Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERUMEKKIMEÐ RÁÐANDIHLUTIOLÍS okkur að hægt verði að fækka þeim. Ég held að það sé álíka fjöldi ann- arra farartækja sem einnig verður hægt að fækka.“ Reynt að komast hjá fjöldauppsögnum — Hvernig munuð þið standa að þeirri fækkun starfsmanna sem er fyrirsjáanleg í dreifíngarkerfinu? „Þeir þættir sem ég hef nefnt byggja að mestu á öðru en mann- skap. Það verður einhver fækkun á bílstjórum en við teljum að hún geti gengið yfír af sjálfu sér á ein- hvetjum tíma og ætlum að reyna að komast hjá fjöldauppsögnum." — Er ekki ljóst að Olíufélagið verði ráðandi aðili í hinu nýja dreif- ingarfyrirtæki. „Við gerum ráð fyrir því að eign- arhlutföll í því fyrirtæki verði ná- lægt stærðarhlutföllum fyrirtækj- anna þannig að við verðum líklega með tvo þriðju hluta. Þetta verkefni gengur hins vegar ekki nema um sé að ræða gott samstarf." Vandséð að þetta sé andstætt hagsmunum neytenda — Sumir óttast að það geti verið andstætt hagsmunum neytenda að eitt fyrirtæki annist dreifingu á 70% af því eldsneyti sem flutt er til landsins. Hvaða augum lítur þú þetta mál? „Frá okkar sjónarhóli er vandséð að það sé andstætt hagsmunum neytanda að gerðar séu ráðstafanir til að lækka kostnað neytendum til hagsbóta. “ — Á sumum sviðum, eins og í samgöngum, hafa einstök fyrirtæki mjög mikla markaðshlutdeild. Hvert er þitt viðhorf til þess að fyrirtæki hafí jafnmikla hlutdeild í þessu litla þjóðfélagi? „Ég þekki ekki nákvæmlega til markaðshlutdeildar fyrirtækja hvort sem er í flugi, flutningum, gosdrykkjamarkaði, blaðaútgáfu eða fjölmiðlun almennt. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að við lifum í fámennu þjóðfélagi og það að þessir fletir komi upp í fleiri en einu tilfelli er afleiðing af því. Það þarf ákveðna stærð til að ná hagkvæmi í rekstri en þegar margir smærri eru á markaði verð- ur kostnaður meiri.“ Baráttan á olíumarkaðnum tók óvænta stefnu um síðustu helgí þegar Olíufélagið o g Texaco gengu frá kaupum á 45% hlut í Olís. Krístinn Bríem ræddi við Geir Magn- ússon, forstjóra Olíufélagsins m.a. um að- dragandann að kaupunum, fyrírsjáanlega hagræðingu, hagsmuni annarra hluthafa í Olís og samkeppnisstöðu félaganna KAUP Olíufélagsins hf. á 35% hlut í Olís á dögun- um og kaup Texaco á 10% hlut telst óneitan- lega vera einn af stærri viðburðum í viðskiptalífínu á síðari árum. Þessi kaup voru mótleikur Olíufélagsins við harðnandi verðsamkeppi á olíu- markaðnum, yfirvofandi innrás kanadíska olíufélagsins Irving Oil og samstarfí Skeljungs hf. við Hag- kaup og Bónus um rekstur bensín- stöðva við stórmarkaði. Að óbreyttu hafði Olíufélagið takmarkað svig- rúm til að draga verulega úr kostn- aði og hagræða til að mæta verð- Iækkunum en fyrirsjáanlegt var að með samvinnu við Olís mætti ná miklu meiri árangri. Eftir sem áður ætla félögin að keppa á markaðnum og segir Geir Magnússon, forstjóri, hér í viðtali að Olíufélagið og Hydro-Texaco eigi ólíkra hagsmuna að gæta í OIís þannig að þar muni ríkja nokkurs konar ógnaijafnvægi. Olíufélagið hafi því ekki tryggt sér ráðandi hlut í Olís. Hann var fyrst beðinn að rekja aðdraganda kaup- anna. „Við ákváðum að lækka verð á bensíni og gasolíu í janúar og þá lá fyrir að það þyrfti að ná fram rekstrarhagræð- ingu upp á umtalsverðar fjárhæðir í dreifíngar- kerfínu. Það var komið á viðræðum við Sund hf. um mögulegt samstarf við Olís. Á því stigi ætluðum við ekki að kaupa af Sundi heldur kom sá flötur upp á síðari stigum. Okkar erindi var fyrst og fremst það að þreifa á því að hvort hægt væri að hefja sam- starf til að lækka kostnað í þeim tilgangi að gera okkur sterkari í samkeppninni. Það var kominn upp nýr flötur á markaðssetningu Skelj- ungs gegnum samstarfíð við Orku og vitað var að Irving Oil hafði gert ítrekaðar tilraunir til að kaupa hlut í Olís. Við töldum okkur einnig hafa ávæning af áhuga Skeljungs- manna að kaupa Olís-bréfín og sameina fyrirtækin. Við stóðum frammi fyrir því að gera ekkert og beijast við að nýta okkar stærðarhagkvæmni eða þreifa fyrir okkur með samstarf við aðra. Framhaldið er öllum kunnugt. Á seinna stigi var borið undir Texaco hvort félagið vildi eiga sín bréf áfram. Þeir voru mjög ákveðn- ir að vera áfram hluthafar og vildu jafnvel auka sinn hlut frekar en ekki. Þeim leist mjög vel á okkar hugmyndafræði og lýstu sig reiðubúna til sam- starfs um þetta verkefni á þann veg að þeir ættu jafnan hlut á móti okkur.“ Lægri fragt og lægra innkaupsverð — Því hefur verið haldið fram að Olíufélagið hafi verið reiðubúið að teygja sig mjög langt í verði af ótta við að bréfin yrðu seld til Irv- ing Oil. Þannig hafí verið greitt ríf- lega þrefalt nafnverð fyrir bréfín. Hvað er hæft í þessu? „Ég held að allt sem sagt er um verð sé byggt á einhveijum vanga- veltum. Það varð samkomulag um að verð væri trúnaðarmál sem við munum standa við. Okkar mat á kaupunum hlýtur að miðast við þann ávirining sem við getum feng- ið út úr hagræðingu." — Hvernig er sameiginlega dreif- ingarkerfið hugsað? „Við eigum gríðarlega mikla vinnu framundan áður en hægt verður að sjá ákveðnar stærðir. Hagræðingin felst í því að hingað til hafa félögin flutt inn eldsneyti hvert í sínu lagi. Olís hefur flutt inn olíu og bensín í samvinnu við Skelj- ung með skipum af svipaðri stærð og við höfum notað, þ.e. 21-24 þúsund tonna skipum. Þessi félög hafa náð betri veltuhraða og lægri fragt vegna samvinnu sinnar. Sam- eiginlegur innflutningur Olís og Olíufélagsins fellur vel að 35-38 þúsund tonna skipum sem býður upp á enn lægri fragt. Á markaðn- um er talað um að munurinn geti verið allt að 1 dollar á tonnið. Síðan höfum við væntingar um að með auknu magni getum við náð enn frekari lækkun á innkaupsverði. Við munum að sjálfsögðu láta fleiri en einn birgi bjóða í þetta magn og síðan verður markaðurinn að svara því að hve miklu leyti það skilar sér. Við kaupum inn tæplega 400 þúsund tonn saman þannig að hver dollar skilar umtalsverðum upphæðum. Þá rekum við einnig nokkur skip. Stapafellið er notað í strandflutn- ingum en þar að auki eigum við Bláfell og Lágafell sem þjóna stöðv- um á Faxaflóasvæðinu. Olís rekur aftur á móti olíuskipið Héðinn og á helminginn í Kyndli. Við sjáum fyr- ir okkur að hægt sé að fækka skip- um en það á eftir að reikna út hvort Stapafellið nægir eða hvort þörf sé á öðru stærra skipi. Hins vegar ligg- ur fyrir að hægt verður að komast af með eitt skip í staðinn fyrir Héðinn, Bláfell og Lágafell.“ Veruleg fækkun birgðastöðva „Það liggur einnig fyrir að Olíu- félagið rekur 41 birgðastöð aðrar en innflutningshafnir og Olís rekur 28 stöðvar. Við höfum verið að skila greinargerðum til yfirvalda um hvernig eigi að endurbyggja þessar stöðvar á næstu tíu til ellefu árum vegna nýrra laga um mengunarvarnir. Það er gert ráð fyrir að með samstarfinu verði hægt að komast af með veru- lega færri birgðastöðvar en élla og þar af leiðandi sparast verulega í stofnkostnaði og endur- byggingu. Olíufélagið rekur inn- flutningshafnir í Hafnarfirði, Ör- firisey og Hvalfirði. Olís hefur sótt um viðbótarland vegna endurbygg- ingar sinnar birgðastöðvar í Laug- arnesi og það þarf að meta að hvaða marki þörf er á þeirri endurbygg- ingu. Það má leiða likur að því að óþarft verði að byggja slíka stöð. Síðan eru þessi fyrirtæki með um 170 tankbíla og við sjáum fyrir Erum ekki með ráðandi hlut — Samkeppnisstofnun hefur tekið til athugunar kaup ykkar á hluta- bréfunum í Olís og fyrirhugað sam- starf félaganna. Má ekki búast við að stofnunin geri einhveijar athuga- semdir við kaup ykkar og samstarf félaganna? „Það er mjög eðlilegt að Sam- keppnisstofnun fari yfír mál eins og þetta og henni ber að gera það sam- kvæmt lögum. Miðað við það að við erum ekki með ráðandi hlut í Olís og að þessi fyrirtæki munu starfa á sjálfstæðan hátt á markaðnum í fíillri samkeppni þá geri ég ekki ráð fyrir því að það sé tilefni til að- gerða. Við létum að sjálfsögðu lög- fræðinga meta þetta fyrir okkur áður en af stað var farið. Þar að auki má benda á að það sem við erum að gera hefur verið gert í öðr- um löndum t.d. Danmörku. Mikið af þeirri löggjöf sem við höfum tek- ið upp er sótt til Danmerkur. Þar er samstarf af þessu tagi talið eðli- legt enda hefur ekkert dregið úr samkeppni." — En hvemig myndi það horfa við ykkur ef stjómmálamenn tækju þetta mál til umræðu? „Ef stjórnmálamenn vilja fjalla um stærðir einstakra þátta í viðskiptalífinu þá þurfa þeir að koma að æði mörgum málum. Það verður þá að fjalla um fleiri mál en þetta. Ef okkur tekst vel til með kostnaðarnið- urskurð og hagkvæmni á hveija ein- ingu þá held ég að sú gagnrýni sem menn eru að velta fyrir sér hverfi með tímanum." — Það hefur verið töluverð um- ræða um að setja beri reglur til að vemda hagsmuni minnihluta í hlutafélögum. Hvernig horfði það við þér ef Oh'ufélagið og Hydro- Texaco yrði skyldað til að gera öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa þeirra hlut? Samkeppnis- stofnun kanni málið Engin um- ræða um sameiningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.