Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morðí
draumheimum
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
Himneskar verur
(Heavenly Creatures)
•k -k -k'h
Leiksljóri Peter Jackson. Handrit
Frances Walsh og Peter Jackson.
Aðalleikendur Melane Lynsky, Kate
Winslett. Miramax/New Zealand
Film Commission. Nýja Sjáland 1994.
HVAÐ veldur því að tvær ungl-
ingsstúlkur fremja óhugnanlegt
morð með köldu blóði? Því reynir
kvikmyndin Himneskar verur
(„Heavenly Creatures“) að svara.
Höfundar hennar, Peter Jackson
og Frances Walsh glíma af mikilli
fimi og tilþrifum við ráðgátuna og
skapa enn eina rósina í hnappagat
Nýsjálenskrar kvikmyndagerðar.
Óhugnanlegt efnið er sótt í
raunveruleikann. Hin óframfærna
Pauline (Melane Lynsky), fátæk
og hlédræg, þrettán ára skóla-
stúika í borginni Christchurch á
Nýja-Sjálandi, átti heldur dapur-
lega æsku uns nýr nemandi kom
einsog engill af himni sendur inní
líf hennar. Það var Juliet (Kate
Winslett) jafnaldra hennar og and-
stæða á margan hátt. Foreldrar
hennar efnað menntafólk, hún
geislaði af fegurð og sjálfsöryggi
og til að bytja með virtist samband-
ið hafa bætandi áhrif á þær báð-
Sök bítur sekan
KVIKMYNPIR
Bfóhöllin/Ríóborgin
Banvænn leikur „Just
Cause" ★ ★ ★
Leikstjóri: Ame Glimcher. Handrit:
Jeb Stuart og Peter Stone byggt á
sögu John Katzenbach. Aðalhlut-
verk: Sean Connery, Laurence Fish-
bum, Ed Harris, Blair Underwood,
Kate Capshaw. Waraer Bros. 1995.
GÓÐUR hópur leikara kemur
saman í nýrri bandarískri saka-
málamynd sem frumsýnd er sam-
tímis í Reykjavík, París og Lond-
on, samkvæmt auglýsingu Sam-
bíóanna. Hún heitir Banvænn
leikur eða „Just Cause“ og hamp-
ar Sean Connery í aðalhlutverki
og köppum eins og Laurence Fish-
burn og Ed Harris í bitastæðum
aukahlutverkum.
Þetta er ein af fjölmörgum
sakamálamyndum sem gera út á
landlæga kynþáttafordóma Suð-
urríkjanna og við erum farin að
þekkja giska vel. En hún notar
líka þá þekkingu áhorfandans
skemmtiiega, spilar með vænt-
ingar hans og ruglar hann í rím-
inu. Banvænn leikur er prýðileg
afþreying, formúlukennd upp að
vissu marki en spennandi og
kemur á endanum ánægjulega á
óvart.
Connery leikur fijálslyndan
Gervihetjur í háloftunum
KVIKMVNPIR
Háskólabíó,
Borgarbíð Akurcyri
STöKKSVÆÐIÐ
(DROP ZONE) ★ ★
Leikstjóri John Badham. Handrit
Peter Barsocchini og John Bishop.
Kvikmyndatökusljóri Roy H. Wagn-
er. Tónlist Hans Zimmer. Aðalleik-
endur Wesley Snipes, Gary Busey,
Yancy Butler, Michael Jeter, Grace
Zabriskie, Malcolm-Jamal Warner.
Bandarisk. Paramount 1994.
ÞESSI háloftahasarmynd hefst
með miklu húllumhæi um borð í
Boeing 747. Flugvélinni er rænt
af flokk ofurhugaðra glæpamanna
sem jafnframt eru afburða fall-
hlífastökksmenn. Það kemur að
notum því bófarnir ræna fangan-
um og tölvuhjakkaranum Leedy
(Michael Jeter), sprengja sig útúr
þotunni og hverfa útí buskann með
feng sinn. Eftir situr FBI-maður-
inn Nessip (Wesley Snipes) og fær
pokann sinn eftir að flugstjóranum
tekst að nauðlenda. Nessip er ekki
á því að leggja árar í bát, tekur
að æfa fallhlífarstökk og umgang-
ast þá sem það iðka og finnur svo
lykilinn að gátunni á þjóðhátíðar-
daginn í Washington D.C.
Stökksvæðið flokkast í hóp
mynda sem gjarnan mætti nefna
Kvásarvalsinn
Morgunblaðið. Akranes.
SKAGALEIKFLOKKURINN á
Akranesi frumsýndi á föstudaginn
nýtt íslenskt leikrit, Kvásarvalsinn,
eftir Jónas Árnason í leikstjórn Ingu
Bjarnason. Jónas leikur sjálfur eitt
af aðalhlutverkum leikritsins sem
fjallar um gamalmenni á elliheimil-
um framtíðarinnar, þegar gaml-
ingjarnir eru orðnir svo margir að
til vandræða horfir.
Hagræðingarstefna
framtíðarinnar
Jónas segist ekki höfða til neinna
sérstakra með þessu verki. Þetta
leikrit gerist í óljósri framtíð, ein-
hvern tíma á næstu öld. Þá getum
við hugsað okkur að hagræðingar-
stefnan í öldrunarmálum verði kom-
in á það stig að gamalmennum verði
sópað inn á eitt gríðarstórt elliheim-
ili og strangar reglur gildi um að-
gang að slíkum heimilum.
Jónas er mjög ánægður með sam-
starfsfólk sitt hjá Skagaleikflokkn-
um og segir það dugmikið. Ég er
undrandi á því hve leikstarfsemin
blómstrar hjá leikflokknum. Þetta
er þriðja leikverkið sem sett er á
svið hjá þeim í vetur, segir hann.
Jónas segir að sér hafi alltaf liðið
vel á Akranesi. Þetta er í annað
skipti sem Skagaleikflokkurinn
frumsýnir verk eftir mig, segir hann,
og það á vel við að þetta leikrit sé
frumflutt á Akranesi, enda þykir
mér ég eiga þeim skuld að gjalda
eftir löng og góð kynni.
Leikur sjálfur eitt
aðalhlutverkið
Jónas leikur sjálfur í leikritinu
og segist hafa óskað eftir því að fá
að leika. Hann er í hlutverki prests
í sjávarplássi austur á landi, sem
leikur á harmonikku og hefur leikið
hlutverk Skugga-Sveins á heima-
slóðum. Aðspurður hvort hann hafi
skrifað hlutverkið sérstaklega fyrir
sig, svarar hann neitandi. Sam-
starfsfólkið segir þó að það sjái
talsvert af sjálfum mér í hlutverki
prestsins. Þetta er farsakennt hlut-
verk og einnig átakamikil sorgar-
LISTIR
ar. Stúlkurnar voru greindar og
gæddar ríkum skáldskaparhæfi-
leikum og fyrr en varði voru þær
búnar að skapa sér sinn eigin
draumaheim þar sem allt vár baðað
ævintýraljóma, á annan veg farið
en í grámyglu hversdagsins.
Tengsl þeirra urðu æ nánari, jafn-
vel svo að foreldrunum fannst nóg
um og ákváðu að stía þeim í sund-
ur. Þá brugðu þær til örþrifaráða.
Walsh og Jackson rekja söguna
skilmerkilega (m.a. samkvæmt
dagbókum Pauline) og afdráttar-
laust, ekki síst með því að kafa i
sálardjúp vinkvennanna og fylgjast
með þeim hægfara, sjúklegu breyt-
ingum sem þar áttu sér stað. Sú
veröld er dregin meistaralega upp,
einsog svo margt í þessari önd-
vegismynd. Jafnt tölvugrafíkin og
leirmyndagerðin, sem er nýtt af
engu minni kunnáttusemi og sköp-
unargleði og hjá þeim fremstu í
Hollywood, sem hrakandi sálarlífi
stúlknanna. Flóttann inní hugar-
heiminn, hægfara sambandsslit
þeirra við raunveruleikann sem er
lagaprófessor sem er á móti dauð-
arefsingum og fenginn er til að
hjálpa dauðadæmdum blökku-
fanga í Suðurríkjunum. Það á að
senda hann í rafmagnsstólinn fyr-
ir að hafa myrt unga stúlku fyrir
átta árum en hann heldur fram
sakleysi sínu og þegar prófessor-
inn tekur að velta upp málinu á
ný kemur ýmislegt gagnmerkt í
ljós.
Banvænn leikur sækir ýmislegt
smálegt í Lömbin þagna en Ed
Harris leikur geðveikislegan
fjöldamorðingja með Biblíuna á
heilanum sem geymir svarið við
gátunni án þess að láta það af
hendi svo glatt. Harris nýtur sín
ótæpilega í hlutverkinu og gefur
ansi hressilega mynd af blindu
morðæði. Connery er traustur
sem fyrr í hlutverki prófessorsins.
Hann eldist dúndurvel kallinn og
aulaspennumyndir, eða eitthvað
þaðan af verra. Einkenni þeirra
er heiladauði, allt snýst um glóru-
laus átök plastpersóna (sem túlk-
aðar eru af leikurum sem komist
hafa áfram á útliti frekar en hæfi-
leikum), innantómir, endalausir
stælar sem ætla mann lifandi að
drepa, samtöl öll sem beint uppúr
„Litlu gulu hænunni“, með fullri
virðingu fyrir þeirri ágætu bók.
Sem dæmi um þessa þursaspennu
má nefna Sérfræðinginn, Bird on
a Wire, Demolition Man, allar
myndir Jean-Claude Van Damme,
af nógu er að taka.
Oftar en ekki eru þetta myndir
sem fara af stað með pomp og
prakt og gilda fjárhagsáætlun en
handritin grútmáttlaus og
heimskuleg, allt lagt í útlitið. Oft-
saga og ég vona að ég komi því til
skila.
En á hann eitthvað sameiginlegt
með prestinum að austan? Allavega
ekki trúna, segir Jónas. Þessi prest-
ur er trúlaus, en hefur farið út á
þessa braut vegna ástar á móður
sinni sem var mjög trúuð og hann
hafði lofað henni að verða prestur.
Ef ég á eitthvað sameiginlegt með
góðum presti, er það að vera glað-
m.a. skýrt með þeirri holdlegu, þó
einkum andlegu ofurást sem þær
fá hvor á annarri. Hvernig þær
spóla sitt ógnarlega hugmyndaflug
langt út fyrir' öll mörk, sambandið
þolir engar fyrirstöður, þeim er
rutt úr vegi.
Útkoman er kynngimögnuð
mynd sem hefur sálfræðimynda-
gerð á hærra stig en við höfum
átt að venjast að undanförnu.
Himneskar verur er athyglisverð-
asta mynd sem sýnd hefur verið
lengi og óaðfinnanleg að allri gerð.
Það er með ólíkindum hversu langt
Nýsjálendingar eru komnir í gerð
mynda sem höfða til áhorfenda
hvar sem er þó efnið sé oftast sótt
á heimaslóðir. Handrit og leik-
stjóm, leikur stúlknanna, val og
frammistaða aukaleikara, tækni-
vinnan, allt er þetta óaðfinnanlegt
og gerir Himneskar verur að stór-
kostlegri, grimmri, allt að því dul-
magnaðri upplifun. Mynd sem eng-
inn kvikmyndaunnandi má missa
af.
er gjörkunnugur þessum ábúða-
miklu hlutverkum hins réttsýna
manns, ljúfur bæði og harkalegur
eftir því við hvern er að eiga.
Laurenee Fishburn er ekki allur
þar sem hann er séður í hlutverki
lögreglumanns og það er Blair
Underwood ekki heldur sem fang-
inn. Loks fer Kate Capshaw með
lítið hlutverk eiginkonu Connerys.
Leikstjórinn, Arne Glimcher
(Mambókóngarnir), stýrir mynd-
inni í höfn af fagmennsku og tekst
að byggja upp ágæta spennu í
Evergladesfenjunum og halda at-
hyglinni vakandi enda sakamála-
sagan góð og þú getur aldrei ver-
ið viss hver leikur á hvern, sér-
staklega ekki ef þú hefur séð
mikið af þessum suðurríkjamynd-
um í gegnum tíðina.
ar mislukkaðar A-myndir frekar
en hreinræktaðar B-myndir. Þær
þurfa ekki endilega að vera illþo-
landi leiðinlegar, margar hafa
sæmilegt afþreyingargildi, líkt og
Hard Target og Tímalöggan. I
rauninni eiga þær þó best heima
á myndbandinú.
Það var búist við miklu af
Stökksvæðinu þó árangurinn sé
ekki beysinn. Snipes var á uppleið
og má gæta sín vel í hlutverkav-
ali á næstunni ef hann ætlar sér
ekki að fara á leifturhraða niður
aftur. Leikstjórinn John Badham
er gjörsamlega heillum horfinn og
þessi nýjasta mynd hans á sínu
fáu, góðu augnablik í áhættuatrið-
um, einkum fallhlífarstökkunum í
háloftunum.
sinna, eins og margir prestar á
landsbyggðinni, segir Jónas. Þá skal
ekki dregið úr því að ég leik á harm-
onikku og hef sjálfur leikið Skugga-
Svein, svo það er ekki ólíkt með
okkur ef grannt er skoðað, segir
Jónas að lokum.
Skagaleikflokkurinn sýnir verkið
í Félagsheimilinu Rein á Akranesi
og áætlar til að byija með 4-5 sýn-
ingar.
Jónas Viðar
í Galleríi
Sóloni ís-
landusi
JÓNAS Viðar Sveinsson opnar
málverkasýningu í Gallerí Sól-
on íslandus laugardaginn 25.
mars kl. 15. Þetta er sjötta
einkasýning málarans, sú
fyrsta í Reykjavík. Jónas hóf
myndlistarnám við myndlista-
skólann á Akureyri 1983 og
brautskráðist úr málunardeild
1987,jþaðan lá leiðin til Carr-
ara á Italíu þar sem hann nam
við Accademia di Belle Arti
di Carrara í fjögur ár og út-
sknfaðist þaðan 1994.
Öll málverkin eru máluð nú
í vetur með blandaðri tækni.
Sýningin verður opin frá 25.
mars til 10. apríl á opnunar-
tíma Café Sólon íslandus.
Afmælistón-
leikar Skóla-
hljómsveitar
Grafarvogs
SKÓLAHLJÓMSVEIT Graf-
arvogs varð tveggja ára 21.
mars síðastliðinn. Af því tilefni
mun blásarasveit skólahljóm-
sveitarinnar standa fyrir tón-
leikum í Hátíðarsal Húsa-
skóla, sunnudaginn 26.
mars.
Tónleikarnir hefjast kl. 17
og er öllum heimill ókeypis
aðgangur. Á efnisskránni eru
verk eftir Hándel, Pezel, Dvor-
ak, Den Haan auk íslenskra
laga í útsendingu Ellerts
Karlssonar og fleiri.
50 nemendur stunda nú
nám í blásaraskólanum.
Stjórnandi er Jón E. Hjaltason.
Tíu lista-
konur
NÝLEGA opnuðu tíu íslensk-
ar listakonur Listakot á
Laugavegi 70.
í Listakoti er úrval vand-
aðra listvara á sanngjörnu
verði. Listakonurnar tíu eru
þær Árdís Olgeirsdóttir,
Charlotta R. Magnúsdóttir,
Olga Sigrún Olgeirsdóttir og
Sigríður Helga Olgeirsdóttir
(leirlist), Jóhanna Sveinsdótt-
ir (grafík), Dröfn Guðmunds-
dóttir (skúlptúr), María Vals-
dóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir
og Þórdís Sveinsdóttir (textíl)
og Dóra Emilsdóttir (málun).
Þær eru allar útskrifaðar úr
Mynd- og handíðaskóla ís-
lands og hafa þær starfað að
list sinni í nokkur ár..
Listakot er opið frá 12.00-
18.00 virka daga og frá
10.00-14.00 laugardaga.
Nýjar bækur
• í Sígild sönglög - 2 eru
100 lög úr söngvasjóði íslend-
inga í einni bók með textum
og laglínum ásamt hljómum
og gítar-, píanó- og harmon-
íkugripum. Sígild sönglög - 2
inniheldur: Danslög, dægur-
lög, slagara, ballöður og þjóð-
lög um lífið og tilveruna. Birt-
ar eru margar áður óséðar
skýringar um uppruna og efni
steíja og texta, itarlegar heim-
ildatilvísanir ásamt heimilda-
skrá, heiti erlendra laga, stað-
setningu texta í algengustu
textasöngbókum, grip af öllum
hljómum í bókinni fyrir gítar,
píanó og harmoníku. Komin
eru út 200 sönglög og meira
er væntanlegt.
Sígild sönglög - 2 kostar
út úr búð kr. 2.200.
Sæbjörn Valdimarsson
Arnaldur Indriðason
Sæbjörn Valdimarsson
JÓNAS Árnason í hópi Ieikara og aðstoðarfólks í Kvásarvalsinum.