Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefurl póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Menntamálaráðherra kallar skólastjóra á sinn fund Starfshópar skoða framhald skólastarfs ÓLAFUR G. Einarsson menntamála- ráðherra hefur ákveðið að mynda starfshópa til að koma með tillögur um hvemig skólastarfi í grunn- og framhaldsskólum verður hagað eftir að verkfalli kennara lýkur. Ráðherra átti í gær fund með formanni Skóla- stjórafélags íslands og formanni Skólameistarafélagsins. „Við erum að sjálfsögðu búnir að fara yfir þetta í ráðuneytinu og höf- um okkar hugmyndir um lausnir, en ég tel rétt að ná saman hópi manna til að fara yfir þetta með okkur." í starfshópunum verða skólameist- arar, fræðslustjórar og fulltrúar úr ráðuneytinu. Olafur G. sagði að starfshópamir myndu fara yfír þetta mál um helgina þannig að tillögur ættu að geta legið fyrir mjög fljótlega. Eftir verkfal! HIK 1989 var gerð- ur sérstakur samningur við kennara um vinnu að loknu verkfalli. Ólafur G. sagðist ekki vera sannfærður um að sú lausn sem þá var valin henti að öllu leyti nú. „Ég tel að það sé hægt að ljúka skólahaldinu án veru- legrar lengingar á skólanum. Við höfum slíkt plan. Það er hins vegar annað mál hvort um það verður sátt.“ kennara. Hér koma forystu- menn SNR, Þorsteinn Geirsson og Indriði H. Þorláksson, af fundi með fjármálaráðherra. Fjármagnstekju- skattur í nefnd FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að undirbúa frum- varp um skattlagningu fjármagns- tekna, en það er gert í tengslum við yfírlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. desember um aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun. Fjármálaráðherra hefur skipað Ásmund Stefánsson, hagfræðing, formann nefndarinnar. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar allra þingflokka • og aðila vinnumarkaðarins, en ríkis- stjórnin taldi nauðsynlegt að sem víðtækust samstaða gæti tekist um þessa lagasetningu. Aðrir í nefndinni eru Kristín Ein- arsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af hálfu Kvennalista, Pétur Blöndal, tryggingastærðfræðingur, tilnefnd- ur af Sjálfstæðisflokki, Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur, til- nefnd af hálfu Alþýðubandalagsins, Guðmundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður, tilnefndur af hálfu Alþýðu- flokksins, Baldur Erlingsson, lög- fræðingur, tilnefndur af hálfu Fram- sóknarflokksins, Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri, tilnefnd- ur af Vinnuveitendasambandi ís- lands, og Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands. Frystihúsið og fiskimjölsverksmiðjan á Bíldudal seld fyrir 50-60 millj. Atvinna fyrir .30-40 manns FISKVEIÐASJÓÐUR hefur sam- þykkt tilboð Eiríks Böðvarssonar á Isafírði í frystihúsið og fiskimjöls- verksmiðjuna á Bíldudal. Eiríkur staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann hefði boðið 50-60 millj. kr. í eignirnar. Væntanlega yrði gengið frá samningum eftir helgi og hann tæki við rekstrinum í næstu viku. Flytur alla starfsemi til Bíldudals Eiríkur sagðist mundu flytja með sér til Bíldudals 200 tonna línubát með beitingavél, Auðun, en auk hans kvaðst hann mundu treysta á að afla hráefnis með viðskiptum við báta við Arnarfjörð, Patreksfjörð og Tálknafjörð. Hann kvaðst reikna með að geta verkað allt að 2.000 tonn á ári í húsinu og gætu líklega 30-40 manns fengið þar vinnu eftir því sem hráefni gæfí tilefni til. Hann kvaðst ekki þurfa að leggja í fjárfestingar áður en verkun gæti hafíst í húsinu að nýju, enda teldi hann að um væri að ræða heppilega rekstrareiningu í góðu ásigkomu- lagi. Eiríkur hefur verið einn þriggja eigenda útgerðar- og físk- vinnslufyrirtækisins Básafells á ísafirði og kvaðst hann reikna með að selja á næstunni hlut sinn í því fyrirtæki og flytja starfsemi sína alla til Bíldudals. Stökkbreyting fyrir bæjarfélagið Magnús Björnsson á Bíldudal, sem sæti á í bæjarstjóm Vestur- byggðar, sagði þetta þýða stökk- breytingu fyrir bæjarfélagið. „Þetta er virkilega gleðilegt og ég óska Eiríki persónulega til hamingju og fagna því að fá hann hér í sam- starf og inn í byggðarlagið. Þetta þýðir, ef þetta er rétt hjá honum, að það vantar fólk frekar en hitt og að atvinnuleysinu er útrýmt á Bíldudal," sagði Magnús. Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vest- urbyggðar, sagði að sér litist vel á að Eiríkur færi af stað með atvinnu- starfsemi á Bíldudal. „Eins og mér hefur verið sagt frá þessu þá er skip á bak við þetta, sem mun leggja þarna upp afla. Það líst mér auðvit- að vel á, því það er það sem öllu máli skiptir," sagði Gísli. Uppgrip í gluggaþvotti Morgunblaðið/Kristinn MIKIÐ hefur verið að gera lyá gluggaþvotta- mönnum undanfarna daga. Hvasst var I veðri í vikunni og því festist mikil sjávarselta á rúðurnar. í þíðunni sem gerði í kjölfarið sköp- uðust góðar aðstæður fyrir gluggaþvotta- menn að þvo rúður. Verslunarrekstur Sambands íslenskra samvinnufélaga 900 milljónir króna sett- ar í Miklagarð á 3 árum Sambandið var í miklum ábyrgðum vegna samstarfsfyrirtækja SAMBANDIÐ setti 900 milljónir króna í verslunarrekstur Mikla- garðs, á þriggja ára tímabili, frá 1990-1992. Þetta kemur fram í annarri grein af fjórum, sem Morgunblaðið birtir þessa dagana, um endalok Sambandsins. Sambandið var í umtalsverðum ábyrgðum vegna samstarfsfyrir- tækja, jafnframt því sem það hafði fjármagnað rekstrarfjárþörf sam- starfsfyrirtækja með lántökum erlendis í gegnum Lundúnaskrif- stofu sína árum saman. Starfshópur Landsbankans, sem undirbjó samninga um yfír- töku bankans á eignum Sam- bandsins, sumarið 1992, komst að þeirri niðurstöðu að Sambandið ætti fyrir skuldum, en væri greiðsluþrota. Rekstrartap Sambandsins árið 1991 nam 480 milljónum króna, og hlutdeild þess í tapi tengdra félaga nam 640 milljónum króna. Eigið fé Sambandsins í árslok 1991 nam rúmlega 1,5 milljörðum króna, en starfshópur Landsbank- ans taldi að eignir væru ofmetnar til muna í ársreikningum sam- steypunnar. Heildarvanskil Sambandsins við Landsbankann í ágúst 1992 námu 500 milljónum króna. Horfur voru á að erlendir lánardrottnar myndu gjaldfella lán í byijun vetrar, vegna vanskila. Elstu vanskil í Landsbankanum voru orðin meira en 12 mánaða, sem þýddi, samkvæmt vinnuregl- um bankans, að útlán til Sam- bandsins bæri að vaxtafrysta. ■ Eignayfirtaka eina leiðin/16 Jökull boð- ar verkfall VERSLUNARDEILD Verkalýðsfé- lagsins Jökuls á Höfn í Hornafírði hefur boðað verkfall frá og með 31. mars. Verkfallsboðunin nær til um 100 manna. Kjarasamningur við fé- lagið, sem gerður var við heildar- kjarasamningana á dögunum, var kolfelldur í deildinni. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, for- maður Jökuls, sagði meginkröfu fé- lagsins vera meiri hækkun lægstu launa en samið hefði verið um í samningunum sem gerðir voru 21. febrúar. Hjördís sagði að undan- farna daga hefðu verið gerðar til- raunir til að ná fram samningum en þær hefðu ekki tekist utan hvað samið hefði verið við Verslunina í Nesjum og Eystrahorn. Samningafundur hefur verið boð- aður hjá ríkissáttasemjara á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.