Morgunblaðið - 24.03.1995, Page 35

Morgunblaðið - 24.03.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 35 á mig kveðju úti á tröppunum var ég farin að hlakka til næstu heim- sóknar. Örlögin hafa nú séð fyrir því að fundir okkar verða ekki fleiri í þessu jarðlífi. Fregnin um lát hennar kom eins og reiðarslag og sannaðist enn og aftur að dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Þrátt fyrir töluverðan aldursmun höfðum við Ása alltaf mikið sam- band. Við vorum systkinaböm og samgangur á milli heimila okkar mikill. Fyrsta minning mín um Ásu er þegar hún og Binna, systir hnnar, sungu mig í svefn, en þau vom ófá skiptin sem þær systur í Gunnars- sundi pössuðu mig. Seinna man ég eftir því hversu spennandi mér þótti að sjá þær systur allar mála sig og farða og þá notaði ég tækifærið til að stelast í púðurdósina og varalit- inn. Varla hefur þeim litist á hand- tökin því fyrr en varði sýndu þær mér hvemig bera átti sig að. Ötal fleiri minningar á ég tengdar Ásu og systmm hennar en sérstaklega er mér minnisstætt þegar þær komu á heimili mitt á Álfaskeiðinu fær- andi hendi. Þannig var að Ása og Bagga unnu í Hafnarfjarðarbíói og eftir að hléið var afstaðið komu þær með sælgæti og færðu okkur systk- inunum. Ekki var heldur svo haldið barnaafmæli á Álfaskeiðinu án nærvem þeirra systra og var það fastur liður að setja upp leiksýningu fyrir þær af því tilefni. Þrátt fyrir að Ása væri 18 árum eldri en ég hélst vinskapur okkar alla tíð og á hann féll aldrei skuggi. Eftir að ég stofnaði heimili á Vita- stígnum héldu heimsóknirnar áfram og ekki var minna fjörið í bamaaf- mælunum þar. Við Ása vomm báð- ar komnar með börn og vom henn- a.r lítt eldri en elstu synir mínir tveir. Ánægjustundimar voru margar, en Ása og Helgi, maðurinn hennar, voru viðstödd flestar stærstu stundimar í lífí mínu, eins °g þegar ég gekk í hjónaband og er synir mínir vom fermdir og skírð- ir. Eftirminnilegustu samveru- stundimar áttum við Ása þó trúlega í sumarbústað fjölskyldu hennar við Þingvallavatn. Þá dvöldumst við Ása og Ebba, systir hennar, þar í stuttan tíma úr sumri ásamt börn- um okkar. Það var yndislegur tími, enda sól og blíða alla dvölina. Böm- in dunduðu sér við leik daglangt, ýmist við veiðar, leiki í skóginum eða við „byggingarframkvæmdir“ á lóðinni. Margt var brallað og á kvöldin sátum við frænkurnar svo og saumuðum út. Seint líða líka úr minni heimsóknir Ásu á Vitastíg- inn, þegar hún kom til mín að láta laga á sér hárið, en fyrir greiðann færði hún mér ijóma. Núna þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til baka er mér líka minn- isstætt að Ása lét aldrei falla styggðaryrði um nokkurn mann. Aldrei sá ég hana heldur skipta skapi, en hún gat samt haft ákveðn- ar skoðanir ef svo bar undir. Skap- ferli Ásu var annars þannig að hún átti afar auðvelt með að umgang- ast börn. Sjálf helgaði hún sig heim- ili sínu og börnum og seinna færðu barnabömin henni ómælda gleði, en það yngsta er aðeins tæpra sjö vikna. Það er erfitt að sætta sig við að samvemstundir okkar Ásu verða ekki fleiri í þessu lífi, en það er mér nokkur huggun að við eigum eftir að hittast aftur einhvers stað- ar, einhvern tímann. Í dag er lika hugur minn hjá Helga, Jennýju, Guðjóni og öðrum ættingjum, en ég bið Guð að styrkja þau á þess- ari erfiðu stundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Kar þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður Magnúsdóttir. BERGÞORA GUÐRUN ÞORBERGSDÓTTIR + Bergþóra Guð- rún Þorbergs- dóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1968. Hún lést í borginni Colon í Panama 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Árbæjarkirkju 23. mars. ÞEGAR við erum ung, virðist lífið svo fullt af fyrirheitum. Þegar við erum ung, virðist fram- tíðin óendanlega löng. Þegar við erum ung, virðist dauðinn svo víðs fjarri. Bergþóra Guðrún var ung kona, há, tíguleg, brosmild, greind, bjart- sýn og fróðleiksfús. Hún hafði lokið háskólanámi í landafræði, fór að starfa við kennslu og safnaði sér farareyri til að skoða með eigin augum þann heim sem hún þekkti þegar af bókum. Ferðin fékk allt of skjótan endi, Guðrún veiktist og lést af völdum veikinda sinna í Pan- ama hinn 13. mars síðastliðinn. Þegar fregnin barst urðu allir skelfingu slegnir, þetta hlaut að vera einhver misskilningur. Svona gerist ekki. Þetta gat ekki verið satt. En staðreyndir verða ekki umflúnar og hjörtu okkar allra fyllt- ust djúpri sorg. Bergþóra Guðrún var ekki kona sem anaði út í einhverjar vitleysur, hún hugleiddi alltaf það sem hún tók sér fýrir hendur og það kom vel í ljós í öllu námi hennar, hvort sem um var að ræða bóklegt nám eða tónlistariðkun. Tvö áhugamál áttu hug hennar fremur öðrum en þau voru náttúrufræði og tónlist. Guð- rún söng með kór Háskólans, lék í Lúðrasveit Verkalýðsins og hafði yndi af píanóleik. Hún hafði unun af að vera úti í íslenskri náttúru og vann á sumrin störf sem tengd- ust íslenskri náttúru og landvernd. Mér er mjög minnisstætt hvað hún var stolt og ánægð á lýðveldisaf- mæli okkar íslendinga síðastliðið sumar, en þá var hún að vinna í þjóðgarðinum á Þingvöllum og hitt- umst við þar þegar hún var á eftir- litsferð til að athuga hvort ekki væri allt í lagi á Völlunum. Allt í einu stóð hún við hlið okkar með björtu brosi og vildi vita hvort við yndum hag okkar ekki vel, hvort ekki væri allt í lagi og óskaði okkur áframhaldandi góðs dags. Þegar við kvöddumst horfði ég stolt á eftir frænku minni, vissi að hún vann verk sín vel og af alúð og var ánægð með þann starfsvett- vang sem hún hafði valið sér. Það kom mér ekki á óvart að hún skyldi halda utan til að kanna ókunn lönd. Heimurinn er stór og spennandi og löng ferða- lög eru orðin eðlilegur hluti af lífs- mynstri okkar frændsystkinanna - en við höfum alltaf komið aftur. Elsku Þorbergur og Hildur, Bjarni, Tinna og Gunnlaugur, miss- irinn er mikill og sár, ég bið algóð- an Guð að gefa ykkur styrk. Við höfum á sársaukafullan hátt lært að líta lífíð öðrum augum og þökk- um Bergþóru Guðrúnu fyrir yndis- lega en allt of stutta samfylgd. Þóra Þórarinsdóttir. Kynni okkar félaganna af Berg- þóru Guðrúnu voru ekki löng en þeim mun áhrifaríkari og eftir- minnilegri. Bergþóra, eins og hún var kölluð í okkar hópi en seinna komumst við að því að hún hét líka Guðrún, féll fljótt inn í hóp samkennara sinna og annars starfsfólks og var þeim og nemendum sínum kær. Fljótlega hafði hún eignast stóran vina- og kunningjahóp á Sauðár- króki og ekki leið á löngu uns hún hafði safnað okkur ógiftu félögun- um í hópi samstarfsfólks síns saman og kallaði okkur einstæðingana sína. Samverustundir okkar og Berg- þóru náðu út fyrir veggi skólans og nú búum við að minningum úr ótal gönguferðum, ferðalögum, tón- leikum og ýmsum samkvæmum svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem þekktu Bergþóru vita að hún var mjög at- hafnasöm ung kona og sérlega fé- lagslynd. Nefna má að jafnframt kennslu við Fjölbrautaskólann hér á Sauðárkróki stundaði hún nám við Tónlistarskólann, nám í rafíðn, söng í kirkjukórnum auk þess að rækta samband sitt við vini og kunningja. Gott dæmi um fram- kvæmdagleði Bergþóru var þegar einn okkar félaganna stakk upp á að þau tækju að sér hljóðfæraleik og söng eitt kvöld á kaffihúsi hér í bæ og ekki þarf að orðlengja það að Bergþóra tók hann á orðinu. Fljótlega var búið að raða þeim sem eftir voru af einstæðingunum í stöð- ur umboðsmanns, rótara, bílstjóra o.s.frv. Bergþóra stóð sig frábær- lega vel, spilaði á saxófón, gítar og söng og sýndi okkur þar enn eina nýja hlið á sér. Er leið að jólum kom landfræð- ingurinn upp í Bergþóru og hún ákvað að nú væri kominn tími til að kanna ókunn lönd, enda ekki í fullu starfi sem kennari við skólann og kjaradeilur hugsanlega á næsta leiti. Fyrirhugað ferðalag var skoð- að og skeggrætt en þrátt fyrir það að við félagarnir legðum að Berg- þóru að staldra lengur við í okkar ágæta félagsskap þá varð henni ekki haggað. Þegar við kvöddum Bergþóru fyrir síðustu jól grunaði víst fæsta okkar að það yrði síðasta kveðjan og ferðalagið yrði lengra og öðru- vísi en ætlað var í upphafí. Öll ætluðum við að hittast að vori til þess að heyra ferðasöguna. Nú er Bergþóra sjálfsagt að kanna ný svið tilveru sem okkur er hulin, tilveru er við stefnum í raun öll á fyrr eða síðar hver svo sem hún er. Og þá verður hún tilbú- in til að lóðsa okkur einstæðingun- um sínum þegar við komum að þessum þáttaskilum í lífí sérhverrar manneskju og leiða í ný ævintýri? Bergþóru Guðrúnar verður sárt saknað í okkar hóp, en minninguna geymum við og glötum henni ekki. Birgir Bjarnason, Einar Oddsson, Einar Steinsson, Helgi Hannesson, Sigurður Árni Sigurðsson. Við erum öll slegin yfír því að frétta andlát Bergþóru, bekkjar- systur okkar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Mönnum bregður við skyndilegt lát ungrar manneskju og meðvitundin nær ekki alveg að grípa þessa staðreynd. Bergþóra þreyði þorrann og góuna með okkur tvo vetur í eðlisfræðideild I í MR. Við kynntumst henni sem ákveðinni og jarðbundinni persónu sem vissi hvað hún vildi og var með mörg járn í eldinum. Samhliða náminu tók hún þátt í sýningum Herranæt- ur, söng einnig í skólakórnum og spilaði á saxófón í Lúðrasveit verka- lýðsins enda var hún mjög músík- ölsk. Bergþóra hafði beitt skopskyn sem hún brá jafnt á sjálfa sig sem og okkur hin. Ekki munum við eft- ir henni öðruvísi en kátri og virtist hún ekki þekkja nein Ieiðindi. Eftir útskrift skildi leiðir og var Berg- þóra á því að hæfílegt væri að bíða eftir tíu ára stúdentsafmælinu til að hittast aftur, því að þá væri orð- ið nógu langt um liðið til að menn gætu leyft sér að gerast væmnir og nostalgískir eftir menntaskóla- árunum. En við hittumst þó alltaf öðru hveiju á fömum vegi og var Bergþóra þá enn sem áður létt í lund og ávallt tilbúin að sjá skopleg- ar hliðar á tilverunni. Síðast hitti eitt okkar Bergþóru rétt fyrir jól og var hún þá búin að ákveða að fara í nokkurra mánaða reisu um Suður-Ameríku sér til gagns og gamans. Hlakkaði hún mjög til þessarar ferðar sem endi var á bundinn á svo snöggan og hörmu- legan hátt. Við gömlu bekkjarsystk- ini Bergþóru kveðjum hana með söknuði og sendum aðstandendum hennar okkar samúðarkveðjur. 6.X í MR, árgangur ’88. Þegar harmafregnir sem lát gamallar bekkjarsystur okkar úr Árbæjarskóla, Bergþóm Guðrúnar, berast, fínnum við hversu skammt er milli lífs og dauða. Við fylgd- umst að í gegnum skólagönguna þar til leiðir skildi þegar frekara nám tók við og lifir minningin um góða og fjölhæfa vinkonu með okk- ur. Við vottum ástvinum Bergþóm okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þá. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guðfinna A. Guðmundsdóttir, Signý Ingadóttir, Sólveig Jörgensdóttir. • Fleiri minningargreinar um Bergþóru Guðrúnu Þorbergsdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Systir mín og vinkona okkar, SIGRÍÐUR STEFANÍA GÍSLADÓTTIR, andaðist í Borgarspítalanum 10. mars sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey skv. ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og samúð. Fanney Gfsladóttir, Sigriður Guðlaugsdóttir, Jónas Guðlaugsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR INGVARSSON frá Neðri-Dal, til heimilis á Hvolsvegi 9, Hvolsvelli, er lést 16. mars, verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju laugardaginn 25. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á láta Stóradalskirkju njóta þess. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 og Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 14.15. Þorbjörg Eggertsdóttir, Ingvar Ingólfsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Lilja Ingólfsdóttir, Viggó Pálsson, Þórhallur Guðjónsson, Tryggvi Ingólfsson, Elísabet Andrésdóttir, Ásta Gréta Björnsdóttir, Baldvin Óiafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, LÚÐVÍKS ÖNUNDARSONAR frá Raufarhöfn. Björn Lúðviksson, Ása Lúðvíksdóttir, Helga K. Lúðviksdóttir, Sigríður A. Lúðvíksdóttir, Guðmundur Lúðvíksson, Björg Hrólfsdóttir, Einar H. Guðmundsson, Guðmundur Friðriksson, Guðbjörn Ingvarsson, Líney Helgadóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, SIGFÚSAR ARNAR SIGFÚSSONAR verkfræðings, Margrét Jensdóttir, Elín Guðbjartsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Viktor A. Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir, Jens Ingólfsson, Þóra Jensdóttir, Sigriður Sigfúsdóttir, Björn Kjaran, Helga Sigfúsdóttir, Hjalti Stefánsson, Guðbjartur Sigfússon, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.