Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/ Sambíóin hafa tekið til sýninga kvikmyndina Quiz Show sem Rob-
ert Redford leikstýrir. Myndin ffallar um hneykslismál í bandarísku sjónvarpi á sjötta
áratugnum og hefur hún verið tilnefnd til fernra Oskarsverðlauna
Svindlað í
sjónvarpi
Einn
á hrað-
ferð
ÞAÐ er óhætt að segja
að breski leikarinn
Ralph Fiennes, sem leikur
Charles Van Doren í Quiz
Show, sé á hraðferð upp á
stjömuhimininn í Holly-
wood, en fyrir tveimur
árum var hann með öllu
óþekktur þar og líka í hei-
malandi sínu. Það var frá-
bær frammistaða hans í
hlutverki nasistaforingjans
Amons Goeth í Lista
Schindlers, stórmynd Ste-
vens Spielbergs, sem vakti
athygli umheimsins á leik-
hæfileikum Fiennes, en fyr-
ir það hlutverk sópaði hann
að sér verðlaunum auk þess
sem hann fékk tilnefningu
til Óskarsverðlauna og
Golden Globe verðlaun-
anna í fyrra sem besti karl-
leikari í aukahlutverki.
Reyndar hafði Robert
Redford fengið augastað á
Ralph Fiennes á meðan tök-
ur á Lista Schindlers stóðu
yfir í Póllandi. Hann fékk
Fiennes til sín til skrafs og
ráðagerða í New York, og
þótt Fiennes væri að leika
viðurstyggilegan nasista-
foringja þótti Redford
hann búa yfir þeirri útgeisl-
un sem nauðsynleg var til
að túlka Van Doren á hvíta
tjaldinu.
Hinn 32 ára gamli Ralph
Fiennes fæddist í Suffolk í
Englandi og er hann elstur
sex systkina. Fjölskylda
hans var á faraldsfæti þeg-
ar hann vara að alast upp
og hlaut hann þvi
menntun sína í mörg-
um og misjöfnum skól-
um, en hann útskrifað-
ist að lokum frá Kon-
unglegu leiklistaraka-
demíunni árið 1985.
Tveimur árum síðar
komst hann að hjá þjóð-
arleikhúsinu og ári síð-
ar þjá Konunglega Sha-
kespeare leikhúsinu, en
þar fór hann meðal ann-
ars með aðalhlutverkin
í Hinriki sjötta og Lé
konungi. Hann kom
fyrst fram í sjónvarpi
í smáhlutverki í verð-
launaþættinum Prime
Suspect, og í kjölfarið
fékk hann aðalhlutverk
í bandarískri sjón-
varpsmynd um Arabíu-
Lawrence, en það var
þegar Steven Spielberg
var að horfa á hana
að hann kom auga á
rétta leikarann í hlut-
verk Amons Goeth.
Fiennes hefur að-
eins farið með hlut-
verk í tveimur kvik-
myndum til viðbótar,
en þar er annars veg-
ar um að ræða hlut-
verk Heathcliffs í
Fýkur yfir hæðir, en
þar var mótleikari
hans hin franska Juli-
ette Binoche, og hins
vegar er um að ræða
hlutverk í mynd Pet-
ers Greenaway, The Baby
Of Macon, sem bráðlega
verður sýnd í Háskólabíói.
Næsta kvikmynd sem
Ralph Fiennes fer með að-
alhlutverk í er í Strange
Days, mynd Katherine Big-
elow.
Q
UIZ Show, eða
Gettu betur eins
og myndin hefur
verið nefnd á ís-
lensku^er nýjasta myndin
sem Robert Redford leik-
stýrir, og fjallar hún á
dramatískan hátt um
bandarískt siðferði og
undraverðan áhrifamátt
sjónvarpsins. Myndin er
byggð á raunverulegu
hneykslismáli, sem upp kom
þegar sýnt var að svik voru
í tafli í einum vinsælasta
spurningaþætti í banda-
rísku sjónvarpi á sjötta ára-
tugnum.
Myndin hef-
ur verið til-
nefnd til
Óskarsverð-
launa sem
besta mynd
ársins, Red-
ford er til-
nefndur sem
besti leik-
stjóri, Paul
Scofield sem
besti karlleikari í aukahlut-
verki og Paul Attanasio er
tilnefndur til verðlaunanna
fyrir bestu leikgerð.
Árið 1958 voru spum-
ingaþættir eitt vinsælasta
sjónvarpsefnið vestan hafs
og vinsælasti þátttakandinn
var ungur menntamaður að
nafni Charles Van Doren
(Ralph Fiennes), sem keppti
í þætti sem kaljaðist Tutt-
ugu og einn. í þættinum
leiddu tveir keppendur sam-
an hesta sína og var tak-
markið að ná 21 stigi með
því að svara misþungum
spurningum sem gáfu frá
einu og upp í ellefu stig, en
keppendumir voru í hljóð-
einangruðum klefum og
heyrðu ekki spurningar og
svör mótheijans. Van Doren
var orðinn þjóðhetja vegna
frammistöðu sinnar og hafði
hann prýtt forsíður tímarit-
anna Time og Life, en gjarn-
an var litið á hann sem svar
menntamanna við rokk-
stjörnunni Elvis Presley.
Van Doren, sem var vinsæll
enskukennari
við Columbia-
háskóla, kom
úr einhverri
þekktustu
bókmennta-
Qölskyldu
Bandaríkj-
anna, en
Mark faðir
hans (Paul
Scofield)
hafði hlotið
Pulitzer-verðlaunin fyrir
ljóðlist og Dorothy móðir
hans (Elizabeth Wilson) var
skáldsagnahöfundur og rit-
stjóri þekkts tímarits. Viku
eftir viku stilltu spenntir
sjónvarpsáhorfendur tæki
sín á Tuttugu og einn til
að fylgjast með Van Doren
kljást við torráðnar spurn-
ingar og sækja svör við þeim
í að því er virtist óþijótandi
viskubrunn sinn. Með geisl-
andi framkomu sinni heill-
FRAMLEIÐENDUR spurningaþáttarins kynna Charles Van Doren fyrir Herbie
Stempel sem látinn er lúta í lægra haldi fyrir nýja keppandanum.
aði hann 50 milljónir sjón-
varpsáhorfenda sem trúðu á
hann í hvívetna, en sann-
leikurinn var sá að áhorf-
endurnir vom blekktir og
fengu aðeins að sjá það sem
framleiðendur þáttarins
vildu að þeir sæju. En að
því kom að óánægður for-
veri Van Dorens í spurn-
ingaþættinum, Herbie
Stempel (John Turturro),
gat ekki á sér setið lengur
og lýsti hann því yfír að um
svik og pretti væri að ræða,
og Van Doren fengi að vita
svörin við spurningunum
áður en leikurinn hæfíst.
Sérstakur rannsóknarmað-
ur á vegum þjóðþingsins,
Richard Goodwin (Rob
Morrow, sem þekktastur er
sem læknirinn Joel Fleis-
hman í sjónvarpsþáttunum
Á norðurslóðum), var feng-
inn til að fara í saumana á
málinu, og leiddi hann í ljós
þær staðreyndir sem sönn-
uðu að um blekkingu væri
að ræða, en niðurstaðan
varð til þess að mikil
hneykslunaralda reið yfír
gjörvöll Bandaríkin.
Quiz Show er byggð á
kafla úr bókinni Remember-
ing America eftir Richard
Goodwin, en bókin kom út
árið 1988. í umræddum
kafla er fjallað um svindl í
spumingaþáttum í banda-
rísku sjónvarpi, og vaknaði
fljótlega áhugi aðila í
skemmtanaiðnaðinum að
gera kvikmynd um fyrir-
bærið, og svo fór að Paul
Attanasio skrifaði kvik-
myndahandrit sem byggði á
kaflanum í bók Goodwins
og atburðum varðandi
spumingaþáttinn Tuttugu
og einn. Attanasio var á sín-
um tíma kvikmyndagagn-
rýnandi stórblaðsins Was-
hington Post, en und-
anfarin sex ár hefur
hann starfað sero
handritshöfundur í Los
Angeles. Hann skrifaði
meðal annars handritið að
kvikmyndinni Disclosure
sem nú er sýnd í Sambíóun-
um, en hún er byggð á
skáldsögu Michaels Cric-
htons. Attariasio lét Robert
Redford fá handritið sem
hreifst þegar af því, en það
spillti ekki fyrir að Redford
hafði sjálfur tekið þátt í
spumingaleik í sjónvarpi
árið 1959 og þekkti því
nokkuð til aðstæðna að
tjaldabaki.
Fagmaður með metnað
HINN 57 ára gamli Robert
Redford á að baki langan
og glæsilegan feril sem leikari,
en myndimar sem hann hefur
leikið í eru orðnar rúmlega
þrjátíu. Einnig hefur hann náð
umtalsverðum árangri sem
metnaðarfullur kvikmynda-
framleiðandi og leikstjóri, en í
myndum sínum reynir hann
gjaman á fagmannlegan hátt
að vekja athygli á pölitískum
málefnum og þá einkum á sviði
umhverfismála.
Quiz Show er fjórða kvik-
myndin sem Redford leikstýrir,
en fyrsta myndin var Ordinary
People, sem gerð var árið 1980.
Fyrir hana hlaut Redford Ósk-
arsverðlaunin sem besti leik-
stjóri, en einnig hreppti myndin
verðlaunin sem besta mynd árs-
ins. Hinar tvær myndirnar sem
Redford hefur leikstýrt em
The Milagro Beanfield War,
sem gerð var 1988, og A River
Runs Through It, semgerð var
1992, en hún hreppti Óskars-
verðlaunin það árið fyrir bestu
kvikmyndatökuna.
Robert Redford er fæddur í
Santa Monica í Kaliforníu 18.
ágúst 1937. Hann stundaði nám
við Colorado-háskóla og list-
nám í Evrópu að því loknu.
Hann innritaðist því næst í nám
í leiksviðsgerð við Pratt Instit-
ute í New York, en að loknu
leiklistamámskeiði í American
Academy of Dramatic Art snéri
hann sér alfarið að leiklistinni.
Fyrsta hlutverkið á Broadway
fékk hann árið 1959, en það var
smáhlutverk í leikritinu Tall
Story, og tveimur ámm síðar
urðu þáttaskil í lífi hans þegar
hann fékk aðalhlutverkið í leik-
riti Neil Simon, Barefoot in the
Park.
Fyrsta kvikmyndin sem Red-
ford lék í hét War Hunt (1962),
en þar lék hann á móti Sidney
Pollack, sem síðan hefur leik-
stýrt sjö kvikmynda hans. Á
sjöunda áratugnum lék hann í
myndum með nokkmm þekkt-
ustu leikurum þess tíma, en
stóra stökkið á ferli hans var
þegar hann lék á móti Paul
Newman í Óskarsverðlauna-
myndinni Butch Cassidy and
the Sundance Kid. Sú mynd
naut gífurlegra vinsælda og
skaut Redford varanlega upp á
stjömuhimininn, og í kjölfarið
fylgdu hlutverk hans í mörgum
vinsælum myndum eins og til
dæmis Downhill Racer, The
Candidate, The Sting, The Gre-
at Gatsby, Three Days of the
Condor og All the Presidents
Men. Undanfarinn áratug hefur
tiltölulega lítið borið á Redford
á hvíta tjaldinu, og hefur hverr-
ar myndar hans ætið verið beð-
ið með nokkuri eftirvæntingu,
en á þessum tíma hefur hann
átt þátt í framleiðslu fjöl-
margra mynda. Meðal eftir-
minnilegra kvikmynda sem
hann hefur leikið í á þessu tíma-
bili eru The Natural, Legal
Eagles, Out of Africa, Havana,
Sneakers og Indecent Proposal.
Robert Redford er stofnandi
Sundance Institute í Utah, en
sú stofnun hefur stutt við bakið
á sjálfstæðum kvikmynda-
gerðarmönnum og er hún ekki
rekin í hagnaðarskyni. Um-
hverfismál hafa Iengi verið
Redford húgstæð og hefur
hann komið nærri ýmsum laga-
setningum á því sviði í Banda-
ríkjunum, og árið 1983 kom
hann á laggirnar sjálfstæðri
rannsóknarstofnun sem fjár-
magnar ráðstefnur á ýmsum
sviðum umhverfismála.