Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 29 INGA ELÍNBORG BERGÞÓRSDÓTTIR + Inga Elínborg Bergþórsdótt- ir fæddist 1 Flatey á Breiðafirði 3. desember 1918. Hún lést á Land- spítalanum 19. mars síðastliðinn. Foreldar hennar voru hjónin Berg- þór Einarsson, f. 3. júlí 1885, d. 6. mars 1941, og Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 9. maí 1890, d. 18. júni 1953. Þau bjuggu í Alheimi í Flatey. Eftirlifandi systur Ingu Elínborgar eru Björg Bergþóra, 1913, dvelst á Sólvangi í Hafnarfirði, gift Herbert Sigurjónssyni bakara- meistara, og Klara, f. 1924, gift Viggó Valdimarssyni. Systkini Ingu, sem Iátin eru, voru: Jón Sigurður, f. 1912, d. 1930, Guð- björg, f. 1917, d. 1943, gift Jón- asi A. Andréssyni frá Múla í Þorskafirði, Óskar Þorsteinn, f. 1922, d. 1984, giftur Björgu Önnu Sigvaldadóttur frá Hrafnabjörgum í Svínadal, og Sigurborg, f. 1925, dó rétt fyr- ir afmælið sitt 1943. Á milli Ingu og Óskars Þorsteins fædd- ist drengur sem skírður var Óskar en hann dó innan við ársgamall. Hinn 19. maí 1940 giftist Inga Elínborg Ólafi Hlöðveri Sigurjónssyni bif- reiðastjóra, frá Hafnarfirði, f. 3. júní 1912, d. 3. mai 1991, og voru þau búin að vera í hjóna- bandi í tæpt 51 ár þegar Ólafur lést. Foreldar Ólafs voru hjónin Siguijón Gunnarsson og Jófríð- ur Halldórsdóttir sem bjuggu alla tíð í Hafnarfirði. Börn Ingu og Óla eru: 1) Bergþór, f. 1941, í sambýli með Ton Khorchai, f. 1958, dóttir Bergþórs af fyrra hjónabandi hans og Elnu Þórar- insdóttur er Inga El- ínborg, f. 1979. 2) Siguijón, f. 1942, kvæntur Guðnýju Rut Sigurðardóttur, f. 1945. Dóttir Guðnýjar Rutar og fósturdóttir Sigur- jóns er Jóna Lovísa Arnardóttir, gift Jóni Erni Árnasyni og eiga þau tvær ungar dætur. 3) Sigurberg, f. 1948, í sambýli með Kristborgu Björgvinsdóttur, f. 1946. Þeirra sonur er Einar Björgvin, f. 1983. Dætur Sigurbergs af fyrra hjónabandi hans og Eddu Eggertsdóttur eru Sigurrós Inga. f. 1972, og Berglind Heiða, f. 27. janúar 1974. 4) Ingibjörg, f. 17.1953, gift Skúla Hreggviðssyni, f. 1951. Synir þeirra eru Ólafur Ingi, f. 1974, Einar Björn, f. 1976, og Sigur- jón, f. 1984. 5) Hlöðver Ólafur, f. 1953, í sambýli með Álfheiði Sjöfn Guðmundsdóttur, f. 1957. Dætur þeirra eru Harpa Krist- ín, f. 1980, og Katla Sjöfn, f. 1986. Sonur Hlöðvers af fyrra hjónabandi hans og Jóninu Sig- urðardóttur er Heiðar Már, f. 1974. Inga og Óli bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík og nágrenni en síðustu 14 árin bjuggu þau á Hjaltabakka 4. Inga flutti í nóvember sl. að Hjallaseli 55. Útför Ingu fer fram frá Breiðholtskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarð- sett verður í Fossvogskirkju- garði. Á MORGUN verður borin til grafar föðursystir mín Inga Elínborg Bergþórsdóttir frá Flatey á Breiða- firði. Hún var eldri systir föður míns, tæpum fjórum árum eldri, og fínnst mér eins og hún hafí alla tíð fundið fyrir mikilli ábyrgðartil- finningu gagn honum. Fyrst þegar pabbi kom til Reykjavíkur þá hélt hann til hjá þeim hjónum Ingu og Óla. Það er ekki hægt að minnast svo á Ingu að maður nefni ekki Óla á nafn, svo samofin eru þessi tvö nöfn í vitundinni og hefur verið svo allt mitt líf, ég þekki ekki ann- að. Pabba þótti mjög vænt um Óla og fyrir fáum mönnum held ég að hann hafi borið meiri virðingu að öðrum ólöstuðum. Það var alltaf töluverður samgangur á milli fjöl- skyldna okkar og eftir að foreldrar mínir fluttu vestur á Snæfellsnes 1962 held ég að hafi ekki liðið það sumar að þau kæmu ekki í heim- sókn. Hlöðver yngsti sonur þeirra var töluvert hjá pabba og mömmu. Þegar ég hugsa til baka til þeirra hjóna man ég hvað heimili þeirra var alltaf fallegt, hreint og heimilis- legt. Inga átti svo mikið af fallegu- „punti“ í eldhúsinu og man ég eft- ir ýmsum hlutum sem ég sé alveg fyrir mér. Það var sama hvenær maður kom, það sást aldrei blettur eða hrukka þó barnahópurinn væri stór og þau yngstu kæmu tvö í einu, reyndar þijú, en það þriðja var andvana. Má geta nærri að í mörgu var að snúast. Óli var alveg sérstaklega barn- góður og hændust börn að honum, hann hafði líka gaman af börnum. Hann minntist oft á það þegar þau komu einu sinni í Hrossholt til for- eldra minna, þá var Björgvin Óskar sonur minn þar hjá afa sínum og ömmu. Hann var eitthvað að for- vitnast hjá ömmu sinni hvað yrði í matinn því hann var dulítið mat- vandur. Amma hans svaraði að það yrði eitthvað gott og hlakkaði hann greinilega til þess, en þegar að matartímanum kom og drengur sá hvað var í matinn þá sagði hann: Þetta finnst mér ekki góður matur, amma. Þetta minntist Óli oft á og hafði gaman af og sagðist alltaf muna svipinn á drengnum og hvernig hann sagði þetta, svo ró- lega og hæversklega. Fyrst eftir að Björgvin kom til Reykjavíkur 18 ára gamall fór hann mikið til Óla og Ingu og var hann alltaf velkominn og þau söknuðu hans þegar heimsóknum hans fækkaði þegar hann eignaðist fleiri nýja vini og spurðu þau alltaf um hann þegar maður hitti þau. Eins spurðu þau alltaf um Þórarin son minn en þau þekktu þá best af mínum börnum. Óli var svo hlýr og ljúfur en alltaf var stutt í gleð- ina og hláturinn og svo var með þau hjón bæði og var oft glatt á hjalla þegar þau komu í heimsókn. Þegar Óli lést fyrir tæpum fjór- um árum voru þau búin að vera í hjónabandi í tæpt 51 ár og er óhætt að segja að Inga missti mikið því þau voru svo miklir félagar og vin- ir. Mér finnst alltaf að Óli hafí borið Ingu á höndum sér og fannst mér það alltaf svo faliegt. Þegar mamma kom í heimsókn til Reykja- víkur fórum við alltaf til Ingu og Óla og svo til Ingu þegar hún var orðin ein. Ég fór þá gjaman í há- deginu og keyrði mömmu niður á Hjaltabakka og sótti hana svo eftir vinnu. Voru þær alltaf glaðar og reifar þegar ég kom og búnar að spjalla mikið og drekka mikið kaffi og reykja „nokkrar“. Inga fluttist að Seljahlíð í nóvember sl. en það átti ekki fyrir henni að liggja að dveljast þar lengi. Ég kom nokkrum sinnum til hennar þegar hún var komin þangað og það var sama sagan og með aðra staði sem Inga bjó á, það var svo fallegt og heimil- islegt í kringum hana og fannst manni þetta bara vera smækkuð mynd af stofunni á Hjaltabakka. Það var gaman að koma til henn- ar, hún var alltaf svo ánægð að sjá mann og er ég þakklát fyrir að MINNINGAR hafa gefið mér tíma til að fara til hennar og ekki skemmdi það að ég hitti alltaf eitthvað af börnunum hennar í hvert sinn. Vorum við að gantast með það að þetta væri bara samkomustaður fjölskyldunn- ar, hún brúaði bilið og sæi til þess að við héldum frændseminni við. Við vorum líka búnar að áætla það svona þegar veður og færð batnaði að þá ætluðum við frænkumar í bíltúr og heimsækja Beggu systur hennar á Sólvangi en hún fór þá bara í aðra og lengri ferð áður en af þessu ferðalagi okkar gat orðið. Það er svo margt sem flýgúr í gegnum huga manns að leiðarlok- um sem þessum, margs er að minn- ast og margt er að þakka. Elsku Inga mín, ég þakka þér samfylgd- ina og ég er þess fullviss að vel hefur verið tekið á móti þér. Börn- um, tengdabörnum, barnabömum og bamabamabömum Ingu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, eftir lifir minningin um góða móður. Ingibjörg Óskarsdóttir. Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og bamalegt að hræðast, er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast? Þetta erindi úr Ijóði Sigurðar Einarssonar kom mér til hugar þeg- ar ég fékk þá fregn að Inga Berg- þórsdóttir væri látin. Hvers vegna? kann einhver að spyija. Jú, svarið liggur í mörgum samtölum okkar Ingu í gegnum tíðina. Ævinlega var það svo að ef ég spurði hana hvern- ig hún væri til heilsunnar var svar- ið á þá leið að það yrði bara að sætta sig við það hvernig hún væri. í þessum fátæklegu línum ætla ég ekki að fara út í ættfræði Ingu Elínborgar Bergþórsdóttur, þar eru aðrir betur hæfir. Þess verður þó að geta að uppmni hennar var í Flatey á Breiðafírði og lotning fyrir þeim stað kom æði oft fram hjá þessari annars hæversku konu. Þau nálgast nú 25 árin sem liðin em sfðan ég kynntist Ingu Berg- þórsdóttur, manni hennar Ólafi H. Siguijónssyni, sem látinn er fyrir nokkmm ámm, og bömum þeirra. Á heimili þeirra hjóna vomm við ég og kona mín heimagangar á þessum fyrstu áram kynna okkar. Það að hafa haft tækifæri til kynna við fólk sem þau Ingu og Óla ber að þakka sérstaklega. Það er alveg ljóst að þau hjónin þurftu að hafa fyrir lífínu, fengu ekki alla hluti upp í hendumar fyrirhafnarlaust, og í lífi þeirra ríkti bæði sorg og gleði. Öllu þessu tóku þau með því jafnað- argeði og lítillæti sem fram kemur í línum ljóðsins sem hér er vitnað til. Hógværð, lítillæti og kærleikur var það sem einkenndi Ingu Berg- þórsdóttur þó hún væri kona með ákveðnar skoðanir, en þeim var ekki þröngvað upp á fólk né heldur var hún að trana sér fram. Ævin- lega var litið á björtu hliðar lífsins og meiri áhyggjur hafðar af hvem- ig öðram vegnaði. Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkril í haginn og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn. (SE) Um leið og ég votta Ingu Elín- borgu Bergþórsdóttur virðingu mína og þökk, sendi ég bömum hennar og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Svavar G. Jónsson. Crfisclrykkjur ift Vcitingohú/id cmH-inn Sími 555-4477 Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN | Brautarholti 3, 105 R JSími 91-621393 JÓHANNES STEFÁNSSON frá Noröfirði, tii heimilis í Bólstaðarhlíð 46, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. mars kl 13.30. Soffía Björgúlfsdóttir, Valgarður Jóhannesson, Rós Navart Jóhannesson, Ólafur M. Jóhannesson, Þórdís Stephensen, Pétur Valgarðsson, Guðbjartur Ólafsson Jóhannes Stefán Ólafsson, Magnús Þór Ólafsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ELENBORG BERGÞÓRSDÓTTIR frá Fiatey á Breiðafirði, Hjallaseli 55, Reykjavík, sem andaðist 19. mars, verður jarð- sungin frá Breiðholtskirkju mánudaginn 27. mars kl. 13.30. Bergþór Ólafsson, Ton Khorhcai, Sigurjón Ólafsson, Guðný Rut Sigurðardóttir, Sigurberg Ólafsson, Kristborg Björgvinsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Skúli Hreggviðsson, Hlöðver Ólafsson, Álfheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á að láta Hríseyjarkirkju njóta þess. Óli Björnsson, Vera Sigurðardóttir, Jónheiður Björnsdóttir, Sigmar Jörgensson, Páifna Björnsdóttir, Valtýr Sigurbjarnarson, Óskar Frímannsson. barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi stýrimanns, Týsgötu 8. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgarspítala. Gréta Ingólfsdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Sjöfn Þráinsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Bergljót Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Ásbjörn Ólason Blöndal, Þórir Guðmundsson, Vilborg Þórsdóttir og barnabörn. + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRNÝJAR SVEINBJARNARDÓTTUR, Vallholti 16, . Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands. Þóra Björg Þórarinsdóttir, Sigfús Þórðarson, Guðjón Þórarinsson, Ólaffa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjhug við andlát og jarðarför ÞÓRU MÝRDAL, Hátúni 12, Reykjavik. Sæunn Mýrdal, Jón Mýrdal og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.