Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 KORFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Jordan finnur fjölina „Ég vilvinna allt," sagði „flugmaðurinn" eftirannan leiksinn VÖRUMERKIÐ á sínum stað hjá Jordan, en hann var þekktur fyrir að reka tung- una út úr sér elns og á þess- arl mynd. Kappinn vlrðlst ekkl hafa gleymt mlklu og verður örugglega erflður þegar hann verður komlnn í fulla æfingu. Körfuknattleikssnillingurínn Michael Jordan er byijaður að leika aftur eftir 17 mánaða hlé og hann hefur sýnt að hann hefur ekki gleymt miklu. Körfuknattleikssérfræðingar segja að það sé eins og að fá þann stóra í lottóinu að hann skuli byrja aftur í körf- unni. Karl Blöndal fylgdist með öðrum leik kappans en þá heimsótti Chicago Bulls hið fomfræga lið Boston Celtics í Boston Garden. Michael Jordan spilaði ekki nema í 26 mínútur þegar Chicago Bulls burstuðu Boston Celtics með 124 stigum gegn 107 á miðvikudag, en hann sýndi að hann hefur engu gleymt. „Það er gaman að vinna,“ sagði Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við höfum fimmtán leiki til að undirbúa okkur undir meistaratitilinn.“ Jordan hitti illa í fyrsta leiknum, á sunnudaginn, en á miðvikudaginn fann hann flölina sína. Fyrstu þijú skotin, þar af eitt þriggja stiga, rötuðu beina leið. Þegar hann var tekinn út af vegna villuvandræða eftir aðeins fjóra og hálfa mínútu hafði hann skorað níu stig og var svo heitur að sennilega hefði þurft að skipta um körfuhring í hálfleik. Jordan skoraði 27 stig í leiknum. Hann hitti úr níu skotum af 17 og öllum átta vítaskotum sínum. í tap- leik Chicago á móti Indiana Pacers á sunnudag skoraði Jordan bara úr sjö skotum af 29 og endaði með 19 stig eftir að hafa spilað í 43 mínútur. Jordan og Pippen ná vel saman En það var ekki aðeins hittnin, sem var í lagi. Jordan las vörn and- stæðinganna eins og opna bók. Scottie Pippen skoraði eina glæsi- legustu körfu leiksins eftir listilega sendingu frá Jordan þar sem vöm Celtics vissi ekki hvort hún var að koma eða fara. „Þessi sókn lýsti því sambandi, sem var á milli okkar og við erum að reyna að endurvekja núna,“ sagði Jordan við blaðamenn eftir sigurinn. „Pippen vissi að hann myndi fá boltann og vörnin hafði ekki grun um hvað var í vædnum.“ Jordan var afslappaður og bros- mildur eftir leikinn. Þegar hann kom út úr búningsklefanum beið hans hjörð blaðamanna og minnst fimmtán sjónvarpsvélar. „Allt liðið var gott,“ sagði Phil Jackson, þjálfari Chicago, fyrir utan búningsklefa liðsins í Boston Gard- en eftir leikinn. „Michael var sér- staklega góður. Sennilega er kvöld- inu best lýst með tálbeitusendingu Jordans á Pippen. Það sýnir hvað býr í liðinu.“ Jackson kvaðst telja' að Jordan væri að nálgast fyrra form. „Það á eftir að taka nokkra leiki í viðbót," sagði Jackson. „Sumt þarf hann sjálfur að lagfæra. Hann hefði átt að geta forðast villuvand- ræði. Við höfum aðeins spilað tvo leiki og haft fímm æfíngar [frá því að Jordan sneri aftur] þannig að það er langt í að við komumst að því hversu góðir við getum orðið. Jackson sagði að næstu dagar skiptu miklu máli því að liðið léki ’þijá leiki á fjórum dögum, „sérstak- lega leikurinn á móti einu af bestu liðum deildarinnar, Orlando“. Mun sakna Boston Garden Leikurinn á móti Orlando verður fyrsti leikur Jordans á heimavelli og jafnframt fyrsti leikurinn hans í nýju íþróttahúsi Chicago. Jordan sagðist sakna gamla íþróttahússins í borginni og bætti við að nú væri Boston Garden eitt af fáum húsum, sem stæðu undir því nafni að vera heimavöllur. Garðurinn hefur verið Jordan góður. Hér hefur hann skor- að að meðaltali 36,7 stig í 20 leikj- um. Leikurinn á miðvikudag var þó sennilega síðasti leikur Jordans I Boston Garden því að næsta keppnistímabil leika Boston Celtics í nýju húsi, sem mun ekki einu sinni halda nafninu, heldur verður nefnt Fleet Center eftir banka einum hér í bæ. Jordan sagðist trúa því að hann gæti ekki náð árangri nema að vera hamingjusamur og bætti við að hann hefði verið hamingjusamur þann tíma, sem hann spilaði hafna- bolta: „Ég ákvað að minnsta kosti ekki að vera sorgmæddur. Ég lærði mikið. Ég þurfti að hugsa margt upp á nýtt. Hafnaboltinn hjálpaði mér. Þið skiljið það ef til vill ekki, en hann færði mér aftur strangt siðferði, vinnusiðferði, sem ég var farinn að gleyma.“ Jordan var spurður hvort hann kynni nú betur að meta NBA, en þegar hann hætti. „Áttu við fjölmiðlana eða körfu- boltann?" spurði Jordan á móti og hló. „Ég hlakka til þess að reyna að ná fyrri getu. Nú líður mér vel á vellinum í upphafí, en er orðinn dálítið andstuttur í lokin. Þetta verður komið eftir nokkra leiki.“ Ýmsir hafa spáð því að koma Jordans í lið Chicago muni leiða til þess að aðrir í liðinu standi eins og þvörur og bíði eftir því að hann leiki listir sínar. „Það er áhyggjuefni," sagði Jord- an. „Það þarf einfaldlega að tala við þá og segja þeim að hætta ekki að spila. Ég þarf að venjast þeim, en ekki þeir mér.“ Kukoc of dýr til aö verma vara- mannabekkinn til lengdar Jordan þekkir flesta leikmenn Chicago frá fornu fari, hefur ýmist spilað með þeim eða á móti. Erfíð- ast verður sennilega fyrir Króatann Toni Kukoc, sem eitt sinn var nefndur Magic Johnson Evrópu, að venjast hinum nýju aðstæðum. Kukoc kann illa við sig á vara- mannabekknum, en það verður erf- itt fyrir hann að halda sæti sínu í byijunarliðinu nú og má búast við að Jordan og Pippen taki dýrmætar mínútur frá honum. Kukoc hefur hærra kaup en Jordan hafði nokk- urn tíma og það er hæpið að stjórn- arliðar Chicago vilji hafa rándýran mann í aukahlutverki, sérstaklega ef hann stendur sig ekki. Jordan hefur rætt sérstaklega við Kukoc undanfarið og í Boston Garden á miðvikudag hamraði hann á mikilvægi hans fyrir liðsheildina: „Ég þarf að segja honum að halda áfram að gera það, sem hann hefur gert vel, og ég mun styðja hann eins og ég get. Næstu fimmtán leik- ir [sem eftir eru fyrir úrslitakeppn- ina] eru mjög mikilvægir fyrir okk- ur ef við ætlum að ná saman eins og ég og Pippen. Það er til mikils mælst að ætlast til þess af Toni miðað við hvað við Pippen höfum spilað lengi saman, en hann er nógu greindur til að það sé hægt.“ Gott ef hin liðin vanmeta styrk okkar Lið Chicago er í fjórða sæti í sín- um riðli, hefur unnið 35 leiki og tapað 32. Með góðum endaspretti gæti Chicago skotið Cleveland aftur fyrir sig, en þótt endurkoma Jordans hafí vakið feikna athygli telja flestir að tíminn sé of naumur til að Jack- son geti gert þá að meisturum. „Það er gott ef menn halda að við séum sterkir, en ekki nógu sterkir til að sigra,“ sagði Jordan. „Það dregur úr þrýstingnum. Ég tek hvern leik fyrir sig til að styrkja mig og þegar úrslitakeppnin hefst getur allt gerst. Ég kom ekki aftur til að vera í örstuttu smáhlutverki til þess að þið blaðamennirnir gæt- uð angrað mig. Ég kom aftur til að vinna. Ég vil vinna allt.“ Chicago kann að hafa verið með- allið þegar Jordan sneri aftur. Það vantaði einkum vinnuþjark undir körfunni. Liðið er hins vegar hávax- ið og kann að gefa boltann. Þegar liðið nær saman getur það spilað sig í gegnum hvaða vörn sem er, og með Jordan innanborðs verður erfitt að hefta för þess. Hvaða Jordan? Endurkoma Michaels Jordans í aðist vegná leiksins, var vegna þess gott til að spila golf.“ NBA hefur hleypt nýju lífí í að goðið hafði ákveðið að leggja Körfuboltinn heyrir hins vegar bandarískan körfubolta. Sjón- niður hafnaboltakylfuna og taka sögunni til í lífi Birds og segir hann varpsáhorfendum hefur fjölgað og sér körfubolta í hönd á nýjan leik. að annað gildi um sig en Jordan áhugi á deildinni magnast. Þessi Um 400 blaðamenn frá öllum og Magic Johnson, þótt tilraun hins körfuboltavertíð hefur verið dauf- heimshornum voru á leiknum, allt síðarnefnda til að spila körfubolta leg fyrir Boston-búa, en þegar frá Taílandi til íslands. á ný hafi runnið út í sandinn. Chicago Bulls komu til borgarinnar „Hvaða Michael?" spurði David Jordan þurfti ekki að snúa aftur á miðvikudagskvöld var andrúms- Stern, framkvæmdastjori NBA, á peninganna vegna. Hann fékk ekki loftið fyrir utan Boston Garden blaðamannafundi fyrir leikinn á nema nokkur þúsund dollara fyrir rafmagnað. miðvikudag. „Auðvitað kom það að spila hafnabolta, en auglýsinga- Boston Celtics hefur sveiflast frá okkur á óvart þegar hann hætti tekjur hans á síðasta ári námu um algerri meðalmennsku til þess að og sömuleiðis þegar hann sneri 40 milljónum dollara og gerðu hann vera hörmulegir í vetur og svarta- aftur ... Það er ánægjulegt að sjá að tekjuhæsta íþróttamanni Banda- markaðsbraskarar fyrir utan Bost- spennuna, sem fylgir því að hann ríkjanna. on Garden, sem áður fyrr möluðu er kominn aftur, og að ungu leik- En það eru ýmsir aðrir, sem gull, hafa átt í erfiðleikum með að mennirnir fái að reyna hvort sá hafa tekjur af því að Jordan er losna við miða á leiki liðsins fyrir besti í heimi sé jafn góður og af kominn á fulla ferð í körfunni á hálfvirði. Á miðvikudag voru þeir er látið.“ ný. Framleiðendur körfuboltatreyja í essinu sínu. Fjörutíu dollara miðar Larry Bird, sem vanri þijá meist- hafa bætt við aukavakt til að anna seldust á 250 dollara. Setið var í aratitla með Boston Celtics, sagði eftirspurn eftir bolum með hinu hveiju einasta sæti. Stemmningin [ samtali við Morgunblaðið að það nýja númeri Jordans, 45, á bakinu. minnti á þá tíð er Larry Bird, Ro- hefði ekki komið sér á óvart að Búið var að heiðra gamla númerið, bert Parish og Kevin McHale réðu Jordan skyldi byija aftur. 23, og Jordan vildi að auki ekki ríkjum á parketinu í Boston Gard- „Ég vissi ekki hvort hann ætlaði nota það aftur vegna þess að talan en. að koma aftur eða ekki og í raun 23 var á bakinu á honum þegar Ástæðan var hins vegar sú að stóð mér á sama,“ sagði Bird. „Ég faðir hans sá hann síðast spila Michael Jordan var mættur í bæ- er samt ánægður með að hann körfubolta. inn. Leikurinn á miðvikudag hefði skyldi gera það. Þetta hefur skapað Framleiðendur körfuboltamynda sennilega alltaf vakið meiri athygli spennu og það er gaman að horfa hafa einnig þurft að bæta mynd í en venjulegir leikir vegna þess að á hann.“ seríurnar sínar. Og sjónvarpsstöðv- heiðra átti Reggie Lewis, fyrrum Jordan lét að því liggja á blaða- ar með sýningarrétt á NBA geta fyrirliða, sem dó úr hjartaslagi mannafundinum eftir leikinn að farið að hugsa sér gott til glóðar- sumarið 1993. Bird, sem varð að hætta vegna innar. Stern lét þess sérstaklega Flestir voru hins vegar að tala þess að hann var svo slæmur í getið hvað margir hefðu verið límd- um Jordan og það er áreiðanlegt baki, ætti að snúa aftur. „Bakið ir við skjáinn á sunnudaginn. að blaðamannaörtröðin, sem mynd- er orðið gott,“ sagði Bird. „Nógu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.