð maður „stóra sviðsins". Hann var fullur lífsorku og naut þess að takast á við þau stóra og dramatísku hlutverk á leik-. sviði Lífsins, þar sem andstæður ljóss og myrkurs, góðs og ills, ástar og haturs, réttlætis og ranglætis, hins hæsta sem hins lægsta, gefa lífínu lit og dýpri merkingu. „Um hvað er guðfræði?“ Sú spuming var lögð fyrir Þóri í blaða- viðtali. „Um lífíð,“ svaraði hann, „lífsgildin, tilgang lífsins og guð- dómsins, um samband fólks hvert við annað, um ástina og hatrið, dauðann og lífíð, einsemdina og samsemdina. Tungumál trúarinnar í ritningunni er ljóðið, sannleikurinn er ekki sagður í formúlum." — „Lífíð er Guð“, sagði hann enn fremur. Ekki í merkingu algyðistrú- ar, heldur í samræmi við þá stað- föstu biblíutrú, að Guð hefur kjörið sér mannlífíð að vettvangi opinber- unar sinnar og máttarverka, og gengur þar til fundar við manneskj- una til að deila með henni kjöram í lífsbaráttunni, — og frelsa hana fyrir nafn Jesú Krists. Óvenju fjölþættar gáfur Þóris og hæfíleikar opnuðu honum greiða leið inn á margvísleg svið mennta, menningar og þjóðmála, enda lét hann viðfangsefni þeirra ævinlega mikið til sín taka. En að starfsvett- vangi kaus hann sér ekkert minna en hið stóra svið trúar- og lífssýnar Biblíunnar þar sem opnast heildar- sýn til allra annarra sviða mannlífs- ins. „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa.“ (S1 24:1) Svo hátt er til lofts og vítt til veggja innan þeirrar heimssýnar, þar sem Þórir vildi búa guðfræðinni stað og sjálfum sér vettvang sem guðfræðing. Guðfræðihugsun hans og túlkun var sterkt mótuð af því- líkum ómælisvíddum, þanin út til hins hæsta sem hins lægsta og smæsta, i djúpri lotningu fyrir guð- dóminum. Guðfræði hans var í senn biblíu- leg og kirlquleg. Biblíuleg í þeim skilningi að leita enn á ný til upp- hafsins, rannsaka trúarvitnisburð- inn eins og hann er að fínna í helg- um ritningum. Og kirkjuleg að því leyti, að sé ritningunum lokið upp birtist lýður Guðs, söfnuðurinn, á vegferð sinni gegnum tíð og tíma, undir fyrirheitum hins gamia sátt- mála á vit uppfyllingar þeirra í hin- um nýja sáttmála sem fullkomnast í Jesú Kristi. Guðfræði sem spyr um rök Guðs ætíð í félagslegu, menningar- og sögulegu samhengi. Trú og saga, trú og þjóðfélag, trú og pólitík, trú og menning, trú og líf, aldrei skoðað sem aðskildar veraldir, ætíð sem vettvangur, þar sem maðurinn stendur undir ávarpi Guðs, ýmist dómsorði vegna brigða hans eða sáttarorði vegna trúfesti Guðs og kærleika. Sem guðfræðingur og guðfræði- kennari var Þórir sívakinn að miðla þeirri guðfræði sem ætíð er tíma- bær, flytur Guðs orð með ferskum og áhrifaríkum hætti til samtíðar- innar. I því efni réð miklu sú heild- arsýn til manns og heims, sem sá öðlast er leitar fanga í guðfræðinni jafnt í hinu gamla testamenti sem hinu nýja. Heildstæð guðfræðisýn á grunni biblíulegrar hefðar, sem af trúmennsku við uppruna sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.