Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT t Vytautas Landsbergis, fyrrverandi forseti Litháens, um Rússa og Tsjetsjena Vesturlönd standi vörð um grundvallaratriði LEIÐTOGI Litháa í sjálfstæðis- baráttunni við Sovétstjóm- ina, Vytautas Landsbergis, kom í stutta heimsókn hingað til lands um helgina og var ræðumaður á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær, laugardag. Er Morgunblaðið ræddi við forsetann fyrrverandi, sem nú er helsti leið- togi stjómarandstöðunnar á þingi þjóðar sinnar, kom fram að mark- aðsumbótum er haldið áfram í Lit- háen, þótt við völd sé meirihluta- stjóm fyrverandi kommúnista. Landsbergis óttast að Vesturveldin séu að kaupa vinsamleg samskipti við Rússa dým verði ef þau merki að Moskvustjómin megi fótum troða mannréttindi Tsjetsjena og myrða tugþúsundir þeirra. Landsbergis segir að spilling sé mikil í Litháen og einkavæðingar- stefna stjórnvalda merki oft að gæðingar fái ríkiseignir fyrir gjaf- verð. Hann telur að mjög skorti á raunverulega lýðræðisást hjá nú- 'verandi ráðamönnum í Lith'áen, þeir séu steyptir í mót þeirra stjórn- hátta sem landsmenn urðu að búa við meðan ríkið var hluti Sovétríkj- anna. Þeir séu á hinn bóginn ekki kommúnistar í hugmyndafræðileg- um skilningi, menn sem vilji hvetja til heimsbyltingar. Barnatrúnni á hugsjónina hafi flestir kommún- istaleiðtogar reyndar verið búnir að kasta fyrir nokkrum áratugum, þeir hafi aðeins viljað völd. Hugarfarsskemmdirnar séu erf- iðastar viðfangs, þessir ráðamenn skilji alls ekki inntak lýðræðisins og telji reglur þess oft vera óþarfa hömlur, frjálsir fjölmiðlar og stjórn- arandstaða séu talin óvinir. Stjórn þín var sökuð um að ganga of hratt fram í umskiptum frá gamla sovétskipulaginu. Meðal annars var sagt að þið hefðuð fleygt kerfi ríkisreksturs í landhún- aði, samyrkjubúunum, á haugana og komið á einkaeign án þess að hafa búið bændur undir nýtt kerfi. Hvernig svararðu slíkri gagnrýni? „Það sama á við um þetta og þegar rætt er um að endurreisa ríki sem verið hefur undir yfirráð- um annars ríkis og lotið stjórnar- skrá jiess, þar sem mannréttindi voru afnumin og sömuleiðis eignar- réttur fólksins. Þá þarf að endur- reisa réttlætið innanlands og koma á réttarríki. Ástandið á þingi var mjög erfitt um þessar mundir vegna þess hve hugsunarháttur kommúnista og sósíalista var öflugur. Sumir sögðu að ekki þyrfti að láta nokkurn mann fá aftur fyrri eignir sínar, það yrði miklu auðveldara fyrir okkur að stjóma ef við gætum ráð- stafað þessu að vild! Við fórum þá leið að afhenda fólki eignir sínar á ný, einnig jarð- næði sem það hafði átt [fyrir hernám Sovétmanna 1940]. Hund- ruð þúsunda manna voru rekin í útlegð og flutt í fangabúðir í Síber- íu á sínum tíma, einkum úr sveita- héruðunum, jarðimar voru teknar frá þeim og það var fjarri heima- högum í áratugi. Staðfesta þurfti rétt þeirra til að yrkja jarðir sínar á ný. En það erfítt að ímynda sér hvemig er hægt er að skipuleggja og þraut- kanna nýtt kerfi á einhverjum öðr- um vettvangi, tunglinu líklega, og koma því síðan fyrir í stað hins gamla á augabragði. Urðu að nýta tímann Þetta var umskiptaskeið, á með- an það varði var sjálfstæður land- Vytautas Landsbergis segir í viðtali við Krist- ján Jónsson að Vestur- lönd eiga á hættu að grafa undan grundvall- aratriðum er varða frelsi og lýðræði allra þjóða ef þau leyfi Rúss- um að kæfa uppreisn Tsjetsjena í blóði. Hann segir að Borís Jeltsín Rússlandsforseti sé strengjabrúða harðlínu- manna úr röðum komm- únista og fasista er noti hann sem þægi- legan skjöld Morgunblaðið/Kristinn VYTAUTAS Landsbergis, fyrrverandi forseti Litháens. STUÐNINGSMENN sjálfstæðis í Litháen með kröfuspjöld á útifundi í Vilnius árið 1988 en á því ári hófst skipulögð barátta fyrir því að landið skildi við Sovétríkin sem innlimuðu það árið 1940. búnaður varinn og studdur og fólk á samyrkjubúunum fékk leyfi til að velja hvort það vildi hefja sjálf- stæðan rekstur eða búa til hlutafé- lög um reksturinn. Við vildum ekki halda í gamla kerfíð, við vissum ekki hvort reynt yrði að þröngva gamla sovétskipulaginu upp á okk- ur á ný, hvort kommúnistar kæmu aftur. Við urðum að nota tímann vel, breikka grundvöllinn að eðlilegum borgararétti og auka ábyrgð hvers og eins á sjálfum sér. Ef bændur ættu ekkert þá yrði auðveldara að ráðskast með þá aftur, þeir hefðu ekki verið frjálsir þegnar.“ Landsbergis segir að einkavæð- ing sé nú að ná tryggri fótfestu í landbúnaðinum, þeim sem urðu eft- ir á ríkisbúunum gömlu sé ljóst að sjálístæðir bændur geti haft það til muna betra en þeir. Auk þess sé oft reiðileysi í fjármálastjórn gömlu samyrkjubúanna, þótt þó séu nú hlutafélög. Hann er spurður hvers vegna fyrrverandi kommúnistar hafi víða komist til valda á ný í gömlu Sov- étblokkinni. Hann segir að ekki einu sinni flokkur fyrrverandi kommúnista hafi búist við jafn miklum sigri og reyndin varð í síð- ustu kosningum í Litháen, þeir fengu hreinan meirihluta. Þessi þróun í Litháen og víðar geti bent til þess að enn sé langt í land, enn séu margir kjósendur svo mótaðir af þankagangi sovéttímans að þeir eig erfitt með að sætta sig við umskiptin. Tillit verði tekið Hins verði að gæta að margir, þar á meðal fulltrúar í Evrópuráð- inu, hafi bent á nauðsyn þess að gleyma ekki hagsmunum þeirra sem búa við sárustu neyðina í ný- fijálsu löndunum. Markaðshyggja megi aldrei verða að einhvers kon- ar nauðhyggju þar sem mannleg sjónarmið hljóti ávallt að víkja. „Þá væri sjálfu lýðræðinu stefnt í hættu.“ Norrænn stjórnmálaleiðtogi sagðist á sínum tíma ekki skilja stuðning íslendinga við sjálfstæði Litháa, þeir ætluðu ekki að koma sér upp sendiráði íLitháen oghvers vegna væru þeir þá að viðurkenna sjálfstæði landsins ... „Hann hefur ekki skilið þetta fyllilega, verið of jarðbundinn og velt formsatriðunum of mikið fyrir hvers konar Rússland er það sem á að verða mikilvægur sam- starfsaðili Bandaríkjanna? Þetta getur skipt sköpum fyrir framtíð Evrópu og Asíu, alls heimsins. Verði þessari litlu þjóð fórnað núna, er það ekki til að hjálpa Rússum heldur eru Vesturlönd að fórna sjálfum sér.“ Landsbergis segir að Borís Jelts- ín Rússlandsforseti sé nú orðið lítið annað strengjabrúða og jafnframt skjöldur þeirra sem raunverulega ráði öllu í Rússlandi núna, harðlínu- manna í öryggisráðinu, stofnun er forsetinn setti á laggirnar til að veita sér ráðgjöf. Stuðningsmenn þessara afla séu jafnt úr röðum kommúnista sem fasista. Jeltsín henti þeim vel, á Vesturlöndum sé hann enn talinn fulltrúi umbóta og það rugli vestræna ráðamenn í rím- inu að hann skuli gegna æðsta embættinu. sér. Sendiráð komu þessu máli ekkert við.“ Landsbergis segir að stuðningur íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Litháa hafa verið mjög mikilvæg- ur. „Þetta var afar mikilvæg hvatn- ing á alþjóðavettvangi. Þetta skipti máli vegna spurninga um siðferði í stjómmálum, um grundvallarat- riði. Það gekk í berhögg við þá stefnu sem Vesturlönd fylgdu á þessum tíma er gekk út á raunsæi og tillitssemi [gagnvart Sovét- mönnum] en íslendingar gengu hreint til verks og viðurkenndu sjálfstæði Litháens. Að sjálfsögðu sögðum við að íslendingar væru sjálfstæðasta þjóð í Evrópu! En þar að auki minntu íslendingar fólk á þau gildi og siðferðislögmál sem eru grund- völlur alþjóðalaga, um réttindi allra þjóða til að kjósa sér frelsi ef þeim sýnist svo. ísland var eins og ridd- arinn á hvíta hestinum, allir Lithá- ar þekkja ísland. Tsjetsjníja og Vesturlönd Landsbergis segist spyija vest- ræna stjórnmálaleiðtoga, þegar hann hitti þá, hvort þeir hafi sam- bandi við hina raunverulega ráða- menn í Moskvu. Ef til vill séu þeir það með því að ræða við Andrej Kozyerev utanríkisráðherra, sem hefur sagt sig úr flokki umbóta- sinna og segir Landsbergis að hann sé nú orðinn liðsmaður herskárra afla í Kreml. Hvernig geta þjóðir Eystrasalts- ríkjanna best styrkt nýfengið sjálf- stæði sitt? „Með því að veija lýðræðið og treysta trú almennings á þeirri leið sem valin hefur verið. Það er hættulegt þegar fólk verður fyrir vonbrigðum, hættir að vera öruggt í trúnni á sjálfstæðið, trúnni á vest- ræn gildi, vestræna lífshætti í efna- hagslegum og félagslegum skiln- ingj. Ef spillingin sem nú ræður ríkjum verður í hugum fólks tákn hefðbundinna, vestrænna stjórn- hátta gæti farið svo að einræðis- stjórn yrði talin skárri, að fólk vildi frekar hafa eina mafíu við völd en nokkrar í senn sem keppa innbyrð- ís. Það sem við sjáum nú gerast í Tsjetsjníju er einnig mál er varðar alla heimsbyggðina. Rússland skiptir okkur öll svo miklu máli, : Hann segir að ef Jeltsín gerði eitthvað sem þessum mönnum hugnaðist raunverulega illa myndu þeir samstundis losa sig við hann. Þess vegna sé út í hött að gera ráð fyrir að Jeltsín breyti um stefnu í Tsjetsjníju af sjálfsdáðum. Landsbergis bendir á að Moskvu- stjórnin sé beinlínis aðstoðuð við að beija á Tsjetjsenum; hún hafi nýlega fengið vestræn lán er nemi 6,4 milljörðum dollara en það sé nokkur veginn sá kostnaður sem Rússar hafi haft af Tsjetsjníju- stríðinu. „Menn sætta sig við þessa hegðun Rússa, að vísu er fundið að þessu og sagt að þetta sé of mikið, þeir eru búnir að myrða 50.000 manns, það er beðið um takmarkanir á blóðsúthellingun- um. Hvar eru eiginlega mörkin? Og svo er látin í ljós ósk um að Rússar muni leysa málið með frið- samlegum hætti! Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir okkur sem erum svo nálægt þessum atburðum, við erum alltaf í hættu.“ Ef tengsl vestur á bóginn merkja aðild að ESB og Atlantshafsbanda- laginu eða Vestur-Evrópusam- bandinu þá styðjum við það. Við veljum vestrið, þar er ekki hætta á yfirráðum eins stórveldis sem gæti útrýmt menningu smáþjóðar á skömmum tíma.“ » í i I i i \ Þið viljið að Litháen gangi í Evrópusambandið, ESB. Myndi aðild Litháens merkja að þið glöt- uðuð á ný sjálfstæðinu sem þið hafið nú fengið? „Þetta er rætt hjá okkur því að hægt er að leika á þessa strengi efasemdanna af hálfu þeirra sem vilja að við verðum áfram á ein- hvers konar gráu svæði, í tóma- rúmi. Þá yrði auðveldara í framtíð- inni að gera okkur háð Rússlandi. Við verðum að velja, njótum ekki sömu landfræðilegu kostanna og þið hér úti í Atlantshafinu, verðum að velja milli tengsla austur á bóg- inn eða vestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.