Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 17 Sambandið átti fyrir skuldum, en var greiðsluþrota. Að óbreyttu hefði bankinn þurft að leggja Sam- bandinu til rekstrarfé. ef miðað væri við 12,25% ávöxt- unarkröfu, sem ekki var óeðlileg ávöxtunarkrafa fyrir tveimur og hálfu ári. Á móti kom, í reikningum Reg- ins, að eignarhluti félagsins í Is- lenskum aðalverktökum og Samein- uðum verktökum var ekki bókfærð- ur nema á 521 milljón króna, en þar var talið að um umtalsvert van- mat væri að ræða. Dulda eignin í Regin átti því að mati Landsbanka- manna, að nægja til þess að vega upp á móti ofmati eigna. Bankinn hafði af því áhyggjur, á þessum tíma, að Sambandinu tæk- ist að ná út þeirri duldu eign sem talin var leynast í Regin, en hana átti, að mati bankans, að nota til þess að greiða niður 1,8 milljarða lán í Landsbankanum. Heildarskuldbindingar Jötuns hf., í Landsbanka námu í ágústlok 1992 331 milljón króna. Mat bankans var það, að tryggingar vantaði fyrir 200 til 250 milljónum króna. Taldi bank- inn að ef til gjaldþrots fyrirtækisins kæmi, ætti bankinn á hættu að tapa a.m.k. 100 milljónum króna. Heildarskuldbindingar Samskipa hf. í Landsbankanum á þessum tíma voru 416 milljónir króna, en trygg- ingar bankans í fasteignum félags- ins og skipum voru þess eðlis, að þær stóðu fyllilega undir skuldbind- ingum félagsins við bankann. Loks skal þess getið, að í lok ágústmánaðar, 1992, námu heildar- skuldbindingar Goða hf. í Lands- banka 305 milljónum króna, og mat bankinn það svo, að tryggingar vantaði fyrir um 130 milljónum króna af skuldbindingunum. Bankastjórn taldi ekki ástæðu til þess að fjalla sérstaklega um ís- Jenskar sjávarafurðir hf. í skýrslu sinni, íslenskan skinnaiðnað hf., Kaffibrennslu Akureyrar hf. eða Sjöfn sf. þar sem gjaldþrot Sam- bandsins hefði ekki haft bein áhrif á þau fyrirtæki. Úrræði til lausnar Eftir að hafa gefið nákvæmt yfir- lit um stöðu Sambandsins og ein- stakra Sambandstengdra fyrir- tækja, á grundvelli þess starfs sem unnið var í þremenningaklíkunni, var fjallað um þau úræði sem Landsbankinn gæti gripið til. Bankinn gekk út frá því, allt frá endurskipulagningu Sambandsins í desember 1990, að forgangsverk- efni SÍS yrði að selja eignir sínar til að gera upp skuldir. Það eina sem gerst hefði í sölumálum á þess- um tæpu þremur árum, hafí á hinn bóginn verið að hlutur í Olíufélaginu var seldur til kaupfélaga og siðsum- ars 1992 voru hlutabréf í Samskip- um seld, en stór hluti þeirra fór til félaga sem tengd voru Sambandinu, m.a. til uppgjörs á skuldum við þau. Landsbankinn taldi að svo lítt hefði miðað, við eignasölu og skuldauppgjör, m.a. vegna þess að eignir væru of hátt bókaðar hjá félaginu, og Sambandið vildi ekki sýna sölutap í ársreikningum. Að auk var ekki talið ólíklegt að al- mennir flárfestar héldu að sér hönd- um, þar sem þeir hefðu ekki áhuga á að leggja fé í fyrirtæki þar sem Sambandið hefði meirihlutavald. Hinn hægi gangur á eignasölu og skuldauppgjöri Sambandsins og vaxandi óróleiki erlendra lánar- drottna, voru meginástæður þess að að Landsbankinn tók af skarið haustið 1992, þar sem þá var Sam- bandið beinlínis greiðsluþrota og að óbreyttu hefði bankinn þurft að leggja Sambandinu til rekstrarfé. Bankinn lagði það niður fyrir sér, að með því að hafast ekki að, yrði Mikligarður gjaldþrota, sem aftur leiddi til þess að Sambandið og nokkur samstarfsfyrirtæki, eins og Goði hf., Kirkjusandur hf., Reg- inn hf. og Jötunn hf. yrðu einnig gjaldþrota. Kannað var hvort fýsilegur kost- ur væri fyrir bankann, að Mikli- garður yrði gjaldþrota, en Sam- bandinu bjargað. Niðurstaðan varð neikvæð, þar sem ekki varð séð að hægt væri að standa að uppgjöri við erlenda banka, án þess að Landsbankinn legði til verulegt fjár- magn og að Sambandinu tækist á skömmum tíma að selja eignir í stórum stíl. Var áætlað að fjárþörf- in í þessu skyni gæti orðið tæplega 1.1 milljarður króna, en þá stóðu heildarskuldir Miklagarðs í tæplega 2.1 milljarði króna og hætta á að beint tap Landsbankans við gjald- þrot fyrirtækisins yrði um 450 millj- ónir króna. Allt slæmir kostir Þá var kannað hvað það hefði í för með sér, að bjarga Miklagarði og láta þar við sitja. Slíkt hefði að mati bankans þýtt að Sambandið og samstarfsfyrirtæki legðu Mikla- garði til 600 milljóna króna hluta- fjárframlag. Eftir stæði Sambandið með 802ja milljóna króna skuld við erlenda banka, sem það væri ófært um að gera upp, nema með sölu eigna eða aðstoð Landsbankans. Á þessu stigi málsins var staða Sam- bandsins svo slæm, að útilokað var talið, að samningar tækjust við er- lenda banka nema til kæmi bein ábyrgð Landsbankans. Allir þóttu ofangreindir kostir slæmir kostir og voru ekki lagðir til af bankastjórn. Þremenningarnir komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að Landsbankinn stæði frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að bankinn leysti til sín eignir Sam- bandsins milliliðalaust; Hins vegar að bankinn stofnaði sérstakt eign- arhaldsfélag, sem leysti til sín eign- irnar. Töldu þeir að síðari kosturinn væri í raun og veru eina færa leið- in og forystumenn Sambandsins á þessum tíma voru því mati sam- mála. Þremenningamir rökstuddu mál sitt með eftirfarandi hætti: • 1. Öll umsýsla hinna yfirteknu eigna yrði með skilvirkari hætti í sérstöku félagi. • 2. Mat á árangri aðgerða er að- gengilegra innan vébanda sérstaks félags. • 3. Endurfjármögnun vegna van- skila og væntanlegra gjaldfall- inna afborgana og vaxta væri auðveldari með stofnun eign- arhaldsfélags, m.a. með tilliti til reglna um lausafjárstöðu bankans. Lögðu þeir til, að í fyrsta skrefi yfirtökunnar, yrði eignarhaldsfélag bankans stofnað og ráðist yrði í BANKARÁÐ og bankastjórn Landsbankans, 1992. Sitjandi frá vinstri: Anna Margrét Guðmunds- dóttir (varamaður Eyjólfs K. Sigurjónssonar), Steingrímur Hermannsson, Kjartan Gunnarsson varaformaður bankaráðs, Lúðvík Jósepsson og Kristín Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri: Bryiyólfur Helgason aðstoðarbankastjóri, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Björgvin Vilmund- arson bankastjóri og formaður bankastjórnar, Halldór Guðbjarnason bankastjóri, Björn Lín- dal aðstoðarbankastjóri og Stefán Pétursson aðstoðarbankastjóri. Aðalsamningamenn Sambandsins Lykilhlutverk • Efasemdir voru um Hömlur í bankaráði Landsbanka íslands Birgir Magnússon Sigurður Markússon Guðjón B. Ólafsson Sigurður Gils Björgvinsson Höfuðstöðvar Sambandsins við Kirkjusand ÞREMENNINGARNIR fluttu inn í Sambandshúsið og með starfi þeirra tókst Landsbankanum að ná vissu frumkvæði i aðdragandanum að eiginlegum samningaviðræðum við forsvarsmenn Sambandsins, sem nýttist þeim Landsbankamönnum á leiðarenda. Jakob Bjamason Hermann Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.