Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 19
FRÉTTIR
Félag íslenskra sjúkraþjálfara ályktar
Sparnaður næst með
eflingu endurhæfingar
FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara hef-
ur ályktað vegna niðurskurðar á fjár-
veitingum til endurhæfingar. í álykt-
uninni segir að endurhæfingarþjón-
usta stytti legutíma sjúklinga á
sjúkrahúsum og raunhæfur sparnað-
ur í heilbrigðiskerfinu náist með því
að efla endurhæfingu í stað þess að
skera hana niður.
í ályktuninni segir að með því að
leggja niður 20 af 60 rúmum Grens-
ásdeildar Borgarspítalans, eins og
áform eru uppi um, yrði stoðunum
kippt undan því endurhæfíngarstarfí
sem fram fer á deildinni en hún er
eina endurhæfíngarlegudeildin í
Reylq'avík.
Þá segir að endurskoðun dag-
gjalda á Reykjalundi sé nauðsynleg.
Þau séu svo lág þar að nær ógerlegt
sé að veita þá þjónustu sem nauðsyn-
leg sé á endurhæfíngarstofnun.
„Á sama tíma og fé hefur verið
skorið niður til sjúkrastofnana með
þeim alvarlegu afleiðingum sem það
hefur fyrir endurhæfingarþjónustu
hafa heilbrigðisyfírvöld fyrirskipað
50 milljóna króna niðurskurð til
göngudeildarþjónustu sjúkraþjálfun-
ar. Með markvissri göngudeildar-
þjónustu sjúkraþjálfunar er í mörg-
um tilfellum hægt að koma í veg
fyrir innlagnir sjúklinga á sjúkrahús,
hægt að útskrifa sjúklinga fyrr af
sjúkrahúsum og bjóða mun ódýrari
meðferð en inni á stofnunum. Þrátt
fyrir mótmæli Félags íslenskra
sjúkraþjálfara og fundi fulltrúa
stjómar með fjármálaráðherra og
fjárlaganefnd varð niðurskurðin'um
til göngudeildarþjónustu ekki hnik-
að.“.
„Öflug endurhæfíngarþjónusta
styttir legutíma sjúklinga á sjúkra-
húsum. Nágrannaþjóðir okkar hafa
sýnt að það er hægt að gera fólk
vinnufært mun fyrr eftir slys og al-
varleg veikindi með markvissri end-
urhæfíngu
Gengair þvert á
stefnu ríkisstjórnar
Niðurskurður til endurhæfíngar
gengur þvert á stefnu núverandi rík-
isstjómar varðandi heilbrigðis- og
tryggingarmál en þar segir orðrétt:
„Stuðlað verður að því að þeir sem
eru á batavegi fái markvissa endur-
hæfíngu, þannig að þeir geti sem
fyrst tekið fullan þátt í þjóðlífinu."
Höfum ekki efni á að leggja
endurhæfingu niður
Stjóm FÍSÞ lýsir yfír þungum
áhyggjum sínum og mótmælir niður-
skurði til endurhæfíngar sem nú
blasir við vegna niðurskurðar á fjár-
veitingum til heilbrigðisþjónustunn-
ar. Stjómin skorar á heilbrigðisyfír-
völd að endurskoða þennan niður-
skurð á fjárveitingum til endurhæf-
ingar en leggur jafnframt áherslu á
nauðsyn þess að heilbrigðisyfirvöld
móti heildarstefnu í endurhæfíngar-
þjónustu. Við íslendingar höfum ekki
efni á að leggja endurhæfíngu nið-
ur,“ segir í ályktuninni.
Skálholt
Kyrrðar-
dagar og
páska-
samvera
KYRRÐARDAGAR verða haldnir í
Skálholti pálmasunnudagshelgina
og um bænadagana. Hinir fyrri
standa frá því síðdegis föstudaginn
fyrir pálmasunnudag 7. apríl og til
sunnudagskvölds 9. apríl en hinir
síðari frá miðvikudegi fyrir skírdag
12. aprfl til laugardags fyrir páska
15. apríl. Hægt er að taka þátt í
páskasamveru í beinu framhaldi af
kyrrðardögunum.
Síðari kyrrðardagarnir hafa unn-
ið sér fasta hefð og eru nú þegar
því sem næst fullbókaðir en enn
má bæta við þátttakendum á hinum
fyrri.
Einkenni kyrrðardaganna er auk
kyrrðarinnar ríkulegt helgihald,
fliugun Guðs orðs og fræðsla um
tilbeiðsluna og umhverfi þeirra at-
burða sem minnst er á dymbildög-
um. íhuganir á fyrri kyrrðardögun-
um annast sr. Jón Bjarman, sjúkra-
húsprestur, en dr. Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, á hinum síðari.
Umsjón og fræðslu bæði skiptin
annast Guðrún Edda Gunnarsdóttir,
guðfræðingur. Helgihald á kyrrðar-
dögum annast rektor skólans og
sóknarpresturinn sr. Guðmundur
Óli Ólafsson.
Að loknum kyrrðardögum er boð-
ið til sérstakrar páskasamveru sem
stendur frá laugardegi fyrir páska
til annars páskadags. Það sem ein-
kennir þessa samveru sérstaklega
er hið ríkulega helgihald í kirkj-
unni. Þátttakendur komi á staðinn
síðdegis á laugardag og geta dvalið
til páskadags eða annars páska-
dags. Umsjón með páskasamveru
hefur rektor skólans, Kristján Valur
Ingólfsson.
Upplýsingar um kyrrðardagana
og páskasamveruna og skráning til
dvalar er í síma Skálholtsskóla.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
JHmrgiittihliihiih
-kjarni málsins!
Marmoleum
MARMOLEUM
Kynning
gólfdúkur. Slitsterkt 100% náttúruefni.
Kynnist
óendanlegum
möguleikum
Marmoleum
í mynstrun
og
litasamspili.
i?er
n\ v=
1S1
-•
Laugardag kl.10-14
I
Sunnudag kl.13-15
I
Falleg hönnun
gólfefnis er
mikilvægur þáttur
í heildarútliti og
andrúmi heimilisins.
►
• .V
Guðlaug Erna Jónsdóttir arkitekt
verður í sýningarsal okkar að Síðumúla 14,
laugardag kl. 10-14 og sunnudag kl. 13-15
og veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og
upplýsingar um lita- og mynsturmöguleika
Marmoleum gólfdúksins.
o
Komið með teikningar af húsaskipan,
séu þær fyrir hendi.
Steinþór Eyþórsson dúklagningarmeistari
verður einnig á staðnum á sama tíma og
veitir tæknilega ráðgjöf.
KJARAN
GÓLFBÚNAÐUR
SlÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK. SlMI 5813022