Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 11 BÁTAR bundnir við bryggju í St. John’s. hafa verið stórtækastir eftir að þess- ar þjóðir gengu í Evrópusambandið árið 1986. Það er löng hefð fyrir veiðum Evrópubúa á Mikla banka og þær eru raunar upphafíð að fastri byggð á Nýfundnalandi. Raunar hafa fund- ist minjar frá 10. öld um búsetu norrænna manna á L’Anse aux Me- adows, nyrsta odda Nýfundnalands, sem eru í samræmi við fornar ís- lenskar sagnir um Vínlandsferðir. Þess má geta að Leslie Harris kom til Islands fýrir nokkrum árum í tengslum við rannsóknir á þessum minjum. Fyrstu heimildir um ferðir enska sæfara að ströndum Nýfundnalands eru frá árinu 1481 og árið 1491 helgaði landkönnuðurinn John Cabot svæðið fyrir England. í byijun 16. aldar sögðu evrópskir sjómenn mikl- ar tröllasögur af Mikla banka, þar sem fiskurinn væri svo þéttur að skipin kæmust varla áfram. Sjómenn frá Portúgal, Spáni, Englandi og Frakklandi fóru í veiðiferðir til Ný- fundnalands þrátt fyrir hættulega siglingu yfir Atlantshafið og fleiri og fleiri sjómenn settust að á Ný- fundnalandi. Þótt Englendingar reyndu lengi vel að halda yfirráðum yfír svæðinu og fiskimiðunum var nýlendan Ný- fundnaland stofnuð árið 1824. La- brador sameinaðist Nýfundnalandi 1927 og fylkið gekk í kanadíska ríkjasambandið 1949. Ráðist á grálúðu Veiðar Evrópubúa hófust aftur fyrir alvöru á sjötta og sjöunda ára- tugnum og héldu áfram meðan ein- hver fiskur fékkst. Mörg íslensk skip veiddu þarna fil dæmis karfa á árun- um 1958-1959. Nú er grálúða eina botnfisktegundin sem talin er veiðan- leg á svæðinu og um þær veiðar snýst grálúðudeilan svokallaða sem blossaði upp fyrir skömmu milli Kanada og Evrópusambandsins. Fyrir um sex árum fór grálúðan að safnast í torfur rétt utan 200 mílna lögsögu Kanada á Flæmingja- sundi milli Mikla banka og Flæmska hattsins, þar sem íslensk skip hafa stundað ræðjuveiðar síðustu tvö ár. Lesiie Harris segir að eftir þetta hafi veiðifloti Spánar og Portúgals náð til grálúðunnar og ráðist á hana með sama ákafa og þorskinn áður. „Á síðustu 2-3 árum hefur stofn- inum verið eytt skipulega. Það er nánast ekkert eftir á þessu svæði nema smáfiskur," segir Harris. Hann segir að nokkuð fínnist enn af kynþroska grálúðu á Davíðssundi, á svæði sem Kanada og Grænland ráða yfir sameiginlega. Þetta er ekki stór stofn en samt í tiltölulega góðu ástandi. Kanadískar útgerðir hafa leyfi til að veiða þarna og margar þeirar leigja rússneska togara til veiðanna, því kanadískir sjómenn telja þær ekki svara kostnaði. Náttúruvernd nauðsyn Harris segist telja eðlilegt Kanada og önnur strandríki fái al- þjóðlega viðurkenningu á rétti til að stjórna veiðum og nýtingu fiskistofna á landgrunni sínu á sama hátt og strandríki hafa rétt yfir öðrum nátt- úruauðlindum á landgrunninu, svo sem málmum og olíu. En ef það náist ekki fram verði að setja á fót alþjóðlega stofnun sem hafi vald til að gefa út kvóta og löggæsluvald til að sjá um að reglum sé fylgt. Það hafi alltaf verið afstaða Kanada- manna að þeir myndu hlíta alþjóð- legri nýtingarstjórnun, svo framar- lega sem sú stjórnun virki. Ef Mikli banki fær að vera í friði ætti hann að gera náð sér aftur að einhveiju marki, að mati Harris. Svæðið hafi verið það gjöfult og eng- ar sérstakar breytingar hafi orðið á umhverfinu aðrar en ofveiðin. „Ég er ekki eins viss um hafsvæð- ið þar fyrir norðan. Þar hefur átt sér stað slík ofveiði og vaxtarhraði sjáv- arlífsins er svo lítill vegna kuldans. Labradorstraumurinn er banvænn og þótt loftslagið í heiminum hitni vegna gróðurhúsaáhrifa held ég að það hafi þau áhrif að straumurinn verði sterkari vegna þess að íshafsjökull- inn bráðnar,” segir Harris. Hann segir það hafa verið köllun sína undanfarin ár að vekja athygli á nauðsyn þess að vernda náttúruna. „Ég hef ferðast um og talað við sjó- menn og sagt þeim að hagsmunum þeirra sé best borgið með því að umgangast náttúruna af gætni. Ég vona að sumir okkar hafi lært sína lexíu af sársaukafullri reynslu síðustu ára. Því ef við fáum annað tækifæri, og nýtum það ekki með umhverfisvernd í huga, veit ég ekki hvað verður um okkur. En ég óttast að jafnskjótt og fiskurinn birtist aft- ur hefjist kapphlaupið að nýju.“ FELLIHYSI — TJALDVABIMAR ARG. '35 Tjaldvagnar: Landsins mesla úrval tjaldvagna. Allir vagnarnir koma med hördu, læsanlegu loki med loppgrind, þýskri fjóirun og undirvagn, Ten Cale Ijalddúk af beslu og þykkuslu gerö 1350 gr.). Vagnornir eru niösterkir, smekklegir og auiveldir i tjöldun. Sendum bæklinga um allt land \ EVROHF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. Fellihýsi: Dæmi um staðalbúnað: Tvö slór svefnrými, fullkomið eldhús og voskur, olh. elduvél úti og inni, slór kæliskópur, öflugur Thermoslol hitori, gluggotjöld, svefntjöld, vorodekk og morgl fleiro. Árgerðir '95 til sýnis fró og með 20. opril nk. NEYTENDUR - GATT - VERÐ MATVÆLA Neytendasamtökin boða til almenns fundar um áhrif Gatt-samningsins á matvælaverð mánudaginn 27. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Grand hótel, Sigtúni 38, salur: Hvammur, 2. hæð. Hefur atkvæði þitt áhrif? Hvað vilja stjórnmálaflokkarnir? Meta þeir hagsmuni neytenda til jafns við hagsmuni framleiðenda? Dagskrá: 1. Hver er stefna Neytendasamtakanna: Jóhannes Gunnarsson, formaður. 2. Hver er stefna stjómmálaflokkana? Alþýðubandalag og óháðir: Bryndís Hlöðversdóttir Alþýðuflokkur: Þröstur Ólafsson Framsóknarflokkur: Jóhannes Geir Sigurgeirsson Kvennalisti: Kristín Ástgeirsdóttir Sjálfstæðisflokkur: Sólveig Pétursdóttir Þjóðvaki: Mörður Árnason 3. Fyrirspurnir Fundarstjóri: Jón Magnússon, formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins. Neytendasamtökin STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN N Tegund: 373144 Stærðir: 36-41 Litur: Hvítur Tegund: 373070 Stærðir: 36-41 Litur: Hvítur Tegund: 343033 Stærðir: 36-41 Litur: Hvítur Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE SKOVERSLUN EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 -P^ T"oppskórinn STEINARWAAGE ^ XvELTUSUNDI ; SÍMI: 21212 SKÓVERSLUN ^ VIO INGOLFSTORG KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 # 1.995 Tegund: 5800 Stærðir: 36-41 Litur: Hvítur teguna: u/uiu Stærðir: 36-41 Litir: Svartur og beige Tegund: Kristel Stærðir: 36-41 Litir: Hvítur, blár, vínrauður V /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.